Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 06.10.1972, Síða 1

Ný vikutíðindi - 06.10.1972, Síða 1
DAGSKRA Ketiavíkur- sjónvarpsins á bls. 5 SJONVARPSHNEYKSLI ENN íslenzkri kvikmynd hafnaö - sem fékk frábæra dóma í Svíöþjóö Nú er óánœgjan meö ís- lenzka sjónvarpið orðin svo almenn aö ekki verður lengur við unað. Mikill porri landsnmnna telur í bók- staflegri merkingu að verið sé að selja svikna vöru á okurverði, og virðist mönn- um að peir, sem stjórn hafa á vali sjónvarpsefnis, séu bókstaflega búnir að gefast upp og nú sé aðeins látið reka á, reiðanum. íslenzkt efni er því nær ekkert í sjónvarpinu, utan grútfúlir samræð'uþættir og fréttir. Ekki er lengur reynt aö hafa gamanþætti, enda Ringuireiðin í útgáfu námsbóka Kennarar stórdrýgja tekjur sínar með jiví að skikka börnin tii að kaupa námsbækur, sem þeir hafa sjáifir samið Það er sannarlega kominn tími tii að tekið sé fastari tökum á vali á námsbókum, sem skólabörnum er gert að kaupa á hverju hausti. Slík hefur ringulreiðin verið í pessum málum á undan- förnum árum, að ekki vmð- ur lengur viö unaö. Vel getur veriö, að ein- hverjir kennarar telji aö þeim beri að drýgja laun sín með einhverjum hætti, en það er í hæzta máta óviöeigandi, að kennarar semji námsbækur, og geri svo nemendum aö kaupa þær hundruöum, eöa jafn- vel þúsundum saman. Bókakaup skólabarna á haustin eru svo þungur baggi á mörgum foreldrum, aö oft liggur viö aö heilu heimilin fari bókstaflega á hausinn, þegar börnin koma heim meö listann yfir bæk- urnar, sem á að kaupa. Ber þá oft meira en litiö á því, aö bókin, sem kennd var í fyrra, veröur ekki Framh. á bls. 4 munu þeir, sem hafa ein- hverja hæfileka eöa vilja til aö gera slíkt, vera því sem næst bannaðir í sjónvarp- inu. Vinsælustu popphljómum hefur veriö meinaö aö flytja sumt af því efni, sem þær helzt hefðu viljaö flytja og jafnvel ekki hlotiö náð fyrir augum dagskrárstjóra sjón- varpsins, og allt þetta skeð- ur á rneöan dælt er inn i sjónvarpsdagskrána eldgöml um, hrútleiðinlegum bíó- myndum, og svo nauöaó- merkilegum skandinavísk- Framh. á bls. 4 ))) Er þaö satt, aö bærinn hafi borgaö manni nokki- um kaup 1 heilt ár eftir að hann var dauöur — og aö ekki hafi komist upp um þetta fyrr en gera átti Jög- tak upp í skattana hans? IATAFGLLA VIKUNNAll Barnsránið Snjódekkin undir! Nú er farið að verða allra veðra von, svo viss- ara er að setja snjódeklc- in á bílana, einkum áður en farið er eitthvað út úr bœnum. Það er alltaf gott að að 'nafa vaðiö fyrir neö- an sig. Barnaverndarnefnd segi af sér Almenn fyrirlitning á aðgerðum hennar Svo bar við hér á dögun- um, að ung móðir, sem svipt hafði verið barni sínu nauðug, tók sig til og náöi í barnið á barnaheimili, par sem pað var í gœzlu. Áður hafði hin svokallaða Barna- verndarnefnd úrskurðað að rétt vœri að svipta framan- greinda konu umráðarétti yfir harni sínu. Tilfinningar konunnar tii barnsins hafa hér sýnilega yfirbugað löghlýönina, og tók hún barn sitt með sér heim. Forstööukona barnaheim- ilisins varð aö sjálfsögöu ó- kvæöa viö og hafði strax samband viö Barnaverndar- nefnd, en Barnaverndar- nefnd leitaöi þegar til lög- reglunnar um liösauka, og var nú miklu liöi fílefldra lögreglumanna stefnt gegn hinni ungu móöur, sem kúröi i íbúð sinni meö barn- iö í fanginu. Lögregluliöiö var grátt fyrir járnum, vopnaö kú- beinum og öðrum innbrots- tólum, því nú skyldi láta til skarar skríöa gegn hinni ungu konu, sem á svo sví- viröilegan hátt haföi gerzt brotleg við lögin. Þegar lögregluliöið kom á vetfang, var húsið þegar um kringt, og varaöi það um- sátursástand í um þaö bii hálfa klukkustund. Þann tíma notaöi lögreglan til að koma boöum til konunnar um að gefast upp, þar sem húsiö væri umkringt vopn- uöum vöröum laganna. Einnig var þessi hálfa klukkustund notuö til þess aö kanna, hvefnig árangurs ríkast yröi aö ráöast til inn- göngu. Um tíma mun hafa komiö til tals aö bera eld aö hús- inu ojg svæla þannig kcn- una og barniö út(!) en frá því mun hafa veriö horfið vegna eldhættu(!) Konunni var sem sagt gef inn hálftíma frestur til aö skila barninu af írjálsum vilja, en hún kaus aö hafa barn sitt frekar hjá sér í þennan hálftíma, en aö af- henda þaö aftur vandalaus- um. Nú var hálftíminn liðinn. Mikil spenna var í. loftinu. Þrautþjálfaöir lögreglu- menn höföu gersamlega um kringt húsið. Hiö stórhættu- lega glæpakvendi var inni Framh. á bls, 4

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.