Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 10.11.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 10.11.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VlKUTÍÐINDi Otgetandi og ntstjón: Geir Gunnarsson Ritstjóm og augiýsingax Hverfisgötu 101A, 2. hæð Sími 26833 Pósth. 5094 Prentun: Prentam. pjóðviljans Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamét: Nýja prentmynda- gerðin Skartsalir lögreglunnar í ameríska sjónvarpinu hafa verið þættir um við- ureign bandarísku ríkislög- reglunnar við eiturbrasara frá Italíu, sem blönduðu góðborgurum ólöglega drykki — og var þá skammt í skothylki og skammsýn glæpasjónarmið. Fólk, sem bjó við þetta, minnist þessara viðureigna sem stríðs milli íra og ítala. — írarnir voru í lögregl- unni, en ítalirnir í Mafí- unni. Þá var nú ekki húsakynn- um fyrir að fara hjá þess- um ágætu lögreglumönnum eftir myndum að dæma. En afköstin urðu þeim mun meiri Lögreglumennirnir urðu dáðir — óskabörn lög- hlýðinni borgaranna — ör- yggisvernd gegn spillingu í skjóli peningavalds. Sýniglæsi í mynd íburðar, hvort sem um húsnæði eða öðrum ytri . búnaði er að ræða, verður aldrei til ár- angurs, nema siður sé. Nýj- ar og glæstar lögreglustöðv- ar eru ágætar, ef útlit er sem afleiðing. Nú hefur hinn stjörnum prýddi lögreglustjóri okkar fengið verðugt húsnæöi. Vonandi stendur hann und- ir skrúðstakki sínum í hinni glæstu höll, engu síö- ur en í gömlu símstööinni við Pósthússtræti. Ytri búnaður og peningar urðu ekki sigurmerki írsku lögreglumannanna, sem báru sigurorð af A1 Capone og hans félögum, þegar á- fengisbannið og glæpafélög- in réðu lögum og lofum í Vesturheimi. Óeigingimi og samvizku- semi í starfi eru þeir hlutir, sem lögvarzla er byggð á og Ný vikutíðindi trúa lög- reglustjóra til að halda í heiðri. En til þess þarf hann að hafa þjóna, sem hann get- ur treyst. Höllin, sem borgararnir hafa byggt yfir skrifstofur lögverndara sinna, er ekki til neins annars en að þeir hafi starfssvið til löggæzlu. Svo er eftir að sjá, hvað þeir hinir sömu standa vel í sínum skyldustörfum í samræmi við skart og skraut. Ábyrgð fylgir vegsemd hverri. Fegurðardísin Irma Grese - eða „Ófreskjan í Belsen” Rekin að heiman 16 ára-22 ára var hún hengd FIMM tugir SS-varðmanna Belsen-fangabúðanna stóðu vandræðalegir, umkringdir vopnuðum brezkum hermönr.- um. Sumir þessara illræmdu varðmanna voru konur, m. a. Irma Grese, ljóshærð glæsi- gyðja, með ótta í augum. Aðeins nokkrum metrum frá stóð tryllingsleg kona, systir kvenfanga, sem dáið hafði úr hungri í búðunum, og krafðist þess að vera í einrúmi með lag lega kvenfangaverðinum í fimm mínútur ... Irma heyrði heiftina í rödd konunnar og varð hrædd — ef til vill í fyrsta skipti á æv- inni. Hefnigjarna konan var leidd í burtu frá Ijóshærða 22 ára illfyglinu, frá Belsen, sem titr-j aði af ótta. Það var nóg komið af dýrs-! legum og flankenndum dómum í fangabúðunum þennan dag — og raunar mörg ár. Kvenfangavörðurinn Irma Grese átti að fá að gjalda fyr- ir stríðsglæpi sína í gálganum fyrir tilstilli hins smávaxna og sköllótta brezka böðuls Alberts Pierrepoints, sem sendur var flugleiðis til Þýzkalands í þeim erindagerðum. Þá hafði hún náð sínu and- lega jafnvægi og gekk að gálg- anum með glotti á vörum. í dag — eftir meira en ald- arfjórðung — á nafnið Irma Grese eins sammerkt við grimmd og nafn 18. aldar var- ! mennisins Marquis de Sade, I sem bætt hefur nýju alþjóð- ' legu orði yfir kvalalosta. INNRÆTIÐ VAR DJÖFULLEGT. Ef cíæmigerð og líkkömnuð illskan hefur einhvern tíma verið á ferli hér á jörð, gæti hún naumast verið dýrslegri en þessi framleiðsluvara naz- istanna, sem riaut pyndinga og morða bak við gaddavísgirð- inganna í Belsen. „Hún-djöfull“, „Lærisveinn de Sades“. „ófreskja“ og þaðan af verri nöfnum nefndu blöð- in hana, þegar saga hennar kom i ljós. „Ljóshærða ófreskjan“ var algengasta nafnið á henni — Irma Grese. og Irma Grese, sem gætt var vandlega allan sólarhringinn, svo að hún léki ekki á böðui- inn, kumraði kuldalega, þegar hún frétti um lýsingu blaðanna á sér. Irma og glæpafélagi hennar, Kramer yfirfangavörður í Bel- sen (sem einnig var hengdur). urðu samnefnari þeirrar villi- mennsku, sem þróast hafði i fangabúðum nazistanna. Þegar stríðið brauizt út, var Heim á jóiunum Jólafargjöldin gilda fyrir ferðir til íslands, frá um 35 stöðum í Evrópu, allan desembermánuð. Farmiði á jólafargjaldi er vegleg jólagjöf til ættingja óg vina erlendis. Ferðaskrifstofurnar og umboðsmenn Loftleiða um allt Iand velta upplýsingar, taka á móti farpöntunum og selja farmiða. LOFTLEIDIR

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.