Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.11.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 03.11.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI Fífldjörf l> | ö r g‘ ii ii Fólkið var að danða koinið áti á heimskau tsisnum. Fina vnn þess var. að fífldjjörfnm flugmönnnm tækist að lenda bjarga því. SNARBRATTIR jakatindar, sem gnæfðu 40 fet upp yfir rússneska flutningaskipinu Chelyuskin, bruztu skyndilega sundur með drynjandi hávaða, eins og vetnissprengja. Skipið prjónaði eins og hestur, sem reynir að losna við knapann aí baki sér, og liðaðist sundur um leið og ísspjótin gengu í gegn um það og inn í vélarrúmið og ollu ketilsprengingu. Á andartaki fór út um þúf- ur sú vandlega hugsaða ráða- gerð farþeganna að yfirgefa skipið í rólegheitum og með nægan útbúnað. Þeir ruku riú upp til handa og fóta, flækt- ust hver um annan þveran i ofboði og án nokkurrar fyrir- hyggju, og jafnframt tók sk.ip- ið að sökkva undir þeim. Voronin skipstjóri, sem stóð uppi ' útsýniskörfu miðmast- urs, greip um beingaddaðan kaðal við fætur sér, um leið og skipið tók hinn skyndilega halla, og renndi sér niður a ís- inn. ísinn þjarmaði nú æ meir að skipinu, og á þilfari stóð stjórnandi heimsskautsleiðang- ursins, Otto Julius Schmidt, og hrópaði fyrirskipanir til ráð- stola farþeganna og áhafnar- innar, en brakið og brestirnir í ísjökunum kæfðu orð hans með öllu. Fyrsti vélstjóri, Toikin, var illa nrer.ndur eftir ketilspreng- inguna, en reyndi þó að bjarga örvilnaðri stúlku með því að kasta henni fyrir borð og út á ísbreiðuna. „Komið ykkur út á ísinn!“ hrópaði Schimdt skipandi. „All- ir út á ísinn! — Skipið spring- ur eða sekkur á hverju augna- bliki!" Voronin var nú kominn um borð aftur og öskraði af lífs og sálar kröftum til farþega og áhafnar (með skammbyssu í hendi), að fólk skyldi varpa sér út á ísinn. Einhver reið á vaðið, og eftir það fór hver af öðrum fyrir borð. „Birgðirnar! Birgðirnar!*' hrópaði Schmidt hásum rómi og fór að henda matarkössum og öðrum birgðum útbyrðis. Áhöfnin aðstoðaði hann við að koma eins miklu fyrir borð og hægt var, áður en skipið hyrfi undir ísinn. Fimmtán mínútum eftir, að skipið lenti á ísnum, var það horfið í hafsins djúp. Hundrað skjálfandi farþegar og áhöfn stóðu í hnapp á ís- breiðunni og horfðu á siglu- toppana hverfa. — ★ — ÞAÐ MÁ furðulegt heita, að ekki nema einn maður skyldi láta Jífið í þessum ósköpum. — Boris Mogilyevitch, báts- maður hikaði andartaki oí lengi við að yfirgefa skipið, og fimmtíu tonn af hrynjandi borgarís skullu yfir hann — og þar með var hann úr sög- únni. „Við erum í skelfilegri hættu,‘- mælti þýzki prófessor- inn.“ Ég og Voronin skipstjóri höfum áður verið úti á ísbreið- unum, og við skynjum hætt- una.“ Að svo mæltu gerði Schmidt fljótlega áætlun um, hvað að- hafast skyldi, svo að hópurinn mætti sem lengst halda lífinu. „Skýli yfir höfuðið,“ hróp- aði hann upp. „Þess arna þurf- um við nauðsynlegast með. Annar stormur mun skella á, og ef við stöndum á víðavangi er úti um okkur. Frostið kemst niður í sextíu eða sjötíu stig. Nú verður hver og einn, kon- ur sem karlmenn, að láta hendur standa fram úr erm- um.“ Himinninn skipti litum ugg- vænlega, frá stálgráu yfir í soi'ta, á meðan skipbrotsmenn- irnir reyndu að búa um sig til bráðabirgða. Öllum var ljóst, að þeir voru staddir á ísbreiðu en þeir gátu aðeins getið sér til uin, hve stór eða lítil hún var. Svo var það, að ofviðrið skall á, næsta fyrirvaralaust, og svalg allt í blindhríð og nístandi frostbitru. Frostið komst úr 55 stigum niður í 70 stig á skömmum tíma. Allir vissu, að það skipti aðeins fáeinum dögum, jafnvel klukkustundum, unz hópurinn lyti ; lægra haldi fyrir þessu frostna víti. Björgun virtist með ÖIlu óhugsandi. Ekki var neinn sá ísbrjótur til, er kom- izt gæt) gegn um annað eins I ísbákn, og sá möguleiki, að björgunarsveit með hundasleða hefði upp á þeim, virtist harla smár. En í öllu myrkrinu og djöf- ulgangi stórhríðarinnar heyrð- ist Schmidt mæla fyrir munm sér: ,Aðeins eitt: þið megið ekki láta neitt æði grípa ykk- ur. Reynið ekki meira á ykk- ur en nauðsyn ber til. Við vitum, að möguleikarnir á björgun eru rýrir. Vonandi á það ekki fyrir okkur að liggja að deyja hér, en við verðum að berjast ægilegri baráttu fyrir lífinu.“ — ★ — VORONIN spurði í myrkr- inu: „Hvar ertu Krenkel? Heldurðu að senditækið þitt sé starfhæft?“ „Ég veit það ekki, skipstjóri. En fyrsta skilyrðið er að reist verði hátt mastur, svo að hægt sé að ná yfir eins vítt svæði og við getum, svo að við ná- um sambandi við umheiminn. Mastrið verður að grafast gegn um snjóinn og niður í fastan ís, ef það á að standast storm- inn.“ „Hvað um rafgeymana?" „Þeir ættu að geta dugað, meðan við sendum nauðsyrileg- astar íréttir um allar hörmung- arnar. En við erum fjarri öll- um, og eina von okkar er Wellen og Cape North. Hvor tveggja staðanna eru innan við 100 mílna fjarlægð." Það sló þögn á hópinn um leið og sviptibyljirnir jukust að afli og ofsa. Undir fólkinu nötraði ísbreiðan, hófst og hneig, hægt en óaflátanlega, eftir bylgjugangi sjávarins. Schmidt vissi, að ísbreiða þessi var á reki norður á bóg- inn, og að á eftir henni rak borgarís, rétt eins og sá, sem orðið hafði skipinu að grandi. Schmidt var einnig Ijóst, enda þótt hann vildi ekki viður- kenna það, að leiðangur hans, sem sendur hafði verið út af örkinni, til að staðsetja minni- háttar vísindaatriði, hafði feng- ið sinn dauðadóm. -★- ÞEGAR Schmidt hafði með góðum árangri vísað sovézka ísbrjótnum Siberiakov veg gegnurn ís norðaustur-íshafsins sumarið 1932, sannfærði hann Rússana um, að hann myndi cinnig geta leiðbeint venjulegu flutningaskipi eins og Chelyu- skin sömu leið á sama tíma; og til að sanna þessa staðhæf- ingu tók hann við Chelyuskin og lagði upp í förina þaðan 8. ágúst, árið 1933. Enda þótt Schmidt væri það á móti skapi, varð hann að verða við tilmælum Rússa um að hafa viðkomu á Wrangel- ey og taka þar við 70 manns, þ.á.m. konum og börnum, sem þar höfðu haft búsetu, en þetta var krókur út úr þeirri leið, sem hann hafði hugsað sér. Fimm mínútum eftir að Chclyuskin létti akkerum við Wrangel-ey, skall yfir blind- hríð eins og hún verst getur orðið. Frá þeirri stundu hrakti skipið fyrir veðrum og vindi, a.m.k. 14 stundir dag hvern, þar sem það mjakaðist í áttina að Kyrrahafi, aðeins 18 mílur í burtu. 24.000 hestafla vélar þess áttu fullt í fangi með að þoka því áfram gegnum þann ís, sem hrannaðist að úr öll- um áttum. Þeir Schmidt og Voronin bÖlvuðu því óláni, að hafa þurft að koma við á Wrangel- ey. Sú viðkoma hafði gripið fram í áætlun þeirra, og átta- tíu dýrmætar klukkustundir höfðu glatazt. Eins og ástatt var eftir fyrsta storminn, varð að taka á öllu, ef komast átti heilu og höldnu út í Kyrrahaf. En enginn hafði orð á þeirri ógn, sem bjó um sig innra með hverjum og einum: að Chelyuskin myndi lenda í klemmu milli ísjakanna og bresta eins og eggjaskurn. Á einni nóttu bólgnaði ísinn umhverfis skipið upp, unz hann myndaði háar svellbung- ur og jakatinda, sem hótuðu því að hrynja yfir skipið og hindruðu jafnframt för þess á allar hliðar. Ofan úr tunnunni á mastrinu stjórnaði Voronin sjálfur för þess, eftir því sem við varð komið; ef hann sá opna vök innan við 50 stikna fjarlægð, hrópaði hann hástöf- um, að siglt skyldi í átt þang- að — en áður en hann hafði lokið fyrirskipuninni hafði hríðarveður oftast nær skollið á og byrgt alla útsýn. Það var því einn kostur að láta við kyrrt sitja. Þegar morgungráminn boð- aði loks komu nýs dags, sat skipið blýfast í ísnum. — -★- TOIKIN vélstjóri kynnti katlana í því skyni að koma í veg fyrir, að skrúfan frysi föst, en sú tilraun var jafnframt hættuleg, því hún kostaði það, að kola og vatnsforði skipsins eyddist óhugnanlega ört. Þann ig liðu átta dagar, og hver hríðarbylurinn kom á fætur Öðrum. Svo var það á níunda degi, að vök sást í 50. stika fjarlægð. Vorbnin fyrirskipaði þegar að setja á fulla ferð, í von um að brjótast þangað. _ Af öllu afli, og með þeim á- setningi að brjótast gegnum ís- hiannirnar, barst Chelyuskin í átt til Kolyouchin-eyj ar, og veðrið var við það sama. Næstu tvo sólarhringana var stanzlaust 50 stiga frost. Toikin upplýsti, um leið og siglt var framhjá Kolyouchin- ey, að vatnsbirgðir skipsins væru að þrotum komnar, og Voronin skipaði mönnum að bræða snjó og dæla inn í vatnsgeyma skipsins. Skipið var orðið á eftir tím- anum; ef allt hefði gengið að óskum, hefði það átt að vera komið út í Kyrrahaf fyrir löngu. Komið var langt fram í nóvember og hin langa heims- skautsnótt skollin á; sú þrek- raun að stjórna skipinu í hálf- rökkri því, sem átti að heita dagsbirta, var sannkölluð mar- tröð. Hinn 1. desember hafði skip- ið aðeins þokazt um þrjár míl- ur frá því það var við Kolyou- chin-ey. Það sat fast í ís á alla vegu. Dagurinn var orðinn það skammur, að aðeins þrjár stundir mátti kalla ratljóst. Milljónir tonna af is þrengdu sér að skipinu, og þá var það sem þeir Voronin og Schmidt ákváðu að undirbúa algjöran og almennan flótta frá borði, sem gripið yrði til, ef bráð hætta steðjaði skyndilega að. Á jóladag skall á sú mesta

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.