Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 06.10.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 06.10.1972, Blaðsíða 6
6 n-ý vmmao^bDi Spemtandi frásdgn af njósöum seinustu styrjaMar. Ráð im<lii* rit'i hverjn MANNKYNSSAGAN segir frá skyssum og vitleysum, serr alltaf- eiu að endurtaka sig. Hver einasta kynsióð, sem kem ur, genr sömu vitleysurnar og sú næsta á undan. í seinustu heimsstyrjöld fetaði kona ein í fótspor Mata Hari. Hún hefði átt að vera minnugri hinna grimmu örlaga fyrirrennara síns. Hefði hún verið minnugri á þau, myndi hún ekki hafa látið vfirmann þýzku njósr.a- starfseminnar, hinn slóttuga aðmíral Canaris, leiða sig svo langt. Samskipti þeirra í fyrstu voru sins og gerist og gengur í viðskiptalífinu. Árið 1935 barst þýzka hermálaráðuneyt- inu bréf frá einum af fyrri njósnurum sínum, konu, sem hélt því fram, að hún hefði verið i þjónustu leynistarfsem- innar 1917. Hún kvaðst vera reyndur njósnari og falaðist eftir vinnu hjá hinum nýju stjórnarvöldum Þýzkalands. Bréfið var fengið Canaris til athugunar, og ákvað hann þeg- ar í stað að taka Reissa von Einem barónessu í þjónu-stu sína. Hún var þrjátíu og þriggja ára. Til þess að reyna hæfni hennar og trúmennsku, var hún fyrst send í minni hátíar erindum til Frakklands og Tékkóslóvakíu. Átti hún þar að afla upplýsinga um andnazist- íska starfsemi þýzkra flótta- manna í þessum löndum. í þessum fyrsta leiðangri sínum komst hún um snoðir um þýzka léyniútvarpsstöð í Tékkó slóvakíu, sem útvarpaði til þýzku þjóðarinnar fréttum og andnazistiskum áróðri. Útvarpsstöðin var í nágrenni Prag, var jöfnuð við jörðu 1936 og starfsmenn hennar drepnir. Mál þetta hafði leystst svo vel fyrir þýzku leyniþjón- ustuna, að Canaris aðmíráll veitti því athygli. Hann ákvað að sjá þennan nýja kvennjósn- ara, sem sýnt hafði slíka hæfi- leika við fyrstu reynslu. Hann lét þvi senda eftir henni og óskaði henni til hamingju með árangurinn. Reissa, fædd Maria Elizabeth von Einem, var dökkhærð og hefðarkonuleg í framkomu. Canans fannst hún klæðast smekklega og var hrifinn af fallegum vexti hennar. Hann hélt .æðu til að hæla henni fyrir hugrekki í miðdegisverð- arboði, sem hann hélt henni. Þau hittust nokkrum sinnum á Hareher-veitingahúsinu í Ber lín, og Canaris náði henni á vald sitt, eins og hann hafði náð Mata Hari tuttugu árum áður. Hún var hjákona hans um langt skeið, en þó miklu lengur einn traustasti njósnari hans. Hann sendi hana til margra höfuðborga Evrópu. Um tíma settist hún að í París, þar sem hún tók mikinn þátt í skenimt analífi borgarinnar. Hún var snjöll dansmær, og þótt hún dansaði ekki, gat hún komizt áfram með hinum einstæðu við skiptahæfileikum sínum, Hún komst í samband við hernaðar- ráðunauta frá ýmsum löndum og hafði milligöngu um sölu mikilla vopnabirgða til Suður- Ameríkuríkjanna, Kína, Finn- lands og fyrrverandi Balk- önsku lýðveldanna. Þessi milli- liðastarfsemi hennar kom sér ágætlega fyrir skemmdar- og leynistarfsemi Þjóðverja í hin- um ýmsu löndum. Á árunum 1936—1939 var hún viðfræg manneskja í borg- arlífinu í París. Á þeim tíma kom hún á fót athafnasömu njósnakerfi um allt Frakkland. Sjálf hafði hún þó allra beztu samböndin. Hún var jafnvel heimakomin hjá frönskum stjórnai-meðlimum, svo sem Ge org Bonnet ráðherra. Það var í gegnum hana, að Bonnet var um tíma sá maðurinn, sem Canaris hafði þýðingarmiklar upplýsingar frá. Barónessan og aðrar slíkar konur drógu verulega. oaaáttinn úr viðnámi frönsku þjóðarinn- ar, þó ekki kæmi það beint í Ijós. Von Einem barónessa, hafði forustuna fyrir þeim öll- um. Hún leitaði og fann föður- landssvrkara innan frönsku lög reglunnar og háttsettra stjórn- arstarismanna. Hún var pottur inn og pannan í öllum stöifum fyrir njósnakerfi Canaris í Frakklandi. Hún gat óhindruð, og án þess að henni væri veitt nokk- ur athvgli, haldið áfram njósna starfsemi sinni, þar til nokkr- um mánuðum áður en stríðið brauzt út. En þá handtóku full- trúar hermálaráðuneytisins hraðritara nokkurn í þjónustu hermálanefndar franska þings- ins. Þessi hraðritari hafði kom- ið öllum þýðingarmiklum upp- lýsingum, er hann fór höndum yfir, til von Einem barónessu jafnóðum; en er upp um hann komst var hann að reyna að koma til hennar afriti af þýð- ingarmiklu skjali. Fulltrúarnir, sem handtóku hann, voru þó ekki nógu fljótir til að ná i handritið. Barónessan komst samt burt í einkaflugvél sinni, vegna þess að kona Bonnets hafði aðvarað hana. Hún var dæmd til dauða eft- ir líkunum, þótt fjarstödd væri. Strax og Þjóðverjar höfðu hernumið Frakkland, sneri bar- ónessan aftur til Parísar, sam- kvæmt skipunum frá leyniþjon ustu Canaris. — ★ — HÚN átti að snúa aftur til Parísar, en hinar sérstöku á- stæður, sem skapazt höfðu við sigurför Þjóðverja í Frakk- landi, ollu því, að nú var dvöl hennar þar ekki orðin Canaris eins þýðingarmikil. En það virðist e-kki hafa haft nein á- hrif til að hefta för hennar. Hún vissi, að Canaris var af brýðisamur og vildi ekki að hún eignaðist aðra yngri vini en hann. Von Einem barónessa hefði átt að skilja við Canaris. Hún hefði þá ef til vill farið að ráðum Otto Abetz, fyrrum sendifulltrúa Þjóðverja í París. í stað þess hleypti hún sér út í hneykslanlegt ástarævintýri, sem öll borgin talaði um í langan tíma. Skorinorð tilkynning barst henni, þar sem henni var skip- að að fara frá París og til Brússel. En á leiðinni þangað var hún handtekin. Það var í seinasta sinn, sem von Einem barónessu var getið í fréttum blaðanna. En seinasta fréttin af henni var þar með ekki sögð. Nokk- ur háraðablöð gátu um þaðl árið 1941, að Maria nokkur von Einem barónessa hefði yerið dæmd til dauða af þjóð- arrétti. Hún var hálshöggvin í Ploet.zensee-fangabúðunum í Berlín nokkrum dögum seinna. Þjóðavrétturinn átti þó ekki nema nokkurn þátt í dauða- dómi bennar, því hún hafði þá þegar verið dæmd af Walter Wilhelm Canaris. “★ — AÐMÍRÁLLINN var ekki til- finninganæmur maður. Hann var lostafullur maður og sótt- ist eftir kvenfólki, þó það hefði aldrei haft mikil áhrif á líf hans né tilfinningar. í raun og veru má segja að hann væri ævíntýramaður. Hann vildi gjarnan lenda í hættum og leika sér með dauðann. Sér- staklega hafði hann þó ánægju af að leika sér með peninga og safna þeim. Hann var eini njósnarinn í heiminum, sem orðið hefir auðugur. Canaris var raunverulega milljónamær- ingur. Leyndarmálin sem hann hafði haft með höndum hafa oft reynst vel fallin til að græða á þeim fé, og Canaris gerði oft góð kaup á réttum tíma • viðskiptalífinu. Afreksverk og hetjudáðir voru honum eins og matur og drykkur. Hann var án efa full- ur af þjóðernishroka. Eins og allir prússneskir ættjarðarvinir lét ha:in sig dreyma um að sjá allan heiminn undirokaðan af þýzku yfirþjóðinni. Allir nán- ustu st.arfsmenn Hitlers voru fullir aí slíkum yfirdrottnunar- hroka. Andlegur skyldleiki Canaris við ,,Foringjann“ gei'ði þá samrýmdari, og Canaris varð honirm brátt hlýðinn og undirgefinn. Uppáhald Hitlers var líka afreksverk og hetjudáðir, ef allt færi vel að lokum. Hinn 16. febrúar 1938 urðu lofthernaðarhetjur Hitlers fyrir óvæntu happi. Það var mjög kaldur dagur á suðurströnd Englands. Klukkan um 6,30 fyrir Jiádegi var flugvél einni rennt út úr skýli sínu í Farn- borough, af sérstaklega æfðri áhöf n Flugvél þessi var af sérstakri gerð, alveg nýsmíð- uð Vickers-Wellesley smíði. Þetta var fremur lítil flugvél, með lágum vængjum og tveim- ur hreyflum. Vængirnir voru af nýrri gerð, langir og flug- vélin var mjög hraðskreið. For- ingjarnir F. S. Gardiner og G. D. D. Thomson stigu upp í vélina. Þeir fóru á loft af æf- ingaflugvellinum í Farnbor- ough nákvæmlega kl. 9,15 fyr- ir hádegi. Þeir komu aldrei til baka. Aldrei spurðist neitt framar til flugvélarinnar, eða flug- mannanna tveggja, þó Bretar gerðu allt sem hugsazt gat til að leiía þeirra. Tundurdufla- slæðarar þræddu Ermasundið aftur og fram í leit að flug- vélinni, en árangurslaust. ~ ★ — UM ÞAÐ bil ári seinna horfðu kvikmyndahússgestir í Bretlandi og Bandaríkjunum á enska kvikmynd, sem kölluð var „Óveðursský yfir Evrópu“. Lék Laurence Oliver aðalhlut- verkið í myndinni, sem var njósnamynd. Var efni hennar aðallega um nokkrar tegundir brezkra ílugvéla, sem ekki komu aftur fram úr reynslu- förum sínum. Kvikmynd þessi var um þýzka njósnastöð í London, sem hafði komizt í samband við þýzkt herskip, sem hélt sig í námunda við strendur Bretlands og lá fyrir akkerum. Herskipið sendi frá sér eins konar dauðageisla, sem stöðv- uðu vélar flugvélanna, svo þær urðu að nauðlenda þegar í stað. Flugmennirnir voru hand- teknir, og hinar nýju flugvéla- gerðir Breta féllu þannig jafn- óðum Þjóðverjum í hendur. Myndin endaði samt sem áður vel, og að lokum gátu brezku flugmennirnir, sem teknir höfðu verið til fanga, gert upp- reisn, náð áhöfn þýzka her- skipsins á sitt vald og tekið hana til fanga. Sagan, sem að baki þessari kvikmvnd lá, var þó öllu merkilegri en kvikmyndin sjálf. Félagið, sem gerði kvik'- myndina, var kallað Harfield- kvikmyndafélagið og var stofn- að beinlíms til að búa tíl þessa mynd. Höfundar kvikmynda- sögunnar voru nefndir Arthur Bloeh og William Jack Witt- ingham. En einn höfundar.na var ekki nefndur. Þessi þriðji höfundur var sá, sem mestan þáttinn átti í myndinni — og var meira en höfundur sögunn- ar, heldur upphafsmaður að því að myndin var gerð ©g höfundur að sjálfri hugmynd- inni. Hans hefir aldrei verio gétið í sambandi við kvik- myndagerð í Bandaríkjunum né Bretlandi, nema í þetta eina skipti og er ekki frægur mað- ur á því sviði, enda var mark- mið hans með þessari kvik- myndagerð allt annað, en kvik- myndahöfundar hafa yfirleilt. Nafn þessa manns er Sir Robert Vansittart. Hann va r þá titlaður sem aðstoðarfull- trúi i utanrikismálaráðuneyt- inu, en var í raun og veru yf- irmaður brezku leyniþjónust- unnar. _★_ ÞEGAR við vitum það, þurf- um við ekki að undrast lerigur samband það, sem var á milli þessanr kvikmyndar og hvarfs einnar þýðingarmestu flugvéla- tegundar Breta. Þegar Sir Ro- bért Vinsittat fékk "iiug'i'úýhci- ina nm að gera þessa kvik- mynd, vissi hann nákværr.lega um örlög týndu flugvéíárínnai^ og vissi nákvæmlega hvar hún var niður komin. Hann var þess vel meðvií- andi, að strax og Vickers-ve: k- smiðjurrar fóru að gera til- raunir með framleiðslu þéss- ara Jitlu orrustuvéla 1936, fylgdust Þjóðverjar vel með þeim aðgerðum. Þeir óttuðust að nýjar uppfinningar Breta í flugvélasmíði kynnu að verða þeim skeinuhættar í styrjóid- ;inni, sem framundan var. Þeir 'gerðu því allt, sem þeir gátu, til að reyna að ná í teikningar af þessum nýju Vickers-Welles ley-flugvélum, fyrirrennurum Wellington-vélanna. En allar þær tilraunir þeirra misheppn- uðust. Að lokum sá Canaris ekki annað ráð vænna en að ná í aina slika flugvél í heilu lagi. Fjórum dögum áður en reynsluflugið fór fram, 12. fe- brúar 1938, var innsiglað um- slag frá flugmálaráðuneytinu í London sent til Farnborough. Hafði það inni að halda ferða- áætlun flugvélarinnar á reynsl fluginu. Umslagið var ekki ópn að fyrr en morguninn, sem iflugmennirnir voru seztir í sæti sín í flugvélinni. Samt sem áður var vitað' um innihald innsiglaða bréfs- ins í Berlín 24 klukkustundum eftir að það var sent af stað frá London. Og við slík tæki- færi iíkaði Canaris lífið. Þ'étta skeði árið' 1938, þegar friður- inn var á og því nær ótakmark aðir möguleikar fyrir njósnara. Evrópuþjóðirnar voru ennþá að láta sig dreyma um það, að Canaris lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.