Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.10.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 27.10.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDl Útgefandi og ntstjón: Geir Gunnarsson ftitstjórn og auglýsingai Hverfisgötu 101A, 2. hæð Simi 26833 Pósth. 5094 Prentun: Prentsm. Pjóðviljant Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Ofbeldisaðgerðir Englendinga Núna eru Bretar heldur betur aS sýna klærnar, eft- ir öllum sólarmerkjum að dæma. Herskip Hennar Há- tignar vaðandi óboðin upp að fslandsströndum, ögr- andi varðskipsmönnum okk- ar. Þeir geta oröið lagst lágt, frændur okkar á Englandi og Skotlandi, sem eitt sinn kenndu sig við Stóra-Bret land, en heldur fer nú orð- ið lítið fyrir því Stóra.. Annars hélt maður að þeir hefðu nóg á sinni könnu og stærri hnöppum að hneppa gagnvart írum og eilífum verkföllum inn- anlands, þótt þeir létu samnmga við eitt kotríki ekki gera sig hálf-brjálaða. Eitt er víst, að hvorki her- skip né afgreiðslubann á is- lenzk kaupskip gera Breta stærri í augum heimsins. Því síður græða þeir sjá-lfir á því. Þeir ættu að ganga aftm að samningaboröinu. Það yrði nllum fyrir beztu. En mennirnir á íslenzku varðsKipunum eiga viröingu og traust þjóðarinnar. Þeir eru — og veröa sjálfsagt enn meira — í lífshættu vegna brezkra ofbeldis- seggja eða aðgerða þeirra. En þeir láta engan bilbug á sér finna, og verður þeim ekki oflofaö fyrir þaö. Vonandi hafa þó Bretar vit á því að fara ekki í hart út af þessu máli viö okkur — hvorki þeir né Þjóðverj- ar. Þeir eiga að vita það, að hvorki við né aðrar þjóðir sættum okkur við að ráða ekki sjálfir yfir landi okkar — og þá er grunnið í gring- um þaö meötalið. En við skulum taka ofan fyrir varðskipsmönnum okk- ar og óska þeim giftu i starfi. Þeir eru að verða hetjur í margra augum, enda eiga þeir við ofurefli að etja. KADPSÝSLD- TÍIHNIH Sími26833 Nilki§okkar Fólkið, sem gekk um göturn- ar, setti í herðarnar. „Bölvuð slepja er þetta,“ sagði Lárus við sjálfan sig. Norð anstormurinn lamdi krapableyt- unni framan í hann, og hún sett j ist á úlsterfrakkann hans eins og kvelja. Lárus var að hugsa um kvöld ið í gær. Hann hafði verið í „geimi“ hjá vinkonu sinni á- samt öðrum pilti og stúlku, sem hún þekkti. Vinkonan var raun- ar gift einum kunningja hans, en það hafði ekki svo mikið að segja. Maðurinn hennar var einn af þeim, sem gleyma því að konan þeirra er manneskja, gleyma því strax eftir gifting- una. — Og þá verða aðrir menn að taka við í staðinn. Hann nálgaðist húsið hennar - eða öllu heldur húsið hans Jóns smiðs, eins og það var kall- að. Hún var kona Jóns. „Ég skrepp inn og sníki mér kaffisopa,“ tautaði Lárus við sjálfan sig. „Fáðu þér sæti þarna hjá borð inu,“ sagði frú Ásta um leið og hún heilsaði Lárusi og hengdi frakkann hans upp. „Ég þakka! — Hvar er Jón?“ „Úti að vinna.“ Hún beygði sig niður og mok- aði kolum á eldavélina. Morg- unsloppurinn kipptist upp að aftan. Hún var sokkalaus — ekki mikið um slíka munaðar- vöru núna — og hamingjan mátti vita nema hún sparaði undirfötin líka. En það gat Lár- us ekki séð. — Fagrir voru fót- leggirnir, — húðin mjallhvít og mjúk — ekki gæsahúð eða æða- hnútar. Jón og hún voru barn- laus. Það fór heitur fiðringur um Lárus. Ásta sneri sér að honum, dá- lítið rjóð eftir áreynsluna. „Það er slæmt með silkisokk- ana núna,“ sagði Lárus, sem stöðugt horfði á fótleggi kon- unnar. „Já, ég á nú ekki nema eina - og nota þá aðeins þegar ég fer út.“ „Ja-há — þú ættir nú skilið að ég útvegaði þér eina sokka, eða svo, — ég kem svo oft hing- að til ykkar í kaffi. — Ég hef annars alveg gleymt að þakka þér fyrir í gærkvöldi —, fannst þér ekki gaman?“ „Jú, það var anzi gaman — en segðu mér — heldurðu að þú getir náð í sokka?“ „Kannski.“ „Ég skal borga þá vel — er það ekki á svörtum?“ „Eflaust verða þeir nokkuð dýrir — ef ég fæ þá — en hver veit.“ Lárus brosti drjúgur og stóð upp. „Maður í minni stöðu verður að hafa góð sambönd." Ásta stóð upp við eldhúsborð- ið og lét hendurnar hvíla á borð brúninni fyrir aftan sig. •— Hvítur sloppurinn féll þétt að líkama hennar, brjóstin voru stinn og kúpt eins og meyjar- brjóst — þrátt fyrir þrítugsald- urinn, — og Lárus þoldi ekki freistinguna. Hann greip um axlir hennar og hallaði sér að þessum heita og mjúka kven- líkama — það var unaðslegt. Þau hrukku upp við illyrm- isiegt áhlaup veðursins á eld- húsgluggann. Vatnið sauð í katlinum og Ásta fór að hella upp á kaffi- könnuna. „Hvenær hættir Jón að vinna núna?“ spurði Lárus. „Hann kemur aldrei heim fyrr en um kvöldmat." „Eigum við að skemmta okk- ur dálítið eftir hádegið? — Ég get komið með eina eða tvær flöskur af víni — og sokkana auðvitað.“ „Það væri nógu gaman. — en þá verðum við að ná í Rakel og Dóru,“ svaraði Ásta og brosti. „Er það nauðsynlegt?“ „Já — þú sérð — við tvö. it „Uss, blessuð vertu, er nokk- uð athugavert við að kunningja fólk sitji og rabbi saman eina j dagsstund. Jón þekkir mig vel, og ég veit hann hefur ekkert ann fyrir sextíu — já, verzlun er alltaf verzlun. — Jón smið- ur getur borgað.“ Það var glatt á hjalla heima í stofunni hjá Jóni smið. Lárus og frúin sátu saman í sóffan- um með vínblöndu á borðinu fyrir framan sig. Þau höfðu set ið þarna góða stund og spjallað um heima og geima af hjart- ans list, enda bæði kát og skrafhreifin að eðlisfari. — Vínið hafði líka tendrað loga léttúðar 1 æðum beggja. Lárus hafði lagt handlegginn um herðar frúarinnar og horfði í skaut hennar. Græni kjóllinn hafði strokizt upp fyrir hnén — svo mjólkurhvít lærin komu í Ijós. Hún hafði raunar talað um að nú þyrfti hún ekki að spara sokkana lengur, þegar Lárus kom með sokkakassann, — en þegar hann sagði að fæt- ur hennar væru fallegri naktir en íklæddir silki snerist henni hugur. — Græni kjóllinn var úr mjúku hrökklandi silkiefni og það var eins og ósýnileg Hann ætlaði að koma konu sinni á óvart með armbandið og gekk því hljóðlega um for- stofuna, og fór úr yfirhöfninni. Hann heyrði einhvern hávaða inni í stofunni — sennilega gestir. Hann opnaði eldhúshurð ina og gekk inn. Það fyrsta, sem hann sá, var pappakassi fullur af silkisokkum. Hvar í skramb- anum hafði Ásta náð í silki- sokka, sem hvergi fengust, að því er hún hafði sagt? Hlátur og hávært samtal barst til hans innan úr stofunni — hann skildi fljótlega hvernig í málunum lá. Lárus kunningi hans, sem oft hafði hjálpað honum við bók- hald og fleira, var að draga konuna hans á tálar með silki- sokkum. Kurrið í konu hans bar vott um, að hér var ekki um neitt kunningjarabb að ræða. Hér varð eitthvað að gerast, og það strax. Ekki vildi hann tapa konu sinni, þrátt fyrir glópsku sina, að gæta hennar ekki betur. Því var það, að þegar hönd á móti því að ég spjalli við þig. Ég skal meira að segja spyrja hann að því — ef þú vilt?“ „Nei, nei, nei — það er óþarfi. — En ef Jón sér vín á mér — eða eitthvað svoleiðis í kvöld, þá. ...“ „Allt í lagi með það. — Þú útbýrð fyrir hann kvöldmatinn, skrifar svo á miða að þú hafir farið til hennar Önnu frænku þinnar — er ekki maðurinn hennar á sjó núna — en þú kem ur auðvitað til mín.“ „Já, en. ...“ „Þú segir að hún sé lasin, og svo er hún hálfhrædd að vera ein í húsinu í þessu veðri.“ „Já, en ef veðrið skánar?“ „Það mun heldur versna. — Eigum við þá að hafa þetta svona?“ „Já, en gjörðu svo vel, Lár- us, — viltu kannski brauð með kaffinu?“ „Nei, takk, þetta er ágætt.“ Lárus blístraði glaðlega um leið og hann tók tvær flöskur út úr skápnum sínum — gin og portvín — svo opnaði hann aðra skáphurð og dró upp pappakassa — Pure Silk Stock- ings — stóð á kassanum. „Allt í lagi þegar maður hef- ur dollarana,“ tautaði hann meðan hann vafði allt saman í mórauðan umbúðapappír. „En hvar maður nær í þá — það er annað mál. ... En hún fær þá ekki gefins — fimmtíu kall parið — sex pör gera þrjú hundruð kall — en ék fékk kass hönd fikaði honum hærra og hærra — hönd Lárusar snart mjúkt hörundið, fingur hans voru heitir og þurrir, — frúin kurraði við barm hans. ... Þessar tvær manneskjur, ör- ar af víni og girnd, flagarinn, og eiginkonan, sem var á leið- inni að gerast manni sínum ótrú, höfðu enga hugmynd um, að bóndi hennar hafði fylgzt með hjali þeirra og hlátrum góða stund. Jön smiður hafði hætt við vinnu skömmu eftir hádegið, sökum veðurs. Á heimleiðinni kom hann við í búð og keypti Ijómandi fallegt armband handa konu sinni. Hann hafði endra- nær ekki tíma til að koma í búðir, svo vildi hann líka gjarna gleðja hana eitthvað. Hann var sér þess fyllilega meðvitandi, að hann afrækti konu sína. — Slíkt gat haft slæmar afleiðingar í för með sér. Hún hafði ekki börnin til að snúast við á daginn — sjálf- ur var hann aldrei heima nema á kvöldin. Henni hlaut að leið- ast. í dag ætlaði hann að tala um þetta við hana. Reyna að fá hana til að taka þátt í ein- hverju félagslífi, eða eitthvað þess háttar. Jón var myndar- legur maður og hæglátur, greindur vel og afburða góður smiður, enda eftirsóttur bæði úti og inni. Vinnan var hans líf og yndi. Svo rólegt kvöld heima við útvarpið og reykjar- pípuna — stundum líka glas af toddíi með kunningjunum. Lárusar snart bert læri frú Ástu, var gengið harkalega um eldhúsgólfið. Jón smiður opnaði dymar og kom skálmandi inn. Hvað gerðu elskendurnir? Það, sem flestum verður á undir slíkum kringumstæðum, — að grípa það, sem hendinni er næst og fitla við það — það er mikið auðveldara að leyna geðshræringu ef maður hefur eitthvað á milli handanna. Og í þessu tilfelli voru það — glös- in. Jón hafði ekki búizt við að þau sætu yfir drykkju, en hann var vandanum vaxinn og hróp aði glaðlega: „Komið þið blessuð! Jæja! Bara tilbúin að skála fyrir af- mælisbarninu! Það var svo sem auðvitað, Ásta mín, að þú myndir eftir afmælisbarninu, þó ég gerði það ekki sjálfur — fyrr en rétt áðan, — og þú hef- ur náð í tvær flöskur af víni og nú sitjið þið Lárus og drekk- ið afmælisbarninu til — nú, ætlið þið ekki að skála?“ „Skál!“ Bæði lyftu glösunum en gleymdu að drekka. „Og komdu nú með glas handa mér, Ásta mín, ekki veit ir af eftir bölvaðan barninginn heim.“ Ásta stóð upp og náði í glas. Hún var fjári skelkuð — þetta kom svo skyndilega, en hvað meinti Jón? Ekki átti hann af- mæli í dag — enda ekki vanur að halda upp á þau. — Hún var hálft í hvoru fegin að hq,np

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.