Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 08.09.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 08.09.1972, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 strönd Englands og Skotlands, fram hjá Orkneyjum, Hjalt- landseyjum og Færeyjum, upp til íslands. Nálægt íslandi að segja, ekki til eyjunnar sjálfr- ar, því nýja landhelgin hélt skipinu langt frá ströndum landsins. Það var langur veg- ur að sækja sjó, en hún gæti verið komin á miðin eftir hálf- an fjórða dag, ef sjóveður yrði ekki því verra. Lorella var komin á fiski- miðin undan norðurströnd Is- lands, eftir tæpra fjögurra daga siglingu, og Blackshaw skipstjóri hóf veiðar um það bil þrjátíu mílur undan Horni. Var það allmikill fiskur, en afleitt veður. Kuldinn var að vísu ekki svo napur, sem menn í landi gætu búizt við, því greinilegt var að smákvísl úr hinum volga Golfstraumi lá þangað norður. Fer hann hér um á leið sinni sunnan úr Mexíkóflóa til Noregsstranda, og ber með sér, að vísu ekki hlýjan sjó þarna norður fyrir, en að minnsta kosti ekki eins ískaldan sjó. Ef það væri ekki sjómönn- um aikunn staðreynd, að á- hrifa Golfstraumsins gætir þarna, myndi ekkert þýða að telja þeim trú um það. Það vantaði svo sem ekki kuldann. Vestlæg og suðvestlæg átt getur verið mjög hvöss, en hún er aldrei eins köld. Það eru norðan- og austanrokin, sem geysast hér yfir með gadd og helju. Enda þótt veður væri vont, tókst Blackshaw og mönnum hans að fiska nokkuð frá 18. til 23. janúar. En þann 23. snerist vindur til aust-norð- austurs, sem er afleit átt. Gerði þá hríðarél og slæmt skyggni, og þegar frá leið og storminn lægði ekki, gerðist sjór einnig mjög úfinn. Lorella gat nú ekki verið lengur að veiðum; til þess var aðstaðan orðin ómöguleg. I stað þess að veðrið lægði, hvessti nú um allan helming, gerði fyrst storm og síðan rok, en hélt sig alltaf við aust-norð-austur og norðaustur. Varð Lorella að „andæfa,“ — það er að segja, sigla móti vindi og sjó á hægri ferð, rétt svo að skipið léti að stjórn, en ræki ekki beinlíms, og bíða þess að veiðifært gerðist á ný. Ratsjá skipsins bilaði um þetta leyti, og var það hin rnesta óheppni. Ætli eitthvert skip að sigla í var inn á ein- hvern fjörð á íslandi, er því nauðsynlegt að hafa ratsjá sína í lagi. Þegar hér var kom- ið, fór skyggnið stundum niður í ekki neitt og hríðina skóf alveg lárétt. Þetta var reglu- legt andstyggðarveður, jafnvel þótt ’ janúarmánuði væri og það fyrir norðan ísland. Þarna var margt annarra skipa frá Hull og nokkur frá Grimsby, öll í sömu erinda- gjörðum. Sennilega hafa þau verið fimmtán til tuttugu alls, því á miðunum fyrir norðan ísland er venjulega afbragðs veiði i janúar. Það er örðugt að sækja til þessara svæða, en hin alþjóðlegu veiðisvæði, — svo sem Hvítahafið, Barents- haf, miðin umhverfis Sval- barða eða nálægt Bjarnarey, Nýfundnalands-miðin, yfirleitt hvarvetna, þar sem þorskurinn kýs að dvelja, — eru þó lak- ari. LÁRÉTT: 1 sýndi blíðuhót 5 skrika 10 megnar 11 dauðvona 13 lífseigur 15 blómarós 17 fæði 18 hálsmen 20 hryggð 21 tjón 22 tvívegis 23 tónverk 24 Asíubúa 27 á veikum þræði 28 skel 30 rauðlita 32 ristir 33 hanakall 34 vesöl 36 snemma 37 rölt 40 birgðir 42 kærleikur 45 lita 47 kvenmannsnafn 48 vélanæring 50 bókstafur 51 jarðfall 52 strika 53 upphrópun 54 raunalegt 57 boltar 60 gnæfa 61 yfirgefin 62 að innan 63 egnir LÓÐRÉTT: 1 gripfletir 2 vagn 3 tónsmíði 4 hávaði 6 fögur blóm 7 fræg (skammstöfun) 8 sigti 9 afskekkt sveit 10 aftur 1,2 stundir 13 óætar 14 slitið 15 borðandi 16 krossa 19 í eldfærum 25 stumra 26 yfirstétt 28 mas 29 kemba 31 fiska 32 ljósgjafi 35 hrúga 36 bogadregnari 38 sprungur 39 stórar stofur 41 óhreint 42 skoðun 43 heildsölufélag 44 áflog 46 brand 48 öskrar 49 á fílum 55 tjörn 56 aftur 58 veitt eftirför 59 drykki KROSSGÁTAN 7 8 Blackshaw heyrði til margra skipa írá Hull í útvarpi sínu. Það vax venja hans að hafa viðtækio stillt á togaraflotann og nlusta sjálfur gaumgæfi- lega, eðe láta loftskeytamann sinn, þaulæfðan, gera það. Á þennan hátt náði hann í hvern snefil af fréttum eða uppiýs- ingum um, hvernig hinum gekk, eða hvar helzt var um mikinn fisk að ræða. Ekki var þó svo að skilja, að hann gæfi miklar upplýsingar sjálf- ur. Það hvílir alltaf ýmiskonar leynd yfir mörgu varðandi aflasvæðin, enda þótt berg- málsmælar séu til staðar og allt það. En að minnsta kosti geta skipstjórar náð í víðtæk- ar fregnir um veðrið og hvern- ig önnur skip höguðu sér gagn- vart pví, ef þau voru ekki að veiðum, með því móti að hlusta nógu iengi. Þarna voru meðal annarra Roderigo, stór og vandaður togari irá Hull, 800 lesta skip, sem áður hét Princess Elisa- beth og hafði verið hleypt af stokkunum við hátíðlega at- höfn fyrir aðens fimm árum síðan, Kingston Garnet, sterk- byggt skip, Kingston Zircon og einhver fleiri úr Kingston- flotanum. Þá voru einnig Im- perialist, Lancella, Macbeth, Eskimo, Conan Doyle, Grimsby Manor frá Grimsby og margir aðrir. Sama rokið var þar sem öll þessi skip Voru stödd. Sum þeirra leituðu í landvar. Kingston Garnet, Roderigo og Lorella héldu kyrru fyrir úti. Engar véðurspár höfðu varað við þvi, að stormurinn myndi aukast né að hann héldist sér- lega Jengi. Fyrr eða síðar hlaut hann að ganga niður. Það var eins öruggt eða jafnvel örugg- ara, að andæfa úti á rúmsjó, meðan stormurinn héldist,, að því er Lorellu snerti, heldur en að þreifa sig áfram inn að hættulegri hléströnd, sem var að hálfu falin bak við hríðar- él, og reyna að hitta á mynni einhvers fjarðar, með ratsjána bilaða. Hvað yrði, ef hann bæri út af innsiglipgarleiðinni? Nei, við vúmsævið. Hann var í Blackshaw skipstjóri hélt sig þeim mun betri aðstöðu, að BRIDGE- ÞÁTTUR Suður gefur. — Austur og Vestur 1 hættu. — Spilin lágu þannig: Norður^ S: DG875 H: G 9 T: G 2 L: Á8 3 2 Vestur: Austur: S: K 6 S: 2 H: 10 3 7 5 4 2 H: ÁD 3 T: 7 6 T: KD 10 9 8 3 L: K 7 4 L: 10 6 5 Suður: S: Á 10 9 43 H: K 6 T: Á 5 4 L: D G 9 Sagnir gengu þannig, að Suð- ur sagði einn spaða, Vestur pass, Norður fjóra spaða og síðan allir pass. Vestur spilaði út hjarta 5, og Austur tók á Á. Hann fékk svo að eiga á tígul K, en þeg- ar hann spilaði tígul D, tók Suður á Á. Sagnhafi þoldi ekki að gefa I slag bæði í spaða og laufi. I Hann ákvað að fara í laufið ! og haga svo úrspilinu í spaða eftir því, hvernig laufið spil- aðist. Suður lét út lauf G, Vestur lét réttilega lágt í hann og G stóð. Þar sem það tókst að svina laufinu. hafði Suður efni á að hætta við að svína spaðanum. Hann spilaði því Á í spaða. Ef K félli í, var það ágætt; ef ekki, þá hafði Suður aðrar áætlanir. Nú féll K ekki í, svo að Suð- ur varð að komast hjá því að gefa laufslag. Sagnhafi tók á hjarta K og spilaði síðasta tígli sínum. Vest- ur kastaði hjarta, og blindur trompaði. Svo var trompi spil- að, og Vestur fékk á K. Spili Vestur laufi, fær Suð- ur aukaslag í þeim lit, en spili hann einhverjum öðrum lit, trompar blindur og Suður kast ar laufx. Suðui hafði góðar vinnings- líkur, jafnvel þótt Austur hefði átt spaða K. Þá hefði Austur þurft að spila laufinu og Suð- ur hefði tekið með 9. Þannig hefði hann fengið sína slagi á lauf, ef Austur átti lauf 10, sem hann reyndist eiga. vera til staðar á miðunum þegar veðri slotaði. Rokviðrið hélzt óslitið, dag eftir dag. NORÐ-austanáttin breyttist ekki. Lorellu rak smátt og smátt út, af svæði því, er hin granna kvísl golfstraumsns ylj- ar svo mikið upp, að hitinn var að minnsta kosti örlítið yf- ir frostmark. Og nú fór að frjósa, fyrst lítið, síðar meira og loks var komið hörkufrost. Löðrið, sem rauk vfir skipið, tók að frjósa og myndaði þá glerharða ís- skurn um allan reiðann. Síðan festist fönnin við hana í hríð- argusunum og fraus föst við ísinguna uppi í reiðanurn og í krókum og kimum á þilfarinu. bak við fisklúgurnar og alls staðar, þar sem hann náði nokkurri festu. Náðu nú ágjaf- irnar, er yfir skipið riðu, ekki lengur að skola burtu ílagi því og snjó, er aukast tók í sífellu ofan þilja, eins og þær höfðu hingað til getað. Klukkan þrjú síðdegis, hinn 25. janúar, lét Blackshaw skip- stjóri loftskeytamann sinn senda skeyti til eigendanna í Hull, þar sem skýrt var fra því, að hann hefði andæft i norðaustan stormi í sextíu stundir. En það var langur tími fyrir fullmannað skip, að hamla í svo langan tíma, jafn- vel pótt í janúar sé uppi við ísland. Hann gat þess ekki, að á þessum tíma hafði Lorella einn ig þokazt smátt og smátt fjær landi, en nálgazt að sama skapi íshellu þá, er teygir sig norðan frá heimskauti og girð- ir fyrir lengri sjóferðir. Og því nær, sem skipið barst þessum helluís, jókst frostharkan meira og klakahúðin utan á því þykknaði örar. Það voru margir staðir, sem ísingin fann til að festa sig við. Hún vafðist um hvern vír- streng í lögum, fokku- stagið var orðið á við síma- staur að gildleika. kaðaðlstig- arnir klökuðu, stálþrepin í reið anum, klakinn lagðist utan um meginsigluna, sem var úr stáli, og allar hennar áfestingar, ut- an um fiskvinnuljósin, utan á stjórnpallinn, borðstokk skips- ins og bátanna. Bátarnir frusu fastir við kaðlana og kaðlarnir við uglurnar. Allan þennan tíma var á- höfn Lorellu úti á þiljum, hve- nær sem færi gafst, og vann kappsamlega að því að höggva og berja klakann burtu, þrátt fyrir hinar hræðilegu aðstæð- ur. Þair gátu ekki neytt sín á þilfarinu, nema með því að leggja sig í mikla hættu, og þeir náðu ekki til íssins, þar sem nelst þurfti með. Þeir gátu ekki farið upp í reiðann svo neinu næmi. Það var ómögu- legt. Skipið hafði hitavatns- dælukeifi, sem hægt var að tengja við pípuleiðslur til þil- farsþvotta. Þeir dældu heita vaninu þannig upp, en það gaddfraus í pípunum. Enda þótt tekizt hefði að halda því ófrosnu i pípunum, myndi það hafa frosið óðar en farið var að dæia því á reiðann. Þannig leið hín lánga aðfara- nótt hins 26. janúar. Enginn var kallaður til starfa á Lor- ellu þá nótt. Veðrið myndi á- reiðanlega breytast, vindinn lægja og hlýna í veðri! En stöðugt hélt hinn ofsalegi stormui áfram að æða úr norð- norð-austri og skipið andæfði í hann eins og fyrr. Með hverri liðinni klukkustund þykknaði klakabrynjan utan á því, það þokaðist stöðugt til norðurs, nær isnum, og varð æ þyngra í hreyfingum, eftir því sem ís- lagið þyngdist og yfirvigtin jókst. SKIPIÐ LÆTUR EKKI AÐ STJÓRN. Ennpá hélst stormurinn, og það rak á öskrandi vindkviður, sem nálguðust fellibylji, and- styggilegar langlokur, er þeyttu helköldum hríðargusum yfir skipið. Og snjórinn beit sig í hverja mishæð, settist þar að, gaddfraus, og jókst í sí- fellu. Lorella lét ekki lengur vel að stjórn og stýri, sem goðu skipi var eðlilegt. Blaekshaw þótti vænt um, að nú skyldi Roderigo vera skammt frá þeim. Roder;go var „vmaskip“ þeirra, og skip- stjórarnii voru beztu kunningj- ar. Dogi áður, eða svo, hö fðu þeir orðið þess áheyrandi, o ið- ir, að Kingston Garnet nafði skýrt trá því, að þeir væru í vandræðum, vegna þess að tog- vír hafði flækst utan um skrúf- una. Það mátti reiða sig á, að bin öruggi og stórsnjalli skipst.ióii á Kingston Garnet myndi gera Framh. á bls. 4

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.