Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 22.09.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 22.09.1972, Blaðsíða 6
6 vmcutLðindi „GLAS af eiturblöndunni þinni,“ sagði Carmichael, þar sem hann stóð við barinn þenn an eftirminnilega dag, sem knæpuslagsmálin brutust út. „Hættu að góna á mig eins og naut á nývirki. Ég ætla ekki að bíta þig.“ Um það bil 20 karlmenn sátu að drykkju í hinum skrautlega sal, en uppi á barborðinu stóð stúlka í rauðum kjól og söng klúra söngva til karlmannanna, Það var kannske ekki beinlínis hægt að kalla hana stúlku, öílu heldur konu um það bil 30 ára gamla. Ljóst hár hennar var í óreiðu og andlitið rautt af drykkju. Þrátt fyrir það var hún lagleg, kinnbeinin há, aug- un stór og dökk og varirnar rauðar og rakar. „Það er ekki það, Henry,“ sagði Billy Price, gullgrafari eins og hinir í salnum, en greiddi þessa stundina fyrir það sem hann drakk. með því að vera barþjónn. „Þú veizt að Baróninn hefur sett reglur. Ég verð að spyrja hann.“ „HvaS ætli þú þurfir þess,“ sagði Carmichael vingjarnlega. Hann var hár og þrekinn um herðar, en ekki að sama skapi sterklegur neðan mittis. Hann var með mikið, svart skegg og sítt hár. Út úr hárstríinu stóðu gríðarstór eyru. „Ég þjáist af mánaðargöml- um þorsta, og það er ekki ann- ar staður innan 400 mílna með- fram \’ukon-ánni, þar sem ég get svalað honum. Láttu mig ekki þurfa að hoppa yfir til þín og afgreiða mig sjálfur.“ „Ég verð að spyrja hann, Henry.‘‘ sagði barþjónninn þrjózkulega. Mennirnir við barinn færðu sig nú, þannig að opinn gang- ur myndaðist milli þeirra og barborðsins, og ljóshærður mað ur kom gangandi eftir honum likt og forstjóri, sem er að verða of seinn á áríðandi fund. Sænski Anderson var hann kallaður og gat varla talizt tii helgra manna. Það mætti öllu frekar kalla hann illmenni. Handleggir hans voru eins og fallhamrar, og ef hann brosti, var það einna líkast því að sjá í tennurnar á krókódíl. Eitt sinn í blindhríð hafði hann drepið stóran skógarbjörn, far- ið inn í hann, skriðið inn í skrokkinn og dvalizt þar í þrjá daga, meðan hríðin geisaði. Skapbráður var hannn einnig. Eitt sinn hafði hann skorið and litið á barstelpu þvers og kruss með brotinni viskíflösku, af því að hún hellti yfir hann úr viskíglasi. En ver settur var hann þó við Siwas-indíána. Hann umturnaðist ef hann sá þá, og ef hann heyrði um hvít- an mann, sem lagt hafði lag sitt við Siwash-konu, ætlaði hann vitlaus að verða. í ALASKA var litið niður á þá menn, sem lögðu lag sitt við Indiánakonur, en Baróninn var pó allra manna verstur í þessum efnum. Indíánakonur voru ekki barstelpur. Feður þeirra eða eiginmenn seldu þær fyrir niðursuðuvörur eða nokkrar lúkur af tei. Þótt þser gætu verið snotrar, var siðferði þeirra ekki upp á marga fiska að dómi hinna hvítu karl- manna. Þær seldu sig fyrir smágjöf, en yfirgáfu svo þann, sem pær höfðu selt sig, ef ann- ar bauð betur. Sumir sögðu að foreldrai Andersons hefðu ver- ið drepnir af flokki Siwashi- indíána. Aðrir, að Baróninn hefði verið ástfangin af Siw- ashi-stúlku, sem yfirgaf hann á hveitibrauðsdögunum. En hvað sem þessu líður, þá var honum ekkert um Siwashi-indí- ánana. Hu var andlit hans af skræmt af reiði. Hann sneri sér að Carmichael, þar sem hann stóð við barinn. „Mig langar í eitthvað að drekka, Barón,“ sagði Carmich- ael. „Segðu hálfvitanum hérna U „Þú skalt fá að drekka Indí- ánamaður,“ sagði Baróninn snúðugt. „En það verður kann | ske ekki alveg eins og þú hafð- ir búizt við. Ég hélt að allir vissu, að ég leyfi engum Si- washi-snák aðgang að minni þrá.“ Um leið og hann sagði þötta, beygði hann sig til hliðar og miðaði vinstri hendinni á maga stóra mannsins. Carmich- ael beygði sig saman til þess að verjast högginu. Anderson skipti skyndilega um stöðu og miðaði nú hægri hendi á höku Carmichaels, og höfuð hins síð- arnefnda small aftur á bak. Hann hentist í barborðið og rann síðan niður með því. Með an hann var að renna niður i gólfið, braut Anderson viskí- flösku á hausnum á honum. Síðan greip hann fyrir kverkar Carmichaels og hélt honum við gólfið á meðan hann hellti viskíi yfir andlit hans. „Þú hafðir enga ástæðu til að gera þetta,“ sagði Carmich- ael þvoglulega, meðan blóðið rann úr höfði hans og myndaði poll á gólfinu. „Ég er ekki frek ar Indíáni en þú.“ „Þú giftist einni úr þeirra hópi, og þar með ertu orðini' einn af þeim,“ sagði ljóshærði maðurinn og svipti Carmichael á fætur með því að grípa skegg hans. Hann lagði hann upp á barborðið og hélt honum þar. „Andskotinn hafi það. Þú móðgar heiðvirða konu með því að koma hingað inn. Svo sannarlega ætti ég að láta þig sleikja skóna hennar, og ég held að ég geri það. Komdu og stígðu ofan á andlitið á þessu óféti, Rakel. Hann lang- ar til að biðja þig afsökunar á að láta þig sjá sig.“ Rakel slagaði eftir barborð- inu i átt til þeirra og hélt samt áfram sínum klúra söng. Carmiehael barðist um á hæl og hnakka. „Geturðu ekki fengið hann til þess að liggja kyrran? Held urðu að ég sé einhver fimleika- stúlka, eða hvað? Jæja, jæja. Vill ekki einhver styðja mig, svo að ég detti ekki?“ Carmichael var nú næstum meðvitundarlaus af kverkataki því, sem Anderson hafði á hon- um. Barþjónninn, Billy Price, setti handlegginn utan um kálf ann á konunni, og hún þrýsti hinum fætinum niður í skegg mannsins, sem lá á borðinu. I fyrstu virtist hún vera að þreifa fyrir sér með fætinum í skeggi mannsins, en svo steig hún i fótinn, og með aðstoð Billys hoppaði hún nokkrum sinnum á öðrum fæti ofan á andlit mannsins. Mjór hællinn á skó hennar stakkst á kaf í Þegar Svíinn Andsrson, þessi kjötjökull noröur- skautslandanna sagöi, að hann ætlaði sér að hafa Kyrrahafsströnd Alaska í vasa sínum,fórhann ekki msö neinar ýkjur. andlit hans hvað eftir annað. Gullgrafararnir þyrptust í kring eins og áhugasamir læknastúdentar, sem fylgjast með skurðaðgerð prófessorsins. — ★ — „PASSIÐ þið ykkur bara, heimskingjarnir ykkar, að ein- hver ykkar þurfi ekki á sams konar aðgerð að halda,“ sagði konan við áhorfendurna, þegar hún loks hætti að hoppa ofan á andliti hins hálfmeðvitundar- lausa manns. „Ég og Baróninn rekum hér heiðvirða krá. Ef þið þurfið að fá ykkur ein- hverja af þessum Siwashi-stelp um, þá getið þið farið til fjand ans og þurfið ekki að koma hingað tiJ þess að snapa viskí.“ Rakel leit til barþjónsins Billy Price, sem enn hélt um fótlegg henar. Price var einn þeirra hundruða gullgrafara, sem Jiöfðu árum saman verið án konu og voru næstum orðn- ir brjálaðir af kvenmannsleysi. Hann hafði tilbeðið Rakel úr fjarlægð í tvö ár. Rakel leizt ekki illa á Pricce, en það, að hún hræddist Baróninn og var hrifin af hamslausum ástarat- lotum hans, gerði það að verk- um, að hún var honum trú. Price vsr einnig dauðhræddur við afbrýðisemi Barónsins, en þar se.n hann nú hélt um fót- legg Rakelar lét hann alla var færni lönd og leið. Hann dró hana tii sín og tók að stynja hárri dapurlegri röddu. „Ég á konu 5000 mílui burtu, einhvers staðar í An zona,“ sagði hann um leið og hann faðmaði að sér fótleggi konunnar, og lióf að kyssa hné hennar. „Eða kannske það sé í Kansas. Ég hef hvorki séð hana né verið með öðrum k\fen manni í 3 ár. Þú verður að fyrirgefa, að ég gerist svona djarfur.“ „Sennilega á Carmichael einnig konu!“ hrópaði hún hneyksluð á meðan barþjónn- inn hált áfram að kyssa á fæt- ur hennar. „En í stað þess að þjást í hljóði, eins og þið, þá varð hann að fá sér eina af þessum Siwashi-gyltum til að lifa með.“ „Svona Price, hættu þessu og hjálpaðu mér að drusla hon- um út fyrir,“ sagði Baróninr. höstuglega og dró Carmcael niður af barborðinu. „Taktu undir lappirnar á honum.“ Þeir fleygðu manninum út og voru fljótir að. Síðan ruddi Baróninn sér braut gegnum hópina og fór upp á svalirnar yfir salnum. Þar settist hann á stól framan við herbergi sitt, þar sem hann gat fylgzt vel með því, sem gerðist niðri í salnum. Billy Price kom inn á eftir honum og hélt hendinni fyrir ardlitið. Blóð seitlaði út á milli fingra hans. Slánalegi freknótti maðurinn snökti há- stöfum. „Undir eins og við vorum komnir út, barði Baróninn mig í andlitið fyrir að hafa veriö of nærgöngull við þig,“ sagði hann við Rakel og tók varlega á brotnu nefinu. Hann barði hnefunum hvað eftir annað í barborðið. Svo lagðist hann fram á hendur sínar. „Þetta er ekkert réttlæti,“ veinaði hann. „Þegar maður hefur ekki séð konuna sína í 3 ár og allt- af verið sakleysið sjálft, hvað fær maður þá að launum? Brot ið nef! Það er ekkert réttlæti." „Þú ættir að skammast þín,“ öskraði konan til Barónsxns, sem stóð og horfði á þau ofan af svölunum. — ★ — „PRICE var heppinn, að ég skyldi ekki drepa hann,“ sagði Baróninn. „Það getur verið að hann eigi eiginkonu einhvers staðar, en það aftraði honum þó ekki frá því að leggjast með svo mörgum Siwashi-kerl- ingum, að þeir hefðu átt að gera harm að höfðingja ætt- flokksins. Ég myndi koma nið- ur og rífa hann í tætlur, ef hann væri þess virði. Hann er ekki maður, aðeins veinandi dyramotta, sem maður þurrkar sér á. Svona flýttu þér að ná mér í viski.“ „Þú heldur ví?t að ég sé dyramottan þín líka,“ öskraði Rakel. „Jæja, ég er hætt að taka við skipunum frá þér. Þú gætir lagzt á hné og frátbeðið mig um viskí, og ég myndi samt elxki færa þér það.“ „Ég myndi gæta mín, stúlka : mín, ef ég væri í þínum spor- um,“ sagði Baróninn ógnandi. En R&kel var hætt að hlusta á hann. Hún var öskuvond. „Ég kem og sæki byssuna þina Barón. Þegar ég er búin að gera þig eins og gatasigti, skal ég með ánægju hella viskíi í gegnum hvert einasta gat.“ „Ég sagði þér, að ég vildi fá að drekka.“ „Þegar ég er búin að drepa þig,“ sagði hún og reyndi að snúa sig úr takinu. „Hvað ertu að gera Barón? Hættu!“ En hún hafði ekkert að segja í hendurnar á honum og hann hafði lítið fyrir því að ýta henni yfir handriðið. Þar hékk hún og hann hélt um annan öklann á henni. Menn- irnir við barborðið færðu sig nær dyrunum, þegar hann hóf að sveifla henni fram og til baka með höfuðið niður. „Hley.ptu mér upp, bavían- inn þinn!“ hrópaði hún. „Ó, það vona ég, að ég lifi þann dag að fá að æla á gröf þína, Barón. Það mun verða eftir- minnilegasti dagur lífs míns, þegar ég fæ að stíga ofan á dauð augu þín.“ En eftir þv.i sem Baróninn sveiflaði henni í stærri og stærri boga, hætti hún að for- mæla. Kjóllinn hékk fram yfir höfuð hennar og annar fótur- inn spriklaði ú í loftið. Hún tók að skrækja eins og barn, sem rólað er í rólu. Svo tók hún að sárbæna hann á rrjiilli , þess að hún skrækti. „Ekki meira, elsku Barón. Mig svimar svo ... svimar „Jæja þá. Farðu inn í her- bergið," sagði Baróninn, og dró hana inn fyrir handriðið. Hún ætlaði að segja eitthvað, en hann greip fram í fyrir henni: „Segðu ekkert, og byrjaðu ekki á neinni vitleysu aftur. Þá læt ég Þig yfir handriðið á ný, og í þetta sinn mun ég ekki hafa fyrir því að halda í löppina á þér. Farðu bara þarna inn og bíddu eftir mér. Ég kem fijóí- lega.“ — ★ — HÚN opnaði munninn aftur, en skipti um skoðun. Um leið og hún lokaði herbergisdyrun- um að baki sér, kom Carmic’n- ael inn í salinn aftur og með honum þrír Indíánar, heldur skuggalegir á svip. Andlit þeirra voru eins og þau hefðu verið mótuð úr gömlu leðri í einhverjum hálfkæringi. And- lit Carmichaels var útatað storknuðu blóði, eftir barsmíð- ina, og viskídauninn lagði af honum eftir baðið, sem Barón- inn hafði gefið honum. „Ætlar þú að koma niður, Barón, eða eigum við að koma upp og sækja þig?“ spurði hann. „Ég kem niður,“ sagði ljós- hærði maðurinn, steig upp a handriðið og henti sér yfir þá. Eitt dýrmætt augnablik stóðu þeir sem frosnir við gólfið. Þá var hann kominn ofan á þá og sparkaði um leið frá sér. Char- lie Two Claws féll upp að bar- borðinu með mélaða hauskúpu. Baróninn þaut upp og lagði i hina andstæðing sína. Tvö hörku hægri handar

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.