Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 08.09.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 08.09.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI Um fræga menn Eitur Lloyd George, hinn mikli enski stjórnmálamaður frá dög um fyrri heimsstyrjaldarinnar, var alkunnur fyrir það að vera fljótur til svars og jafnframt hnittinn í tilsvörum. Eitt sinn var hann að halda ræðu á ein- hverri kvennasamkomu, og varð þá einhver stúlka aftar- lega í salnum til þess að grípa fram í fyrir honum, vegna þess að hún var mjög andvíg þeim skoðunum, sem hann setti fram. Hrópaði stúlkan hátt og snjallt til hans: „Ef þér væruð maðurinn minn, þá myndi ég gefa yður inn eitur.“ Lloyd George þagði andar- tak, leit því næst til stúlkunn- ar og svaraði: „Ef þér væruð konan mín, þá myndi ég taka inn eitrið.“ Skegghárið Edison —hinn frægi upp- finningamaður — var oft mjög viðutan við vinnu sína, einkum er hann glimdi við einhverja nýja hugmynd að uppfinningu. Þegar hann var að reyna að finna hið rétta efni í þræði glóðarlampans, hugsaði hann ekki um annað en glóðarþræði og fékk maður nokkur, sem kom í heimsókn til hans að kenna á því. > L i Maður þessi var með mikið og fagurt, eldrautt alskegg. Edi son leit á gest sinn um leið og hann kom inn, greip því næst skæri, sem lágu á borðinu við hlið hans, og áður en gestur- jnn vissi hvaðan á hann stóð veðrið, hafði Edison klippt stóran lokk úr skeggi hans. Maðurinn rauk upp, en lét sér bó segjast, þegar Edison sagði: „Rautt skegghár hefir enn ekki verið reynt í glóðarlampa, en nú verður það reynt.“ Edison framkvæmdi tilraun- ina með skegghárið. — En rauða skeggið reyndist gagns- laust. ♦ Framtíðarvagn Framh. á bls. 4 í FORT WALTON Beach, Florida er samt komin all-góð reynsla á þetta samgöngutæki — og notkun þess færist sífellt í vöxt. Þar er farseðlaverðið ekki nema 50 cent, og hinir mörgu gestir, sem dvelja í borginni — eins og víðast hvar í Florida — nota vagnana mjög mikið. Ári áður en Transpo var opnuð í Washington gaf sam- göngumálaráðuneytið risafyrir- tækjunum svohljóðandi fyrir- skipun: Smíðið einfalt og ör- uggt farartæki, sem getur flutt fólk frá einum stað til annars án viðkomustaða. Það á að vera ódýrara að ferðast með því en bílum, og farþegarnir eiga að geta verið öruggir um að þurfa ekki að bíða lengui en í þ'rjár' mínútur eftir fari, eftir að þeir hafa þrýst á hnapp á stöðvunarstöð. Því má bæta við, að farþeg- arnir áttu að geta reiknað með að komast eins nálægt áætlun- arstöð og þeir hefðu getað kom- izt á eigin bíl á næsta bíla- stæði. Með öðrum orðum: Verkefnið var að framleiða samgöngutæki, sem sameinar kosti farartækja, jafnt í einka- eign sem hins opinbera. FJÖGUR sýnishorn voru til- búin við opnun Transpo; og einmitt á þeim tíma, sem flest- ar stórborgir hafa lagt niður sporvagna, byggðust öll fjögur farartækin á notkun spor- brauta, þótt kaldhæðnislegt kunni að vera, og á rafmagns- mótorum í stað bensínvéla. Tölvur eru að sjálfsögðu miklu ódýrari í notkun heldur en heill her af starfsfólki til stjórnar samgöngutækja. Og þess má geta, að tekjur neðan- jarðarbrautanna í New York hrökkva ekki einu sinni nánd- ar nærri fyrir launum handa starfsfólkinu. „Sporvagnar“ framtíðarinnar eru að vísu dýrir í byrjun, vegna lagningu sporbrauta, en þeir eru miklu ódýrari en neðanjarðarbrautir og hag- kvæmari í rekstri, og auk þess sem hægt er að hagræða sporbrautunum þannig í þétt- býli borganna, að enginn þurfi að ganga lengri vegalengd en 100-200 metra til næsta við- komustaðar, að því er þessí fjögur framleiðslufyrirtæki fullyrða. Þetta samgöngufarartæki mættu yfirvöld Reykjavíkur gera ráð fyrir að sé það sem koma skal, því bílaumferðin er nú komin í algert hámark á göturn borgarinnar. (Þýtt og endursagt). ♦ Hassrassía Framh. af bls. 1 að iáta ótínda lögreglu- menn vera aö berja sig aug- um í evuklæðum einum sam an. Það er ef til vill aö bera 1 bakkafullan lækinn að rekja allt það fjarðrafok, sem gert hefur verið út af grun uiflj að fóik'fteyti éih- hverra vafasamra meðala, aö ekki sé nú talað um það, éf lögfeglúyfii’völd' fiáfá eiri- hvern grun um að verið sé að reykja hass. í því tilviki, sem að fram- an greinir, mun lögreglan þótzt hafa rökstuddan grun um að verið væri að neyta fíknilyfja í umræddu húsi. Húsrannsókn var gerð og talsvert tekið af pillum úr fórum húsráðenda. Þá mun hafa fundist í körfu undan óhreinum þvotti talsvert vafasamt hvítt duft, sem þegar var sent til rannsókn- ar. En nú kemur rúsínan í pylsuendanum. Pillurnar voru eingöngu meinlausar magnyl- og kódífínpillur; ennfremur C- og B-vítamíntöflur, sem algengar verða að téljast á hverju heimili. En dularfulla hvíta duft- iö var ósköp einfaldlega þvottaduft. Enn einu sinni virðist sem sagt ástæöa til aö benda lögreglunni á það, að kapp er bezt með forsjá ♦ Kynvillingar Framh. af bls. 1 saman við ýmsar aðrar þjóð ir, en þó er fyrirbrigöið sið- ur en svo óþekkt. Þannig skeði það ekki alls fyrir löngu, aö tveir íslenzk- ir herrar, sem raunar höfðu lengi búið saman i íbúö, lögðu leiö sína til Amster- dam og gerðu sér lítiö fyrir og gengu í heilagt hjóna- band meö öllu tilheyrandi! Af ýmsum ástæöum hefur mál þetta ekki fariö hátt hérlendis, en þó mun ástæð- an til þessarar ákvörðunar mannanna hafa veriö sú, að annar piltanna var farinn að hneigjast til lauslætis og gekk ] ainvel svo langt aö fara að líta konur hýru auga, en ekki þarf að taka það fram, hve viðurstyggi- legt shkt framferði er 1 aug- um þeirra karlmanna, sem eru meira upp á karlhönd- ina! Sá áðilirin, sem trúr var, setti hinum stólinn fyrir dyrnar og sagði, að þeir væru skildir aö skiptum, nema sá ótrúi giftist sér; og sið&n var tekin flugvél, flogið sem leiö lá til Amster- dam, þar sem giftingin átti sér staö með pomp og pragt. Síðan dvöldust hin nýbök- uðu hjónakorn í hálfan mánuð þar í borg og nutu hveitiörauðsdaganna. Ekki vill blaðið að svo stöddu gefa upp nöfn þeirra hamingjusömu, en full a- stæða er að óska þeim tii hamingju með þeirri ósk, að hvorugur taki nú upp á því að snúa baki við hin- um! ♦ Chopin og Sand Framh. af bls. 3 Þá bauð Chopin Liszt að leika með sér sónötu eftir Mos- cheles. Þeir settust við hljóðfærið. Liszt lék afar vel. Hann hafði mikla tækni. Hann fékk bæði bálviðri og blíða tóna úr hljóðfærinu og hafði sér- staka hæfileika til þess að gefa tónverkinu og slaghörp- unni jíf. Ég varð afar undrandi og hrifinn af leik hans. Pixis, sem sneri nótnablöð- unum fyrir þá, varð fyrir sömu áhrifum og ég. Hann leit í kringum sig og var auðsjáan- lega mjög hrifinn. Þegar að sónatan hafði verið leikin, gaf Chopin gestunum tvisvar rjómaís. Svo fór greifafrúin að laga te, án þess að hætta að ræða við viðstadda. Geo?:ge Sand sat glltaf -á iegubekknum og reykti vindla án afláts. ú, Eftir tedrykkjuna söng hinn óviðjafnanlegi söngvari, Nour- rit, bæði íyrir vin sinn og gestgjafa og þá, sem boðnir höfðu verið. Liszt annaðist und irleikinn. Söngvarinn söng mörg ]ög eftir Schubert. Áhrif söngsins voru óviðjafnanlega hugljúf. Ég óskaði þess, að Liszt léti til sín heyra að lokum, en hann r.eitaði að verða við þeirri ósk. í stað þess fór hann að tala við Bernhard Patocki. um heimspekileg efni, og stóð samtal þeirra lengi yfir. Þeir urðu all-æstir. Ég sá að gestun- um geðjaðist ekki vel að hin- um háværu rökræðum þeirra. En þeir létu það ekki á sig fá. — Chopin varð óþolinmóð- ur, og hið góða skap frú d’ Agoult versnaði nokkuð.“ ÞESSI atburður gerðist á því tímabili, er Chopin var ham- ingjusamur. Þá voru einungis liðnir þrír mánuðir frá því hið mikla tónskáld trúlofaðist Mar- ia Wodzinska. Hann var heilsu- góður, ætlaði að fara aftur til Póllands og bjóst við að eiga í vændum langt líf og ham- ingjusamt. En tveim árum síðar varð allt öðruvísi. Samband Chopin við George Sand byrjaði árið 1838. Skömmu síðar veiktist hann og varð þunglyndur. Að ytra útliti var Chopin eins og áður. í samkvæmissölum var hann goðum líkur, glæsilegur og tiginmannlegur, kurteis og andríkur. En hin lítt áberandi angurværð, er yfir honum hafði hvílt, óx nú. Hann varð miklu ómannblendnari en áð- ur. Einn af nemendum Chopins, Wilhelm von Lenz, sagði: „Bezti nemandi hins mikla meistara var ungverskur pilt- ur, er hét Filtsch. Hann var með réttu álitinn snillingur. Hann sökkti sér niður í E-moll- konsert Chopin. Það hafði ver- ið ráðgert að Filtsch léki tón- verkið í gestaboði hjá Chopin. En boðin voru oftast að kvöld- lagi. Svo rann upp hinn mikli dag ur, er leika átti Chopin e-moll- konsertinn. Meistarinn hafði eingöngu boðið dömum. Frú Sand var mætt og var hljóð eins og mús. Hún hafði þó ekki minnsta vit á tónlist. Yfirlæt- islausar og í trúarlegri auð- mýkt komu hinar háættuðu dömur. Flestar þeirra voru uppáhaldsnemendur meistar- ans. Þær gengu hljóðlaust inn í salinn, ein eftir aðra. Þær settust svo langt frá hljóðfær- inu og mögulegt var. Þær vissu að Chopin vildi svo vera láta. Engar samræður fóru fram. Alger þögn ríkti. Chopin kinkaði kolli, og rétti sumum höndina. Alls ekki öllum. Stóra slagharpan, sem stóð inni í hliðarherbergi var flutt að slaghörpu Filtsch, sem stóð í salnum. Bæði Filtsch og Chopin léku óviðjafnanlega vel. Sá litli gerði furðuverk. Þetta var ógleymanlegur at- buráur. Eftir að Chopin hafði kvatt dömurnar, að undanskilinni Georga Sand, í flýti (lof vildi hann ekki hlusta á, hvorki um sig né ■ aðra), sagði Chopin: ',,Nú /förum við út að ganga.“ Þetta var skipun, sem við tókum á móti með því að hneigja okkur. Filtsch var svo ungur, að eldri bróðir hans fylgdi honum hvert sem hann fór. Við fórum inn í bókaverzlun. Þar jteypti Chopin „Fidelo" eftir Beethoven og gaf Filtsch. Chopin sagði: „Ég skulda þér. Þú hefur glatt mig afar mikið. Ég samdi tónverkið á þeim tíma, er ég var hamingjusamur. Taktu við þessu, kæri, litli vinur. Þetta er mikið listaverk. Lestu verkið alla æfi. Og minnstu mín annað slagið.“ Litli snillingurinn varð mátt vana af þakklæti. Hann kyssti hönd Chopin. Við vorum allir mjög hrærðir. Þegar við höfðum áttað okk- ur dálítið, varð okkur Ijóst að Chopin var farinn. ♦ Brezkir togarar Framh. af bls. 7. alllt, sem frábær hæfni í sjó- mennsku var fær um að af- kasta, til þess að greiða vírinn úr skrúfunni og bjarga skipi sínu. Og hann myndi vinna að því, jafnvel við þessar ægileg- ustu aðstæður, þótt hann svo heyrði hinn síðasta lúðurhljóm duna i eyrum sínum. En skip- stjórarnir á Lorellu og Roder- igo höfðu augu og eyru opin, ef svo kynni til að vilja, að aðstoða þyrfti Garnet í bráðrj heyð. Á þessu stigi málsins bauð þeim ekki i grun, acJJjeir væruy Sjálfir á hraðri ferð út'í'liina" nöprustu neyð. Garnet hafði komizt úr vandræðunum, en klakinn hafði slitið loftnet þeirra, svo þeim var ekki unnt að láta vita um það. Þann 26. voru skipin svo að segja fast hvort hjá öðru, bæði í andófi norður á bóginn, Lor- ella neldur norðar en hitt, og nokkuð þyngri orðin í sjó, vegna sívaxandi klakamyndun- ar. En þótt þau væru svo að segja íast hvort við hliðina á öðru, grillti naumast í annað skipið frá hinu. En samband höfðu þau sín á milli, gegnum talstöðvar skipanna. Hin skipin heyrðu öll til þeirra, jafnvel þau, sem komizt höfðu í hlé og varpað akkerum inni á fjörðum á íslandi. Það kom i ljós síðar, að þeirra hafði verið vitið meira. Lorella varð stöðugt þyngri og silalegri í sjó og vildi slá undan, en taka storminn á annanhvorn kinnung. Þegar svo bar til, varð Blackshaw skipstjóri að hringja niður í vélarrúm um fuila ferð áfram og keyra skipið þannig, þar til það lét að stjórn á ný. En í hvert skipti, sem hann skipaði þannig fyrir, dreif úði og löð- ur enn þéttar yfir það og grænir sjóarnir brutu á þilfar- inu. Hvar, sem sjórinn kom við, varð hann að ís. Þetta þyngdi skipið og tók af því ferð, sem aftur leiddi af sér, að því varð hættara við að slá undan og komast í hina háskalegu þrúg- un sjávarins, er því verður samfara. Þá varð hann að

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.