Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 08.09.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 08.09.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI kvöldboðnm h|á Cltopin Þegar Chopin kynntist George Sand NÝ VIKUTÍÐINDI Otgeíandi og ntstión: Geir Gunnarsson Ritstjórn og auglýsmgai Hverfisgötu 101A, 2. hæð Simi 26833 Pósth. 5094 Prentun: Prentsm. Pjóðviljans Setning: Fílagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Landhelgin Landhelgismálið er nú efst á baugi í hugum allra íslendinga — og raunar eina máliS — síðan heims- meistaraeinvíginu í skák var farsællega til lykta leitt í Revkjavík. Þegar þetta er skrifað, hafa íslenzku varðskipin lítið aðhafst til verndar 50 míina landhelginni, ann að en að skrásetja og ljós- mynda brotleg veiöiskip, víst emgöngu brezk, 1 þeim tilgangi að kyrrsetja þau, þegar þau neyðast til aö leita hafnar hér á landi. Það ber þó að athuga, aö ef hugsanlegt á að vera aö kyrrsetja þau, þarf að auka stórlega lögreglu í helstu hafnarbæjum, sem erlendir togarar leita til, svo sem á Seyðisfirði, ísafiröi og Flat- eyri. Ýmsir eru óánægðir með þennan silakeppshátt varð- skipanna, svo sem Vestfirð- ingar, sem segja brezku tog- arana eyðileggja veiðarfæri þeirra og hóta að taka upp virka vörn á eigin spýtur. Yrði óneitanlega gaman að frétta af viðureign þeirra við landhelgisbrjótana, þótt lögleysa yrði. En sannleikurinn mun vera sá, að yfirmenn land- helgisgæzlunnar vilja fara hægt í sakirnar, meðan ekki er útséö um að samn- ingar takist við Englend- inga og Þjóðverja um ein- hverjai undanþágur um veiði mnan 50 mílnanna fyrst um sinn. Landgræðslan Annað stórmál fyrir þjóð okkar er hefting uppblást- urs landsins sjálfs. Auðvitað þarf að haldast í hendur að hlúa jafnt að gróðri lands- ins og fiskistofni land- grunnsins. Á undanförnum árum hef ur verið dreift miklu magni af ýmsum gróðurfræjum og áburði um auðnir landsins, auk þess sem stór uppíoka svæði hafa verið afgirt og friðuð, sem hefur borið góö- an árangur. Nú berast þær fréttir, að stórt átak eigi að gera í þessum efnum, og hafa flug menn boöist til að dreifa sáðkorni og áburði úr flug- vélum í stórum stíl um upp- blásnai auðnir í sjálfboöa- vinnu. Það er svona hugarfar, FRYDERYK Chopin kom til Parísar í lok septembermánað- ar 1831. og var þá einungis tuttugu og eins árs gamall. Uppróisnin, sem Pólverjar gerðu gegn Rússum í þeim hluta Póllands, sem Rússar her sátu, og skollið hafði á fyrir fám vikum, fékk sorgleg enda- lok með falli Varsjár. Chopin var orðinn viðskila við föður- land sitt og gat ekki farið heim ýmissa ástæðna vegna. í París hitti hann fræga hljóm- listarmenn og naut andrúms- lofts mikillar menningar og frelsis. En þess þarfnaðist hann mjög. Chopin eignaðist marga vini og kunningja meðal yfirstétt- anna. En öllu öðru fremur lagði hann lag sitt við tvo vinahópa. í öðrum hópnum voru pólskir útflytjendur, en í hinum alþjóða listagáfu- og lærdómsmenn. Það eru eink- um vinir Chopin úr síðar- nefnda flokknum, sem hafa eft irskilið þýðingarmiklar endur- minningar um samveru og vin- skap þeirra við Chopin. Hér mun nokkuð sagt verða frá þessum endurminningum, er gefa lifandi myndir bæði af binum mikla listamanni og þeim, sem umgengust Chopin daglega. Byrium á því að segja frá árinu 1836. En það ár varð Chopin fyrir mikilli sorg. Hann var ástfanginn af ungri pólskri dömu, er hét Maria Wodzinska. Þau hittust í Dresden árið 1835. Leið ekki á löngu þar til þau trúlofuðust. Wodzinska-fjöl skyldan, sem eftir uppreisnina í Póllandi hafði dvalið í Sviss um hríð, sneri nú heim aftur. Fjölskyldan bjóst við að Chop- in færi líka til Póllands. En svo varð ekki. Kærustuparið skrifaðist á um stund. En sumarið 1837 sleit Maria trúlofuninni. Chop- in varð fyrir miklum vonbrigð- um, þegar Maria sveik hann. Hann hafði elskað hana heitt. ÞAÐ VAR eðlilegt, að Chop- in, sem bar ástarharm í brjósti, félli fyrir konu þeirri, sem sem gildir, þegar stórátaka er þörf. Peningasjónarmið eru ávallt óheillavænleg, ef um velferðarmál lands og þjóðar er að ræða. Raunar á þetta við um allt, meöan verið ei að reisa eitthvað upp og gera arðbært. Það reyndu frumbýlingarnir í Ameríku, það hafa hús- byggjendur á síðustu árum hér í landi reynt og það hefur hin nýja atvinnurek- endastétt hér á landi reynt. Þá er ekki verið að telja vinnutímann í klukkustund um. Fórnfúst starf í þágu hug sjóna sinna er ávallt far- sælt og líklegt til að bera árangur. nokkru áður hafði árangurs- laust ieynt til þess að ná ást- um hans. Kona þessi var hin fræga, franska skáldkona Aur- ore Dadevant, sem ritaði undir dulnefninu George Sand. Raun verulegt ástarsamband þeirra Chopin og Sand stóð ekki lengi yfir. Heilsu Chopin hrakaði mjög mikið árið 1839; og var Aurore Dudevant álitin hafa stutt óbeinlínis að þessari heilsuhnignun hans. Næstu árin fórnaði hún sér fyrir hann og hjúkraði honum með móðurlegri umhyggju. Þau voru að mörgu leyti ólík. Han var grannvaxinn og fín- gerður eins og ung stúlka. Hún var þrekin, hraustbyggð og all-„karlmannleg“. Hann var afskaplega tilfinninganæm- ur. Tilfinningasemi snillingsins gerði hann dulan og fámæltan. Og hann var einmana, þrátt George Sand. Málverk eftir Carpentier frá 1835. fyrir mikla þátttöku í mann- fagnaði. George Sand var mjög gefin fyrir mannamót og glaðværan félagsskap. Hún var gædd mik- illi lífsorku og ákefð. Hún var fljót að eignast vini og átti óteljandi elskhuga. Hún klædd- ist stundum karlmannsbúningi, reykti vindla og var grófyrt. Ættartala hennar var mislit. Meðal forfeðranna voru margir aðalsmenn, sem verið höfðu all-lausir í rásinni, og léttúðug- ar konur í fleiri ættliði. — Langa-langafi hennar var Ágúst sterki konungur Pól- lands og Sachsen. Haft er fyr- ir satt, að Ágúst kóngur hafi átt þrjú hundruð og fimmtíu óskilgetin börn. George Sand var gáfuð og hafði lesið margar bækur. Hún samdi skáldsögur með svo mikl um hraða, að líkja mátti við vélavinnu. Hún var um þetta leyti álitin mesti skáldsagna- höfundur Frakka. HVAR hittust þau í fyrstu Chopin og George Sand? Vinum þeirra kom síðar ekki saman um það mál. Sennileg- ust er frásögn Liszts. Hann kvaðst hafa farið með George Sand, kvöld nokkurt, þegar hann fór að hitta Chopin. Þá sáust þau í fyrsta sinn. Liszt var aðeins einu ári yngri en Chopin og var honum mjög handgenginn. Liszt kynnt ist George Sand vegna þess að ástmær hans, Maria d‘Agoult var mikil vinkona hennar. — Liszt hefir í bók sinni um Chopin sagt frá þessu kvöldi, er þau Chopin og George Sand hittust ! fyrsta sinn. Liszt segir: „íbúð hans, sem var fullsetin eins og innrás hefði verið gerð 1 hana, var lýst með nokkrum kertaljósum, sem stóðu um- hverfis hann. Þar sat Heinrich Heine, hið mikla þýzka Ijóð- skáld, sem í einni af bókum sínum lýsir því skáldlega með sterkum orðum, hve hrifinn hann var af hljómlist Chopin. Þráin til föðurlandsins lyfti þeim báðum á hærra stig. Þrá- in eftir draumlandi skáldskap- arins er öllum miklum lista- mönnum í blóg borin. Heine skrifaði: „Þegar hann situr við hljóð- færið, og leikur undirbúnings- laust(impovisere), þykir mér sem landi minn frá hinu elsk- aða föðurlandi mínu kæmi I heimsókn til mín og segði mér frá því merkilegasta, er þar hefði komið fyrir á meðan ég var að heiman.“ Við hliðina á Heine sat hið fræga þýzka óperuskáld, Mey- erbeer, og hinn mikli söngvari Adolphe Nourrit. Meðal gestanna var einnig slaghörpuleikarinn og tónskáld ið Hiller. Þarna var líka snilldarmálar- inn franski Eugéne Delacroix, einn af beztu vinum Chopins og mestu aðdáendum hans. í dagbók sína reit Delacroix, ÞAÐ var ekki fyrr en hann var búinn að borða hinn góm- sæta miðdegisverð, hafði feng- ið rjúsandi kaffið í bollann og eld í sinn ágæta vindil, að Karlsen sölumaður gaf sér tíma til þess að líta í kringum sig. Hann var staddur á vistlegu og þægilegu veitingahúsi í sma bæ einum. Hljómsveitin var ágæt, og hann hafði átt ann- ríkt um daginn, svo hann vildi gjarnan lyfta sér ofurlítið upp, ef þess væri kostur. Skyndilega kom hann auga á fallega, rauðklædda stúlku, sem sat alein við borð hinum megin i salnum. Úlfurinn í Karlsen var fljót- ur að vakna við þessa sjón, en hjarta mannsins er afar auð- hrært, þegar um hið fagra kyn er að ræða. Og þessi rauð- klædda var virkilega aðlað- andi. Hann greip í snatri til minn- isbókarinnar, reif eitt blað úr henni og hripaði í flýti á það nokkrar línur... Máske hin fagra stúlka vildi gera honum þá ósegjanlegu ánægju að drekka með honum eitt glas...? Hann braut saman miðann, kallaði á þjóninn og bað hann meðal annars, um Chopin: „Hann er hinn sannasti og mest ekta listamaður, er ég nokkru sinni hefi hitt. Hann er einn af þeim fáu, sem hægt er að líta upp til og dást að í raun og sannleika." Chopin. Teikning eftir George Sand. Þarna sátu tvö pólsk skáld: Niemcewiez og snillingurinn Adam Miekiewiez. En þýðingu hans fyrir Pólland má jafna við áhrif Wergelands og Björn- sons á norsku þjóðina. Bækur hans lágu ætíð á borði Chop- ins. Og kvæði Adam Miekie- wiez eru sögð hafa örvað tón- listargáfu Chopins. Miekiewiez var tólf árum eldri en Chopin og hafði sem sagt mikil áhrif á hann. Antonie Dessues segir að Michiewicz hafi fundið að hegð un Chopin í sölum heldra fólks ins. Eitt sinn hrópaði Mickie- að skila honum til stúlkunnar í rauða kjólnum. Hann fylgdi þjóninum áköf- um augum, er hann gekk yfir gólfið og sá hann afhenda stúlkunni miðann. Hún talaði nokkur orð við þjóninn — sennilega var hún að biðja hann að bera svar sitt til baka. Svo sa hann, að hún tók sjálf- blekung upp úr veskinu sínu, skrifaði eitthvað á miðann, sem hún braut saman og rétti þjóninum aftur. Hjarta Karlsens barðist ótt og títt. Hafði hin fagra, ó- þekkta tekið boði hans? Myndi hún koma? Þjónninn kom aftur að borð- inu til hans og fékk honum miðann, um leið og hann hneigði sig djúpt. Síðan hélt hann á brott. Karlsen þreif miðann ákafur og fletti honum sundur: „Kæri herru. Þak’ia yðar ágæta og e;sku- lega ooð, sem ég er iv miður neydd til þess að Kiua, þar sem ég óttast að mann.inum mínum muni mislíka, ef ég tek því. En annars getið þér spurt um leyfi hans sjálfir. Hann er einmitt þjónninn, sem afgreiðir við borðið yð»r...“ BOÐ Sogukorn eftír Vagu Knhumunch

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.