Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 10.11.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 10.11.1972, Blaðsíða 3
NÝ VJKUTÍÐINDI 3 Iwna sextán ára að aldri. Und- anfarin fimm ár hafði hún ver- ið virkur þátttakandi í Æsku- lýðsfylkingu Nazistaflokksins, renglulegur unglingur með fléttur, sem átti bágt með að aðgreina leiki frá stjórnmálum. Faðir hennar var Þjóðverji af gamla skólanum, sannfærð- ur um að þjóð sín væri öðrum fremri, en var tregur til að trúa uppskafningnum Adolf Hitler fyrir hugsjónum sínum. HÚN FLYTUR TIL LESBU. Irma, sem laumaðist kvöld eftir kvöld heiman frá sér á fund annarra Hitlers-æsku- manna og horfði hugfangin á blysfarir nazista um göturnar á árunum fyrir seinni heims- styrjöldina, bauð föður sínum byrginn. Hið óumflýjanlega gerðist, þegar- hún kvöld nokkurt kom heim i einkennisbúningi fanga- búðavarða (Grese hafði, eins og négrannar hennar, heyrt misjafnt orð fara af þeim stöð- um); og faðir hennar kastaði lienni á dyr. Irma leitaði þetta kvöld ekki á náðir vina sinna í Æskulýðs- fylkingunni, heldur fór hún til stórrar og vel vaxinnar vin- konu sinnar, sem bjó skammt frá heimili hennar. Þessi kvenmaður var alræmd lesba, sem lengi hafði leitað á þessa Ijóshærðu og laglegu ungu stúlku. Konan fékk talið Irmu á að flytja til sín — og þær bjuggu saman í næstum því ár ... Ekki er vitað hvort þetta var fyrsta reynsla Irmu í ó- eðlilegu kynlífi — en þessi vísir að því, á þroskaárum hennar kann að hafa vaxið smátt og smátt og orðið ör- lágar-íkiir þáttur í lífi hennar síðar meir. Rannsóknir á fyrri ára bak- sviði „Ófreskjunnar frá Bel- sen“ sanna, að þessi kona, sem Irma flýði til, þegar hún var rekin að heiman, var bæði haldin kvalalosta og sjálfspynd ingalosta. Gæti það hafa verið hjá henni, sem Irma — ofhlaðin kynfýsn, en áhugalaus um önd- vert kyn — fyrst fann nautn af að valda annarri konu kvöl — og síðar að ganga berserks- gang, þegar hún fékk vald yf- ir J.ífi og dauða svo margra? En hafi geðveiki ólgað ofar- lega undir yfirborðinu, vitnaði ískalt hátterni Irmu, meðan málaferli yfir henni fóru fram. gegn henni. Dómurunum krossbrá, þegar vitnaleiðslur Iciddu í ljós af hvílíkri grimmd hún hafði stjórnað 20.000 föngum, sem voru undir umsjá hennar. Þegar fyrrverandi kvenfang- ar, margir eins og gangandi beinagrindur, vitnuðu gegn henni, glápti Irma Grese ó- personlega upp í loftið í dóm- salnum. STRFIÐ í SS. Fyrsta verkefni hennar i SS var íangabúðavarzla í Ravens- bruck: en 1943 fluttist hún til Auschwitz og Belsen. Það var í Belsen, sem Irma, þá aðeins tvítug að aldri, var skipuð yf- irkvenfangavörður. Á hverjum morgni, klukkan á mínútunni sjö, gekk hún út úr húsi sínu, eftir góðan morg- unverð, yfir á aðaltorg fanga- búðanna og skipulagði skyldu- störf fangaflokkanna þann dag- inn. Irma gekk um í hvítri skyrtu, sem girt var niður í víðar reiðbuxur, og uppháum reiðstígvélum. Hún hélt á svipu með blýbryddaðri ól, og i vasa á fráhnepptum jakka hennar var hlaðin skamm- byssa. Á stígvélahælum hennar voru sporar. Ef hún brosti, þegar hún gekk um aðalbraggahverfið. vöruðu reyndir fangar þá ný- komnu alvarlega við henni og ráðlögðu þeim að hafa hægt um sig, meðan hún gengi fram- hjá. Því ískalt brosið var oft for- spil að æðiskasti, sem gat ena- að með því, að fangi yrði fyr- ir barðinu á henni, og yrði barinn, sparkað væri í hann unz hann væri að dauða kom inn og loks yrðu úlfhundarnir látnir gera út af við hann. í Auschwitz veitti hún kvala losta sínum útrás á kvenföng- um sínum m.a. með því, að þegar sólskin var og þeir — eða réttara sagt þær — voru að vir.na úti, lét hún kven- fangana vinna naktar niður að mitti. Konurnar kvöldust af sólbruna — og daginn eftir jafnve1 ennþá meira. Stundum átti Irma það til. að labba að fangabúðagirðing- unni og skilja eftir einhver á- höld rétt hinum megin við hana. Svo gekk hún til vinnu- flokksins, benti á einhverja stúlkuna og skipaði henni að sækja áhöldin. Afleiðingin varð næstum alltaf sú sama, að næsti vörður skaut fangann. En eftirlætisathöfn Irmu var að velja fanga í gasklefana. Vikulega gerði hún skrá yfir hina dauðadæmdu og fór svo til hvers einstaks og tilkynnti honum, hversu marga daga hún ætti eftir ■ ólifaða. I hvert skipti, sem hún sá einhverja af hinum dauða- dæmdu konum, kallaði hún til hennar og minnti hana á dag- inn, sem hún yrði tekin af lífi. Hún sundraði fjölskyldum — og naui þess að segja móður, að dóttir hennar myndi deyja, en sjálf myndi hún halda líli. VALIÐ í GASKLEFANA. Fyrir réttinum vitnaði gyð- ingakona nokkur svo: „SS-kon- an Grese bar ábyrgð á nafna- kalli, sem fór fram tvisvar á dag. Það stóð yfir í -tvo tíma og oftar lengur, jafnvel þrjá eða fjóra daga. „Ef mistök urðu við talning- una, voru fangarnir látnir standa þar til leiðrétting hafði fengizt, og það tók oft heilan dag. „Fangarnir fengú hvorki mat né drykk, og fólk datt oft nið- ur meðvitundarlaust. „Ef Grese kom, meðan á talningu stóð, lét hún fangana iðulega krjúpa á kné og standa þannig tímunum saman og halda á steinum hátt yfir höfði sér.“ „Stæði fangi ekki uppréttur, vegna þess að hann var veik burða, barði hún hann — eða réttara sagt hana — með gúmmíkylfu.“ Annað vitni sagði: „Ég hef verið viðstödd þegar Grese hef- ur fundið og rekið úr felu- stað sínum fanga, sem átti að fara í gasklefa. Framh. á bls. 4 KOMPAN Fratmynd. - Krakkaskríll. Óyndislegar aðfarir. Dýrt skip Það verður að teljast furðulegt, allt hólið, sem kvikmynd nokkur, sýnd í einu af bíóum borgarinnar, hefur hlot- ið. Heitir myndin „The Godfatlier“ og er gerð eftir samnefndri skáldsögu Maríó Púzós nokkurs. Skáldsabgan er óvenju skemmtileg lesning, þykkur doðrant, en þannig skrifaður, að maður leggur hann ekki gjarnan frá sér jyrr en búið er að lesa verkið til enda. Kvikmyndin hefur verið auglýst meira en almennt gerist um kvik- myndir, og er það haft fyrir satt, að Marlon Brando hafi fengið meiri pen- inga fyrir leik sinn í henni en áður hefur tíðkast um greiðslur fyrir kvik- myndaleik. Sannleikurinn um þessa mynd er samt í sem styttztu máli sá, að liún er nauðaómerkilegt og hrútleiðinlegt pródúkt, þrem tímum of langt, og leikur Marlon Brandos er svo fyrir neðan allar hellur að hann hefði ekki þótt gjaldgengur í Kálfshamarsvík, á meðan hún var enn menningarmið- stöð við austanverðan Húnaflóa. Sem sagt. — Fyrir alla muni — eyðið ekki tíma og peningum í þessa auglýstu fratmynd. Er ekki kominn tími til, að foreldr- ar geri sér Ijóst — og þá raunar ekki síður hinn almenni borgari — aö það tjón, sem unglingar valda er skaða- bótaskylt? Þannig er liœgt að ganga að foreldrum, ef unglingur brýtur rúðu, að ekki sé nú talaö um haus- inn á gamalli kellingu. Það hefur nefnilega farið talsvert í vöxt, að unglingar hafi farið með ófriði, brotið og bramlað eignir manna — og hefur þá stundum viljað brenna við aö þeir, sem fyrir skaöanum hafa orðið, liafa haldiö að ekki vœri hœgt að fá skaðann bœttann. Sem sagt, góðir hálsar. Látið for- eldrana blœða fyrir misgjörðir illa uppalinna ungmenna, sem hafa til skamms tíma haft samheitiö „skríll.“ Er það ekki, til dcemis, lýginni lík- ast að lesa blaöafregnir af innbroti í sumarbústað á Kjalarnesi, þar sem Borgarstjorinn. greinilega er farið inn í þeim einum tilgangi aö valda sem mestu tjóninu? Það hefur til skamms tíma ekki bein- línis þótt goögá, þótt maöur og kona lœddust inn í auðan sumarbústað eina nœturstund til að njótast í friði fyrir eiginmanninum cg eiginkonunni, en lýsingin á aöförunum i nefndum sumarbústað er slík að hverjum manni lílýtur að blöskra. Lögreglan verður að reyna að leggja áherzlu á að hafa hendur í hán þeirra skrílmenna, sem hér um rœðv — og þyrfti helst að taka í gagnið liegningu, sem Jónas frá Hriflu stakk upp á hérna um árið. „Sem sagt: rassskellið þá opinber- lega á Lœkjartorgi.“ Ósköp er það nú trist að sjá „Gull- foss“ liggja við hafnargarðinn ónot- aðan, og áð því er virðist engum til gagns. Þessi gamla skonnorta er sann- erlega búin að bera margan farþegga milli landa í góðum félagsskap og við glaum og gleði. Þótt undarlegt megi virðast hafa menn nú meiri áhuga á því að fljúga milli landa, en áður var, eins og það er nú miklu notaiegra að sigla í róleg- heitum í fjóra fimm daga í vellyst- ingum praktuglega. Nú er hins vegar svo komið að Eimskipafélag íslands sparar sér 21 milljón með því að láta „Gullfoss“ liggja, þó að þaö kosti félagið fjórar milljónir. Já, það er ekki á allra fœri aö skilja bísnissinn í dag. Er það ekki kostulegt með borgar- stjórann, hvað andstæðingar hans i pólitík eru mikið á móti því, að hann láti af störfum? Krítikkinni á störf hans hefur ekki linnt undanfarin ár; jafn þrœlómögulegan borgarstjóra gat varla, og núna, þegar manngreyið er aö láta af störfum, þá er eins og tals- verð eftirsjá sé i honum, og er deilt liart á liann fyrir að sinna ekki borg- arstjórastörfum út kjörtímabilið. Já, það er vandlifað í henni Reykja- vík, ekki hvað sizt ef maður stjórnar henni. ASSA. ■■^aaajMaaMHJManiaimmHmHI

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.