Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 22.09.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 22.09.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI Largt gerdiist 1 Monte Carlo NÝ VIKUTÍÐINDi tJtgeíandi og ntstjóri: Geir Gunnarsson Ritstjórn og auglýsingai Hverfisgötu 101A, 2. hæð Simi 26833 Pósth. 5094 Prentun: Prentsm Pjóðviljane Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Vandræða- unglingar Unglingarnir virðast vera að vaxa foreldrunum yfir höfuö Þetta er vandamái, sem pjóöfélagið sýpur seyð- ið af á ýmsum sviðum og ekkert er gert við. Svo er jafnvel komið, aö veitingamenn veigra sér við að hafa opna staöi íyrir unga fólkið. Til dæmis seg- ir forstöðumaðar nýja veit- ingahóssins í Giæsibæ, að í eina skiptið, sem hann haii lent i vandræðum vegna ó- láta gesta sinna, hafa verið þegar hann hafði unglinga- dansleik. Þá var ekki nóg með aö þjónustufólk staðarins kvart aði, heldur nágrannarrnr Ekki er heldur langt síð- an blaðafregnir hermdu, að þegar einhverjum vandræða gemlingum var ekki hleypt inn á Lido, gerðu þeir sér lítið iyrir og brutu búðar- rúður í húsinu og gerðu ýmsan annan óskunda. Svona mætti lengi telja. Vitanlega eru þetta þó undantekningar, en þó svo tíðar, að eitthvað þarf til bragðs að taka til að stemma stigu við því, að þær geti endurtekið sig sí og æ. Eriendis hafa þeir þann sið, að taka þá unglinga úr umferð, sem geta ekki verið til friðs. Þar eru stofnanir, sem hafa það verkefni, að láta ekki siðspillandi fólk hafa umgang við venjulega þjóðfélagsþegna, unga sem gamla. Hér þekkist vart slíkt. Sofandaháttur í þessum málum er óafsakandi. Skyldi maður þó ætla að margt það, sem fjárveiting- ar eru veittar til á löggjaf- arþingi okkar, væri síður aö kalandi en til uppeldisheim- ila fyrir vándræðaunglinga. Landhelgin Bretar eiga bágt með að sætta sig viö tap nýlendna sinna, en geta lítið að gert. Þeir nafa þurft að sjá á bak Indlandi, Egyptalandi cg fjölmargra annarra landa, sem þeir mjólkuöu öldum saman og voru gull- kistur, sem skópu þeirra ver aldarauð. Nú átta þeir sig ekki á þvi, að landgrunn Islands og fiskurinn í sjónum yfir þvi, er ekki lengur þeirra eign, heldur landsins, sem Maðurinn frá Suður-Amer- íku tapaði 50 þúsund krónum á þrem stundarfjórðungum. En enginn gat séð það á honum. Er hann hafði raðað á tólí af miðnúmerum spilahjólsins nokkrum þúsundum króna í tí- unda skipti þetta kvöld, settist hann rólegur í stói sinn og beið úrslitanna. Litla hvíta fílabeinskúlan hoppaði og dans aði í hringi eftir tölunum — og nam að lokum staðar á núm er 34. Suður-Ameríkumaðurinn hafði enn tapað. Hann stóð á fætur, án þess að segja eiít einasta orð — og án þess hin allra minnstu svipbrigði sæjust í andliti hans — og gekk út úr spilahóllinni. Hann stóð andar- tak grafkyrr á marmaratröpp- unum og horfði upp á milli hinna auglýsingaskreyttu pálma í Monte Carlo. Síðan kveikf.i hann sér í sígarettu og gekk rólegum skrefum, fremur silalega yfir að „Hotel de Paris“ — og sótti dálítið af peningum til viðbótar. Síðar um kvöldið tapaði hann um 50 þúsundum króna til viðbótar ... ÞETTA var i fyrsta skipti, sem ég sá spilað djarft í Monte Carlo. Stólarnir með- fram hinum löngu-'spilaborðum voru annars að mestu setnir af ferðafólki, sem „spilaði með piparhnetum". Þarna voru hin- ar ómissandi ensku dömur, sem leggja hundraðkall á rautt og fá rauða díla í kinnarnar, ef svo kemur upp svart. Og þaiaia eru hinir smávöxnu, þaulæíðu Frakkar, sem skrifa hvert einasta númer í litla óhreina vasabók. Síðar um kö.dið mátti sjá allvænar seðlahrúgur í um- ferð við þau borð, þar sem spilað var á spil, — en engan veginn það stórar, að þær gæfu rétta hugmynd um Monte Carlo, eins og orðróm- urinn lýsir þeim stað. Hvar voru hinir glæsilegu, kjólklæddu heimsborgarar, sem hentu heilum fjárfúlgum á eitt einasta númer og sópuðu til sín óhemju vinningi tveim mínútum síðar? Hvar voru æf- intýrakonurnar, í hinum geysi- á því stendur. Þetta ætti þeim að vera ljóst, engu siö- ur en þeir hafa orðið að sætta sig við að sleppa yfir- ráðum yfir nýlendum sín- um. Enska stjórnin hlýtur að átta sig á þvi, að þegnar eins lands geta ekki til ei- líföar lifað á eignum ann- arra þjóða. Eftir yfirlýsingu eins dóm arans í Haag-dómstólnum, geta Bretar ekki lengur bor- ið þan dómstól fyrir sig og væri því sóma síns vegna að láta í minni pokann i landhelgismálinu áður en þeir verða sér meira til skammar en orðið er. flegnu kjólum? Hvar voru svikahi apparnir? Hvar var nú hið rétta andrúmsloft spilavít- anna? Þessum spurningum beindi ég að einum gæzlumannanna, og hann gat frætt mig á ýmsu: „Þetta tilheyrir allt fortíð- inni,“ sagði hann. En það er að skapast á ný — enda þótt með öðru sniði sé. Þetta, sem þér hafið séð til Suður-Amer- íkumannsins í kvöld, hefði tæp ast vakið sérstaka athygli þeg- ar ég var á yngri árum. Hafiö það hugfast, að hér undir þessu þaki hafa unnist milljónir og tapast milljónir. Hér hefir vissulega ýmislegt gerzt...“ Og svo sagði hann mér sumt af því, sem gerzt hafði við spilaborðin. — Eitt af fyrstu árunum, sem spilavítið Monte Carlo var til, komu þangað sex Englend- ingar, sem unnu yfir eina og hálfa milljón á einni viku. Þá riðaði fjárhagsgrundvöllur fyrirtækisins, svo mjög gekk á stofnsjóðinn. Tveim árum síðar gerðist svo aftur mjög undarlegt at- vik, sem næstum hafði bundið endi á sögu Monte Carlos, sem spilavítis. Þangað kom brezkur verk- fræðingur, sem hét Jaggers. Hann gekk fram og aftur um spilasalina og virti allt fyrir sér með hinni mestu ná- kvæmni. — Eftir vikutíma fór hann skyndilega og óvænt að spila. Og á fjórum dögum hafði hann unnið 25 milljónir króna. Það er víst óhætt að fullyrða, að hann vakti ekki svo litla at- hygli. Sérfræðingar spilavítisins voru settir út til að fylgjast með hverri hreyfingu hans Eigendurriir voru orðnir alvar- lega smeykir um að hann hefði fundið upp „óyggjandi spila- kerfi“ Svo var þó ekki, því að engar óbrigðular gróðaregl- ur er hægt að finna upp — en áður en tókst að Ijóstra upp um aðferð hans, hafði hann unnið yfir 40 milljónir króna. Leyndarmálið var í því fólg- ið, að þessi maður var afburða hagleiksmaður. Og hann hafði séð það, sem öllum öðrum var hulið, að spilahjólin voru ekki „fullkomin“. Fyrstu vikuna notaði hann til að kynna sér hvert hjólanna væri ófullkomn ast að byggingu og reikna út hverjar talanna á því komu oftast upp. ,Og á þessi númer lagði hann — en hann var svo slunginn að leggja jafnframt öðru hverju á tap-númer, til þess að koma ekki upp um að- ferð“ sína. Þá var hvert einasta spila- hjól eyðilagt og önnur ný, margfalt fullkomnari sett í staðinn. Kunnið þér fleira frásagnar- vert? — Já, fjöldamargt. í gamla góða daga; var enskur lávarð- ur í Monte Carlo, sem græddi stórfé á einni buxnatölu. Hann gekk framhjá einu spilaborð- anna og missti eitthvað. Gæzlu maðurinn við borðið hélt að það hefði verið peningur og spurði hvar hann ætti að liggja. „Ég legg hann á rautt, ‘ svaraði lávarðurinn. „Alltaf á rautt.“ Gæzlumaðurinn gaf sér ekki tíma til að leita hins í- myndaða penings á gólfinu og lagði því annan 1 hans stað á rautt. Hálfri klukkustund síð ar var enska lávarðarins leitað um alla spilahöllina. Rautt hafði alltaf komið upp og hann hafði nú grætt alí-álitlega fjár- upphæð — meira að segja far- ið fram úr leyfðum hámarks- vinning. Lávarðurinn andmælti þessu — en var neyddur til að taka á móti peningunum. Eig- endurnir kröfðust þes, af ótta við, að annars myndi orðstír spilavítisins bíða hnekki. Fyrir nokkrum árum síðan kom væskilslegur Frakki til spilavítisins, og virtist hann vera hálf-geggjaður. Hann hafði selt bæði hús og verk- stæði, sem hann átti og yfir leitt allar eigur sínar, vegna þess að hann hafði dreymt fyr- ir því, að númer 3 á spilahjóli 3 myndi koma uppp hínn þriðja mánaðarins klukkan 3 um eftirmiðdaginn. Hann trúði þessu statt og stöðugt, — og lagði alla pen inga sína á töluna þrjú á til- teknum stað og stundu. Og það undarlega gerðist, að núm- er þrjú brást honum ekki. Þótt ótrúlegt sé kom númer 3 upp. Hann varð ekkert undrandi. Hann vann þarna gífurlega upphreð — og lagði þegar af stað heím til sín, þar byggði hann verksmiðju fyrir vinning- inn. Hann hefir aldrei komið til Monte Carlo síðan. En, hve margir hafa tapað? — Flestir tapa, því mið’ar. Einstöku menn hafa tapað svo miklu, að þeir hafa framið sjálfsmorð — en þeir eru þó ekki svo margir, sem menn virðast álíta. Hið síðasta af slíkum sjálfsmorðum, var og prins Stourdza tók inn eit- ur, vegna þess að hann hafði tapað öllum sínum eignum i spilavítinu. Rétt fyrir heimsstyrjöldina hótaði þýzkur flotaforingi þvi, að skjóta Monte Carlo í rústir með fallbyssum skipa sinna og fremja síðan sjálfsmorð, ve'gna þess að honum var neitað um endurgreiðslu á rúmri einni milljón króna, sem hann hafði tekið traustataki i skipskass- anum og tapað í spilavítinu. Um kvöldið sáu forstjórar spilavítisins í sjónaukum, sér til mestu skelfingar, að þýzku herskipin beindu raunverulega fallbyssum sínum að Monte Carlo. Þýzki flotaforinginn fékk peningana endurgreidda. Einu sinni gerðist það, að tilraun til sjálfsmorðs endaði með brúðkaupi. Pólskur greifi hafði spilað hátt í Monte Carlo, þar til loks var ekkert annað eftir af arfi hans, en einar tíu þúsund krónur. Þegar hann tapaði einnig þessum síðustu tíu þúsund krónum einnig, stóð hann á fætur, náfölur og reik- aði út í garðinn utan við spiia- vítið <-,? tók upp skammbyssu sína. En hann var stöðvaður i áformi sínu, af ungri, franskri konu, sem var mjög ástfangin af honum. Hún sagði honum að hún hefði alla peninga hans með höndum, því að hún hefði spilað allan tímann þver-öfugt við hann. í hvert skipti sem hann hefði lagt á svart, þá hefði hún lagt jafnháa upphæð á rautt — og því unnið jafn- mikið og hann hefði tapað. Þau giftust og lifðu — eins og stendur í æfintýrunum — vel og lengi. En hvað má segja um hina mörgu svikahrappa, sem heyrst hefir talað um? Þeir eru, því miður, til. AHt í allt er um 100 þúsund manns bannaður aðgangur að spila- höllinni, af ýmsum ólíkum á- stæðum. Margir álíta, að ekki sé hægt að hafa eftirlit með slíku, en svo er nú samt. Marg- ir dyravarðanna og starfsmann anna í spilahöllinni þekkja andlit í tugþúsundatali, enda þótt þeir hafi ef til vill ekki séð þau nema i eitt skipti. Hvernig starfa svikararnir? — Aðferðirnar eru margar. Algengustu svikararnir eru þeir, sem telja ferðamanninum trú um að þeir séu í „sam- bandi“ við gæzlumann spila- borðs og nú sé þeim óhætt að leggja tíu þúsund á rautt — því að einmitt nú komi rautt upp. — Líkurnar fyrir því, að rautt komi upp, eru 50 pró- sent, og ef heppnin er með svikaranum, fær hann jafnan góðan skilding fyrir hjálpina. En ef svart kemur upp, þá hverfur svikarinn á brott og sézt ekki meira það kvöld. Oft ieika slíkir svikarar laus- um hala nokkuð lengi,.áður en kemst upp um þá, því að þeir fara mjög laumulega með at- hafnir sínar. Hæltulegustu svikararnir eru samt peir, sem spila djarft og óhikað. Einn flokkur slíkra svikara, varð uppvís að því að merkja neglur sínar með viss- um efnum, sem sáust ekki nema með sérstökum sólgler- augum, en þau gleraugu leiddu einmitt til þess að bófarnir voru handteknir. En svo er sögð allmikil hjá- trú í sambandi við spilavítin. — Já, hjátrúin er mikil og útbreidd hér. Sennilega er Verkfræðingurinn, sem vann 2 milljónir og 500 þúsund krónur á fjórum dögum. — Sjálfsmorðs- tilraun, sem endaði með brúðkaupi. — Svikarar, djarfir spilamenn og hjátrú við spilaborðin í Monte Carlo.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.