Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.11.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 03.11.1972, Blaðsíða 6
6 m ymuiÐjjsioi aftur eða fljúga út í cxpiran dauðann.“ Næstu tvo daga, á meðan hinar flugvélarnar voru búnar undir leitina gerði Lyapidevski 36 tilraunir til að hafa uppi á hinum einangraða hópi, en hraktist jafnan til baka undan blindhríðinni, ellegar vegna benzínskorts og vélarbilunar. —★ — KRENKEL hafði verið sagt, að verið væri að gera björgun- artilraunir, og hópurinn hóf undirbúinn flótta, í átt til meginlandsins, undir forustu prófessors Schmidts. Hríðar- stormur geisaði, jakinn brast í sundur og mikið af birgðum fólksins flaut út í myrkrið og storminn. Enn varð hópurinn að halda kyrru fyrir. Hinn 5. maiz sá hópurinn ekki fram á annað en dauðar.n. Engin fiugvélanna hafði náð að komast i samband við hann, og nótt ng dag var nú næstum jafn dimmt. Krenkeí sendi síðasta skeyt- ið, áður en raihjöðurnar tæmd ust: „Aðstaðan vonlaus. Afber- um þetta ekki lengur. Kveðjur til allra.“ Skeytið var undirrit- að af Schmidt. Næsta morgun var öllu mild- ara í veðri en venjulega. Um leið og Lyapidevski kom sér fyrir i flugvélinni sinni, sagði hann við fylgdarmann sinn: í dag i'ljúgum við gegnum hvsð sem fyrir verður — hvirfil- bylji, blindhríðar og hvað sem það heitir. Fólkið er að dauða komið; það er um 100 manns- líf að ræða á móts við ■ okkar tvö. Við verðum að finna hóp- inn!“ Vélin rann, hálfvegis út á hlið, eftir hálli brautinni og komst á loft. Þetta var óheilla- vænlega þögull morgun, him- inninn dökkur og drungalegur, en stefnan var tekin þangað sem gizkað var á, að hópinn væri helzt að finna. Hvert sem litið var, sást ekkert nema bláhvít ísauðnin með einstöku vökum inn á milli. Þeir höfðu verið á flugi í u.þ.b. þrjár klukkustundir og voru að hugsa um að snúa við, til að sækja meira eldsneyti, þegar Lyapidevski þóttist taka eftir einhverju dökkleitu niðri á ísnum. Það leit einna helzt út eins og reykur, sem lyppað- ist upp í grárri skímunni. Hann lét vélina hnita hring yfir staðnum. Og er hann lækk aði flugið, greindi hann dökka díla — fólk — á hlaupum fram með jakarönd og veifaði hönd- um í ofboði. Lyapidevski flaug nú yfir tii- tölulega slétta ísrák, sem hann þóttist vita að væri tilrudd sem hugsanlegur lendingastað- ur. Hún var varla .nema 150 fet á lengd, og umhverfis stóðu háar egghvassar jakastrýtur. Fólkið raðaði sér meðfram henni, til að auðvelda flug- manninum betur að átta sig á takmörkum hennar í skím- unní — ★— RÚSSINN gretti sig og gerði tilraun til að lenda, upp á líf og dauða. Óðara er vélin snerti flötinn, stöðvaði hann hana, og hún rann eftir hálum fletinum, stjórnlaust,, en staðnæmdist ör- skammt þaðan sem fólkið stóð, og mátti engu muna að hún rækist í jakabrún íyrir braut- arendanum. Um leið og hópur- inn þusti að, til að bjóða þá félaga velkomna, hoppaði Lyap idevsid niður. „Það er enginn tími til fagn- aðarfunda,“ sagði hann. „Tím- inn er að ganga okkur úr greipum. Vélin getur að öllu eðlilegu tekið sjö manns, en ég ætla mér að taka 10. En fyr- ir alla muni — hafið harðann á!“ Tíu rosknustu konurnar voru settar í vélina, ásamt tveim börnum, og troðið inn í skrokk inn. „Fyrir alla muni — haíið hraðan á!“ hrópaði Lyapidev- ski bænarrómi. „Nú er frostið meira en 80 gráður. Ef við dveljumst lengur, kólnar svo á vélinni, að við getum ekki hafið okkur til flugs á þessari stuttu- ■braut!“.... ........ í þvl sem fyrsti gustur nýrr- ar blindhríðar og ofsaroks lék um brautina, lagði Lyapid- evski af stað með hinn þunga farm sinn og setti allan þann kraft í flugtakið, sem vélin þoldi. Við brautarendann gein djúp sprunga, sem ekkert gat hindrað að gleypti vélina og farm hennar, ef illa tækist til. Flugvélin rann áfram á ísbraut inni með feiknarhraða, en hún virtist aldrei ætla að geta losn- að og komist á loft. íssprungan framundan nálg- aðist óhugnanlega hratt, — en á síðustu stundu fann Lyapid- evski, að vélin var laus við brautina, og mátti þá engu muna, að hún færi fram af brúninm og niður í gjána. Kvenfólkið æpti, — en vélin var laus. Flugmennirnir önd- uðu léttara .. . Um leið og Lyapidevski lenti á brautinni við Wellen, sendu loftskeytamennirnir skeyti um heimsbyggðina þess efnis, að hið ólíklegassta björgum«rafrefc hefði verið unnið. En ennþá voru áttatíu Qg átta manns eftix úti á ísnum, og af vélum þeim, sem sendar höfðu verið frá Moskvu, voru aðeins þrjár færar um að gera tilraun til björgunar við þess- ar aðstæður. Skeyti var sent til bandaríska flughersins, sem hafði boðið fram alla mögulega hjálp, þ.á.m. aðstoð langfleygra véla, sem tóku þeim rússnesku langt fram. Óðara var flogið með rússneska menn til Banda- ríkjanna, til að taka við þeim flugvélum, sem boðnar voru; þær voru þrjár talsins. Tíu mínútum eftir að Pyapid evski lenti með farm sinn af konum og börnum, ætlaði hann að gera aðra björgunartilraun, en kyrrð morgunsins hafði nú umhverfzt í ofsarok og blind- hríð á norðurslóðum, svo að jafnvel þeim, sem dvöldust í Welleo þótti nóg um. Ofviðri þetta geisaði linnulaust í sex daga, og engin vél gat hafið sig til flugs. Hinn 14. marz lagði Lyaupidevski loks af stað aftur, ásamt fylgdarmanni sín- um. — ★ — ÞEIR höfðu nýlega lokið flugi yfir íshrannaðan sjó, í 70 stiga frosti, er annar hreyfill vélarinnar stöðvaðist og hinn tók að hiksta og rykkja. Lya- pidevski skimaði eftir mögu- legum löndunarstað, sem ekki virtist mikil von um á þessum slóðum. En á síðasta augna- bliki kom hann þó auga á is- flöt, sem hugsanlegt var að notast við. Vélin lenti í mjúkum snjó, stakkst á nefið og staðnæmd- ist á hvolfi. Samt sluppu þeir Lyapidevski og félagi hans ó- meiddir, svo furðulegt sem það má teljast; en þeir voru sem týndir og tröllum gefnir, þar sem þeir voru nú niðurkomnir og sáu um stund ekki fram á annað en hörmulegan dauða sinn — unz þeir komu auga á einmana mannveru þarna á snjóbreiðunni, Choukci-Indíána, sem var á leið til þorps síns í fjögurra klukkustunda göngu fjarlægð þaðan sem þeir voru. Öðrum björgunarflugmannin- um hlekktist einnig á. Vodo- pyanov og Doronin voru á leið til skipbrotsmannanna, er þeir lentu í ofsaroki og neydd- ust til að lenda. En þeim tókst að hafa sig á loft aftur, komast til hins nauð stadda fólks og taka við fjór tán manns, þótt stormurinn væri engan veginn liðinn hjá. Kamanir. og Molokov eyði- lögðu sína vél í nauðlendingu og urðu að fá eina af þeim vél- um, sem Bandaríkin buðu fram til vara. Hinn 7. apríl komu þeir út til hópsins, fundu Schmidt fár- veikan af lungnabólgu, þar sem hann hafði skrifað upp á lista það fólk, sem ætti að sitja fyrir björgun. Eigið nafn hans var neðst á þeim lista. Molokov var með litla vél, sem var ekki ætluð nema ein- um manni, auk flugmannsins, — en hann skipaði Voronin skipstjóra að tilnefna sex manns af þeim, sem verst væru á sig komnir. „Hvar ætlarðu að koma fyr- ir sex manns?“ spurði Voron- in tortrygginn, „Komdu bara með þá!“ hreytti Molokov út úr sér. Komið var með sex menn, og Molokov rýmdi eins til í plássinu fyrir aftan sæti sitt og hann frekast gat; hann komst að raun um, að þar mátti troða fjórum, enda þótt ekki væri gert ráð fyrir nema einum. Hann leit á þá tvo, sem eftir voru. Þeir voru báðir með háan hita og illa haldnir. „Komdu með teppi,“ hrópaði Molokov. „Vefðu því utan um þá eins og múmíur — Það er betra, að þeir fái að reyna á sig í tvo klukkutíma en að þeir séu hér eftir og geispi golunni. Það er ekki víst, að nokkur vél komist hingað aftur næstu tvo eða þrjá dagana.“ — ★ — MOLOKOV tók fallhlífa-pok- ana úr skorðum þeirra milli vængjanna, lét vefja mennina tvo í teppi, skorðaði þá síðan sinn hvorum megin við vélar- bolinn, milli efri og neðri vængjar og batt þá kyrfilega. Voronin hristi höfuðið. Það er fjarri öllu lagi að hugsa sér, að svo lítil vél, ætluð tveim mönnum, gæti hafið sig til flugs með fimm menn innan- borðs og tvo að auki bundna við vængina!" „Þú ert ekki með öllum mjalla!“ hrópaði Voronin, um leið og Molokov klifraði upp í sæti sitt. „Þú kemst aldrei á loft með þennan þunga. Þið drepið ykkur alla!“ Molokov ók vélinni eins langt og hann komst út a brautarendann; setti síðan í gang af öllum krafti. Með öllu afli, sem vélin átti til, rauk hún eftir ísbreiðunni og vék sitt til hvorrar hliðar með sinn þunga farm. Þegar hún nálgaðist óðfluga gjána við hinn brautarendann, þustu menn til, sannfærðir um að vél in myndi steypast fram af, en reynandi væri að bjarga hinum slösuðu, ef þeir kæmust þá lífs af. En í því sem vélin kom að brúninni, kippti Molokov í hæðarstýrið, og í sömu andrá var hin litla flugvél laus við jörðina. Svitinn perlaðist á enni Molokovs, er hann setti stefnuna í átt til Wellen — með þann ótrúlegasta mann- fjölda innanborðs, sem nokkur vél hefur flogið með fyrr eða síðar. Þegar menn hlupu til, til að taka á móti vélinni á áfanga- stað og hjálpa hinum veiku farþegum, ætluðu þeir varla að trúa sínum eigin augum, er þeir sáu mennina tvo burtdna við vængina. Hvorugum þeirra hafði orðið meint af ferðinni, enda jöfnuðu þeir sig báðir furðu fljótt, eftir að þeir höföu verið fluttir í sjúkrahús. — ★ — ÚTI Á ísjakanum var ástand- ið hins vegar stöðugt alvar- legra. Jakinn var tekinn að gliðna alvarlega sundur, og að- vífandi jakar þrýstu að honum á alla vegu og hótuðu að færa hann í kaf, þegar minnst varði. í ljós kom heljarstór borgarís- jaki, sem mjakaðist að jaka- hrönninni, þar sem fólkið hafð- ist við, og hótaði að færa allt í kaf. Menn horfðu á hann nálgast smátt og smátt, og fengu ekkert að gert. í Wellen lét Molokov litlu flugvélina eiga sig, en lagði nú af stað í stórri, bandarískri vél, einsamall, enda þótt hún væri ætluð fyrir tvo flugmenn. Hon- um tókst lendingin vel og í þeirri för bjargaði hann 16 manns. Sama dag lagði hann enn af stað, rétt í því sem ís- inn var tekinn að gliðna sund- ur til muna og bjargaði 15. Alls bjargaði Molokov 39 manns — auk þeirra sex, sem hann bjargaði í litlu vélinni. Ein björgunarflugvélin flutti loks prófessor Schmidt, með- vitundarlausan; hann hafði harðneitað því að láta flytja sig brott fyrr en allir aðrir væru komnir í örugga höfn. Ef hann hefði haft meðvitund, myndi hann enn hafa neitað að víkja á brott, því að enn voru margir eftir úti á ísnum. Að lokum sótti Shepnyov alla þá, sem eftir voru, að und- anskildum Voronin skipstjóra, Borbov stýrimanni og Krenkel loftskeytamanni. Þegar Shep- nyov kom úr ferðinni,' sagði hann, að gefa yrði upp alla von um að bjarga þeim þre- menningunum. „Lendingarbrautin er að gliðna í sundur,“ sagði hann dapurlega. „Þar getur engjn flugvél lent framar. Við getuj*n aðeins vonað, að mönnunum takist að komast yfir á arman ísjaka, þar sem hugsbaniegt væri að lenda.“ Molokov mælti: „Við getum ekki gefið upp vonina að bjarga þeim. Ég legg af stað sjálfur.“ — ★ — OFSAROK og snjókoma hafði næstum byrgt alla sýn, er hann kom á staðinn, og hann flaug svo lágt, að annað skíði vélarinnar straukst við jakatopp, og minnstu munaði að það brotnaði af. Molokov kom auga á mennina sem veif- uðu allt hvað af tók til merkis um, að ekki skyldi lent. En hann hélt áfram að sveima um stund uppi yfir þeim, unz hann tók þá ákvörðun að lækka flugið niður á sundursprungna brautina. Hann stöðvaði mótorinn um leið og vélin snerti brautina, en hún rann út á endann og hringsnerist þar af einskærri tilviljun áður en hún færi fram af. Svo stóð hún kyrr. Þremenningarnir komu hlaup andi í áttina til vélarinnar. „Komið upp í! í snarkasti!“ hrópaði Molokov. Mennirnir klöngruðust upp í og komu sér fyrir aftan við flugmannssætið, um leið og Molokov setti vélina í gang og reyndi að grilla brautina í gegnum þétt hríðai’kófið. Svo spýtti hann í lófana og lagði af stað — — Farseðlar ti! í vetur Só/arfrí i skammdeginu Allar nánari upplýsingar veitir: FERDASKR/FSTOFAN URVAL PÓSTHÚSSTRÆTI 2, REYKJAVÍK S(MI 2 69 00

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.