Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 10.11.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 10.11.1972, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 reiði, ást og örvænting Bill Lanes var á enda, er hann hné niður á gólfið fáein fet frá elskendunum. Enn einu sinni hafði sagan um hefnd hins forsmáða elsk- huga endurtekið sig. Sá, sem gerist morðingi vegna forsmáðrar ástar, er vís til að drepa hvern þann, er stend’rr í vegi hans. Hann er einn beirra manna, sem haía þá geðveilu, að þeim er ó- mögulegt að sætta sig við þá staðreynd, að þeir geti ekki eignazt það, sem þeir þrá meira en allt annað í heimin- um. — ★ — STUNDUM er elskhugmn svo háður konunni, sem hann „elskar“, eins og Powell var, svo hjálparlaus án hennar, að jafnvel þótt hann verðskuldi ekki ést hennar og hún hafi fulla éstæðu til að hafna hon- um, finnst honum hann verða að drepa hana heldur en af- sala séi henni. Oft hefur hann svo ákafa kynferðislega ofurást á eigin- konunni eða unnustunni, sem hann hefur notið og síðan misst, að honum þykir ekkert í neina aðra varið. Honum er ekki gefið hið eðlilega viðhorf, að líta í kring um sig og verða hrifinn af einhverri annarri. Hann getur aðeins hugsað í örvæntingu um allt, sem hann hefur misst, og að hann verði að öðlast það aftur — annars sé lífið einskis virði. Og auð- vitað aflagast allt í hugar- heimi hans. Hann sér aðeins í- myndaðan heim, þar sem allt væri fullkomið, öll vandamál leyst, ef hann fengi aðeins að faðma þesa einu konu aftur. Þetta er auðvitað hugarburð- ur. En þannig er oft um ungl- inga, sem halda að „fyrsta ástin“ sé gerólík öllu öðru i heiminum og geti ekki endu:- tekið sig. — ★ — ÞANNIG var ástatt í fyrra um háa, granna unglinginn, sem sat þungbúinn í bíl sínum við hlið laglegrar stúlku í Queens-hverfi í New York. Aft ur og oftur sagðist hann elska hana og grátbað hana um að giftast sér. „Mér þykir það leitt, Ira, en þetta þýðir ekkert,“ sagði hún að lokum. „Ég vil ekki giftast þér. Þessu er öllu lokið.“ Grátandi og líklega hálf- sturlaður hélt hann áfram bæn- um sínum, en hún sat við sinn keip. Þá vatt hann sér allt i einu við og greip riffil, sem lá í aftursæti bílsins, miðaði hon- um á höfuð hennar og rak upp angistaróp um leið og hann tók í gikkinn. Sandra Chick gaf samstundis upp öndina. Ira Sshwartz, pilt- urinn sem tjáð hafði henni ást sína með fögrum orðum nokkr- um sekúndum áður, horfði á verknað sinn og skjögraði síð- an út úr bílnum. Hann reikaði nokkurn spöl frá bílnum, setti byssuhlaupið að höfði sér og tók aftur í gikkinn. Aftui hafði þessi gamla, ó- hugnanlega saga endurtekið sig. Slíkum mönnum er engin huggun í því, að milljónir mþnna eru alltaf að verða fyr- ir vonbrigðum í ástamálum og LÁRÉTT: 47 nögl 13 ofsi 1 urga 48 bylgjar 14 gat 5 hættu 50 tölu 15 hró 10 tímabil 51 stefna 16 húsdýra 11 skall 52 maður 19 lítil 13 sundurskotnar 53 fugl 25 handsamir 15 húsgagnahluti 54 svallaði 26 ílát 17 aurga 57 fyrirgefið 28 eimar 18 glöggi 60 rigs 29 innheimta 20 föður 61 hinn 31 sjón 21 venju 62 húsdýra 32 mergð 22 viðkvæmar 63 erfið 35 hagur 23 egg 36 makalaus 24 snúningar 38 hengingin 27 veikindi LÓÐRÉTT: 39 ruglað 28 tært 1 svertar 41 fjöll 30 þus 2 fæða 42 turn 32 vökvi 3 nefnd 43 svelgur 33 þrýsti 4 vara 44 mæla 34 þeysa 6 kærleikar 46 mynt 36 annar 7 smaug 49 glufan 37 ský 8 skemmd 55 norskt skáld 40 fugla 9 ríki 56 raki 42 skynsemi 10 vefnaðarvara 58 vend 45 dínamó 12 hangir 59 flani KROSSGÁTAN grípa þó ekki til meiri óyndií- úrræða en að drekka sig fulla og gráta á öxl barþjónsins, eða bera söknuð sinn í hljóði og missa matarlystina í nokkrar vikur. Morðingjar af þessu tagi eru sálsjúkir menn og svo sín- gjarnir, að þeim er ógerlegt að þola það, að ofurást þeirra og óheilbrigðum hvötum sé ekki svalað , Stundum er morðingi af þessu tagi haldinn svo sterkri vanmáttarkennd að það er hún. sem knýr hann til verksins. í undirvitund sinni finnst honum hann aldrei myndi geta vakið ást eða samúð annarrar konu, ef hann sleppti þessari. Hann heldur sig hafa fundið þá einu sem geti elskað hann, hafí hann fengið einhverja uppörv- Hridge- þáttur Allir utan hættu. — Austur gefur. Norður. A 7 6 5 V Á 10 9 8 6 ♦ Á K 4 * G 3 Vestur: A 42 ¥ 5 4 3 2 ♦ 76 * K 9 8 7 4 Austur: AKD 10 8 3 ¥ K D 7 ♦ 932 * Á 5 Suður: * Á G 9 ¥ G 4 D G 10 8 5 * D 10 6 2 Austur: Suður: 1 spaði pass pass 2 grönd pass pass Vestur: Norður: pass 2 hjörtu pass 3 grönd pass Útspil: Spaða fjarki. í spilinu hér að ofan kem- ur fyrir falleg varnarspila- mennska, sem því miður er alltof sjaldan athuguð. Austur og Vestur voru kunnir banda- rískir stórmeistarar, sem sýndu eftirminnilega að þeir eru eng- in lömb að leika sér við. Vestur átti of veik spil til þess að halda opnu, og Norður og Suður voru fljótir að kom- ast í þrjú grönd. Þau hefðu líka unnizt, ef Austur hefði un^ jafnvel þótt hún sé á mis- skilningi byggð. Þess konar morðingi getur oft verið brjóstumkennanlegur — en verknaður hans hlýtur þó alltaf að vekja hrylling heil- brigðra manna. JOHN Pesqura var maður af þessu tagi. Hann var tutt- ugu og fimm ára gamall dauf- dumbi, sem heima átti í Blom- ington í Minnesota, hraustur og myndarlegur piltur, en afar feiminn og ómannblendinn, vafalaust vegna þessara líkam- legu ágalla sína. Hann fór stundum út með Maris Henden, laglegri, dökk- hærðri 19 ára stúlku. Hún var ekki verið á verði í fyrsca slag og Vestur í öðrum. „Þriðja hönd hátt“ er venju- legasta reglan í varnarspili, en í þessu tilfelli sá Austur, að sú regla myndi duga skammt. Ef hann léti D í fyrsta slag, gæfi Suður slaginn. Síðan dræpi hann á G í næsta slag og bá gæti Vestur ekki spilað spaða, jafnvel þó að hann kæm ist inn. Þetta myndi gefa sagn- hafa tíma til að sækja sér lauí- slag, sem myndi ásamt fimm slögum á tígul, tveimur á spaða og hjartaás nægja til vinning.;. Austur lét því einfaldlega ti- una í fyrsta slag. Sagnhafi varð að drepa til þess að tapa ekki slag og hann spilaði þvi strax laufi á G til þess að reyna að stela níunda slagin- um. Nú var komið að Vestri að sýna snilldina. Hann tók á K og spilaði spaða. Austur lét D og fríaði þar með litinn sinn og átti lauf Á sem innkomu. Og nú var sama hvernig sagn- hafi spilaði, því ómögulegt var að virna spilið. Hefði Austur látið hátt í fyrsta spaðaslaginn og haldið áfram með litinn, þegar sagn- hafi gaf, þá var Vestur orðinn spaðalaus og því þýðingarlaust fyrir hann að reyna að vernda laufairmkomu félaga síns með því að drepa strax á K. Spilið er þá unnið, hvernig sem vörn- in er spiluð. Það skiptir oft meira máli, hvenær þú drepur slag, heldur en hvort þú getur drepið hann. Vertu ekki hræddur við að láta andstæðingana fá ódýran slag, ef þú með því heldur opn- um samgangi við félaga þinn. viðkvæm stúlka, og henni geðj aðist vel að John, og þess vegna gerði hún sér far um að vera vingjarnleg við hann, eí til vill vingjarnlegri en nokkur annar hafði áður verið. Lík- amságalli hans skipti hana engu. Þau gátu gert sig skilj- anleg hvort við annað, og hún hafði énægju af að fara út með honum. En svo fór, að John varð mjög ástfanginn af henni, þótt hún skemmti sér eins með honum og mörg- um öðrum geðfelldum ungum mönnum. Hann gerði henni ljóst, að hann vildi giftast henni. En hún hafnaði því, sagðist ekki vera í r.einum slíkum hugleið- ingum. Alltaf þegar hann hitti hana( heimtaði hann meira og meira af tíma hennar og tilfinn ingum. í síðasta sinn, sem hún hafnaði bónorði hans, varð hann mjög æstur. Marie gerði honum skiljan- legt, að sér félli vel við hann, en hún væri ekki ástfangin af honum. Hann fór út og kom aftur með riffil inn í herbergi hennar. þar sem hún hafði lagt sig út af, skaut hana í höfuð ið, og síðan sjálfan sig fram- an við rúmið hennar. — ★ — ANNARS konar afskræmd ástarsaga átti sér stað í Buff- alo, New York, þar sem sjúk- legur síngirningur varð „ást- fanginr.“ af ungri stúlku, Mary Broderick, sem var of brjóst- góð og reyndi að hjálpa manni, sem ekki átti það skilið. Þegar Mai-y kynntist Walter Tips, þreklegum vélvirkja, tutt- ugu og sjö ára að aldri, kenndi hún í brjósti um hann, af því að hann virtist svo einmana. Hún var sérstaklega vingjarn- leg við hann, þegar hann hringdi, og fór nokkrum sinri- um út með honum. En svo fór hann að hringja mjög oft, og Mary, sem var lagleg og eftir- sótt stúlka, afþakkaði stundum boð hans. Tips kom æðandi heim til hennar og hrópaði í ásökunar- tóni: „Ég elska þig, en þú held- ur fram hjá mér.“ Mary varð undrandi og reyndi að gera honum skiljan- legt, að hún væri honum ekk- ert skuldbundin á nokkurn hátt, hann hefði misskilið vin- semd hennar. Þá fór hann að hringja og koma s: og æ, heimtaði að hún færi út með sér og hætti öllu „daðri“. Hún hafnaði boðinu í hvert sinn, sagðist ekki vilja fara út með honum, hann hefði mis- skilið fáein hversdagsleg vinar- hót; hún væri ekki ástfangin af honum og hefði aldrei sagt að hún væri það. Klukkan um það bil sex, að kvöldi hins 4. marz, 1956, koin Tips æðandi inn á Broderick- heimilið og heimtaði, að Mary talaði við sig og gæfi sér fuíl- nægjandi skýringu á framferði sínu. Hún hlustaði róleg á hann, en sagði síðan að hún þyrfti engar skýringar á neinu að gefa og endurtók, að hún væri ekki ástfangin af honum og hefði aldrei verið það. „Svo þú heldur, að þú get;r duflað og daðrað, og hætt svo bara, þegar þér sýnist?“ hvæsti Tips. „En þú skalt engan svíkja framar. Ég skal sjá til þess.“ Hann þrammaði út, og Mary settist niður og fór að skrifa sendibréf. Allt í einu kom maður út úr myrkrinu við gluggann fyrir aftan hana, mið aði haglabyssu á stúlkuna við skrifborðið og skaut gegnum rúðuna. Hún reyndi að rísa á fætur, en þá skaut maðurinn hinu skotinu beint í hnakka hennar. og hún lézt samstundis Þegar lögreglan yfirheyrði hann hrópaði Tips: „Ég elskaði hana meira en allt annað í heiminum, en hún hélt fram hjá mér. Hún átti það skilið.“ — ★ — OG ÞESSI skoðun hans breyttist aldrei. Eins og allir aðrir forsmáðir biðlar, sem gerast morðingjar, var hann svo blindaður af sjálfselsku, að honum fannst verknaður sinn réttlætanlegur. Slíkur maður hugsar ekkert um afleiðingarn- ar, því að hann telur líf sitt eyðilagt hvort sem er, af þvi að hann fær ekki að njóta þess arar sérstöku konu. Hann getur ekki sætt sig við það, sem orðið er, og leit- að nýrrar ástar í stað hinnar glötuðu, eins og heilbrigðir menn gera, heldur snýr hann ástinni upp i eyðandi hatur. Og þá verða afleiðingarnar sorglegar og hryllilegar. Enginn annar glæpamaður er svo blindur og blóðþyrstur sem hinn forsmáði biðill, sem getur ekki losnað úr álögum „ástar“ sinnar.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.