Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.10.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 27.10.1972, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI láttu fara vel um þig í hapg- indastól og slappaðu af, þá skaltu sanna til, að dásamlegur tónaheimur söngsins mun opn- ast þér." Og aS svo mæltu tók hún lagiS á nýjan Ieik! Að lokum þoldi vesalings úr- smiðurinn ekki við lengur. Hann fékk skilnaðinn, fölur þjakaður og skjálfandi. Buxnalausir apar Forstjórinn fyrir dýragarð- inum í Köln hefur fengið svo- hljóðandi bréf frá tveimur kon- um: „í dýragarði yðar hlaupa ap- arnir ósiðlega um með gljáandi rauðan bakhluta. Þetta finnst okkur dónalegt. Ef þér vildjiö senda okkur garn, skulum við gjaman prjóna buxur á ap- ana.“ Það þarf varla að bæta því við, að aparnir era ennþá — og munu verða — buxnalausir. LÁRÉTT: 47 læri 14 búsáhald 1 hætta 48 fugla 15 karlfugl 5 hagnað 50 bit 16 keraldið 10 sælgæti 51 erfiði 19 venju 11 gestagangur 52 fuglar 25 ýtarlega 13 minni pokann 53 fálát 26 tónverkum 15 vafalaus 54 gælir 28 tónar 17 orka 57 líffæris 29 stauta 18 húsdýrið 60 æðibunu- 31 rödd 20 augnhár gangurinn 32 jurtarhluti 21 strákur 61 askana 35 mann 22 flaustrið 62 nef 36 læðast 23 renni 63 reiðmann 38 skapið 24 ásynja LÓÐRÉTT: 39 hryðju 27 svifdýr 41 duttlunga 28 fuglinn 1 magn 42 demba 30 ójafna 2 fiskur 43 ílát 32 hreinsað 4 sjáðu 44 hljómur 33 fljót 6 bugðulaus 46 tyggja 34 tryllta 7 gangur 48 bjó til band 36 dæld 8 fornafn 49 eldstæði 37 íþrótt 9 steintegund 55 titill (útl.) 40 hlíf 10 glæpafélag 56 vendi 42 fótabúnað 12 trjárengla 58 eyða 45 risa 13 neita 59 tjón KROSSGÁTAN ■I m ORÐSP Stjórnmálamaður getur sagt yður að fara til helvítis á svo kurteisan og viðfelldinn hátt að þér takið sjálfur varla eftir því. The Bull Horn. o Það er margt hægt að segja gott um hana, en hitt er miklu eftirsóknarverðara. Mark Twain. o Tvö tár fljóta eftir straumi tímans. „Ég,“ segir annað þeirra,',7er"tár konu sem missti manninn sinn vegna annarrar konu.“ Hitt segir: „Vertu ekki hrygg af því, ég er tár kon- unnar sem fékk hann.“ Kínversk saga. o Góð auglýsing á að geta feng- ið fólk til að trúa því, að það hafi alla ævi sína vantað hlut, sem það hefur aldrei heyrt nefndan fyrr. Coronet. O Varkárir verða menn ekki fyrr en þeir eru orðnir svo gamlir að þeir hafa engin not af því framar. Coronet. o Ástin er alvarlegur sálsjúk- dómur. Platon. o Hið raunverulegasta leikhús konunnar er sjúkraherbergið. Stendahl. o Sérhver mikill vísindamaður verður að hafa trúarlega hvöt. Albert Einstein. o Ef þér hræðist einveruna, þá giftist ekki. Chekov. o Einhverjar sorgir hafa menn á öllum aldri, en afleitt er það ekki orðið, fyrr en menn eru orðnir algjörlega gleðisnauðir. Thackeray. o Við höfum nú fólk, sem les og skrifar, en hvenær ætli fólk fari að hugsa? Lady Blessington. O Afturhaldsmaður er sá, sem ekkert vill gera strax. Frank Vanderlip. o Hollywood skapar meiri ó- hamingju í heiminum en Hitler, Stalín og Mussolini gerðu til samans. Sir Thomas Beecham. o Allir þeir, sem eru hræddir, eru reknir áfram af fortíðinni. James Herring. o Sá maður eignast aldrei sanna vini, Sem stöðugt er hræddur um að eignast óvini og heldur að vinir sínir séu sér ótrúir. William Herring. o Fólk hjálpar hverju öðru með gleði sinni, en ekki með sorg sinni. John Ruskin. o Margir eiginmenn hafa slopp- ið við að verða til aðhláturs, vegna þess að konurnar vantar kímnigáfu. Paul Rigauld. o Því ofsalegar, sem maður elskar, því auðveldar breytist ástin í hatur. Rochejoucauld. o Talaðu við mann um hann sjálfan, og hann mun hlusta tímunum saman. Disraeli. o Herbergi án bóka er herbergi án sálar. Cicero. o Það er ekki eins hættulegt að stíga ofan á rófuna á tígrisdýri og að særa stolt konu. Málsháttur frá Ceylon. o Það er hreinni hjátrú að kenna, að mannkynið skuli hafa ímyndað sér, að meydóm- ur sé dyggð. Voltaire. o Sá, sem sér sína eigin galla, má ekki vera að því að sjá þá hjá öðrum. Ali Ibn-dbi-Táhib. o Hin rétta þjónusta ríkisstjórn- ar er að auðvelda fólki að gera gott, en torvelda því að gera illt. Gladstone. o Gleði annarra er mikill hluti af sjálfi okkar. Hún skapar glaðværð — sem góð laun fyrir heiðarlegt líferni. Ernest Renard. o Ástfanginn maður talar mál, sem hann hefur aldrei lært. Stendahl. o Óhefluð kona heldur, að með því að ýkja blygðunarsemi sína eða siðlæti, verði hún einnig fín dama. Stendahl. o Enginn her getur staðizt styrk hugsjónar, sem brýst fram á réttum tíma. Victor Hugo. o Öll byrjun er auðveld, síð- asta þrepið er erfiðast og er sjaldan stigið. Goethe. o Lífið er mannsaldur fyrir þá aumkunarverðu — andartak fyr ir þá lánsömu. Bacon. o Hjónaskilnaður er rétti mað- urinn á röngum stað. Celt. O Ekkert veitir oss meira frelsi en það að framkvæma hlutina, þegar þeir eiga að gerast. O. B. O Hversu djúpt, sem maður er sokkinn, getur samt vonargeisli lyft honum upp í sömu hæð og fyrr. Pascal. o Ef hinir frægu elskhugar og ástmeyjar sögunnar hefðu lifað meðal oss nú, hefðu þau eflaust verið felld undir sama dóm og hin svonefnda afvegaleidda æska nútímans. Bertrand Russel. o Sérhvert barn, sem fæðist, ber heiminum þann boðskap guðs, að hann hafi enn ekki glatað trúnni á mennina. Tagore. o Hin helga vináttutilfinning er svo blíð og staðföst, svo fórn- fús og ótímabundin, að húli' get- ur enzt ævilangt, ef ekki er skír skotað til hennar um peninga- lán. Mark Twain. o Enginn getur fundið til ein- manakenndar, meðan hann borðar spaghetti — það krefst allrar einbeitingar hugans. Cliristopher Morley. o Sögur af fræguin mönnum Enski kvikmyndastjórinn An thony Asquith átti mjög erfitt með að muna nöfn. Kvöld eitt borðaði hann á Savoy-hótelinu í London, og er honum varð litið snöggvast upp úr dagblaði sínu, mætti hann tilliti manns, sem hann var viss um, að hann kannaðist vel við. En nafn hans gat hann með engu móti munað. Asquith stóð á fætur, þrýsti hönd mannsins hjartanlega og sagði glaðlega: „Hvernig líður yður, og hvar hafið þér haldið yður undanfarið? Viljið þér ekki gjöra svo vel og setjast við borðið hjá mér?“ Á meðan hann lét dæluna ganga, reyndi sem óður mað- ur að koma nafninu fyrir sig, en allt kom fyrir ekki. Maðurinn starði sem berg- numinn á hann og stamaði vandræðalega: „Já, — en herra — ég er bara þjónninn!“ Það var samkvæmi 1 Holly- wood, að leikkona ein, sem hef ir orð á sér fyrir að vera all- tannhvöss, sem kallað er, sneri sér að Rosalind Russel (sem komin var af léttast skeiði) og sagði með illkvittnu glotti: „Það fer hryllingur um mig, þegar mér verður hugsað til fjörutíu og fimm ára aldurs- ins.“ „Hvers vegna þá?“ sparði Rosalind sakleysilega. ,Eigið þér slæmar endurminnmgar frá því aldursskeiði?“ Hinn þekkti, ameríski pró- fessor, William Lyon Phelps, var eitt sinn kynntur fyrir rit- höfundi, sem ekki hafði orð á sér fyrir mikla hæfileika. Þessi rithöfundur hafði eink- um gefið sig að samningu ævi- sagna. „Mig hefir alltaf langað til þess að skrifa bók um yður,“ sagði rithöfundurinn við Phelps. „Ég vona, að það komi í minn hlut að skrifa ævisögu yðar, þegar þér eruð látnir.“ „Já, já, þetta hefir mig lengi grunað,“ sagði Phelps þurr- lega, „það er einmitt það, sem heldur lífinu í mér.“ Eitt sinn, er Alexander Dum as kom heim úr samkvæmi, var hann spurður, hvernig það hefði tekizt. „Það var hræðilegt,“ anzaði Dumas. „Ef ÉG hefði ekki ver- ið þar, þá hefði ÉG drepist úr leiðindum!“ Mark Twain skrapp í heim- sókn til nágranna síns. í einni af bókahillunum sá hann bók, sem hann langaði mikið til að lesa. Hann spurði því nágrann- ann, hvort hann vildi lána sér bókina. „Kæri Mark,“ svaraði ná- granninn. „Þér eruð velkom- inn að lesa bókina. En þú verð- ur þá að lesa hana hérna á staðnum. Það er nefnilega ófrá- víkjanleg regla hjá mér að lána aldrei bækur út úr safn- inu mínu.“ Fáeinum dögum seinna kom granninn yfir til Marks og spurði hvort hann gæti ekki lánað sér garðsláttuvélina sína, sín væri í ólagi. „Með mestu ánægju,“ svar- aði Twain. „En þú verður að nota hana hérna á blettinum mínum. Það er nefnilega föst regla hjá mér, að lána hana aldrei út af lóðinni.“

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.