Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 29.09.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 29.09.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VLiOJXÍiiCNOI MANHEIM er dæmigerður Pennsylvaníubær — og geysi- lega stoltur r.af' sjálfum sér. Frægð hans stafar aðallega af tvennu: hann er fæðingarstað- ur Baron von Stiegel, sem fyrir rúmri öld bjó til Stiegel- glerið, sem er svo eftirsótt af söfnurum í dag. Og svo er þetta íæðingarstaður Jack Fas- ig, sem þrjátíu ár af ævinni, eftir að hann var uppkominn, stikaði um meðal sveitavargs- ins, vekjandi skelfingu hvar sem hann fór, skapandi um sig orðstír af því tagi, að helzt minnir á lygasögurnar af Munehausen heitnum barón. Haust- og vetrarmánuðina, þegar lítið var að gera á sveit- arbæjunum, vann Fasig sér inn nokkra dollara með því að lyfta bifreiðum upp úr forar- vegum í nágrenni við hann. Þegar menn lentu í slíkum vandræðum, hvort sem um vai að ræða nágranna hans eða aðra, þá var alltaf leitað til Jack — sumpart til þess að sjá furðukrafta hans, og sum- part vegna þess, að hann var svo furðulega gerður, að hann var vís til að taka upp á ein- hverjum fjandanum, sem aldrei var hægt að vita fyrirfram. Fastagjaldið fyrir að hjálpa einhverjum kunnugum — og það þekktu hann eiginlega all- ir í grenndinni — var þrír „þrefaldir þrautseigir" (þre- faldur þrautseigur var þrír viskísjússar, skolað niður með bjór), og skyldi þetta greiðast næst, þegar Jack hitti viðkom- andi a barnum. Jack setti vandlega slíkar skuldir á sig og var ekkert feiminn við að rukka þær hjá uppburðarlausum eða gleymn- um skuldara; þegar einhver ó- kunnugur á gljábíl lenti i svona erfiðleikum, þá tók hann peninga, — og fór upp- hæðin alvceg gjörsamlega eft- ir því, hvernig honum geðjað- ist að viðkomandi. — ★ — EINU sinni varð manni úr öðru fylki það á að reyna að prútta við Jack út af gjaldinu. Dýrindis farartækið hans hafði lent ofan í djúpu fari, og Jack krafðizt átta dollar fyrir að koma því upp. — Átta dollara! mótmælti sá ókunnugi. Þetta tók ekki nema fimm mínútur! — Tvo dali fyrir tímann, sex fyrir vöðvana mína! urr- aði Jack. — Það er alltof mikið, sagði ökuþórinn nízki. Ég borga það ekki. Þegar Jack reiddist á annað borð, þaut adrenalínið gegnum æðar hans eins og þynnsta olía gegnum heita vél. Við slík- ar kringumstæður varð hann ætíð að taka til höndunum, til þess að létta af huganum, og gerðist þá ærið stórkarla- legur. Nú var hann ekkert að þrasa frekar um málið, heldur tók bílinn upp í einum rykk og henti honum út í skurð. — Fjandinn hirði hann! sagði hann við ökuþórinn. ÞEGAR Jack var sextán ára gekk hann. tólf mílna leið að heiman til Lancaster, sem var helzti bærinn í sveitinni. Hann hafði aldrei komið til bæjarins áður og langaði til að sjá, hvernig bæjarbúar litu út. Hon um fannst heldur lítið til koma Þá var hann sjálfur rúmir tveir metrar og vóg 250 pund, og höfuð hans skreytt kolsvört- um hárþyrli. fyrir aðra karlmenn, og því leitaði hann æ meira athvarfs hjá hundunum sínum, sem ekki gerðu neinar kröfur til lífsins umfram það að mega skeyta skapi sínu á hverri líf- veru, sem á vegi þeirra varð. Að mmsta kosti þrjátíu flæk- ingshundum varð það á að leggja leið sína yfir engin og túnið, meðan hundarnir gengu lausir, — og enginn þeirra Þeim brá í brún, þegar þeir sáu hann taka til höndunum, hvort heldur var til þess að lyfta bifreið upp úr skurði eða taka til matar síns og drykkjar, — og það henti meira að segja þekkta hnefaleikakappa að hætta sér inn í hringinn á móti honum . . . Og sem hann skálmaði niður aðalgötuna, berhausaður og ber fættur, sveiflandi gríðarlöng- um handleggjunum og ýtandi við hvei jum, sem á vegi hans varð, gerði hann sér Ijóst, að bæjarbúar myndu hafa meiri áhuga á honum, en hann á þeim. Þetta fannst honum talsvert til um, því hann hafði yndi aí að • láta- á sér bera. -H-venær sem tækifæri gafst réðst hann í einhverja þrekraunina, seni opnað 1 gat- < munninn 'á> < áhorf-. endum. Þegar hann var um hálfþrí- tugt náði hann hátindi frægð- ar sinnar. Á þeim tíma mun- aði hann ekki mikið um að jafnhatta kornsekk 40 sinnum í einu. Einu sinni eða tvisvar í mánuði labbaði hann þriggja mílna leið frá bæ sínum að sækja hundrað pund af hænsnamat og bera heim. í- búar Manheim veittu þessum förum hans athygli og ákváðu að glettast svolítið við hann. Þeir skiptust á að rabba við hann — til þess að reyna, hversu lengi þeir gætu haldið áhuga risans, áður en honum dytti í hug að leggja annan eða báða sekkina frá sér. Þeir röbbuðu við hann um veðrið, dýrtíðina, stjórmálin, og Fasig tók undir samræðurnar með því að rymja með hæfilegu millibili, rétt eins og hann vildi r.ú gefa í skyn, að auð- vitað vissi hann þetta allt sam- an fullt eins vel. Metið átti Gabby nokkur, sem sór og sárt við lagði, að hann hefði haldið Jack uppi á snakki með poka undir hvorri hönd í 27 mínútur, og auðvitað var um- ræðuefnið kvenfólk! ~ — ÞAÐ er enginn vafi á því, að vonbrigði í kynferðismál- um áttu sinn stóra þátt í lífi Jack. Á kynþroskaaldrinum stækkaði hann og stækkaci, hann varð of stór fyrir nokk- urn kvenmann, sem hann þekkti, of stór og fruntalegur sneri aftur. Fasig reyndi að leita at- hvarfs og ánægju hjá kven- fólki því, sem selur blíðu sína í þess konar húsum, en jafn- vel þar veittist honum harla lítil ánægja. Eins og ein gleði- konan komst að orði, eftir að hafa þjónað honum kvöld- stund. — Það er ekki hægt að .gera hvað sem er fyrir pen- inga! Loks fann hann ráð til að -leysa þetta vandamál sitt. Han auglýsti í blaði einu eftir ráðskonu, og viti menn. Ung negrastelpa frá Mississippi gein við agninu, og sambúð þeirra var hreinasta krafta- verk. ~ — HIÐ óhjákvæmilega hlaut að ske, að jötunkraftar Fasig vektu athygli kaupsýslumanna, sem fyndu hag' í því að láta hann berjast á sviðinu. Vissu- lega henti það Fasig að fara upp á svið til slagsmála. Það var aðallega, þegar fjölleika- flokkar lögðu leið sína í sveit- ina. Þá skálmaði hann upp á sviðið og henti kraftajötnum þeirra og glímusnillingum fram og aftur, svo að þeir báru margir ekki sitt barr lengi á eftir. Leon Hershey var ákveðinn í að verða góður bifreiðasali, og einn fyrsti viðskiptavinur hans var Jack Fasig. Druslan fór beinustu leið út í skurð í prufuakstrinum, og Hershey stakk upp á því, að þeir næðu í annan bíl og kaðal, Jack hnussaði fyrirlitningarfullur og lyfti bílnum upp á veginn án þess að blása úr nös. Þá hætti Hershey við að verða góður bílasaii, en ákvað í stað þess að verða góður þjálfari og um- boðsmaður jötunsins. Ekki geðjaðist Hershey aum- ingjanum að heimilisháttum Jack, og þá sízt af öllu að dýragarðinum hans. Þarna var eitt villidýr, blendingur af jsléttuúlfi og sleðahundi, r-vo æðisgengið a-f heift, að það varð að hlekkja það eitt sér í stallinum. — Á bverju elurðu skepn- urnar9 spurði Hershey. — Kjöti. Það lifa hérna allir á kjöti. Meira að segja bar- dagahanarnir mínir. Kjöti og heimabruggi. — Er það ekki sfcrambi dýrt? — Ojú. Billegasta kjötið sem maður fær er af hesti — og við erum anzi fljótir með hest- inn. Við étum nautakjöt og hestakjöt hrátt, hitt sjóðum við. — Hvaða hitt? — Villisvín, kanínur, refi — allt, sem við drepum. Sumt skýt ég. Annað veiði ég í gildr ur, sumt veiða hundarnir, svo fæ ég mikið hjá veiðimönnun- um, sem láta mig hafa kjötið fyrir að flá skepnurnar og verka skinnin. — Hvernig nærðu í viskíið? — Brugga það. Ég skola kjötinu niður með brugginu mínu. Ef ég þyrfti að borga fyrir það, myndi ég fara á hausinn. _★_ FASIG var að sýna Hershey bruggunartækin sín, þegar lög- reglan kom á vettvang. Tíu lögregluþjónar, þrælvopnaðir. Fasig sparkaði í tækin, þau sprungu, og upp gaus æðis- legur eldur. Hundarnir bjugg- ust til gagnárásar. Butch, uppá hald Fasig og stolt, var skot- inn gegnum kjammann, en lét sem ekkert væri, skellti lög- reglumanninum og tætti hann í sig, og hefði steindrepið hann, ef Fasig hefði ekki aftrað hon- um. Þegar málið kom fyrir rétt nokkrum vikum síðar var þessi björgun lögreglumanns- ins ærið þung á metunum fyr- ir málstað Fasig. Það var auð- velt að sannfæra sveitunga hans um sakleysi hans. Brugg- unartækin voru bara heimilis- nauðsyn til að skola niður — eða til að hreinsa sár hund- anna, þegar þeim lenti saman. Málið var látið niður falla — eina bruggmálið í þeirri sýsl- unni, sem lauk með sýknun Hershey var rétt kominn að því að missa kjarkinn, en á- kvað samt að gera eina tilraun enn. Hann arkaði því heim til Fasig skömmu eftir að hinn síðarnefndi slapp úr tugthús- inu, þar sem hann dvaldi að vísu ekki nema nokkra daga. Og við komuna fann hann Jack niðursokkinn í samræður við ryksugusölumann, sem ein- hver glettinn nágranni hafði af hreinni illgirni sent til Jack. Nú má geta þess, að á hlað- inu var geysimikill mykju- haugur, þar sem rusli var hent, beinum og leyfum dýra og manna. Jack var ekkert að luma á því, að mannabeinin væru af flækingi nokkrurn, sem slysast hafði inn á landar- eign hans og lerrt í hundunum. í þessum haug var hann að róta meðan hann ræddi við sölumanninn. — Hvað sagðistu vera mecS? — Ryksugu! — Til hvers notar maður svoleiðis? •—• Hreinsa til. Laga trl. — Hvað ætlar þú að fa»a að hreinsa? — Mér væri stór ánægja að því að hreinsa til hérna hjá þér! — Hvað þá? öskraði Jack. Þú skalt ekki halda að þú fáir að atast með svona verkfæri hérna hjá mér! Og hann lét sér lítið verða fyrir því að rífa í hálsmálið á dauðskelkuðum sölumanninum og kasta honum lengst upp á mykjuhauginn, svo að hann sökk upp undir hendur í ó- þverrann. _★_ HERSHEY var gjörsamlega nóg boðið. Hann flýtti sér á braut, og helgaði sig bílasöl- unni og hefur aldrei látið sér annað starf til hugar koma síðan. Um þessar mundir átti heima í Lancaster ungur hnefa leikari, Villie Spile, sem gerði tilkall til að vera fylkismeist- ari í pappírsvigt. Hann var ekki nema 160 sm. hár og um 50 kíló, en svo lipur og snar, að hann lúskraði á miklu stærri og sterkari hnefaleika- köppum. Kynni þeirra Jack og Willie urðu með þeim hætti, að Jack lyfti bifreið hans einu sinni af gamni sinu upp á gang stétt. . — Kann-tu að slást? spurði Willie. — Ég er harðasta slagsmála- kempa í heimi, svaraði Fasig. Öll brógð leyfð. — Hvað um hnefaleika? — Ég þekki ekkert til rjóma þeytaraslagsmála. Willie gat talið Fasig á það að koma með sér í leikfimihús- ið, þar sem hann útskýrði fyrir honum undirstöðuatriði hnefa- leikanna. Tröllið og dvergur- inn urðu brátt mestu mátar, og Willie varð þjálfari hans. Hann lofaði því, að gera úr honum þungavigtarmeistara áður en langt um liði. Kappinn fékk Jack hanzka og lamdi hann síðan til að sýna honum, hvernig hann ætti að fara að, en Jack átti að verja sig. Stöku sinnum var Trölli svo hart leikinn, að honum varð á að rétta úr hægri handleggnum og Willie gerði sér fljótlega ljóst, að ef hann yrði fyrir hnefanum, væri vissara að búa sig undir að koma mjúklega niður. Dag nokkurn hætti Fasig þjálfuninni. Hann svelgdi í sig heilmiklu af heimabruggi sínu og reikaði síðan inn í h'nefa leikfimisalinn, þar sem Willie lá á nuddborðinu. í glettni sinni velti Jack borðinu við og hellti síðan úr fullri flösku af mýktarlyfi yfr nakinn boxar- ann. — ★ — í DAG er Willie blindur og selur blöð í pósthúsinu í Lan-

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.