Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.09.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 01.09.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI Hvernig fóru þeir aö? Bændur heimta alltaf meiri og meiri „stuðning“ og „opinber framlög“ f tímaritinu Frey, maí-heft* inu, er skýrt frá ársþingi Búnaðarfélags íslands, scn> haldið var í febrúar. Þar segir m.a. orðrétt: Helztu breytingar, sem Búnaðarþing samþykkti til frávika frá gildandi jalð- ræktarlögum voru þessar: 1. Lagt er til að framlag til nýræktar hækki verulega og að ekki verði framveg- is bundið við stærð túna á bújörðunum. 2. Að aukið verði framlag lil grænfóðursræktar, á- burðarhúsa og votheys- geymslna, frá því sem nú er. 3. Að hreinsun framræslu- skurða njóti opinbers framlags. 4. Að veittur verði stuðn- ingur við vatnsveitur á sveitaheimilum. 5. Að stuðningur verði veitt ur til kölkunar túna þar sem þess þarf, til þess að auka ræktunarhæfni lendsins. 6. Lagt er til að inn í lög- in verði tekin ákvæði um stuðning við ræktun hag- iendis. 7. .Ákveðin sjónarmið voru uppi um aukastuðning við félagsræktun einkum með tilliti til aukins ör- yggis um nægilega fóður- öflun í erfiðu árferði. SManni verður á að liugsa, hvemig bændurnir fóru að áður en þeir fengu þenn- an „stuðning“, „aukastuðn- ing“ og „opinber framlög“. ♦ Skírlífi Framli. af bls. 3 „Þú ert að gera að gamni þínu. Hvernig ætti ég að þora það?“ „Mér er alvara. Myndir þú verða hamingjusamur ef þú gengir að eiga mig?“ „Ég ti'úi þér ekki. Það á ekki fyrr mér að liggja. Manstu eftir skírlífisboganum?“ „Hugsaðu ekki um hann. Það ert þú, sem ég vil eiga. Vínskaltil vinardrekka mmm Fjallar um vín, vínframleiSslu og vínnotkun, ásamt upplýsingum um víntegundir hér á landi. — I bókinni er fjöldi uppskrifta að kokkteilum og vínblöndum. Fæst hjá bóksölum um land allt. Við getum orðið hamingjusöm saman. Mér er alveg sama, hvað fólk segir. Ég hefi verið ekkja í tuttugu ár, og það er mér nóg.“ Og hún kyssti hann. „Hvað á ég að gera?“ spurði Chang, er hann hafði lokið sögunni. „Hvernig ætti ég að voga að standa í vegi fyrir skipunum keisarans? En hús- móðir mín bað mig að eiga sig strax, því að annars myndi hún aldrei giftast. Hvað í ósköpunum á ég að gera?“ Li Sing ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum. En loksins svaraði hann: „Hvað þú átt að gera? Flón getur þú verið! Auðvitað att þú að kvænast henni!“ Hann þaut inn og sagði konu sinni fréttirnar. „Mér þykir vænt um það vegna mömmu,“ sagði Meihua. Svo bætti hún við í hálfum hljóðum: „Mamma hlýtur að hafa drepið svörtu hænuna sjálf! Það ætti að reisa skír- lífisboga mönnum eins og Chang til heiðurs.“ Við kvöldverðarborðið sagði höfuðsmaðurinn við tengda- móður sína: „Ég hefi verið að velta ýmsu fyrir mér. Þú mátt ekki taka það illa upp fyrir mér. Þú hefir verið einmana, síðan amma gamla dó. Chang er heiðarlegur maður. Ef þú leyf- ir mér að tala við hann, myndi hann óðara ganga að eiga þig, og ég held, að hann myndi með ánægju taka sér nafn Wen-f j ölsky ldunnar.“ Fró Wen sótroðnaði. „Já, nafn Wen-fjölskyldunnar ....“ sagði hún, en spratt svo á fætur og þaut inn í herbergið sitt. Þegar hún gekk að eiga Chang, varð Wen-ættin fyrir geysilegum vonbrigðum. „Það er aldrei hægt að treysta kvenfólki," sagði yfir- maður ættarinnar. ♦ Skotvöllur !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Framh. af bls. 1 ásamt gæzlumanni og selja að- gang að því — með haglabyssu turnum, leirdúfum og örugg- um rifflabrautum. Ég er á því, að þessi fífla- háttur með skotvpn, eins og á hefur borið undanfarið, sé af aðstöðuleysi í þessum málum og vöntun á landrými til æf- inga. Ég veit ekki nema ég fari út í það að sækja um land hjá Reykjavíkurborg undir skot- völl og starta almennilegu skot félagi. Það hlýtur að vera hægt að fá land og lán tii slíkra hluta eins og annarra verkefna. Örn Ásmundsson. (■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ♦ Lögreglan Framn. af bls. 1 hann stöðvaði og skipaði ökumanni að aka upp á gangstéttina. Tróð hann sér síðan undir slýrið og káf- aði á öllum tækjum bílsins. Þetta horfði ég á meðan á þvi stóð, þó í hæfdegri fjarlægð. Datt mér einna lielzt Gestapó-aðferðir þær, sem maður liefur lesið um frá dögum Hitlers. Ég Iief víða komið, m.a. lil Danmerkur, og á vini í Bandarikjunum og viðar, en af svona kúnstum hef ég aldrei haft spurnir né kynnst áður af eigin raun. Það er lágmarkskraf a, að lögreglan hagi vinnubrögð- um sínum af kunnáttu, en ekki ofstæki. Lögregluþjón- ar eru borgurunum til að- stoðar, en þeir eiga síður en svo að ofsækja löghlýðna útsvarsgreiðendur, sem raunverulega borga þessum einkennisbúnu mönnum kaupið þeirra. ♦ Gleðihúsin Framh. af bls. 1 á þessu i þá daga. Nú lierma fréttir, að mik- ið lauslæti sé hér í borg og að konur gefi ekki blíðu sina fremur en stallsystur þeirra erlendis. Heyrst liefur um pólska maddömu við Grettisgötu, en sú gata er nú að verða fræg fyrir melluhald. Er sagt að eiginmaður konunn- ar láti sér iðju hennar vel líka, enda hafi hún gifzt lionum til að fá/ .íslenzkan rikisborgararétt. Þá hefur olckur verið bent á liús eitt við Berg- staðastræti, þar sem lög- fræðiogar og opinberir skrifstcfumenn temji kom- ur sínar. Er okkur sagt að þar sé „nóg af klámi“ og að húsmóðirin muni „klár i ýmsú“. Þá er okkur tjáð, að sjó- menn, sem þangað koma, vakni slundum um borð í togara. Margir hafa látið þá ósk uppi við blaðið, að hér risi upp gleðihús, en hætt er við að sú ósk rætist ekki í bráð. En bent hefur verið á, að ef við, eigum að gera sjómenn, einkum erlenda, ánægða hér i höfn og hafa eitthvað upp úr þeim, þá þurfi hér bæði pútnahús og sterkt öl. Sama gildir lika um ferðamenn. Margar erlendar hafnar- og ferðamannabox-gir hafa einmitt stórtekjur af gleði- konum og áfengissölu og gætum við þar tekið Þjóð- vei'ja og Hollendinga til fyr irmyndar! ♦ Veggjasprungur **■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■» Framh. af bls. 1 veQ fyrir þær. En nú er svo komið, að fjöldi manns hef~ ur atvinnu af því, að fijlla upp í sprungurnar með eins

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.