Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 15.09.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 15.09.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VUCUTÍÐINDI ÁÆTLUNIN hafði verið vand- lega útbúin. Ráðast á Þjóðverj- ana í einu, á þrem mismun-. andi stöðum og með mismun- andi hætti. Við þurftum bara að fá um það vitneskju, hversu liðssterkir þeir væru á austur- bökkum Rínar, suður af Stutt- gart, og hvort þeir hefðu nokk- uð flugiið til að styrkja varn- irnar. í aðalstöðvum Bandamanna íannst mönnum slík vitneskja vera vel þess virði að fórna þrem mannslífum fyrir hana. Arnold Bergen, höfuðsmaður í bandarísku leyniþjónustunni, átti að svífa í fallhlíf niður að baki óvinanna og koma sér fyrir á ákveðnu götuhorni i Stuttgart með blýant og blað og merkja niður hjá sér öll herfarartæki, liðsflutninga og annað, sem þar væri um að ræða. John Bateman, annar höfuðs- maður, átti að fela sig í bif- reið, sem kæmi frá Sviss inn í Suður-Þýzkaland. Ég étti að reyna að komast óvopnaður gegnum víglínu ó- vinanna. Við þurftum ekki að fara í neinar grafgötur með það, að við yrðum handteknir. það var líka ætlunin. Og þar sem við vorum allir í borgaralegum fatnaði, áttum við það eigin- lega víst, að vera leiddir fyrir aftökusveitina. SNEMMA morguns, 22. apríl 1945, kinkaði ég kolli í kveðju- skyni til liðþjálfans fyrir her- flokknum, sem hafði fylgt mér fram fyrir víglínu okkar, upp í hæðirnar á vesturbökkum Rínar. Lengra áttu þeir ekki að fara. Ég skreið í gagnstæða átt gegnum hátt grasið og niður brekkuna hinum megin hæðar- innar. Á veginum fyrir neðan mig voru flutningabílar nazista, varðir bryndrekum, að heita mátti í samfelldri lest. Ég fór neðar brekkuna og hélt þar kyrru fyrir, þangað til ég var viss um, að félagar mínir hefðu haft nægan tíma til að koma sér burtu af hættusvæð- inu. Þá stóð ég upp og skálmaði út á veginn. Ég var í tötraralegum jakka, sem átti ekkert skylt við bux- urnar nema ræfilsháttinn, i slitnum skóm, óhreinni, hvítri skyrtu cg með húfupottlok á hausnum. Vélarhljóðið að baki mér færðist í aukana, þar sem ég brammaði eftir veginum, og ég beið spenntur eftir fyrstu fundum minum við ó- vinina Farartækið kom æðandi i rykmekki. Ég gekk til hliðar og nam staðar. Kalt byssu- stingjastálið og hjálmarnir drógu úr óstyrk mínum, — þetta var bara liðsflutninga- bíll, opinn að aftan. Hermenn- irnir kölluðu kersknisyrði til mín á þýzku og frönsku, og þar sem ég skildi bæði málin,1 viss ég hvað þeir voru að segja, þótt ekki væri orðalagið nettlegt. En þetta var dæmi- gert hermannatal og ekkert til að hafa áhyggjur af. Bíllinn æddi framhjá. Ég skipti því engu-máli. Ég var í þeirra aug- um bara einn af þessum skeggjuðu frönsku sveitamönn- um, sem röltu á vegarbrúninni. Nokkrir flutningabílar bætt- ust við, síðan skriðdreki og loks herforingjabíll, sem ók spölkorn fram fyrir mig og nam par staðar. Löðursveittur, ungur þýzkur herformgi tók af sér húfuna, þurrkað af sér svitana og skipaði mér hrana- lega á þýzku að koma til sín. Ég skokkaði til hans með húfuna í hendinni. — Já. herra, svaraði ég á þýzku. Vantar yður leiðsögn? Inni í skuggsælu farartæk inu sá ég örla fyrir öðrum herforingja og tveim ungum frönskum stúlkum. Þarna inni blandaðist saman ilmvatns- og vínlykt Herforinginn í aftur- sætinu hló af hugarlétti. — Það var mikið, að við, fundum einn, sem talar þýzku! Sá við stýrið, myndarlegur, ljós yfiriitum glotti til mín: — Stelpurnar tala bara frönsku. Við höfum átt í erfið- leikum. Þú skilur! Ég glotti á móti: — Svo að ég á að veita þeim leiðsögnina? — Þú skilur þetta, sagði hann. Komdu þér að því. Við megum ekki vera lengi að þessu. ÉG FÆRÐI mig að aftur- glugganum og stakk hausnum inn og heilsaði. Á frönsku sagði ég stúlkunum, hvað þeir vildu. Þetta voru lögulegustu hnátur og reglulega girnilegar. Báðar urðu fokvondar og hneykslaðar, en ég skeytti mótmælum þeirra engu. — Þið látið að vilja þeirra, sagði ég hvasst. Ég er foringi í andspyrnuhreyfingunni, og þið nlýðið mér eða deyið. Farið með þeim að næstu beygju á veginum og þar út af, inn á milli trjánna, og látið undan þeim. Ég kem að vörmu spori til að gera út af við þá. Mótmæli þeirra breyttust í furðu og þögn. Þær skildu og ætluðu að hlýða. Ég sneri mér að Þjóðverjunum. Ég sagði þeim, að þýzkir herforingjar liðu engan mót- þróa, sagði ég. Farið með þær út af veginum hér framundan. Þær eru hinar samvinnuþýð- ustu. Bílstjórinn klappaði mér þakklálur á öxlina: — Þakka þér innilega fyrir! Og svo hvarf bíllinn í ryk- mekki. Ég rölti rólega á eftir hon- um og renndi hendinni niður eftir vinstra lærinu á mér, til að finna fyrir rýtingnum, sem ég hafði fest þar með hefti plástri gegnt öllum fyrirskip- unum. Fleiri flutningabílar fóru framhjá, og ég veifaði glaðlega til hermannanna. Eft- ir tuttugu mínútur kom ég að skógarlundi, þar sem ég sá glit.ía á flutníngabílinn inni á milli trjánna. Enginn flutn- ingabíll var sjáanlegur, svo að ég lau.maðist út af veginum og inn í skóginn. Taktfast ísk- ur í fjöðrum og vaggið í farar- tækinu gaf til kynna, að ann- áð parið væri þar. Hitt sá ég ekki, svo að ég tók á mig stóran krók framhjá bílnum í leit að þeim. Ég rakst á þau svo snögg- lega, að minnstu munaði að ég kæmj upp um mig. Þetta hafði verið aigjör franskur sigur. Stúlkan stóð nakin and- spænis mér með sigurglott á vör. Hún var forkunnarfögur. Ég gekk að Þjóðverjanum og keyrði rýtinginn í hann. Hann lézt samstundis, og stúlkan sparkaði fyrirlitlega í hann: — Skepna! Ég bar fingur upp að vör- unum og gaf henni merki um að hafa ekki hátt. Ég læddist að bilnum. Þar var allt á hreyfingu, þegar ég nálgaðist. Til allrar hamingju kom ég þeim megin að bílnum, sem Þjóðverjinn sneri bakinu í. Stúlkan, sem hvíldi á bakinu í aftursætinu, sá mig og brosti við. Ég teygði mig inn, en hún reis upp eins og í æsingu, svo að ég átti auðvelt með að ná til höfuðsins á Þjóðverjanum, sem ég skar miskunnarlaust á háls. Hann féll ofan á stúlk- una, meðan blóðið gusaðist úr hálsinam. Hún smokraði sér undan dauðum manninum. Hún var allsnakin. Hin stúlkan kom til okkar. Hún var nú alklædd. — Ég heiti Renee Falconier, sagði hún. Segið þér nú til yðar. Ég gat ekki slitið augun af hinni stúlkunni, sem var önnum kafin við að þvo blóðið af unaðsfögrum líkama sínum með víni úr flösku. Sú, sem nefndist Renee, varð óþolin- móð: — Reyndu að koma augun- um aftur fyrir í hausnum á þér! hreytti hún út úr sér. Fyrir hvern vorum við að drepa þessa menn? — Fyrir Frakkland — og fyrir bandaríska herinn, svar- aði ég. Ég sagði henni, hver ég var og impraði á erindi mínu. Hún virtist furðu lostin, þegar ég sagði henni, að ég ætlaði að láta handtaka mig. Ég skýrði henni frá því, að ef Þjóðverjarnir næðu mér, myndu þeir flytja mig til ein- hverra aðalstöðva sinna, og aðeins á slíkum stað hefði ég nokkra von um að ná þeim upplýsingum, sem ég var á höttum eftir. Hún — og þær báðar raunar — voru hrifnar af þessu. — Áttu við, spurði Renee, að þú viljir í rauninni láta handtaka þig? Stendur þér enginn stuggur áf aftökusveit- inni? — Vissulega, svaraði ég, en ég hef mínar fyrirskipanir. Ég þagnaði skyndilega þeg- ar Renee sveiflaði fætinum af heljarafli og hitti mig beint á milli íótanna. Ég hneig niður á hnén. Hné hennar, sem mér hafði svo stuttu áður fundizt svo forkunnar fagurt, skali beint framan í mig og ég missti meðvilund. ÞEGAR ég raknaði við mér, var riffilskefti komið í staðinn fyrir hnéð. Trylltur nazista- foringi var að lúskra á mér með því. Ég reyndi að velta mér und- an, en komst þá að raun um, að hendurnar á mér voru bundnar aftur fyrir bak. Ég skal berja hann í kássu, öskraði Þjóðverjinn. Svona skítugt franskt svín að voga sér að drepa tvo undirforingja fyrir mér! Honum er það of gott að vera skotinn! Þjóðverjinn, sem var vörpu- legur offursti beindi riffil- skepti.au aftur að mér. Þá var það, að Renee Fal- conier gekk á milli og bjarg- aði mér frá geigvænlegu höggi í andlitið. — Nei, Erich, sagði hún. Hann er ekki franskur. Heiftin hvarf sem snöggvast úr and- liti Erich, og hann varð íhug- ull á svipinn. Erich var einn af þessum reffilegu, arnarnefj- uðu, ofurmannlegu hernaðar- manngerðum nazista, sem okk- ur Könum hætti svo til að fyllast minnimáttarkennd gagn vart. Hann lét riffilinn síga. — Ekki franskur? Hvað áttu við, Renee? — Skríðandi fyrir fótum þér, sagði hún, er amerískur njósnari. Ég færði þér hann, elskan. Þegar hann hafði myrt Henrich og Wilhelm, reyndi hann að fá okkur í samsæri gegn þér. — Rcyndi hann að fá þig til að hjálpa sér? Erieh kerrti aftur höfuðið og skellihló. MEÐAN hann var þannig fjar- huga mér, ákvað ég að reyna að skors eitt mark eða svo. Ekki var staðan of góð. Ég sparkaði frá mér báðum fót- um í einu og hitti beint í mark, neðanvert við magann á honum. Hann engdist sund- ur og saman og öskraði upp yfir sig. Á samri stundu fékk ég að kenna á því hjá vörðum hans. Þeir helltu sér yfir mig, vígalegir eins og drekar með stálhjáima sína og tóku að lumbra á mér með öllu nær- tæku, — nema dyrastafnum. Ég var harla illa útleikinn, þegar þeir loksins hættu. Erich var kominn á fætur. Mesti gljáinn var farinn af stígvélum hans og glottið af andlitinu. Renes sagði honum lauslega frá því, sem ég hafði sagt henni um verkefni mitt. — Láttu okkur fá hann inn í. leikherbergið, sárþ^di; hún offurstann. Erich hugsaði sig um. Ég var nú búinn að koma honurn fyrir mig. Það var einn af kostunum við að starfa í leyni- þjónustunni, að maður fær ýmsa vitneskju um óvininn. Erich þessi var enginn annar en Von Stassen, offursti, fyrr- verandi félagi Hitlers í Brún- stakkasveitunum. Hann var þekktur fyrir skjótar árásir, skjótar ákvarðanir og sjóta- dauðadcma. VON Stassen tók mig til yfir- heyrslu, en þrátt fyrir hvat- víslegar aðferðir hans neitaði ég að gefast upp fyrir honum og lét cngar aðrar upplýsingar í té en nafn mitt, stöðu ,og skránmgamúmer. Loks gafst hann upp og sneri sér að Renee Falconier: — Ef til vill er það heppi- legast að Boscomb höfuðsmað- ur verði sendur til leikherberg- is ykkar. Þú mátt. fá hann, Renee. Ég skal segja Magöthu að aðstcða þig. Með skammbyssu í annarri hendinni fór Von Stassen' með mig til leikherbergisins og sparkaði mér innfyrir. Þetta var engin billiardstofa, en það hafði ég ekki heldur hugsað mér. Það hafði hins vegar hvarflað að mér, að þarna myndu vera einhvers konar pyntingatæki, svipustaur eða þess háttar. En það var ekk- ert slíh.t þar inni. Þarna voru borð hlaðin flösk um með fínasta kampavíni og glæsilegum bikurum. Þarna Xaiiitaniir ætluðii að ná í ib|»;• Ivsin<>aribar. §cin cg Iijó yíir. os| í*yr§t Iieittu |>cir því sem liaíði búizt við — |»viiími*»ii m og liörku — eu þegar það dugði ekki, koiuu þeir mér aldeilis á éivart —

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.