Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 20.10.1972, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 20.10.1972, Blaðsíða 5
NY VIKUTIÐINDI Uefflaiiíkui'Ajéhðatfitö SUNNUDAGUR 22. okt. 10.30 Big Picture 11.00 Sacred Heart 11.15 Christophers 11.30 This Is The Life 12.00 Andy Griffith 12.30 CBS Golf Classic 13.15 Football Scoreboard 14.00 NFL — Miami vs. New York Jets 16.15 This Week In Pro Foot- ball 17.00 Wide World Of Sports 18.10 Sports Challenge 18.30 Evening News 19.00 Wonderful World Of Disney 20.00 Pain: Where Does It Hurt? 21.00 Mod Squad 22.00 Twelve O'Clock High 22.55 Final Edition 23.00 Northern Lights Play- house — The Big Circus MÁNUDAGUR 23. okt. 15.00 Partridge Family 15.30 16.15 17.00 18.00 18.30 19.00 20.00 21.30 22.00 24.00 00.05 01.10 Open House Sesame Street Daniel Boone Doris Day Evening News Laugh In Monday Night Movie — Castle Of The Living Dead Arnie Monday Night Football Oakland vs. Houston Moments Of Reflection Final Edition Tonight Show ÞRIÐJUDAGUR 24. okt. 15.00 Dusty's Treehouse 15.30 Open House 15.55 Theater 8 — Five Finger Exercise 17.30 Felony Squad 18.00 On Campus 18.30 Evening News 19.00 Rawhide 20.00 How We Elect Our President 20.30 Julia 21.00 Carol Burnett 22.00 Hawaii 5—0 22.55 Moments Of Reflection 23.00 Final Edition 23.05 Boxing 23.50 Playboy After Dark MIÐVIKUDAGUR 25. okt. 15.00 My Three Sons 15.30 Open House 16.25 Theater 8 — The Tall Men 18.30 Evening News 19.00 Route 66 20.00 What If The Dream Fails 20.30 Room 222 21.00 Dean Martin 22.00 Gunsmoke 22.55 Moment Of Reflection 23.00 Final Edition 23.05 Dick Cavett FIMMTUDAGUR 26. okt. 15.00 Animal World 15.30 Open House 16.00 Theater 8 — The Big Circus 17.30 Colonel Flack 18.00 Nanny & Professor 18.30 Evening News 19.00 Wild Wild West 20.00 Northern Currents 20.30 All In The Family 21.00 Flip Wilson 22.00 Fugitive 22.55 Moment Of Reflection 23.00 Final Edition 23.05 Northern Lights Play- house — FÖSTUDAGUR 27. okt 15.00 Wide Wide World 15.30 Open House 16.15 Theater 8 — Castle Of The Living Dead 17.30 Addams Family 18.00 Nina 18.30 Evening News 19.00 Issues And Answers 20.00 As It Happened 20.30 Sanford & Son 21.00 Sonny & Cher 22.00 Perry Mason 22.55 Moments Of Reflection 23.00 Final Edition 23.05 Northern Lights Play- house — Five Finger Exercise 24.45 NFL — Deatroit vs. Atlanta LAUGARDAGUR 28. okt. 9.00 Cartoons And Dusty's 9.50 10.30 11.30 12.00 13.00 14.00 16.15 17.00 18.00 18.30 18.45 19.00 20.00 20.30 21.00 22.00 22.55 23.00 23.05 1.10 Treehouse Captain Kangaroo Sesame Street Golden West Theater Voyage To The Bottom Of The Sea World Championship Tennis NCAA Footbáll College Football Highlights Kitty Wells Eeverly Hillbillies Evening News Greatest Fights American Sportsman Meet The Press Lloyd Bridges High Chaparral Defenders Moment Of Reflection Final Edition Northern Lights Play- house — The Tall Men Wrestling From The Olympic -x skammtar of morfíni hefðu fundizt í líkama hinnar látnu. Var oá samstundis gefin út skipun um að handtaka Clem- ents. Lloyd flýtti sér í bíl sínum til heimilis læknisins. Hann stöðvaði bílinn skammt frá hús inu og fór fótgangandi að því. Þegar hann kom þangað, gékk lögreglumaður til móts við hann. „Ég held að læknirinn sé i rúminu. Hann slökkti hjá sér fyrir hálf-tíma." „Er annar maður við bak- dyrnar?" spurði Lloyd. „Já, Parson er á verði þar." „Ágætt, komdu með mér Við skulum handtaka lækn- inn." Þeir gengu upp tröppurnar og börðu að dyrum. Ekkert heyrðist að innan, svo að Lloyd bankaði aftur. Eftir nokkra stund heyrðist umgangur, og Clements birtist í dyrunum. Hann var klæddur í silkislopp. „Hvað er um að vera?" spurði hann byrstur. „Við erum frá lögreglunni. Megum við koma inn?" „Nú, eruð það þér, Lloyd, hvern fjárann á það að þýða að vekja mann upp um miðjar nætur?" Hann hvessti augun á þá. Lloyd ætlaði að ganga inn, en allt í einu hvæsti læknirinn: „nei" skellti hurðinni á nefið á þeim og sló í lás. Lögreglumennirnir tveir köst uðu sér á dyrnar, en þær voru sterkar og gáfu ekki eftir. Loks dró Lloyd upp skamm byssu sina og skaut lásinn í sundur. Þeir ruku inn í húsið með byssur á lofti, því að mað- ur, sem hafði byrlað konum sínum eitur, myndi ekki hika við að ryðja tveimur lögreglu- mönnum úr vegi. Þeir heyrðu hvergi hljóð, en sáu ljós frá svefnherberginu. Þeir þutu þangað inn. Clements lá í rúminu, og ber ir fætur hans lágu út af rúm- stokknum. Lítið glerhylki lá tómt p rúmábreiðunni við hliS hans. Lloyd greip það og las á miðann. „Morfín," sagði hann snöggt. HANN þaut í símann og hringdi til lögreglustöðvarinn- ar. Hann skipaði að senda skyldi sjúkrabíl strax eftir lækninum. Innan stundarfjórðungs var Clements kominn í sjúkrahús, og þar lá hann rænulaus. Var reynt að lífga hann við með öllum ráðum, en það var til- gangslaust. Hann dó næsta morgun, og í dauða sínum náði' hann sér niðri á yfirvöldunum, sem án efa hefðu fengið hann dæmd^n til að hengjast. Lloyd og menn hans gerðu nákvæma leit í húsi læknisins, og í skrifborðinu fundu þeir bréfabúnt. Voru þar fjblmörg sendibréf frá auðugri, miðaldra ekkju, sem bjó í borg einni um 50 kílómetra í burtu. Það var greinilegt af bréfunum, að kon- an haíði orðið hrifin af Clem- ents og ætlaði sér að giftast honum. „Hún hefði orðið fimmta konan hans," sagði Lloyd. „Hún veit ekki hvað hún er heppin. Það er hættulegt að vera gift Clements lækni." í litlum skáp fundu lögreglu- mennirnir bauka og glös með alls konar lyfjum og þar á meðal margs konar lífshættu- legum eiturlyfjum. Þeir fundu einnig meðalaglas og stóð á því, að það væru magnyl-töfl- ur, og að frú Clements ætti að taka tvær, tvisvar á dag. Við rannsókn kom í ljós, að þetta voru morfíntöflur. Einnig fannst dagbók lækn- isins, og þar hafði hann skráð sjúkdómssögu konu sinnar í næstum sex mánuði áður en hún dó. Þar kom fram, að hann hafði gefið henni daglega skammta af morfíni, aukið skammtana smám saman og fylgzt með áhrifunum, rétt eins og hann væri að athuga tilraunadýr á rannsóknastofu. ENN var eftir að leysa eina gátu. Hvernig stóð á því að ' innýflin úr frú Clements höfðu horfið? Það kom í Ijós, þegar Holmes læknir kom aftur til bæjarins. „Ég var í miklum önnum og bað þess vegna James Houston að kryfja líkið. Hann starfaði sem iæknir við sjúkrahús bæj- arins, og ég ber fyllsta traust til hans. Þegar hann sagði mér síðar, að hann teldi að blóð- krabbi væri banameinið, tók ég hann trúanlegan og undirrit aði dánarvottorðið í samræmi við það." ; Houston var 37 ára gamall og var sykursjúkur. Hann var fremur slæmur á taugum eins og stundunv. vill verða i með fólk, sem hefur þann sjúkdóm, en hann var í miklu áliti sem læknir. Lögreglumennirnir fóru heim til hans, en var sagt að hann væri í sjúkrahúsinu. Þeir stöldruðu við og töluðu við konu hans, en þau hjón áttu tvö börn. Þeir höfðu áhuga á frásögn konunnar. Hún sagði frá því, að um kvöldið, þegar maður hennar var við krufninguna, hefði Clements læknir hvað eftir annað hringt til hans í líkhús- ið. „Hann var alltaf að spyrja um pað, hvort maðurinn minn hefði ekki fundið ennþá ein- kenni um blóðkrabba," sagði hún. Loks fór það svo, að mað- urinn minn hélt að hann hefði fundið sjúkdómseinkenni blóð- krabba." Hún gat þess einnig, að mað- urinn sinn hefði verið mjög taugaóstyrkur eftir krufning- una. Eftir að Clements læknir hafði framið sjálfsmorð, varð eiginmaður hennar þess full- viss, að honum hefði skjátlazt, og það sagði hann konu sinni. Han var mjög miður sín og óttaðist, að hann myndi missa álit út af þessu. Hún ráðlagði honum að segja yfirvöldunum frá þessum mistökum, en hann hafði verið tregur til þess. LÖGREGLUMENNIRNIR fóru næst til sjúkrahússins, til þess að ljúka rannsókn máls- ins. Þar fór fram síðasti þátt- urinn í þessum harmleik, því að þegar lögreglan kom á vett- vang, var allt í uppnámi á sjúkrahúsinu, vegna þess að Houston læknir hafði fundizt látinn á rannsóknastofu sinni hálf-tíma áður. Hann hafði stytt sér aldur. Hann hafði skrifað bréf og skýrt út gerðir sínar, en síðan tekið inn eitur. Hann skrifaði að hann hefði verið viss um það, að hann hefði fundið einkenni blóð- krabba við krufninguna, en' síðan hefði hann eytt innýfl- unum. Síðar hefði hann kom- izt að því, að lögreglan héldu' uppi spurnum um dauðdaga konunnar, og þá hefði hann sannfærzt um að sér hefði orð- ið á mistök. „Ég hefi um nokkurt skeið tekið eftir því, að ég hefi gert of morg mistpk og treysti ekki lengur dómgreind minni nægi- lega vel. Ég hefi ekki lært af reynslunni. Ein vitleysan hefur fylgt annarri." Þannig lauk bréfinu. Þannig hafði Clements lækn- ir fengið enn eitt fórnardýr, jafnvel þó að hann væri sjálf- ur dáinn. Vinir Houstons lækn- is töldu fullvíst, að Clements hefði haft svo mikil áhrif á hann með margendurteknum upphringingum, að þessi tauga- veiklaði maður hefði misst vald á sér og ekki getað hag- nýtt sér hæfileika sína til fulln ustu. Það er ekkert vafamál, að Clements læknir myrti síðustu konuna sína með því að byrla henni eitur. En það verður aldrei upplýst hversu margar manneskjur urðu honum að bráð. Hann var ósvífinn ó- þokki, sem notaði aðstöðu sína í læknastétt til þess að myrða og græða fé. HITT OG ÞETTA Rónarnir Jói, Kalli, og Mundi voru handteknir og dregnir fyrir dómara, sakaðir um flakk og hnupl. Dómarinn sneri sér að Jóa og sagði: „Getið þér sagt yður nokkuð til varnar?" Kalli svaraði: „Ég er sak- laus, herra dómari." „Steinþegið! Ég ávarpaði yð- ur alls ekki!" þrumaði dóm- arinn. „Ég hef ekki sagt eitt ein- asta orð," svaraði Mundi sak- leysislega. Hvaða skýring er á þessu háttalagl? Óli og Elsa voru trúlofuð, pg þau ætluðu að gifta sig strax og þau gætu; þau höfðu fyrir iöngu sett upp trúlofun- arhringana. Og þá gerðist óhappið. Elsa komst að því, að Óli hefði kvöld nokkurt farið í bíó með Dagnýju. Og daginn eftir, þeg- ar þau skötuhjúin voru á gangi niðri á bryggju, bar hún þetta upp á hann, en hann þrætti fyrir. Deilan jókst orð af orði, og svo fór að lokum, að Elsa varð svo reið, að hún þreif hringmn af fingri sér og kast- aði hanum í sjóinn. Grátandi hljóp hún síðan heim til mömmu sinnar. Sumarið leið og haustið, og hvorki sá Elsa aftur hringinn né unnusta sinn. Þegar leið að jólum, var eitt sinn þorsk- ur á borðum heima hjá Elsu. Meðan á máltíðinni stóð, varð Elsu rótað í fiskinum á disk- inum sínum, þegar gaffallinn rakst í eitthvað hart. Stein- hissa starði Elsa niður á disk- inn sinn , . . Hvað sá hún á diskinum? Kona eins kunningja míns er dugleg húsmóðir. Hún getur bakað vínarbrauð og haldið þeim ferskum til áramóta. Hvernig fer hún að því? SVÖR: 1. Dómarinn var rangeygui. 2. Fiskbein. 3. Hún bakaði þau á gamlársdag.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.