Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 08.09.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 08.09.1972, Blaðsíða 6
NY VHCUTIÐINDI Tvcir brezkir togarar íarast á Xsla^iidsiitidiiiii ☆ ■☆-☆ ☆ ☆ Eiáir Alaii Jolin Villiers, ílo<aíoi*iits»ja ☆ ☆. ☆ ☆. ☆ LOREIiLA var einhver- full- komnasti togari, sem nokkru sinni hafði látið úr höfn fiski- veiðarbæjarins mikla, Hull. Stave Blackshaw skipstjóri var stundum að geta sér þess til, hvað faðir sinn myndi hafa sagt um hana og alla þessa hraðskreiðu 800 lesta togara, er- nú-ái tímum sækja á fjar-. læg tiskimið. Skip, þar sem allt gengur fyrir rafmagni. Faðir hans hafði verið skip- stjóri á fiskiskipi á undan hon- um, en það var þilskip, sem Georg gamli Blackshaw stjórn- aði, pvi þá voru ekki komnar gufuvélar í veiðibátana, sem gengu frá gömlu höfninni í Hull. Georg skipstjóri var for- ingi yfir fiskveiðaflotanum í norðurhöfum, yfirmaður allra þilskipa í þeim hluta flotans, og síðar umsjónamaður gufu- togaranna, þegar vélar komu í veiðiskipin. Síðan árið 1955 hefir ekki verið neinn yfir- skipherra á fiskveiðiflotanum; það er ekki þörf fyrir flota- foringja í heiminum nú til dags, þar sem hver maður er sjálfum sér nógur. Blackshaw skipstjóri hinn yngri var hinn trúverðugasti maður, enda var allt hið bezta lagt upp í hendur hans, sem á var kosið. Hann hafði afbragðs skip undir sinni stjórn, eitt hið prýðilegasta í flotanum frá Hull, cn hann taldi 160 íshafs- togara, og var hinn stærsti og bezti sínnar tegundar í heimi. Blackshaw var hreykinn af því, og sama var að segja um alla 3.500 sjómenn borgarinn- ar, hvort sem þeir voru skip- stjórar, hásetar, matsveinar, aðstoðarmenn eða léttadrengir. Skipið var búið öllum þeim tækjum til veiða og siglinga, sem hægt var að koma fyrir í því, — svo sem bergmálsdýpt- armæli. Blackshaw skipstjóri var kallaður „yngri,“ þótt hann væri 48 ára að aldri. Faðir hans lézt rúmlega sjö- tugur. Undraðist hann það stundum, hvernig hann hefði farið að því, að komast af án slíkra áhalda. Honum var og í fersku minni fyrirlitningin, er gamli maðurinn hafði sýnt raf- magnsdýptarmælunum, þegar þeir voru innleiddir fyrst. „Hvað finnið þið að lóðun- um?“ hafði hann sagt. „Látið mig hata blýlóð og sökklínu. Þeim véit ég að ég get treyst.“ Sjómennirnir í Hull haía ævinlega sýnt hina mestu framtaksemi, allt frá því er munkunum í Meaux-klaustri voru veitt réttindi til fiskveiða á Humberfljóti, árið 1160. Þil- skipin fiskuðu á nálægari mið- um Norðursjávarins. En upp úr 1880 var þeim breytt í gufusidp. Allt til þess tíma hafði það verið höfuðverkefni flotastjórans að stjór-na.ferðum forystuskipsins, en það höfðu þilskipaeigendur keypt í félagi, til þess að taka við fiskinum úti á miðum og flytja hann á aðalmarkaðinn í Lundúnum. Áður er þar var komið sögu, en eftir að fyrsta fiskiskipið með gufuvél var smíðað, árið 1870, var farið að stunda veið- ar úti fyrir Noregsströndum, en síðar, eða um 1881, við ís- land og Færeyjar. Einu vandræðin voru þau, að þeir fiskuðu of vel. Nú höfðu þeir svo framúrskarandi góða togara og tæki til fisk- leitar, að þeir voru útilokaðir frá ýmsum beztu fiskimiðum, vegna þess að þau voru orðin svo rúin af fiski, að veiðar höfðu verið bannaðar þar. Fyrst höfðu Norðmenn og síð- an íslendingar bannað Bretum að veiða á miðum sínum. Hinir stóru togarar þeirra voru of góðir. Það sem að þeim var fundið, var að þeir tækju of mikinn fisk og of oft, og það gerði átusvæðunum illt, hversu botninn var skafinn í sífellu. Vesalings fiskurinn hafði held- •ur litla varnarmöguleika gagn- vart þessum miklu skipum. Nú var því svo komið, að Lorella og systurskip hennar urðu að sækja veiðar um langa vegu og halda sig fjarri landi, utan við hinar nýmóðins skoð- anir ';m „landhelgissvæði,“ er sums staðar náðu út fyrir landssýn við ísland, og alls staða langt út frá Noregs- strönd. Fiskimiðin drógust saman eftir því, sem veiði- tæknin jókst. Lífið er enginn leikur- fyrir fiskimanninn. Það er keppi- kefli hvers skipstjóra að fylla skip sitt af góðum og gjald- gengum fiski, ferð eftir ferð; hvernig sem veður er. Kostn- aður utan landssteinanna fór síhækitandi, kaupgreiðslur til sjómanna og allt annað. Ný- hækkað verð á brennsluolíu og margt fleira hjálpaðist til þess, að sífellt varð meira áríðandn fyrir skipstjórann að hlaða far- kost sinn af sem beztum fiskií á sem stytztum tíma. Því skip- ið hans brenndi hráolíu, eins og mörg fleiri, til þess að fram leiða gufu fyrir vélarnar. Hvernig gat honum tekizt þetta erfiða hlutverk? Það var í lagi með bergmálsdýptarmæl- inn, en hann gat ekki fundið1 neinn fisk, þar sem enginn fiskur var, — og hann var ekki fær um að greina milli mál- fiskjar og smáfiskjar. Það var ef til vill stærsti gallinn. Blackshaw skipstjóri hafði sín- ar hugmyndir um það, eins og aðrir stéttarbræður hans, hvar bezta fiskinn væri að finna. Vitaskuld hafði hann góðar tekjur. Það höfðu þeir einnig, Hunt stýrimaður, Wildbore bátsmaður, Collins þriðji stýri- maður, Hohson loftskeytamað- ur og öll, skipshöfn hans yfir- leitt. Þeir höfðu góðar tekjur, en framfærslukostnaður fór sí- hækkandi, og , ef menn höfðu verulegar inntektir, var skatt- byrðin skelfilég. Blackshaw skipstjóri leit yfir farkost sinn, þennan fagra og rennilega úthafstogara, er hann stjórnaði. Hann var prýðilegt skip, einungis átta ára gamall, — smíðaður af hinni mestu var og gúmbátur, sem hægt var að blása út, geymdur uppi á efstu þiljum. Og hann hafði ágæta áhöfn. Svo var hamingjunni fyrir að þakka, að fiskveiðar voru stöð- ugt mikilvæg atvinnugrein í Hull, og valinn maður í hverju rúmi. Það voru engin vand- ræði að fá áhafnir á skipin. Annað mál var með verzlunar- flotann, sem . ekki hafði getað fullma,nneð skip sín, ef sjó- menn hefðu ekki verið undan- þegnir herskyldu, samkvæmt lögum. „L0RELLA“ var farin aS hallast ískyggilega. Is- ingin hlóðst á hvern vírstreng, J)ar til fokkustag- ið var orðið á við símastaur að gildleika. Á kaðal- stigana, aðalsigluna, borðstokka og báta. .. . Það er mikilúðlegur harmleikur í þessari sögu, sem gerðist árið 1955 og lýsir örvæntingarfullri bar- áttu togarasjómanna fyrir lifi sínu. vandvirkni. Hann var 171 fet á lengd, 29 feta breiður og 14’ fet á • dýpt, og gekk.fy.rir olím kyntri vél. Hann var byggður til fiskveiðá á fjarlægum mið- um, í fyrsta flokki. Lloyds, og hafði útvarp, ratsjá, allt, — allt. Skipstjóri var sérlega hrif- inn af því, að hafa útvarps- mann. Talstöðin var afar mik- ilsverð ; því augnamiði að hafa samband við önnur skip og geta á annan hátt, að meira eða minna leyti, fylgst með öllu því er fram fór, en með- loftskeytamann við höndina, vissi hann jafnframt, að hann gat, hvenær sem var, náð til fjarlægra skipa og stöðva, ef eitthvað kæmi fyrir. Um fram allt var útvarpstæknin undur- samlegt björgunartæki. Alltaf gátu togarar orðið fyrir óhöpp- um, og Blackshaw skipstjóra var það vel ljóst. Til dæmis togarar eins og Hildina, sern fór á hliðina, er stórsjór reið á skipið, en gangskiptirinn í ólagi. Það er mjög sjaldgæft, að slíkt komi fyrir, en Hildina var frá Fleedwood, og allt getur komið fyrir Fleedwood- skip. Eða Kingston Aqua- marine,- sem strandaði við Noreg, ellegar Sheldon og Guawá, sem týndust. Gott og vel, hann hafði loft- skeytatækin til að leita hjálp- ar, ef hann skyldi einhvern tíma þurfa þess með. Hann hafði tvo björgunarbáta, í af- bragðs-uglum, svo ekki þurfti að setja þá með handafli út fyrir. borðstokkinn. Hann var búinn Ijósmerkjasendi, línu- verplum, neyðareldflaugum, björgunarvestum og öllum þeim tækjum öðrum, er á kynni að þurfa að halda. Þá Fiskvéiðar og siglingar voru tveir ólíkir hlutir. Verzlunar- skipin urðu. að.berjast.y.i_ð.sina. erfiðleika með ráðningu á- hafna, en fiskimenn .fylgdu fastri og fornri köllun, sem gekk - arf frá föður til sonar. Þeim var vel borgað, og enda þótt starf togarasjómannanna sé erfitt enn í dag, eru þó vinnuskilyrðin frábærlega góð, samanborið við það, sem feður þeirra höfðu að segja, og jafn- vel miðað við það, er þeir áttu sjálfir við að búa fyrir tiltölulega skömmu síðan. All- ar hendur, yerða að vinna af alefld, meðan . v'erið er. að veið- um, en nú þekkist ekki lengur þetta1 gamla afhæfi, að „koma upp á þilfar og vera uppi á þilfari“, þangað til búið var að ganga frá veiðinni. Þar sem mennirnir sofnuðu standandi, þegar þeir voru búnir að vaka í þrjátíu og sex stundir. Nei, nú skiptir engu máli, hversu mikill fiskur er, fjórði hluti áhafnarinnar á heimtingu á að vera undir þiljum. Lorella. var fullmönnuð með tuttugu manna skipshöfn. Það var skipstjóri, stýrimaður, báts maður, þriðji stýrimaður, há- setar, sex-aukahásetar, en þetta „auka“ var fagorð, sem notað var til að greina þá frá hinum eldri og reyndari, en aukalegt var alls ekkert við starf þeirra. Þá voru tveir hásetanemar, það voru drengir, sem voru að læra nvort tveggja í senn, fisk- veiðar og. siglingar, tveir véla- menn, tveir matsveinar, tveir ketilhreinsunarmenn, en það er annað fagorð, sem haldizt hefur frá. árum kolakynding- anna.. — Nú eru þeir í raun- inni vélamenn. Loks er loft- skeytamaður, og veiðarnar koma honum líka við, þvi hann lítur eftir lýsisbræðslu- vélunum og hefur mikið við það að starfa.' ! Já, víst var þetta ágætis áhöfn. I fsinn til að geyma fiskinn í, var allur ’í skipinu. Honúm var dælt ' inn í geymsíurnar frá frystivélum við höfnina. Sama máli gegndi um elds- neyti, matvæli, drykkjarvatn og aðrar vörubirgðir til mán- aðarins, ef skipið var svo lengi úti í einu. Venjulegast stóðu vetrarferðirnar yfir í um það bil þrjár til fjórar vikur. Neil yfirvélstjóri sá um að aflvél skipsins, 900 hestafla, væri í fyrsta flokks lagi, og Lorella var þess albúin að leggja úr höfn á næsta falli og sigla niður hina breiðu, brúnu elfi, ■til hafs. Þetta gerðist hinn 14. janúar 1955. Ratsjáin, loftskeytatæki,- bergmálsdýptarmælar, áttavit- ar, hraðamælar og allt, sem heiti hafði af hvers konar dýr- um og dásamlegum tækjum, allt var í því fyllsta standi, sem vélaeftiiTitsmcihnum ög" sérfræðingum var-unnt að- sjá. Skipinu sjálfu hafði alltaf ver- ið prýðilega við haldið og leit vel út, jafnvel þótt í fiskihöfn væri um hávetur. Gengið var vel og vandlega frá öllu á þiljum, og vingjarnlegur sjáv- arsvipui á virðulegum byrð- ingnum, svo Blackshaw skip- stjóri i-ar hinn ánægðasti. Jú, skipstjóranum var óhætt, — jafnvel í janúarferð til fiski- miðanna norður af íslands- strönd, eða í samfrosta rekís út af Grænlandi. Hann leit yfir skipakvína. Það var kom- inn tími til brottfarar. „Sleppa að framan!" kallaði hann til stýrimannsins. „Sleppa!" var kallað til baka. Eftir nokkur viðbrögð í vél- inni, rann skipið mjúklega út úr kvínni, eins og það hafði gert það svo oft áður, þokað- ist yfir gráa og gruggugu höfn- ina að hliðunum, og tuttugu minútum síðar, eða svq, var því hleypt út á fljótið. Það var kalt og hvasst í veðri, en: skipið var .hlýtt hið innra . og öruggt hið ytra. Á þessari stundu myndi gamla Blackshaw hafa fupdizt það eins og draumur. Skipshöfnin bjó í einkaklefum, og innrétt- ingu húsakynna var þannig háttað, að ganga mátti í eld- hús, matsal, íbúðir og vélarúm, án þess að fara út undir bert loft. Það var að vísu kalt veður og hvasst- á ánni, ,en langtum meira rok og kuldi var á Norð- ursjónum, , miklu meira, en Lorella sigldi fram hjá Spurn- höfð.a .og sneri til norðurs, Nú lá leiðin fram með aústur-

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.