Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 17.11.1972, Qupperneq 3

Ný vikutíðindi - 17.11.1972, Qupperneq 3
NÝ VIKUTÍÐINDl 3 fred aí stað til að leita uppi stofnunina, sem sett hafði aug- lýsinguna í blaðið, og þar sem hann var gætinn maður í fjár- málum, þá ætlaði hann fyrst að reyna styttri kúrinn. Eftir að hann hafði verið krafinn um sína 500 franka, var honum vísað inn í klefa, þar sem hann skyldi afklæða sig. Er því var lokið, var hann leiddur inn í baðklefa, þar sem spikfeit ,madama“ þvoði hon- um og burstaði frá hvirfli tíl ylja. Síðan smurði hún hann hátt og lágt í ilmandi olíu og vísaði honum til dyra. Hann gekk út úr dyrunum, og þær lokuðust að baki honum á samri stundu. Manfred stóð aleinn og alls- nakinn í stórum leikfimisal, fullum af alls kyns áhöldum. Þarna inni átti hann að dvelja, þangað til dyrnar opnuðust aft- ur að fimm mínútum liðnum, eftir því sem kerlingin hafði sagt honum um leið og hún ýtti honum inn í salinn. Hann áttaði sig ekki á því, hvað þetta átti að þýða, og datt í hug, að hér væri aðeins verið að svíkja fé út úr sér, en þá skeði nokkuð. Leynidyr á einum veggnum opnuðust skyndilega og inn kom sá girnilegasti stúdlkulíkami, sem sjáöldur Manfreds höfðu hing- að til litið. Engin einasta spjör huldi hinn dásamlega skapnað, nakin eins og sjálf Eva í Para- dís tiplaði hún með vaggandi mjöðmum í áttina til Man- freds, sem i fátinu, sem á hann hafði komið við hina óvæntu sýn, reyndi að skýla sér bak við stóran „stökk- hest“. Hin svörtu augu hennar glöðti éihé^óg tinna, blóðrauðar' varirnar brostu freistandi og fílabeinshvít brjóstin boppuðu rhjúH'egá'Við hvert skref, sem hún tók. Manfred hefir aldrei verið augu og gapandi munn, við þessa girnilegu sýn, og hon- um fannst blóðið sjóða í æð- um sér. Svo kom hann skyndi- lega auga á silkiborða, sem stúlkan bar uro mjótt mittið. Á bandinu stóð: „Þú átt mig, ef þú getur náð mér!“ Manfied hefir aldrei verið neinn spretthlaupari, svo orð væri á gerandi, en það er þó spurning, hvort hann hefir ekki slegið öll heimsmet á næstu fimm mínútum, þegar hann sem frávita hentist aftur og fram um salinn á eftir hinni freistandi „Evu“. Að minnsta kosti hefði enginn að óreyndu trúað á hann þeirri fimi, sem hann sýndi nú. Hann lék sér eins og api upp um kaðalstiga, klifraði á bitum og örmjóum slám og stökk yfir „hesta“ og „kistur“ án þess að sýna tiltakanlegan stirðleika. En því miður var ,,syndaeplið“ enn snarara í snúningum. Hvað eftir annað tókst honum reyndar að snerta við þessum dásamlega líkama með fmgurgómunum — en lengra komst hann ekki! Þegar fimm mínútur voru liðnar, opnuðust leyndyr aftur, og kroppurinn fagri hvarf eins og píla. Uppgefinn og örmagna skreiddist Manfred út úr saln- um, og feita „madaman" tók hann og vigtaði hann af ná- kvæmni. Og sjá, hann hafði létzt um nákvæmlega fimm kíló. Þegar Manfred kom til baka til hótelsins, kastaði hann sér yfir Gullan eins og rándýr. Og hún hlaut að hrífast með af hinum áður óþekkta krafti og karlmannlegheitum kærasta síns og gaf sig honum á vald af líkama og sál í velheppnaðri skemmtiferð um völundarhús ástarinnar. Hún lifði þó í sælli óvissu um það, hver sú upp- spretta var, sem maðurinn hafði drukkið af, og gerði hann — að því er virtist — algjör- lega óseðjandi af ástaratlot- um. Um nóttina dreymdi Man- fred hina fegurstu drauma Honum þótti hann hvíla i faðmi gyðjunnar frá leikfimi- salnum á gullsaumaðri, dún- mjúkri sæng og borða lyst sína af öllum hinum forboðni: ávöxtum ástarinnar. Og litlir, vængjaðir ástarguðir svifu í loftinu, hvíslandi lögmálum ástarinnar, og þeytandi gullna lúðra. „Mótleikari“ hans var sannkallaður meistari syndar- innar, æpandi ögrun við öll siðalögmál, hin fullkomnasta fjölleikakona í himneskum leikfimisal ástarinnar! ' Hann vaknaði um morguninn, sæll og hamingjusamur. Þegai sama morgun héltl hann hröðum skrefum til megr unarstofnunarinnar, skjálfandi af eftirvæntingu. Nú skyldi hann taka lengri kúrinn! Þa fengi hann að vera tíu mínúi- ur í salnum. Hann titraði af vellíðan af tilhugsuninni einni saman. í þetta skipti skyldi blessuð dúfan ekki sleppa frá honum. þótt hann svo möl- bryti hvert einasta bein í skrokkrum á sér! Hann var óþolinmóður, með- an verið var að þvo honum og olíubera. Girndin svall og brann í honum — nú skyldi draumur næturinnar verða að veruleika. Honum var vísað inn í leik- fimisaknn og dyrnar lokuðust að bak’ honum. Fullur brenn- andi eftirvæntingar starði hann í áttina til leynidyranna. Sekúndurnar urðu að heilli ei- lífð. Loksins opnuðust dyrnar. Manfred hrökk við og nuddaði augun. Það sem hann sá, or- sakaði hjá honum það fyrir- bæri, sem oftast er nefnt taugaáfall. Inn í salinn gekk risastór negri af mannætukyni með svellandi vöðva undir gljáandi skinninu, og djöfullegt glott lék arr varir hans. Hann nálg- aðist aumingja Manfred smjatt- andi og sleikjandi græðgislega útum. Með vaxandi örvænt- ingu las Mnfred á bandið, sem hékk é feitum maga mannæt- unnar: ,,Ég á þig, ef ég get náð þér!“ Þau afrek, sem Manfred hafði unnið í þessum sama sal daginn áður, voru hreinasti barnaleikur hjá því sem hann gerði nú á þeim tíu mínútum, sem honum voru ætlaðar. Sennilega hefir enginn annar leikfimisalur nokkurn tíma verið vitni að öðrum eins ham- förum mannlegs líkama og þeim, sem nú gat að líta. Þegar hann um síðir dróst örmagna inn á hótelherbergið sitt, voru gleði Gullan engin takmörk sett, því að ýstran hans aumingja Manfreds var alls ekki lengur tiL RllllllllllllllfllfllUllllillllllllfllllllllllllllltllllllBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKIIIM ■■■ KOMPAN Slysafréttir. - Pörupiltar. Þjónustuleysi. - Aka fullir. - Arnold og Bach. - Löglegt eða ólöglegt. Flestir hafa tekiö eftir því, aö mjög ber á því í fréttum, aö eftir- litsskip brezka fiskveiöiflotans óska þess aö mega fara meö slasaöa menn til hafnar. Hefur þetta oröiö tíl þess, aö marg- ir fara aö ímynda sér, aö einhver óvenjulegur slysafaraldur sé hér á miöunum um þessar mundir. Þó mun, sem betur fer, málum ekki vera þannig háttaö. Skýringin er einfaldlega sú, aö nú kemur þaö í fréttum í hvert einasta skipti, sem maður slasast, en áöur var aöeins haft orö á slíku, ef menn lireinlega drápust á islandsmiðum. Þaö er vonandi aö íslenzk stjórn- völd taki pilta þá réttum tökum, sem geröu sér lítiö fyrir og stálu fimm. bílum í Fuglafiröi í Fœreyjum og ollu milljónatjóni. Þaö er að vísu óskiljanlegt aö Fœr- eyingar skuli hafa sleppt þessu hyski úr landi í staö þess að kyrrrsetja skipiö. Ekki vitum vér gjörla, hvort trygg- ing hefur verið lögö fram fyrir þvi tjóni, sem mennirnir ollu, en þeir voru sem kunnugt er skipverjar á Náttfara. Fœreyingar er sú þjóöin, sem virö- ist œtla aö sýna þaö í verki aö liún standi allra þjóöa tryggast meö okk- ur í landhélgisdeilunni og er þaö sannarlega okkur og íslenzkum sjó- mönnum til stórskammar, hvernig þessir þokkapiltar hafa komiö fram í fámennu byggöarlagi hjá frœndum okkar Færeyingum. Þó þeir kunni sjálfsagt ekki aö skammast sín er al- veg full ástœöa til aö láta þá borga brúsann uppí topp. liefur látið þaö eftir sér að fara á veitingastaöi borgarinnar um helgi og viröist þaö talsvert algengt aö leigu- bílstjórar leggi ökutœkjum sínum þegar þeirra er lielst þörf. Þaö væri fróölegt aö vita, hvort bif- reiðastöðvarnar hafi nokkrum skyld- um aö gegna viö kúnnana. Þó aö viö vitum raunar aö þeir hafi þaö ekki, þá œtti siöferöisvitundin að segja til sín endrum og eins. Ekki er nokkur vafi á því aö leigu- bílahalærið á tasverðan þátt í því aö menn hœtta á það að taka bíla sína og aka á þeim þangað sem fyrirfram er vitaö aö vín verði haft um hönd. . Þaö er ekkert spaug aö búa inni viö Ártún, eöa í Breiölioltinu og kom- ast ekki nema labbandi vestan úr bœ. Þeir félagar Arnold og Back ætla sannarlega ekki aö gera það enda- sleppt, en það eru þeir félagar, sem sömdu hina svokölluðu farsa sem sýndir voru hérlendis fyrr á árum viö fádæma fögnuö, og virðast nú aftur vera að ná sínum gömlu vinsœldum. í fyrra setti Leikfélag Reykjavíkw upp Spanskfluguna eftir þá félaga til ■styrktar fyrir leikhúsbyggingarsjóð og græddur milljónir; og nú er Leikfélaq Akureyrar að sýna „Stundum og stundum ekki“ og viröist sú sýning ætla aö ná fádœma vinsœldum. Sem sagt, það virðist vera ábata- samast aö vera ekki allt of hátíðlegur. Flestar stéttir í þjóöfélaginu væla sáran yfir kjörum, kaupi, veröbólgu og fleiru. Þessi barlómur hljómar ekki livaö sízt úr herbúöum leigubílstjóra, sem segjast upp til hópa vera aö fara á hausinn vegna hækkana á bensíni. viðgerðarkostnaði og fleiru. Það er þó svo aö ekki viröast þeir allir vera á heljarþröminni, ef marka má af dugnaöi þeirra við akstur, þeg- ar þeirra er helst þörf. . .Sannleikurinn er sá aö það er næst- um vonlaust að fá leigubíl, ef fólk Þá virðist það loks vera komið á hreint, að Keflavíkursjónvarpiö sé löglegt, þó ekki séu nú allir á eitt sáttir um þaö. Þetta hefur komiö fram í viðtölum í fjölmiðlum við utanríkisráöherra. . Aö vísu viröist mjög í tízku innau núverandi ríkisstjórnar að ráöherr- arnir hafi „persónulegar skoöanir,“ sem kallaö er og stangast þœr þá stundum á við skoöanir ríkisstjórnar- innar. En hvað um þaö þá er senni- legt, aö málin skýrist, þegar viðrœð- ur verða teknar upp um varnarliðiö eftir áramót.

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.