Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 29.09.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 29.09.1972, Blaðsíða 2
2 NY VIKUTIÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI OtgeiandJ og ntstjórii Geir Gunnarsson Ritstjorn og augiýsmgai Hverfisgötu 101A, 2. Uæð Sinu 26833 Pósth. 6094 Prcntun: Prentsm. Pjúðviljans Setningi Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðln Búskussar BændablaðiS Tíminn, mál gagn forsætisráðherra, birt- ir viðtal við Stefán nokkurn í Vorsabæ, sem kveðst ný- verið hafa ferðazt um alla landsf j órðungana. Þar segir hann að ekki sé óalgengt að sjá túnbletti óslegna á bæjum og að sér væri áhyggjuefni, hve illa væri gengið frá göltum og sætum. „Ekkert hirt um að snyrta sætin og ekkert breitt yfir þau. Fer áreið- anlega mikið forgörðum með svona vinnubrögðum/1 segir sá mæti maður. Þegar svo bændur eru líka farnir að leggja eld í hey sín, af því þeir telja sig ekki geta nýtt meira af þeim er þeir voru búnir að afla nóg til vetrarins — eins og NV upplýstu nýlega — þá fer nú skörin aö færast upp á bekkinn. Einu sinni var talið, að hlöður væru ekki alveg nauðsynlegar, því ef þær voru ekki fyrir hendi eða orðnar fullar, var hlaðið í stóra stabba og þeir tyrftir eða yfirbreiddir. Þannig áttu gildir bændur oft hey árum saman og gátu miðl- að þeim, sem heylausir voru. Fræg er smásaga Guð- mundar á Sandi, Gamla heyið, sem sýnir hversu menn litu á slíkar fyrning- ingar sem eins konar vara- sjóð. En nú hafa bændur ann- að við, enda hlaðið undir þá. Þeir fá styrki til að rækta of stór tún — og áburð á þau — og hafa svo ekki viö þau öll að gera. Samt fá þeir líka stórvirkar vélar með góðum kjörum sem gerir heyskap- inn að leik. Það var öðru- vísi, þegar hjakka þurfti þýft tún eða blautar engjar með orfi. Ef svo grasbrestur verður af einhverri óáran eða kali, er leitað á náöir ríkissjóðs með kaup á fóðurbæti eða kaup á heyi úr öðrum lands hlutum, sem hafa heyjaö betur. Manni blöskrar svona amlóöaháttur og finnst fyr- irhyggjuleysið ekki ríði við einteyming. Að brenna heyiö, láta það skemmast af vanhirðu eða beinlínis að nennna ekki að slá allt véltækt land, þ.e.a.s. hugsa ekki um að skapa sér fyrningar, ætti beinlín- is að vera refsivert. En það er ekki á eina bókina lært hjá bændastétt- inni, enda er hlaðið undir hvaða búskussa sem er af þingmönnum þeirra, sem eru á kjósendaveiðum. Hún heillaði karlmenn með tðframætti sínum og lét þá tilbiðja sig CESAR var nýkominn til Al- exandvíu, eftir að hafa unnið frægan sigur við Pompey. Hann settist að í konungshöll- inni og hélt áfram að greiða úr st.jórnmálaflækju Egypta- lands. Auletes konungur var dauður, og börnin hans tvö, Ptolemy og Cleopatra, voru að berjast um völdin í landinu. Þegar Cesar kom, var Cleo- patra í útlegð. Bróður hennar og fylgismönnum hans hafði tekizt að hrekja hana til Sýr- lands. Hinn fjórtán ára Ptol- emy virtist hafa náð örugglega til veldissprotans, með hinum litlu gráðugu höndum sínum. Þannig var málum ríkisíns komið seinni hluta ársins 48 f. K. Klukkan var um það bil sjö að kvöldi. Cesar sat á hallarsvölunum og horfði á hið iðandi líf við höfnina. Allt í einu komst ókyrrð á umferð- ina um hallargötuna. Þjónn kom þjótandi upp á svalirnar til Cesars. „Herra! Ferðamaður var rétt í þessu að koma frá Levant. Hann hefir meðferðis pinkil með dýrmætum vefnaði, sem hann vill fá að sýna yður.“ „Hvar er hann?“ „Vörðurinn við hliðið vildi ekki hleypa honum inn, herra.“ Cesar, verndari listanna, varð áíjáður í að sjá þennan vefnað. Þarna gæti verið um góða gjof að ræða til að senda Calpurniu eiginkonu hans. „Segið vörðunum að láta þennan mann koma á minn fund undir eins,“ sagði hann. Ferðalangurinn var leiddur með pinkil sinn á bakinu inn til Cesars. „Mig langar til að sýna yður dálítið, herra, og þér munuð aldrei hafa séð neitt svipað áður.“ Hann lagði pinkilinn varlega á gólfið og byrjaði að vefja ut- an af honum. Hann brosti að undrunarsvipnum á andliti Cesars. „Hafði ég ekki á réttu að standa, herra?“ En Cesar var orðlaus, þvi út úr pinklinum hljóp Cleo- patra, dóttir egypska konungs- ins, með flaksandi hár og skín- andi eins og skólastelpa. CLEOPATRA hafði meðfædda I leikarahæfileika. Alla æfi lék hún hlutverk sitt eins og fyrsta flokks leikkona. Fjöl- hæfni hennar var undraverð. Hún gat rætt um málaralist, höggmyndalist, skáldskap, guð- fræði, stjórnkænsku og trúar- stefnur við lærðustu menn þeirra tíma. Tilkomumikill per- sónuleiki hennar var eins og ofin saman úr marglitum þráð- um. Hún var glæsileg, yndis- leg, slæg, grimm, viðkvæm, léttúðug, stjórnkæn, stundum örlát, en alltaf hungruð eftir ótakmörkuðum völdum. Hún kvaldist af ástríðu eftir frægð og ástvíðu eftir karlmönnum. I fáum orðum sagt: Hún var snillingur í listinni að lifa. Með baráttunni gegn forlög- unum, án annarra vopna en fegurðar sinnar og vitsmuna, heppnaðist henni nærri því — eins og síðar verður sagt frá, — að gera Rómaveldi að skatt- landi Egyptalands. Lokaþátturinn í ævi hennar endaði á sorglegan hátt. Og hvaða annan endi hefðu guð- irnir getað hugsað hinum ævin týralega sjónleik þessarar mannveru? Cleopatra hefir verið kölluð unnusta allra ljóðskálda ver- aldarinnar, og húsmóðir allra slarkara heimsins. Raunveru- lega má skoða tíma Cleopötru, sem mesta veizlutímabil mann- kynssögunnar. DÓTTIR Ptolemys Auteles (flautuleikara) var metorða- gjörn og í marga ættliði komin af makedoniskum forfeðrum. (Cleopatra var ekki Egypti, heldur afkomandi hershöfð- ingja eins frá Makedoniu í Grikklandi, sem hafði komið til Egyptalands með her Alex- anders mikla). Ptolemyusarnir sem réðu yfir Egyptalandi, voru á margan hátt glæsilegur ættliður, en þeir voru misk- unnarlausir. Ptolemy I., sem kallaður var SCTE—frelsari þjóðar sinnar — verðskuldaði viðurnefni sitt, eftir því sem sagnfræðingar þeirra tíma sögðu, með því, „að hálshöggva fjöldann og láta blóðið streyma eins og fljót.“ Ptolemy II., sem kallaður var PHILADELPHUS — Mað- ur hinnar bróðurlegu ástar, — drap t.vo bræður sína. Hann var, eftir því sem sagan herm- ir, hrifinn af vondum konum og góðum vinum. Ptolemy IV. drap móður sína og frænda sinn. Potelmy VII. drap fjölda manna af þjóð sinni, „til að kenna þeim, sem eftir lifðu, að virða konung sinn.“ Guðirn- ir kölluðu þennan mann í skopi EURGETES — velgjörða manninn. Ptoiemy VII. drap fjölda nefndur var flautuleikarinn, faðir Cleopötru, drap Berenice dóttur sína og lét síðan leika sorgarlag eftir sjálfan sig við útför hennar. Þrátt fyrir blóðþorstann voru Ptolemyarnir að ýmsu leyti ágætir. Undir vernd þeirra varð borgin Alexandria miðstöð lista og vísinda forn- aldarinnar. Málaralist, högglist, hljómlist, bókmenntir, stjarn- fræði, stærðfræði, byggingalist, heimsspeki. — Allar þessar list ir hins siðmenntaða þjóðfélags blómguðust og döfnuðu í Alex- andriu við hliðina á siðlausum eiturbyrlurunum og morðum. Ptolemyamir réðu yfir mestu heimsborg fornaldarinn- ar og þeir höfðu aflað sér mikillar málakunnáttu. Þeir gátu sagt illar hugsanir sínar á mörgum tungumálum. Þannig var hinn hálf-sið- menntaði og hálf-villti arfur ungu, ærslagjörnu konungs- dótturinnar, sem hljóp út úr pinklinum til að grátbæna Ces- ar um hjálp til að ná aftur kórónunni. Ógreiddur rauður hárlubbinn, tælandi bros, mjúk ar og kvikar hreyfingar, og græzkulaus fyndni, sögð á á- gætri latínu, með grízkum á- herzlum. Það gat enginn stað- izt hið aðlaðandi viðmót þess- arar ungu egypzku stúlku. Cesar, sem orðinn var gam- all maður og fyrir löngu var búinn að fá sig fullsaddann af óhófi í kvennamálum og drykkjuskap og hafði nokkr- um árum áður verið nefndur eiginmaður allra kvenna (Omn ium Mulerium Vir), fannst nú, fimmtíu og tveggja ára göml- um, sem hann væri aftur orð- inn ungur og ákafur elskandi. Hann setti hana aftur í hásæti hennar og varð þræll — þessi drottnandi heimsins — kenja og duttlunga Cleopötru. STRAX gat Cleopatra komið því til leiðar, að sjálfur hinn mikli Cesar færi að skipta sér af gjörspilltum stjórnmálum Egyptalands. Hún þvingaði hann til að drepa yngri bróður sinn, Ptolemy, sem va” keppi- nautur hennar um kórónu Egyptalands. Því næst bauð hún honum í skemmtiferð með sér yfir Níl í konunglegum skrautbát, hlöðnum purpura og gulli. Það var stefnumót ástar- innar, sem stóð frá kvöldhúmi til dagmála. Á meðan þau dvöldu í þess- ari fljótandi höll, sem knúin var með átökum fimmtíu þræla frú Núbiu, létu þau sig dreyma gullna landvinninga drauma, þótt hann væri orðinn flogaveikur og gamall hermað- ur, en hún aðeins metorðagjörn og valdagráðug ævintýrakona. Cesar vonaði, að með hjálp Cleopötru gæti hann orðið herra Egyptalands, en Cleo- patra lét sig dreyma um, að með aðstoð Cesars gæti nún orðið valdamesta kona heims- ins. Til þess að binda ást þeirra og til þess, að draumar hennar gætu fremur rætzt, átti Cleopatra að gefa honum son og erfingja. En meðan þau sólunduðu tímanum í fjarstæðukennda draumóra, voru óvinir Cesars í Róm starfsamir og urðu stöð- ugt hættulegri. Þeir hugðust steypa honum af stóli. Jafnvel vinir hans voru orðnir tor- tryggilegir. Þeir álitu það vera rangt af hershöfðingjánum að slæpast í viðhafnarherbergjum erlendra hefðarkvenna, þegar endurnýja þurfti gamla sigra og vinna aðra nýja. Það fór því svo, að brúðgum- inn reif sig nauðugur viljugur úr örmum Cleopötru, vatt upp segl og sigldi af stað, ekki til Rómar, heldur til Pontus í Litlu-Asíu. Það var viturlegra að snúa heim, sem sigursæll hermaður, en sigursæll elsk- hugi. Hann varð að koma fær- andi hendi heim, með sigur yf- ir nýlega undirokuðu landi. Honum tókst að undiroka Pontus og lýsti sigri sínum í þremur snjöllum orðum: VENI EIDI VICI (Ég kom, ég sá, ég sigraði). Undir handleiðslu Cleopötru hafði honum lærzt að skoða sjálfan sig sem guð. Á meðan hann var á leiðinni til Rómar sendi hann eftir Cleopötru, svo hún gæti tekið þátt í sigurfögnuði hans. Hann fékk henni bústað í höllinni á Tiberbökkum, og fyrir á- eggjan „Nílarstúlkunnar“ fór hann að leggja niður fyrir sér, hvernig hann ætti að kollvarpa rómverzka lýðveldinu. Strax og hann yrði konungur, lofaði hann Cleopötru að giftast henni og gera hana að drottn- ingu sinni. Því næst myndu þau flytja stjórnaraðsetur heimsveldisins frá Rómarborg til Alexandriu. Þaðan frá borg- inni, sem var miðstöð Miðjarð- arhafssiglinganna, myndu þau stjórna heiminum. Þannig voru draumar Ces- ars, eða öllu heldur draumar Cleopötru, sem hann bergmál- aði og átti að framkvæma. Þvi

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.