Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 06.10.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 06.10.1972, Blaðsíða 3
MÝ VUCJJIÍÐIHDI 3 „Guð min góður, Andrea!!! Og hvað sagðirðu við hann?“ „Ég? Ekki eitt orð. Ég gat ekki vitað, hvað gerðist, því ég var' í öngviti allan tímann. Ég þakkaði honum fyrir og bað hann að hjálpa mér upp í vagninn aftur, og svo ók hann mér aftur til búgarðsins. En þegar hann ók gegnum hliðið, var hann nærri búinn að velta vagninum um.“ „Og leið bara yfir þig í þetta eina sinn?“ „Já, bara í þetta eina sinn. Hélztu kannske, að ég ætlaði að gera hann að elskhuga mín- um?“ „Hélztu honum fram á haust?“ „Já, ég hef hann enn. Hvers vegna skyldi ég segja honum upp? Ég hafði enga ástæðu ti! að kvarta yfir honum.“ „Og elskar hann þig stöð- ugt?“ „Að sjálfsögðu.“ „Hvar er hann núna?“ Litla barónsfrúin skaut fram höndinni og tók útsaumaðan1*” bjöllustreng. „Jósef, vinur minn,“ sagði ■ hún. „Ég er smeyk um, að ég 5 sé eki vel frísk. Sæktu stofu- | stúlkuna.“ UNGI maðurinn stóð ' graf- kyrr eins og hermaður fyrir framan liðsforingja og horfði brennandi augum á hina fal- legu búsmóður sína, sem end- urtók: „Flýttu. þér nú. Við erum ekki úti í skógi í dag, og hér getur Rosalie hjálpað mér bet- ur en þú.“ Hann snerist á hæli og gekk út. Greifafrúin spurði skelfd: „Hvað ætlarðu að segja við stofustúlkuna?“ „Ég segi bara, að þetta sé liðið hjá. Annars held ég, að ég þurfi að láta hana losa svo- lítið um lífstykkið . .. ég þarí að geta andað betur. Það er einhver hringsnúningur í höfð inu á mér, og ég hlyti að detta um koll, ef ég stæði upp.“ HITT OG ÞETTA Hún var með próf Halldór vinur okkar fékk sér gljáandi nýjan Volks- wagsn í vor, og þá var þess auövitaö ekki lengi aö bíöa, aö kerlingin kreföist þess aö fá próf — og bílinn auö- vitað. Vinur vor kreppti hnefana í buxnavösunum, þegar hún ók farartækinu í fyrsta sinn út úr skúrn- um og lét aöeins eitt blóts- yröi falla, þegar hún renndi þ.eiptá, Iiliöstólpann — þessi hæglætismaöur. Tveim klukkustundum síöai’ stöövaöi lögregluþjónn frúna á Hringbrautinni, eft- ir aö hún hafði rennt fyrir- varalaust inn á brautina og síðan inn í hringinn, svo að hvein í hemlum grandalausra vegfarenda, sem sízt bjuggust við slíkri umferðarógnun. Handlang- ara laganna tókst meö naumindum aö aka hana uppi og fá hana til aö stööva farartækiö. Móöur og másandi hljóp hann til hennar. „Heyrið þér, frú mín góð. Hvernig stendur á því, aö þér bverbrjótið svona um- feröarreglurnar — brunið tvisvar inn á aöalbraut og auk þess allt of hratt?“ Frúin brosti sínu sætasta brosi. „Jú, sjáið þér til, góöur- inn. Þaö virðist vera eitt- hvaö i ólagi meö bremsurn- ar, svo aö ég var aö flýta mér heim, áöur en slys hlyt- ist af!“ Vissi hvað hann var að gera Mose stóö fyrir rétti kæröur fyrir þjófnaö, og átti að fara aö yfirheyra hann Dómarinn vildi ganga úr skugga um þaö, aö maö- urinn skildi gildi eiðsins, og segir viö hann: — Mose ef þú lýgur eftir aö taka eiöinn, veiztu hvað kemur fyrir? — Já, já, svarar Mose, ég fer til neðri byggðanna — til fjandans. — En ef þú segir sann- leikann? spyr dómarinn. — Þá fer ég í fangelsi, svarar Mose. Þurfti ekki huggunar með Tveir menn áttu heima í sama þorpinu, sem báöir hétu sama nafni (Brown) og báöir voru fiskimenn. Annar þeirra missti konuna sína, en hinn tapaöi bytt- unni sinni um sama leyti. Prestkonan, nýkomin í þorp iö, ætlaði aö fara meö hugg- unarorð til mannsins, sem missti konuna, en lenti hjá þeim, sem byttunni tapaöi. Prestkonan: — Þaö er mikiö hryggöarefni aö heyra um þinn stóra missi. Brown: — Ó, þaö var ekki mikill skaöi, hún var aldrei upp á marga fiska. Prestkonan: — Æ, var þaö virkilega? Brown: — Já, hún var út- jöskuð og ónýt oröin, ég bauö samverkamanni mín- um og kunningja hana, en hann vildi ekki þiggja hana. Ég hef nú um tíma haft auga á annarri, sem mér hefur litizt vel á. Hann lét ekki okra á sér Einu sinni voru hjón, sem íóru í skemmtiferöalag til Sviss og príluöu fjöll, eins og er víst tizka þar. En svo varö konunni á aö ganga of tæpt fram á kletta snös, svo aö hún hrapaöi, en náöi taki meö fingrun- um á snösinni og hékk þar. — Konráö! hrópaði aum- ingja konan, — flýttu þér niöur í þorpiö og sæuti! reipi. Ég skal reyna aö hanga hér þangaö til þú kemur aftur. Konráö hljóp af staö eins hratt og hann gat, og eftir klukkutíma gægðist hann fram yfir klettasnösina. — Loksins kemuröu, stundi konuauminginn. — Ertu meö reipið? — Nei, hugsaðu þér bara! Þessir bannsettu óþokkar heimtuðu 500 krónur fyrir eitt reipi! II—M—MWiW—lWlBWlBBWWWflWMWMia KOMPAN Barna- „spilavíti”. - Holtabísar. Færeyingar. - Hannibal. - Fataokur. Nú um nokkra hríö hefur verið starfrœkt niöur í AÖalstræti nokkurs konar spilavíti fyrir börn og unglinga. Ekki er ástœöa tíl aö amast við þessu framtaki í sjálfu sér, enda hef- ur oss oft fundist aö full-mikils hátíö■ leika gœtti hjá yfirvöldum varöandi þaö, hvaö væri vœnlegt sálarheill barna og unglinga og hvaö ekki. Spilavítiö í Aðalstrœti er nefnt því fagra nafni „Rósin“, en sagt er aö engin rós sé án þyrna, og skilst manni að svo sé og um þessa ágætu spiia- stofu. Viðskiptavinir, sem flestir eru um fermingaraldur, hafa tjáö oss aö tæk- in geri nú oröið lítið annaö en gleypa tíkallanna þeirra, sem hafa þá ef til vill stundum veriö nappaöir af mjölk- urpeningunum hennar mömmu. Sem sagt: hér um bil öll tœkin eru biluö, og flest raunar ónýt. Þaö er rétt aö eigendur barnaspila- vítisins Rósarinnar hafi þaö hugfast, aö þótt þaö sé látið óátáliö af yflrvöld- unum, aö þeir plokki yngstu borgar- ana, þá verður þaö ekki liöiö, aö þeir selji þeim svikna vöru fyrir fúílt 'verö. Oss er tjáö, að ékki líöi svo ein ein- ast vika, allt áriö um kring, aö ekki sé ráöist á vegfarendur, sem leiö eiga um Holtin lxér í Reykjavík; þéim venjulega misþyrmt á einhvern hátt, en þeir síöan rœndir. Ágerist þessi ó- áran venjulega, þegar skyggja tékur og getur þá þetta óþverraliyski stund- að iðju sína í skjóli næturinnar. Lögreglan veröur aö fara aö gera gangskör aö því aö upprœta flokka stigamanna, sern vaöa um hin ýmsu hverfi borgarinnar. Fœreyingar hafa margoft sýnt, hvern hug þeir bera til íslendinga, og er kominn iími til að þessari á- gætu þjóö sé sýnt þakklœti í verki. Viðbrögð þeirra í landhelgismálinu eru sannarlega lofsverö, og er þetta ekki í fyrsta skiþti, sem þessir frænd- ur okkar og nágrannar taka upp okk- ar málstaö. Á síöari árum hefur þaö mjög far- iö í vöxt, aö einstaklingar og jafnvel Itll heilir hópar fólks hafi lagt leiö sína til Fœreyja undir því yfirskyni, aö hér vœru listamenn á ferö. Hafa þetta veriö leikflokkar úr dreifbýlinu og aö- skiljanlegar persónur, sem bendla sig viö sönglist og ieiklist, en landslýöur kannast varla við þá hvað þá meira. Fœreyingar eiga annaö betra skiliö aö íslendingum, en aö við sendum héöan tíunda klassa skrípakalla og kellingar undir því yfirskini, aö um einhvern listflutning sé aö rœöa. Mikið fjaörafok var á dögunum út af veitingu Hannibals i stöðu sím- stöövarstjóra á Siglufirði. Þótti mörgum aö hér vœri, eins og svo oft áður, um pólitíska veitingu aö ræöa og aö Hanníbal virtist ekki hika við 'aö nota sér fordæmi það, sem fyrrverandi stjórn haföi svo marg oft gefið. " Fföð'i’r "hiehri''htífá: hins vegar tjáö oss, aö þessi veiting sé í fyllsta máta verjanleg; sá, sem stööuna hafi hlotiö, hafi liaft betri menntun en hinir um- sœkjendurnir og starfaö raunar hjá Pósti og síma í hálfan þriðja áratug eða rúmlega það. Svo, þótt undarlegt megi virðast, þá er ékki víst, aö Hannibal hafi þarna veriö aö fremja hlutdrœgnisglœp. Löngum hefur það veriö einn erfiö- asti bagginn á oarnmörgum heimilum að fata börnin sín upp, þegar skólar byrja á haustin. Til skamms tíma var þetta hrein plága, sérstaklega þegar stúlkur áttu í hlut, þar sem engin mátti vera ófínní en önnur. Nú mœtti hálda að þetta heföi aö nokkru breytst, þar sem ékki eru gerö- ar teljandi kröfur til fínni fata á þess- um tímum, og þykir jafnvel sœma aö vera talsvert laríalegur. En þá bregö- ur svo viö, aö vissar tízkuverzlanir i borginni okra svo gengdarlaust á slík- um fötum, aö engu lagi er líkt. Væri ékki ástœöa fyrir verðlagseftir- litið að gera gangskör aö því aö at- huga verðlag á fatnaöi í unglinga- tízkuverzlunum bargarinnar? ASSA. IHI

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.