Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 20.10.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 20.10.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI ið neitt áfengi og hefði ætlað að fara að hátta, þegar Clem- ents hringdi. Brown var í miklu. áliti sem læknir með- al stéttarbræðra sinna, og var það hreinlega fáránlegt að á- saka hann um að hafa farið drukkinn í sjúkravitjun. Það var því augljóst, að Clements hafði logið til um þetta. Hvers vegna skyldi hann segja ósatt um þetta atriði, ef hann hefði ekkert að dylja- Auk þess lá fyrir skýrsla Grace læknis um, að blóð- krabbi hefði ekki verið bana- meinið. Lögreglumenn höfðu komizt að því, að á undanförnum sex mánuðum hafði Clements lækn ir keypt töluvert meira magn af morfíni í lyfjaverzlunum, en eðlilegt gat talizt. í samræmi við brezk lög, var morfín þetta afgreitt út á lyfseðla, sem Clements hafði gefið út til sjúklinga sinna. „Við heimsóttum einn þess- ara sjúklinga,“ sagði Íögréglu- maðurinn, sem rannsakaði þessa hlið málsins. „Það er frú •Kent, en máfgif lyfseðlarnir voru gefnir út á hennar nafn. Hún er viss um, að læknirinn hefur aldrei gefið henni mor- fín.“ Lloyd kinkaði kolli. „Það gæti bent til þess, að Clements hefði útvegað sér morfín með fölskum lyfseðlum og notað það sjálfur.“ Skömmu seinna barst skýrsla frá Scotland Yard, sem Lloyd þótti meira en lítið merkileg. Hann hafði sent fyr- irspurn til Scotland Yard frem- ur af vana, en að hann byggist við einhverjum árangri. En það var nú eitthvað annað. Það kom í Ijós, að Scotland Yard vissi mikið um manninn og hafði oft komizt í kast við hann. Lloyd las skýrsluna af miklum áhuga. — • — CLEMENTS var fæddur á írlandi og hafði stundað lækna nám við háskólann í Belfast og getið sér hinn bezta orðstír sem námsmaður. Hann útskrif- aðizt árið 1904. Tveimur árum seinna giftist hann Edyth Anna Mercier, sem átti heima í Belfast og var tíu árum eldri en hann. Þetta var talið injög gott kvonfang fyrir hann, því að Edyth var einka- barn og erfingi að miklum auð- æfum föður síns, sem var heildsali. Það vildi svo til, að faðirinn veiktist og Clements stundaði hann, og þegar hann dó, erfði frú Clements auð hans. Clements var ekki seinn á sér að notfæra sér þennan auðfengna auð. Hann keypti sér þegar í stað stórhýsi og varð þegar þekktur tízkulækn- ir, sem seldi þjónustu sína mjög dýrt. Hann varð mjög umtalaður í Belfast vegna þess, hve hann var mikill sundurgerðarmaður í klæðaburði. Hann sást aldrei öðru vísi en með nelliku í hnappagatinu, og til þess að setja punktinn yfir i-ið gekk hann í samkvæmisfötum í skurðst.ofunni. Það vakti og at- hygli manna, að enda þótt hann væri ekki sérfræðingur í kvennasjúkdómum, kaus hann fremur kvenmenn en karlmenn sem sjúklinga sína. Hann hafði mjög marga sjúkl- inga meðal ríka fólksins, en nokkrum árum seinna dró mjö úr áliti fólks á honum. Því var hvíslað, að Clements væri til viðtals fyrir ungar mæður, sem vildu láta eyða fóstri sínu. Árið 1920 dó Edyth^kona, hans eftir langa sjúkdómsíegu. Maður hennar stundaði hana. Dánarorsökin var_ sogð ^hjart-, veiki. Það var einnig sagt, 'að' Clements læknir hefði sóað öll- um auði konu sinnar. Clements læknir undirritaði dánarvott- orðið sjálfur, og enda þótt það sé ekki bannað með lögum, þykir það ekki sæma virðingu manns í læknastétt. Skömmu eftir andlát kon- unnar, flutti Clements frá Bel- fast til Manchester á Englandi. Það var ekki seinna vænna fyrir hann að fara frá írlandi, því að yfirvöldin höfðu byrjað rannsókn á högum hans. Þau ætluðu að fara spyrja.hann um ýmsar ólöglegar skurðaðgerðir, þegar hann hvarf. Nokkrum mánuðum síðar kom Clements með leynd til Belfast, og hefur hann vafa- laust viljað dyljast til þess að forðast óþægilegar spurningar. Erindi hans var að giftast 21 árs gamalli stúlku þar í borg. Hún hét Mary McCleary og var annáluð fyrir fegurð sína. Hann hafði kynnzt henni, með- an hann starfaði sem læknir í Belfast. Hann hélt aftur til Manchester með . hinni ungu brúði sinni. Fjórum árum seinna dó Mary eftir langvarandi veik- indi. Maður hennar hafði stund að hana í veikindunum, og rétt einu sinni undirritaði hann sjálfur dánarvottorðið og skráði dánarorsökina berkla- veiki. SKÖMMU eftir að önnur kona læknisins dó, fór Clem- ents frá Manchester og fékk stöðu sem skipslæknir. Lítið er vitað um þennan þátt í ævi hans, en þegar bann kom aftur til Manchester og tók að stunda lækningar þar, hafði hann japanskan þjón með sér. Læknirinn var mjög vel gefinn maður og hann hafði lært jap- önsku í Austurlöndum og tal- aði venjulega við þjón á jap- önsku. Um þetta leyti byrjaði hann einnig að skrifa lærðar ritgerðir um eiturlyf og eitur- tegundir, sem oft birtust í læknatímaritum. Skö.mmu eftir að hann kom aftur til Manchester árið 1927, fór nann aðra skyndiferð til Belfast og í sömu erindagjörð- um og áður, að ná sér í konu. Þriðja kona hans hét Kathleen Sarah Burke frá Belfast, og var hún tólf árum yngri en læknirinn, en þau hofðp kynnzt, þegar hann stundaði lækningar þar í borg. En það var eins og hver harmleikurinn ræki annan í hjónabandi læknisins. Kathleen veiktist og veslaðist upp, skömmu eftir að þau hófu bú- skap í Manchester. Hún gat aldrei á heilli sér tekið eftir það. Árið 1936 flutti hún með honum til bæjarins Southport, þar sem. hann gerðist sjúkra- hússlæknir. Hann trúði ýms- um starfsbræðrum sínum fyrir því, að kona sín hefði maga- krabba, og það eina, sem hann gæti gert, væri að lina þján- ingar hennar. Það stóð líka heima, að árið 1939 dó Kathleen, og rétt einu sinni undirritaði Clements dán- arvottorðið sjálfur og skráði dánarorsökina magakrabba. í fyrsta skipti var úrskurður hans ckki tekinn einrómá til greina. Það var kvenlæknir við isjúkrahúsið, Irene Gayus, sem hélt því fram, að konan hefði ekki getað dáið úr maga- krabba( því að hún hefði sjálf séð hana taka hraustlega til matar síns í sjúkrahúsinu tveimur dögum áður en hún dó. Vildi hún halda því fram, að þetta hefði verið ómögulegt fyrir sjúkling, sem væri svona langt leiddur af magakrabba. Þetta varð til þess að opin- ber líkskoðun var fyrirskipuð, en þá kom í ljós, að Clements hafði sent líkið til bálstofu 1 Liverpool og bálförin hafði far- ið fram. Gat því ekki orðið af neinni skoðun og enga sönnun vár hægt að fá. Clements var spurður um þessa bálför og sagði bann, að það hefði verið hinzta ósk konu sinnar, að verða brennd, og hann hefði aðeins farið að ósk hennar. Þannig fór sú rannsókn al- gjörlega út um þúfur. Þegar Gayus lækni var sagt frá þessu, sagði hún blátt áfram: „Jæja þá, við skulum sjá, hvað kemur fyrir næstu frú Clem- ents.“ YFIRVÖLDIN í Southport höfðu sínar efasemdir og sendu skýrslu til Scotland Yard, en þar var ákveðið að ekki væri hægt að gera meira í málinu, en nauðsynlegt væri að fylgj- ast vel með Clements. Um það leyti fór Scotland Yard að afla sér upplýsinga um lækninn. Að þessu sinni var hann ekkjumaður í tæplega ár. Hann hafði kynnzt Amy Victoria Barnett, sem var dóttir auð- ugs skipamiðlara í Liverpool. Barnett dó árið 1940 og lét eftir sig 22 þúsund sterlings- pund, sém var hreint ekki svo lítið ié. Mánuði seinna héidu þau kirkjubrúðkaup sitt í London. Mynd af þeim kom í blöðunum, læknirinn klæddur í hátíðabúning og með nellik- una í hnappagatinu eins og allt af og brúðurin í hvítum kjói. Eftir það hætti Clements í sjúkrahúsinu og stundaði lækn ingar og bjó sem auðugur mað- ur. Um sjö ára skeið hafði skýrslan um. æviferil hans leg ið hjá Scotland Yard og ekki komið að neinu gagni. Nú var fjórða konan dáin, og þá reynd ist skýrslan mjög nytsamleg. — • — LLOYD lauk lestrinum og þaut upp úr stólnum og inn til yfirmnnns síns, Harold Mighall ofursta. „Þetta er það furðulegasta plagg, ?em ég hefi augum lit- ið. Það er mín skoðun, að þessi Clements hafi ekki að- eins framið eitt morð, heldur hafi hann framið kerfisbundin morð árum saman. Það er ekki nokkur leið að ganga úr skugga um það, hvað hann hef ur myrt margar manneskjur. Mighall var hissa. „Er þetta ekki nokkuð langsótt? „Ég legg til að þú lesir þessa skýrslu frá Scotland Yard þá geturðu séð hvað þetta er langsótt." Mighall tók við skýrslunni og las hana með athygli. Þegar hann lauk lestrinum, kinkaði hann koíli hugsi. „Ég skil hvað þú átt við,“ sagði hann. „Dauðinn og dokt- orinn hafa undarlega oft áttj samleið." „Já, það eru orð að sÖnnu. Clements hefur að minnsta kosti tvívegis auðgazt stórlega í hjónabandi sínu. En að mínu áliti hefur hann ekki aðeins myrt til fjár.“ „Hvað áttu við?“ „Ég hefi talað við hann. Ég hefi aldrei kynnzt manni með eins mikla yfirborðskurteisi, sem dylur slíka innri hörku. Hann er einstaklega hreykinn að rannsókn sinni á morfíni og öðrum eiturtegundum. Að mín- um dómi er þetta ástríða hjá honum. Það kæmi mér ekkert á óvart, þótt hann hefði notað konur sínar sem tilraunadýr við rannsóknir sínar. Clements hefur baft ótrúlega mikinn hug á konum allt frá unglingsárun- um, en smám saman hefur hann orðið leiður á sömu kon- unni. Þegar hann fékk áhuga fyrir annarri konu — og þá einkum ríkri konu — losaði hann sig einfaldlega við eigin- konu sína. Þessi maður hefur álíka kalt blóð og fiskur.“ „Ég er sammála þér,“ sagði Mighall stillilega. „Það bendir allt til þess; að maðurinn sé ófreskja, sem dylur sig bak við virðuleikann. En samt sem áð- ur verðum við að fara að öllu með gát. Fyrstu tvær konurnar hans eru dánar fyrir mörgum árum — og það væri tilgangslaust að reyna að komast fyrir rétta dánarorsök þeirra. Þriðja kon- an hans var brennd, og þá er aðeins eftir fjórða konan, sem dó fyrir þremur dögum. Allt málið veltur á því, hvort við finnum nokkuð morfín í lík- amá hennar.“ — • — GRACE læknir hafði átt í erfiðleikum með krufninguna, vegna þess að innýflin vantaði. Þetta gerði rannsóknina mjög erfiða, og var því annar læknir fenginn honum til aðstoðar. Var ekki hægt annað en bíða eftir, að þeirri rannsókn lyki. Á meðan voru tveir logreglu- menn látnir halda vörð við hús Clements læknis. Það var ekki fyrr en á mið- nætti að læknarnir tveir gátu tilkynnt lögreglunni, að stórir Símaskráin 1973 Símnotendur í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garða- og Bessastaðahreppi og Hafnarfirði. Vegna útgáfu nýrrar símaskrár eru símnotendur góðfúslega beðnir að senda skriflega breytingar, ef einhverjar eru, fyrir 1. nóv. n.k. til Bæjarsím- ans, auðkcnnt Símaskráin. Athygli skal vakin á því, að brcytingar, sem orðið hafa á skráningu símanúmera frá útgáfu seinustu símaskrár og til 1. októbcr 1972, eru þegar komn- ar inn í liandrit símaskrárinnar fyrir 1973 og er óþarfi að tilkynna um þær. Aðeins þarf að til- kynna fyrirhugaða flutninga, breytingar á starfs- heiti og á aukaskráningu. Athugið að skrifa greinilega. Nauðsynlegt er, að viðkomandi rétthafi símanúmers tilkynni um breytingar, ef einhverjar eru, og noti til þess eyðublað á blaðsíðu 577 í símaslcránni. Nánari upplýsingar í símum 22356 og 26000 og á skrifstofu Bæjarsímans við Ausiturvöll. Bæjarsíminn

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.