Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 08.09.1972, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 08.09.1972, Blaðsíða 5
NÝ VIKUTÍÐINDI 5 tíeftatíkutejóMarptö SUNNUDAGUR 10. sept. 11.00 Big Picture 11.30 Sacred Heart 11.45 Christophers 12.00 This Is The Life 12.25 Olympic Games — Open- mg Ceremonies 13.45 CBS Golf Classic 14.45 Football Scoreboard 15.45 NFL: Jets vs. Dallas 1805 Sports Challenge 18.30 Evening News 19.00 Wonderful World Of Disney 20.00 Time & The Cities This is an in-depth film study of why cities and civil- izations rise and fall. 21.00 Mod Squad 22.00 Twelve O’Clock High 22.55 Final Edition 23.00 Northern Lights Play- hcuse — The Bad Seed A seemingly model little girl, adored by her parents and all who know her, becomes the central figure in a gruesome nightmare. Patty McCormack received an award for Best preformance by a juvenile act- ress. Drama, 1956. MÁNUDAGUR 11. sept. 15.30 Open House 16.00 Sesame Street 17.00 Julia 17.20 Direction ’72 Secretary of Transportation, John Volpe, is the guest. 17.40 Johnny Cash presents Everly Bros. 18.30 Evening News 19.00 LLoyd Bridges 19.30 All In The Family 20.00 Monday Nite At The Movies: Gay Purree An animated musical set in France during the 1890s, about the adventures of a group of cats who leave their farmhouse to go to Paris to revel in the fast life and gay times. Musi- cal Cartoon. 1962. (Features voices of Judy Garland, Robert Goulet.) 21.30 See, Touch, Feel A report of the professional artists in our schools who bring informality, freedom of expression and a new direction to students. 22.00 Glen Campbell 23.00 Final Edition 23.05 Pepublican National Convention 00.55 Tonight Show ÞRIÐJUDAGUR 12. sept. 15.30 Open House 16.00 Doris Day 16.30 Buck Owens 17.00 Theater 8 — Escape to Burma A British lawman chases fugitive through the jungle of Burma and they become en- tangled in a battle with native bandits. Robert Ryan, Barbara Stanwyk. 1955. 18.30 Evening News 19.00 Marshall Dillon 20.00 For Your InformatiOn 20.30 Johnny Mann 21.00 Naked City 22.00 Carol Burnett 23.00 Final Edition 23.05 Pepublican National Convention 00.00 Pro Boxing 01.20 Playboy After Dark MIÐVIKUDAGURl 3. sept. 15.30 Open House 16.00 Animal World 16.30 Partridge Family 17.00 Theater 8 — Hiawatha The story of Hiawatha based upon the poem by Longfellow. Adventure-Juvenile. Vince Ed- wards. 1952. 19.00 Route 66 20.00 Information Special: Acid 20.30 This is Your Life 21.00 Sonny & Cher 22.00 Fugitive 23.00 Final Edition 23.05 Pepublican National Convention 00.45 Dick Cavett FIMMTUDAGUR 14. sept. 15.30 Open House 16.00 My Three Sons 16.30 Theater 8 — The Bad Seed (See Sunday) 18.30 Evening News 19.00 Nanny and the Prof 19.30 Room 222 20.00 Northern Currents 20.30 Governor & JJ 21.00 Dean Martin 22.00 Wild Wild West 23.00 Final Edition 23.05 Republican National Convention 00.45 Northern Lights Play- house — Stepchild FÖSTUDAGUR 15. sept. 15.30 Open House 16.00 Dusty’s Treehouse 16.30 On Campus 17.00 Theater 8 — Gay Purree hringja aftur, og það sífellt tíð- ar, um fulla ferð, sem aftur ísaði skipið enn meir, og þann- ig gekk það koll af kolli... LORELLA var tekin að hall- ast verulega. Allar hendur höfðu verið á lofti við að höggva klakann, hvenser sem tækifæri gafst; notuðu þeir ax^ ir og klaufjárn og hvað eina, sem hönd var nær. En á fullri ferð var hvergi hægt að hald- ast við á þilfarinu ... Blackshaw skipstjóri skimaði út yfir hafið og hlustaði á öskr- ið í storminum. Skyldi hann geta snúið því við? Myndi tak- ast að hleypa undan heilu og höldnu, enda þótt hægt væri að venda? Sökum þess, hve skutlágir togarar eru og hallandi aftur, eiga peir mjög á hættu að taka sjó, ef þeir hleypa undan stormi með himingnæfandi öld- ur á eftir sér. Þeir þurrka sig á stími móti stormi og stórsjó, en þeir mega helzt ekki hleypa því þá er mjög mikil hætta á, að brjóti yfir þilfarið og skip- ið verði fyrir stórskemmdum. Ef hann héldi áfram að sigla upp í vindinn og sjóana, myndi skipið stöðugt síla utan meir og meir, og ef svo héldist lengi enn og veðrinu slotaði hvprki né frostinu linnti, voru ekki nema ein endalok fyrir- sjáanleg. Það voru sáralitlar líkur til að hlýnaði í veðri meðan norðaustanátt héldist, og Lorella nálgaðist stöðugt hafþök helluíssins. Hann vissi það. En gat hann snúið við? Hvað um það, hann gat reynt það. Það varð að venda. Blackshaw skipstjóri skýrði stýrimanni sínum frá því, sem hann ætlaði að gera og aðvar- aði yfirmanninn niðri. Síðan beið hann stundarkorn eftir að slægi í. Loks kom afleit ágjöf, og eftir að hún var liðin hjá, virtust ekki fleiri mundu koma í augnablikinu. Sjórinn hélst álíka úfinn, löð urtypptir fjallgarðar, hvæsandi og organdi. Þá það, ekki gat hann að því gert. Annað hvort snerist hún við eða snerist ekki. Skipstjóri hringdi bjöllu til merkis um að stöðva vél- arnar. Hann ætlaðist til að framstafninn slægi undan því þá vonaði hann að skipið sner- ist við, eins og venja var um togara. Stefnið sló undan, en Lorella snerist ekki við. Hún lá flöt fyrir sjónum og rugggaði þar eins og hún ætlaði að velt al- veg yfir sig, enda þrúgaði klakastakkurinn hana yfir á hliðina. Velta! Það var hræðilegt. Hún tók þær veltur, að það var engu líkara en sjálfar vél- arnar ætluðu að slitna upp af festingum sínum, og reykháf- urinn myndi steypast útbyrðis, líkt og eldavélin hlyti að færa sig um set með öllu tilheyr- andi. FULLA ferð áfram! Skip- stjórinn gaf merkið. Það kom ekki að neinu gagni. Fulla ferð áfram! Hún verður að snúast upp í vindinn aftur. Það er ómögulegt að snúa ui)d- an og hleypa núna. Einungis ef unnt hefði verið að venda, — þá hefði hún ef til vill get að hlsypt undan. Skipið nötraði og skalf, en ískaldur sjórinn fossaði út úr klökuðum austuropunum, og loks þokaðist það aftur upp í vindinn, hægt, örhægt, engu líkara en það væri örmagna af þreytu. Það færðist upp í með tímanum, — hræðilega löngum tíma. En nú hallaðist hún meir en áður. ísbryjan hélt henni niðri. Stöðugt gólaði og grenjaði sí- vaxandi stormuririn og hvein nú með nýjum tónum í svell- uðum reiðanum. Alltaf gengu gusurnar yfir stjórnpall, yfir- byggingu og siglur, yfir allt og juku alls staðar á ofur- þunga íss og klaka. En jafnvel í þessum ofsa og við þessar aðstæður, hættu menn sér út á þiljur á Lorellu og hjuggu og börðu svellið. Það var árangurslaust. Hversu mikið, sem beim tókst að losa, bættist þó alltaf meira við. Það var sáralítíll hluti af því sem þeir náðu. Þetta var vonlaust. Lorella hélt áfram að hall- ast, örlítið meira, — mjög lít- ið að vísu, en þó svo, að ekki varð um villst. Blackshaw skipstjóri greip taltækið. Það var hljótt inni í stýrishúsinu, þrátt fyrir org- andi ofsann úti fyrir. „Lorella kallar á Roderigo,“ byrjaði hann. „Höfum andæft á fullu og hálfu í alla nótt, til þess að halda henni réttri. Það er orðið alvarlegt núna. Höf- um reynt að snúa við, en ekki tekizt. Við erum farnir að hall- ast og getum ekki rétt okkur við.“ Roderigo var einni eða tveimur festarlengdum frá þeim, og lítið sem ekkert bet- ur staddur. Coverdale skipstjóri hafði crðið fyrir nákvæmlega sömu áföllum. Hann hafði and- æft of lengi, þilfar og reiði hafði safnað á sig sívaxandi svelli, sem þeim hafði reynst ókeift að losna við. Ekki höfðu þeir heldur getað snúið og hjaypt burt frá öllu saman. Þilförin voru samfelldir sveil- bunkar. Hans skip var einnig farið að gerast þungt, — hættu lega þurgt í hreyfingum. Hann hafði líka orðið að gefa skipun um að auka skriðinn í fulla ferð áfram, til þess að ná valdi yfir stiórn skipsins. Orðið að gera það hvað eftir annað, og því tíðar, sem á nóttina leið. En því oftar, sem hann gerði það, nrðu hinar örlagaríku á- gjafir aðgangsharðari og frusu um leið og þær skvettust yfir skipið. „Roderigo til Lorellu,“ svar- aði nann. „Ástandið illt hér líka. Bátaþilförin öll í einu svelli. Piltar önnurn kafnir við að höggva það upp, síðan fyrir morgunverð. Hroðleg hella á þaki stjórnpallsins, og þeir ætla að fara þangað upp, ef mögulegt er. Ég get ekki snúið skipinu.“ Aðrir togarar heyrðu Black- shaw skipstjóra. svara George Coverdale vini sínum. „Sama er að segja hér, Ge- orge. Og hvalbákurinn orðinn einn samfelldur klakaklumpur. Alveg sama hér, George.“ Rödd hans var róleg. Síðan varð þögn um stund. Þetta gerðist um nónbil, hinn 26. janúar. SKÖMMU síðar heyrðist aft- ur til Lorellu. Það var málróm- ur Blackshaw skipstjóra. Hann sagði með hægð: „Við erum að sökkva núna. Erum að sökkva,“ endurtók röddin, líkt og sá er talaði, væri að ganga inn í þægilega íbúð. Síðan var sagt einu sinni enn: „Erum að sökkva. Mayday! Mayday! May day!“ Eftir það var allt hljótt. Roderigo endurvarpaði neyð- armerki Lorellu, og gaf upp stað um það bil níutíu mílur norður af Horni á íslandi. Þess skal getið hér, að orðið Mayday er upprunalega komið af franska orðinu „M’aides“, sem þýðir „hjálpið mér“. Þýð- ir því hið sama í mæltu máli útvarpsins og S.O.S. í símriti, en er r.otað vegna þess, að á því verður ekki villst. En Roderigo var sjálft í hörmulegri aðstöðu. Því hefði verið allsendis ómögulegt að komast nær Lorellu en það var, og var sjálft algerlega hjálparvana. Bátarnir voru frosnir fastir, eins og verið hafði á Lorellu, sömuleiðis var það nætt að láta að stjórn, ekki síður en hún. Hvað gat Roderigo gert til þess að bjarga veiðifélögum sínum, er hinn sívaxandi, miskunnalausi (See Monday) 18.30 Evening News 19.00 Sanford & Son 19.30 As It Happened 20.00 High Chapparal 21.00 Laugh-In 22.00 Perry Mason 23.00 Final Edition 23.05 Northern lights Play- house — Escape to Burma (See Tuesday) 00.30 Major League Baseball: Chicago vs. Boston LAUGARDAGUR 16. sept. 9.00 Cartoon Carnival 9.50 Captain Kangaroo 10.30 Sesame Street 11.30 Golden West Theater 12.00 Voyage To The Bottom Of The Sea 13.00 Pro-Bowlers Tour 14.00 American Sportsman 15.00 Baseball Game Of The Week 17.00 Wide, Wide World 18.30 Evening News 19.00 Wide Wide World 19.30 The Law and Mr. Jones 20.00 Gunsmoke 21.00 Bob Hope Special 22.00 Defenders 23.00 Fmal Edition 23.05 Northern Lights Play- > house — The Long Grey Line ís hafði þrúgað niður í hel- kalt hafið? Fjórum stundum eftir að síð- asti boðskapurinn hafði bor- izt frá Lorellu, var Roderigo einnig að því kominn að fara á hliðina. í annað sinn, þennan sama dag, hlýddu hinir togara- skipstjórarnir á starfsbróður þeirra, er skýrði frá því með rólegri röddu, að hann sjálfur, áhöfn hans og skip, væri í þann veginn að farast. Þeir hlustuðu úrræðalausir, í tuga mílna fjarlægð, þar sem þeir sjálfir voru bundnir af ísum og óveðrinu, sem átti svo auð- velt með að fyrirfara þeim. Klukkan 7 um kvöldið heyrð ist til Roderigo í síðasta sinn. „Við erum að sökkva,“ heyrð ist Coverdale skipstjóri segja. „Við erum að sökkva núna. Ég get ekki yfirgefið skipið. May- day! Mayday! Mayday!“ Eftir það heyrðist ekkert frá Roderigo heldur. YFIR afdrifum beggja þess- ara skipa, Lorellu og Roderigo, hefur þögnin ríkt, allt til þessa dags. Af hvorugu þeirra hefur nokkur snefill fundizt, — ekk- ert annað en gúmbáturinn upp- blásanlegi. Hann fannst á reki, uppblásinn og tómur á hafinu, hér am bil níutíu mílur frá þeim stað, er þau hafa senni- lega sokkið á. Enda þótt allt of greinilega væri hægt að gizka á hver ör- lög þeirra urðu, voru þau á sín- um tíma bæði skráð sem „Skip á eftir áætlun“, og síðar sem „Skip til eftirgrennslunar“. Og að hinum tilsetta tíma liðnum voru þau svo innfærð af Lloyds sem „Talin týnd“. Þó að áhafnir tuttugu skipa heyrðu þessa menn ganga í dauðann, hafði enginn séð skip- in, og nöfnum þeirra var bætt við hina löngu, löngu skrá yfir góð skip og gömul skip og smá skip, sem horfið hafa í hylji hafsins.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.