Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 10.11.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 10.11.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VUCUTÍÐ-tNsÐI Sannsögulegar harmsögur lífið láta ef þú að elska mig að fá þig strax, annars get ég Fórnarlamb morðingjans Þú skalt hættir ÞAÐ gerðist í bænum Hunt- ington Park í Kaliforníu, á hlýjum, fögrum marzdegi árið 1954, að ungur uppgjafahermað ur, Oliver Davis Powell að nafni, gekk að dyrunum á íbúð tengdamóður sinnar, frú Black, þar sem- kona hans, er farin var frá honum bjó, og hringdi dyrabjöllunni. „Mig langar bara til að tala við þig,“ sagði hann lágt, þeg- ar Louise kona hans, opnaði dyrnar. Hann virtist rólegur, og ekk- ert bar á hinum óviðráðanlega skapofsa, sem hún hafði séð blossa upp hjá honum öðru hverju undanfarna mánuði. Hún hieypti honum því inn. Hann var þó eiginmaður henn- ar, og henni þótti vænt um hann, þótt þeim hefði ekki get- að samið eftir að hann kom heim úr herþjónustunni. Hann gat ekki tamið sér borgaralega lifnaðarhætti að nýju, gat ekki haldið neinni atvinnu til lengdar n,é látið sér lynda við fólk. Þegar hún færði það í tal við hann, varð hann æstur og fannst hann vera ofsóttur. Að lokum sagði hún honum, að hann yrði að taka nýja stefnu og koma und- ir sig fótunum — annars myndi hún fara frá honum. Þegar hún sagði þetta, reidd- ist Powell og rauk út úr hús- inu. Seinna reyndi hann að sættast við hana, en Louise sagðist ekki taka saman við hann aftur, fyrr en einhver breyting væri orðin. Vikum saman hafði hann sífellt verið að hringja til hennar og biðja hana að koma til sín aftur, en hann hafði ekkert til að bæta hag sinn, hafði jafnvel virzt æstari en áður. Nú stóð hann fyrir framan hana þennan morgun, eftir að hún hafði ekkert heyrt frá honum í nokkrar vikur. Hann virtist rólegri, talaði skynsam- lega, og í augum hans var bænarsvipur. Hún spurði, hvernig honum liði, og hvort hann hefði feng- ið fasta atvinnu. Hann horfði á hana eins og lítill drengur á móður sína. „Nei, ég er ekki búinn að fá atvinnu, en ég hef sérstakt starf í huga núna, Louise. Þetta lagast allt saman. En þú verður að koma aftur til mín, Louise. Ég get ekki verið án þín.“ „Við skulum tala um það, þegar þú ert búinn að koma undir þig fótunum,“ svaraði kona hans. „Það getur ekki gengið eins og það gekk.“ Kippir fóru um andlit Pow- ells af innibyrgðri geðshrær- ingu, og skelfingarhreimur var ekkert gert án þín. Ég verð „Nei, r.ei, nei, Louise. Ég get í rödd hans, er hann sagði: ekkert.“ „Ég vil ekki koma aftur upp á sömu kosti,“ sagði hún. „Ég þoli ekki að ganga í gegn um það aftur. Farðu fyrst og fáðu fasta atvinnu." Powell fór að kjökra. „Ég get það ekki. Ég get það ekki án þín, Louise. Ég get ekki lif- að án þín.“ Allt í einu tók hann skamm- byssu undan jakka sínum. Mæðgurnar urðu óttaslegnar. „Já, já, mér er alvara,“ sagði „Ég ætla að drepa mig. Ég vil ekki lifa án þín.“ Louise reyndi að sefa hann; sagði honum að stinga byss- unni í vasann, og svo skyldu þau tala betur saman. Hún skyldi hjálpa honum. Frú Black reyndi einnig að tala um fyrir honum, er hún sá hann munda skammbyssuna að Lou- ise. Hann sneri sér að tengda- móður sinni og hreytti út úr sér: „Skiptu þér ekki af þessu. Ég er ekkert reiður við þig. Þetta kemur engum við nema okkur Louise. Jafnvel þótt ég' drepi ckkur bæði, skal ég ekki gera þér mein. Það er bara hún og ég. Það er hún, sem vill mig ekki.“ Hann miðaðibyssunni aftur á Louise. Hún reyndi að tala við hann, en gat ekki leynt ótta sínum. Hún sárbað hann að stinga byssunni í vasann og lof aði að koma aftur til hans. „Nei, þú meinar það ekki,“ sagði hann. „Ég ætla að drepa okkur bæði.“ Frú Black reyndi að hrifsa af honum bysáuna, er hún hélt, að Powell hefði ekki auga með sér. Hann hleypti af þrem skot um. Frú Black féll á gólfið, og blóðið fossaði úr henni. Louise Powell flýði hljóðandí út úr húsinu, en Powell kom hlaupandi á eftir henni með rjúkandi skammbyssuna í hend inni. „Hjálp. Hjálpið þið mér,“ hrópaði hún og hljóp yfir gras- blettinn- og upp að útidyrum eins nágrannans. „Hjálp. Hjálpið þið mér inn,“ kjökraði hún og barði á læstar dyrnar. En enginn var heima, og Powell skaut um leið og hann stökk upp þrepin fyrir aftan hana. Louise hné niður grát- andi af sársauka, en Oliver stóð yfir henni og tæmdi skot- in úr byssunni í magnlausan líkama hennar. Nágrannarnir komu hlaupandi úr næstu íbúðum, en um sein- an. Hann gerði enga tilraun til að hefta för þeirra, heldur gekk hægt niður þrepin eins og í leiðslu, og út úr húsagarð- inum, með byssuna í hendinni. Nokkrum mínútum síðar, og áður er. lögreglan kom á vett- vang, gekk hann inn í skrif- stofu fógetans og lagði skamm- byssuna á borðið. „Ég hef drepið tvær konur,“ sagði hann, og kvaðst nú reið i- búinn að taka afleiðingunum. Hann kvaðst ekki hafa haft í huga að gera neinum mein nema eiginkonu sinni, sem hann þráði svo mjög. En hefðu einhverjir fleiri skorizt í leik- inn, hefði hann vafalaust skot- ið þá eins og tengdamóður sína. — ★ — SAMKVÆMT sjúklegum hugsunarhætti slíks morðingja er hefnd hans réttlát, og hún er það eina, sem máli skiptir. Hann hefur ef til vill enga löngun til að gera neinum mein nema „ástinni“ sinni, sem hann kallar, en hann myndi hiklaust ráða hverjum þeim bana, sem af tilviljun stæði í vegi fyrir framkvæmd morðs- ins. Þetta morð, sem sagt var frá, er gott dæmi. Þegar vonsvikin elskandi gerist morðingi, verð- ur hann hættulegri en hinn forherti glæpamaður. Oftast finna þeir ekki til ótta og láta sér afleiðingarnar í léttu rúmi liggja. Margir frernja annað- hvort sjálfsmorð á eftir eða gefa sig fram við lögregluna En ákvörðun þeirra verður ekki haggað. Þegar ástin hef- ur einu sinni breytzt í hatur, getur ekkert sefað drápfýsri þeirra, sízt af öllu bænir kon- unnar, sem hefur hafnað þeim. Þetta hefur sýnt sig æ ofan i æ. — ★ — BLANCHE og Bill Lane voru mjög hamingjusöm, þeg- ar þau giftu sig árið 1947. Hún var gullfalleg og vel vaxin ljós hærð stúlka, fyrrverandi dans- mær. Og hún var afar ástfang-inn in af hinum myndarlega, unga lögregluþjóni í New York, er hún giftist honum. í meira en ár var allt eins fullkomið og hugsazt gat. En svo fór sam- komulagið út um þúfur. Bill Lane gerðist uppstökkur og ruddalegur. Hvað eftir ann- að kom það fyrir, að hann sló Blanche, þegar þeim varð sund urorða. Eitt sinn trylltist hann alveg og barði hana til óbóta. Faðir hennar kvartaði við lög- regluna, og Bill fékk stranga áminningu. En það dugði ekki til. Bráð- lega hófust deilurnar á ný, og að lokum flutti Blanche heim til foreldra sinna og sótti um skilnað. Bill reyndi að ná sátt- um og sárbað hana að koma aftur. En hún sagði honum, að það væri um seinan, ást henn- ar og hjónaband þeirra væri glatað. Hann reyndi að telja henni bughvarf, en án árang- urs. Svo varð það eina heita júli- nótt, árið 1949, er Bill var á gangi á varðsvæði sínu, aö minningarnar um hana og sam- líf þeirra, um bænir hans og neitun hennar, fóru að ásækja hann. Því lengur sem hann hugsaði um þetta, því æstari og reiðari varð hann. Klukkan fjögur um nóttina, þegar varðtími hans var á enda, gekk hann áleiðis heim til hennar. Á þessum tíma sól- arhringsins myndi hún vera heima. Hún var framleiðslu- stúlka á vinbar og hætti að vinna klukkan eitt. Hún varð að hlusta á hann. Hún varð að koma aftur. Hugsanir létu hann ekki í friði. Hann herti gönguna. Hún varð að sjá sig um hönd . .. . að öðrum kosti... Hann kreppti hnefana. Svit- spratt fram á öllum líkama hans. Síðasta spölinn hehn að húsinu hljóp hann við fót. Hann vildi ekki láta hana neita sér um inngöngu, vildi ekki þurfa að þrátta um það við hana eða foreldra hennar, og klifraði því upp brunasti-g- ann á bakhlið hússins og inn um glugga. Síðan læddist hann hljóðiega að dyrunum á her- bergi hennar, Hún var þar ekkii Hann settist og beið. Enginn annar var í íbúðmni, Faðir Blanche var uppskipunarmaður við höfnina og var að vinna þessa nótt. Móðir hennar og systir höfðu farið út í sveit. 'Þess vegna hafði Blanche kosið þessa r.ótt til að fara á stefnu- mót við nýjan elskhuga sinn. Bill Lane vissi ekkert um það, en þegar íbúðin var opnuð, heyrði hann tvær raddir. Hann faldi sig því inni í dimmu her- bergi hennar og beið átekta. Og svo kom mesta áfal>íið af þeim ölium — Blanche var með karlmanni, og Bill heyrði hvískur þeirra, og lágan hlát- ur og kossa. Og þau gengu til s v efnherber gis hennar, þar sem hann leyndist Bill bældi niður geðshræringu sína, hélt niðri í sér andanum og læddist inn í næsta herbergi til að sjá, hvað fram færi. Maðurinn, sem með henni var, hét Arnold, og það leyndi sér ekki, að samband þeirra var heitt og náið. í svefnher- berginu féllust þau í faðma. Þau kysstust af heitri ástríu, hlógu ákaft og hvísluðust á ást arorðum, og svo fóru þau að afklæðast. Bill Lane horfði á Blancha fara úr kjólnum, undirkjólnum og sokkunum. Svo hjálpaði hinn laglegi, ungi maður henni úr síðustu siikiflíkunum, og hún stóð nakin fyrir framar. hann. Þau föðmuðust ákaft og létu fallast á rúmið. Lane, sem hafði beðið eftir þessu í örvæntingu, greip lög'- reglubyssu sína og gekk inn í herbergið. Áður en elskendurn- ir gátu hreyft sig, kváðu við tvö skot, annað fyrir manninn, hitt fyrir konuna. Bæði hæfðu í mark. Þau dóu í rúminu, í örmum hvors annars. Svo kvað við þiið-ji _ sk-ot-h.weilurinn, og Þetta seiija siimii*. þegai* ástvinur snýr við ]»eiin baki — Og því niidiir er alltof algengt, aH ekki sc látið sitjja viA orðin túin, þótt það sé þeiin dvrt spaug.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.