Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.11.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 03.11.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Boeing 727 þotur vinsælastar meðal farþega og flugfélaga í síöasta mánuði náðu Boe- ing-flucvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum takmarki, sem sagt er að lengi hafi verið óskadraumur flugvélaframleið- enda: Að framleiða og selja yfir 1000 farþegaþotur af sömu grundvallargerð. Sú þotugerð, sem reynst hef- ir svo vinsæl meðal farþega og flugfélaga, er okkur íslending- um að góðu kunn, Boeing 727, sein hefir verið í notkun hjá Flugl'élagi íslands síðan 1. júlí 1967. Það sem af er þessu ári hafa Boeing-verksmiðjurnar selt 118 Jiotur af þessari vinsælu gerð, enda þótt nýjar gerðir, sem mikið hafa verið auglýstar, hafi komið á markaðinn. Undlrbúningur að smíði Boe- ing 727 þotunnar hófst nokkru fyrir 1960. Boeing 707 fjögurra hreyfla þotur voru um þær mundir að komast í notkun og ollu þáttaskilum í farþegaflugi, þótt ýmsir erfiðleikar steðjuðu að í fyrstu. Boeing 707 þotur voru-gerð- ar fyrir langar flugleiðir. Þriggja hreyfla þotan Boeing 727 var hins vegar smíðuð fyr- ir millivegalengdir, og sem slik hefir hún reynst afburða hag- kvæm. Þegar fyrsta Boeing 727 þot- an var fullsmíðuð, hinn 27. nóvember 1962, höfðu verk- fræðingar og tæknimenn Eoe- .ing-verksmiðjanna unnið við teikmngar og gerð þotunnar í rúmlega fjögur og hálft ár. Yf- ir 150 mismunandi teikningar af flugvélinni voru reiknaðar út og rannsakaðar. í fyrstu var hugmyndin að hafa þessa nýju þotu tveggja hreyfla. Síðan var horfið til fjögurra hreyfla fyrirkomulags, en um síðir kom sú hugmynd fram, sem smíðuð var eftir: Þriggja hreyfla þota með háu T-stéli. Mjög snemma í þessum rann sóknum hafði það hins vegar verið ákveðið, að skrokkur þot- unnar yrði af sömu breidd og Boeing 707. Farþegar myndu njóta sömu þæginda og rýmis og í þeim langfleygu þotum og að auki yrðu sæti, eldhús- útbúnaður o. fl. af sömu gerð. Árið 1967 kom á markaðinn lengd gerð af Boeing 727. Hún bar fleiri farþega, en hafði ekki sama flugþol og fyrri gerðin. Nú i ár kom enn ný gerð af Boeing 727 á markaðinn, sem sameinar kosti beggja fyrri gerða; hefir sama flug- þol og t.d. þotur Flugfélags ts- lands, og ber jafnframt fleiri farþega. Nú eru Boeing 727 þotur i notkun hjá 56 flugfélögum víðs vegar um heiminn, og þær fljúga áætlunarflug milli 108 landa. Á hverjum degi eru flugtök og lendingar um 5200 og að meðaltali munu þær flytja um milljónarþriðjung farþega á hverjum degi. \y og gi æsileg fitmyndabúk H IÍLAXII - TIIE IHNSPOILLD LAI\D Ný og vönduð myndabók um ísland er komin á markaðinn. Kemur hún samtímis á tveim- ur tungumálum, ensku og þýzku, og er gafin út af ICE- LAND REVIEW. Á ensku nefnist bókin ICE- LAND — THE UNSPOILED LAND, og eins og nafnið bend- ir til er þar megináherzla lögð á hina margbreytilegu og ó- snortnu náttúru, landsins, en atvinnuvegum og lífi fólksins í landinu eru líka gerð skil. Er þetta litskrúðug bók og eiguleg, en að verði mitt á milli dýrra bóka og ódýrra, 666 krónur með söluskatti. í þessari nýju bók eru ein- göngu litmyndir. Eru þær eft- ir ýmsa af færustu Ijósmynd- urum landsins. Gunnar Hann- esson á tiltölulega flestar mynd irnar í bókinni, en hann er þegar þekktur fyrir frábærir landslagsmyndir. Einstakir kaflar eru tileink- aðir: Þingvöllum, eldfjöllum, jarðhitanum, jöklunum, ám og fossum, sjávarútvegi, strand- lengjunni, fuglalífinu, óbyggð- um, Akureyri og Mývatnssvæð- inu, búskapnum, Skaftafelli og Reykjavík. Með þessari bók er ætlun út- gefenda að leggja grundvöll að nýjum bókaflokki, sem nefnist ICELAND REVIEW BOOKS. Er stefnt að því að framhaldið verði í svipuðum dúr og þessi fyrsta myndabók útgáfunnar. Vísir að öðrum bókaflokki hefur einnig sprottið frá sömu aðilum: ICELAND REVIEW LIBRARY, sem stefnir að því að kynna íslenzkar bókmenntir erlendis. Hafa þegar komið út í enskri þýðingu ljóðasafn og smásagnasafn. Ef bækur í flokkunum gefa þessari bók ekki eftir, verða þetta frábærir bókaflokkar eins og vænta má af ritstjórum Iceland Review og öðrum, sem að því riti standa, því það er glæsilegasta og eigulegasta tímaritið, sem íslenzkir menn standa að og er hin bezta kynning erlendis fyrir land okkar og þjóð. glasbotninum Tíminn var dýrmætur Á leið'inni til vígstööv- anna hafði liössveitin kort- érs viödvöl í heimabæ Ax- els, og velviljaöur liösfor- ingi leyföi honum aö skreppa heim. Hann hljóp af staö 1 glampandi sólskini — og 14 mínútum og 59 sekúnd- um seinna kom Axel móö- ur og másandi til baka — holdvotur! „Hvernig í fjandanum er þaö, sem þér lítið út, maö- ur?“ spuröi liðsforinginn „Tilkynni yður, aö kon- an. mín var í baöi.. Franskur dans Sonurinn hafði verið á œskulýösskemmtun. „Jœja,“ sögðu foreldrar hans, pegar hann kom heim um nóttina, „var ekki gaman?“ „Jú, œgilega,“ svaraöi pilturinn sannleikanum samkvæmt, „en við vorum hálf-spœld, pegar Halli feiti hlammaöi sér ofan á dansplöturnar og braut pœr allar.“ „Og pá hafið pið hœtt að dansa?“ „Nei, nei, restina af kvöldinu dönsuðum við eft ir kennsluplötu í frönsku!“ Búktalarinn og bóndinn Nýr dýralœknir var kom inn í héraðið — hinn mesi grínisti, ■ sem einnig var búktalari. Dag nokkurn var hann staddur hjá Jóni bónda og gerði svolítið gys að hon- um. Uti í fjósi spuröi liann kúna: „Hvað er paö bezta, sem pú veizt?“ „Nautið!“ svaraði hún. Og í hesthúsinu spurði hann hryssuna hins sama. „Graöfolinn!“ svaraði hún. En pá flýtti Jón sér út í svínastíu og greip í hnakk- ann á gyltunni: „Ef . dýnalœkninmn spyr pig um eitthvaö, pá skalt pú halda kjafti!“ ~K Vitið í buxunum Hún Jónína á skrifstof- unni var alræmd fyrir all- ar stafavillur sínar og næt- urgleðskap sinn. Og dag nokkurn sagöi forstjórinn viö liana umbúöalaust: „Ég held að vitið yðar sé 1 buxunum, Jónína mín!“ Nokkru seinna var Jón- ína i'rá vinu í tvo daga vegna veikinda. Þegar hún kom aftur spuföi forstjór- inn, hvað gengið hefði aö henni. „Heilablæöing,“ svaraöi hún. Kuldi Tveir menn sitja inni á vínbar og drekka vodka. „Hefurðu nokkurn tíma séö ísteninga með gati?“ spurði annar. „Já,“ svaraöi hinn, „ég hef verið giftur einum í yfir tuttugu ár!“ Grunsamlegt partí Þegar Steindór kom heim úr Háskólanum, vildi mamma hans endilega taka fötin upp úr ferða- töskunni hans. Fyrst tók liún upp frakka með á- festu veðlánaramerki. „Steindór, hvernig stend ur á pessum miða?“ spuröi liún. „Æ, mamma, ég fór í partí og veösetti frakkann — pað er allt og sumt.“ En svo dró hún upp bux- ur með sams kanar miða „Steindór,“ sagði hú brúnapung, „hvers konar partí var petta?“ Misskilningur Hjónin höfðu snúið bak- inu livort að öðru fyrir nóttina. Áður en maður sofnaði, leit hann á vekj- araklukkuna, sá að hún var stoppuð, og varð að orði: „Nei, heldurðu ekki að gamli skrattakollurinn standi aftur!“ „Jæja þá,“ sagði konan gleðilaust, „Ég verð þá víst að snúa mér aftur.“ Maðurinn sagði . . . — Ef Árni vinur minn hefði verið bók, myndi hún hafa verið bönnuð. — Kunningjar eru vinir, sem hafa ekkert á hvorn annan-ennþá . . . — Dragðu ekki neitt til morguns, sem þú getur fengið einhvern annan til að gera fyrir þig í dag. — Sá maður, sem heldur að hann sé vitibornari en konan hans, er kvæntur klárri konu. — Það er auðvelt að láta konuna sína hlýða sér . . . bara segja henni að gera það, sem henni sýnist. Nokkrir stuttir . . . Anna: — Nei, ég giftfet ekki fil fjár — ég skildi til l jár . . . Eva: — Sá er munurinn, að ég kvæntist manni, sem lítur á sig sem úlf, en ég lít á liann sem mink. — ★ — — Hvers vegna segist kona hafa verið í búðar- ferðum, þegar hún hefur ekkert keypt? — Hvers vcgna scgist karlmaður liafa verið á lax- veiðum, þegar hann hefur ekkert veitt? — ★ — — Hvernig hefur konan þín það, Jón? — Stundum cr hún betri, og stundum er hún vcrri. En eins og hún er, þegar hún er betri, þá er ég far- inn að halda, að hún sé betri,.þegar-húmor^\(tw!

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.