Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 10.11.1972, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 10.11.1972, Blaðsíða 5
NÝ VIKUTÍÐINDI 5 HeflatíkurAjéHVarfttö SUNNUDAGUR 12. nóv. 10.30 Big Picture 10.30 Odyssey in Black 11.00 Sacred Heart 11.15 Christophers 11.30 This Is The Life 12.00 Andy Griffith 12.30 CBS Golf Classic 13.15 Football Scoreboard 14.00 N.F.L./N Eng. vs N.Y. Jets 16.15 This Week In Pro Foot- ball 17.00 Challenge 18.00 Sports Challenge 18.30 Evening News 19.00 Walt Disney 20.000 From Yellowstone to Tomorrow 21.00 Mod Squad 22.00 Twelve O’Clock High 22.55 Final Edition 23.00 Northern Lights Play- bouse — Blood on the Arrow MÁNUDAGUR 13. nóv. 15.00 Partridge Family 15.30 Open House 16.15 Sesame Street 17.15 Daniel Boone 18.05 Doris Day 18.30 Evening News 19.00 Laugh-In 20.00 Monday Night Movie — Beauti and the Robot 21.30 Arnie 22.00 Football — Dallas vs. Detriot 00.20 Moment Of Reflection 00.15 Final Edition 00.20 Tonight Show ÞRIÐJUDAGUR 14. nóv. 15.00 Terrible Ten 15.05 Dusty’s Treehouse 15.30 Open House 16.10 Theater 8 — Ocean’s Eleven 17.40 Felony Squad 18.05 On Campus 18.30 Evening News 19.00 Rawhide 20.00 For Your Information 20.30 Julia 21.00 Carol Burnett 22.00 Hawaii 5—0 22.55 Moments Of Reflection 23.00 Fmal Edition 23.05 Forum Boxing MIÐVIKUDAGUR 15. nóv. 15.00 Nanny & the Prof 15.30 Open House 15.55 Theater 8 — Portrait of a Mobster 18.05 Mary Tyler Moore 18.30 Evening News 19.00 Route 66 20.00 Alternatives 20.30 Room 222 21.00 Dean Martin 22.00 Gunsmoke 22.55 Moment Of Reflection 23.00 Final Edition 23.05 Dick Cavett FIMMTUDAGUR 16. nóv. 15.00 Animal World 15.30 Open House 16.15 Theater 8 — Blood on the Arrow 18.05 Doin It 18.30 Evening News 19.00 Wild Wild West 20.00 Northern Currents 20.30 All In The Family 21.00 Flip Wilson 22.00 Fugitive 22.55 Moment Of Reflection 23.00 Final Edition 23.05 Northern Lights — Ocean’s Eleven FÖSTUDAGUR 17. nóv. 15.00 Wild Kingdom 15.30 Open House 16.10 Theater 8 — Beauty and the Robot 17.40 Addams Family 18.05 J. Mann Singers 18.30 Evening News 19.00 Information Special 20.00 As It Happened 20.30 Sanford & Son 21.00 Sonny & Cher 22.00 Perry Mason 22.55 Moments Of Reflection 23.00 Final Edition 23.05 Northem Lights Play- house — Yersterday and Today 00.10 N.F.L. Miami vs. Baltimore LAUGARDAGUR 18. nóv. 9.00 Cartoons 9.50 Gaptain Kangaroo 10.30 Sesame Street 11.30 Golden West Theater 12.00 Voyage To The Bottom Of The Sea 13.00 Pro Bowlers Tour 14.00 Sports Special 16.00 College Football Highlights 17.00 Kitty Wells 17.30 Buck Owens 18.00 Beverly Hillbillies 18.30 Evening News 18.45 Greatest Fights 19.00 Sport Special 19.30 Information Special 20.00 Direction 72 20.30 Lloyd Bridges 21.00 High Chapparral 22.00 Defenders 22.55 Moment Of Reflection 23.00 Final Edition 23.05 Northern Lights Play- house — Portrait of a Mobster einkum í þrennu, nefnilega að barna þær, lenda í fang- elsi fyrir að taka þær und- ir lögaldri og síðast en ekki sízt að vera blakkmeilaðir fyrir athæfiö. Annars ætti löggjafar- valdið að endurskoöa ald- urstakmark kvenna í þessu sambandi. Stúlkur eru miklu fyrr kynþroska en þegar lögin voru sett aö því er vísindin upplýsa. mm^^mmmmmmmmmm^^mmmmmmm * Viðburðarríkt Framhald af bls. 1 af sjónarsviðinu, en þær hef- ur Flugfélag íslands haft í notkun síðan árið 1946. Á þessu tímabili hafa marg ar aðrar tegundir verið í notkun, svo sem Skymaster Viscount og þar áður Grumm an, Norseman, Beachcraft og Waco, að ógleymdum De Haviland Rapide og Katalinu flugbátunum, sem gerðu garð inn frægan á sinni tíð. * Irma Grese Framh af bls. 3. Hún barði hann og mis- þyrmdi honum. Ég hef líka séð hana aðstoða með valdi flutn- ing á föngum í kerru, sem fara átti með þá í gasklefana.'1 Vitni nokkurt lýsir því, hvað gerðist í „móttökusalnum“, þar sem kvenfangar biðu dóms um líf eða dauða. „Grese hafði ærið að staría. Öllum konunum í braggasam- stæðunni var skipað að afklæð- ast. Ég var undanskilin, því ég var braggastjóri. Þær, sem valdar voru úr, voru leiddar inn í mitt herbergi og mér skipað að gæta þeirra. Ég var látin standa í dyra- gættinni með útrétta arma. Hin ar dauðadæmdu reyndu að slpppa með því að hlaupa und- ir handleggina á mér eða milli fótanna á mér. Þegar tækifæri gafst Ieyfði ég þeim það. Grese sá það. Ein eða tvær sluppu, en Grese náði þeim og með höggum og spörk- um neyddi hún þær aftur inn í herbergið. AHar stúlkurnar voru naktar.“ c LAMPASKERMAR ÚR MANNLEÐRI. Irma Grese mubleraði íbúð sína eftir sínum smekk. Gest- um hennar varð einkar star- sýnt á sérkennilega lampa- skerma hjá henni, þeir voru búnir til úr hörundi fórnar- lamba hennar. Hún átti það oft til að full- nægja öfugeðli sínu með því að taka laglegar stúlkur úr hópi hýkominna fanga inn til sín. Óttaslegnir fangarnir áttu ekki annars úrkostar en full- nægja óheilbrigðum tilhneig- ingum þessa djöfullega kven- manns En þessar stúlkur voru ekki í atlæti hjá henni nema eina eða tvær nætur. Þær voru eins líklegar og aðrar til að þola barsmíð hennar, þegar hún var í þeim ham. Einu sinni hýddi Grese stúlku til bana og hélt áfram að sparka í hana í nokkrar mínútur eftir að hún var dauð. „Glæpur“ fangans var sá, að taka nokkrar kartöflur úr ruslahaug. Irma Grese var hengd í Hamlin-fangelsi klukkan 9.30, hinn 13. desember 1945. « Framjtróuit Framh. af bls. 8. fluginv sagði einu sinni í blaðaviðtali, að hann teldi sjálf an sig mikinn bjartsýnismann. Samt hefði þróun í flugmálum orðið svo miklu örari en hann gerði ráð fyrir, að bæði hann og aðrir hefðu vart við að trúa nýjungunum. Þetta er staðreynd. Þegar fyrst var talað um þotuilug, þótti mönnum í mik- ið ráðist og margir voru van- trúaðir á, að slíkt væri mögu- legt. Með tilkomu Boeing-707 þotanna hófst fyrir alvöru hið mikla ferðamálatímabil sjötta og sjöunda áratugsins. Þessar flugvélar afköstuðu margfalt á við þæi, sem áður voru í notk- un. Þessa stundina fljúga risaþot ur með 500 manns innanborðs með þúsund km. hraða á milli staða. Stærri flugvélar eru í smíðum, og hljóðfráar þotur verða teknar í notkun innan skamms Vandamál í sambandi við þessa flutninga, sem fyrir aðeins fáum árum virtust óyfir- stíganleg og óleysanleg, hafa verið farsællega til lykta leidd. Ýmsir staðir á hnettinum, sem áður voru ámóta langt í burtu í hugum alls þorra al- mennings og tunglið er nú, eru innan seilingar og vinsæl- ir af ferðafólki. Sóldýrkendur Evrópulanda fikra sig lengra og lengra suður á bóginn. Eftir að hafa gist hvern krók og kima á norðurströnd Miðjarð- arhafsins, allt frá Gíbraltar til Litlu—Asíu, hafa þeir numið land á norðurströnd Afríku. Nú eru Kenya og önnur lönd hinna svörtustu Afríku að taka við þessari framsæknu sveit. SUÐUR Á BÓGINN. Sjálfir höfum við íslendingar lagt land undir fót. Með Kana- ríaeyjaferðum Flugfélags ís- lands, sem hófust veturinn 1970, var brotið í blað. Ekki eingöngu hvað fjarlægð dvalar- staðarins áhrærði, heldur einn- ig að þá var í fyrsta sinn efnt til skipulagðra vetrarorlofs ■ ferða í sumri og sól. Þessari nýbreytni var vel tekið. Kanaríeyjaferðirnar urðu strax á fyrsta vetri vinsælar, enda vel til þeirra vandað. í vetur hefjast ferðir til Kana- ríeyjaferða fyrr en áður. Fyrsta ferðin verður farin 9. nóvember. Enginn vafi leikur á hver hollust.i bæði andleg og lík- amleg er fólgin i slíkum vetr- arsólarferðum. Þær stytta skammdegið og lyfta okkur upp úr drunganum, sem gjarn- an sezt að í sálinni, því eins og orðhagur maður sagði fyrr á tið: „Þorradægrin þykja löng, þegar hann blæs að norð- an“. * Úr bréfa- bunkanum Framh. af bls. 8. er t.d. ekkert hættulegra að stunda veiðar í Bláfjöllum en innan um gjárnar í þjóðgarð- inum á Þingvöllum, en þar stunda rjúpnaskyttur dyggilega iðju sína! Það er raunar einnig talsvert skotið af rjúpum á Heiðmörk, því eitthvað er af henni í kjarr inu þar; en Heiðmörk er frið- lýst land eins og hið afgirta land á Þingvöllum. Ég vil loks bæta því við, að Bláfjöll eru dásamlegt land- svæði tii útivistar, sumar jafnt sem vetur. Össi..“ Stór viðurlög eða háar sekt- ir ættu að varða við veiðum í þjóðgörðum og friðuðum land svæðum, því það er glæpur. Engum dytti í huga að skjóta dádýrin í hallargörðunum á Sjálandi eða endurnar á Tjörn- inni, svo dæmi séu nefnd. í slíkum görðum eiga dýrin sér griðland og eru til yndis auka þeim, er þangað leita úr þvargi borgarlífsins. Klukkutíma í mat „Furðulegt má það heita, hversu lengi sá gamaldags hugsunarháttur loðir enn við mörg fyrirtæki, að veita klukkutima matarhlé. Réttilega er sú stefna að verða alls ráðandi, að hafa að- eins hálf-tíma hádegisverðar- hlé. Bæði er umferðin orðin svo mikil, að fæstir hafa tíma til að fara heim að borða á klukkutima, og eins er bensín- ið orðið býsna dýrt, svo að það borgar sig engan veginn að vera að slíku hringli. J. S.“ Réttast þætti okkur, að hafa það eins og víða er gert, að láta fólk ráða því, hvort það tekur klukkutíma eða hálf-tímn ímat. Þá geta þeir, sem taka hálftíma hætt þeim mun fyrr en hinir. Leiðinleg borg? „Mér finnst það skrýtið í ljótustu og leiðinlegustu borg veraldar, að á horninu á Hring braut og Meistaravöllum skuli maður þurfa að fara út á miðja braut til þess að fá út- sýn yfir Hringbrautina. áður en ekið er niður á Meistara- velli. Ástæðan er sú, að bílum er lagt alveg út á horn. Miklir bjálfar geta götuverk fræðingar Reykjavíkurborgar verið. En svona er þetta á fleiri stöðum og fleiri götum, sem eru kjánalega unnar. V esturbæingur“. Ekki vil ég taka undir það við þig, að Reykjavík sé Ijót borg. Skemmtilegri gæti hún að vísu verið, því hálfgerður púritanismi hefur fengið að ráða hér einum of mikið, en þó getur fólk skemmt sér hér ef það þekkir marga, sem leyfa sér að fara út öðru hverju. Um lagningu gatna skal ég ekki um dæma. Þar mætti sjálfsagt margt betur fara, en það er nú einu sinni svo, að fá eru þau mannanna verk, sem ekki má betrumbæta. Atvinnuleysi og betl „Ég spái því, að mikið at- vinnuleysi verði hér í vetur — meira en tiðkast hefur — og hef ég ýmislegt mér til stuðn- ings í þv ísambandi. Frystihúsaeigendur mögla og fá vart almennilegan fisk um þessar mundir. Ringulreiðin í viðskiptum og stjórnmálum hefur aldrei ver- ið meiri en nú. Fólk er unnvörpum að undir- búa landflótta í annað sinn, enda er ég ekki hissa á slíku. Það opinbera er meira að segja farið að stunda betl, á- samt þeim aragrúa alls konar betlifyrirtækja, sem það stund- ar með merkjasölu og happ- drættum. Líður varla sá dag- ur, að einhver betlistarfsemi af því tagi sé ekki í heiðri höfð við hinn almenna borg- ara. J. J.“ Heldurðu ekki að þú sért of svartsýnn vinur?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.