Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 17.11.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 17.11.1972, Blaðsíða 6
NÝ VlKUTÍÐlfíDl IIIIHimillIIHHmHUHUHIMHHin llerbragrð, Nein nærri i liaf ðí lieppnazi Eftir Kust Singer Rússar vissu það mæta vel, að Gréta nokkur Kainen, var einhver þýðingarmesti njósn- ari fyrir Þjóðverja á Norður- löndum. Gréta Kainen, sem reynt haíöi að táldraga marga, var enginn friðarvinur, held- ttr ákveðinn hernaðarsinni. Hún var finnskur þjóðernis- sinni og hataði Rússa meira en allt annað. Laurenti Beria, yf- irmaður rússnesku lögreglunn- ar hafði komizt á snoðir urn það og byrjaði snemma að hafa vakandi auga með að- gerðum hennar. í október 1941, nokkrum mánuðum áður en Hitler réðst inn í Rússland, hafði Gréta lítið gestaboð inni hjá sér í Helsinki. Gestir, sem komu þarna d hina snotru .íbúð ,herm: ar, voru margir næsta undar- legir og ólíkir hverjum öðr- um. Nokkrir friðarvinir yoru í þessu boSi hennar eins og venjulega. Auk þess voru þarna nokkrir þýzkir herfor- ingjar í borgaralegum búning- um, nokkrir þekktir, finnskir nazistar, skáld, blaðamenn og prófessor Wilhelm Borgmann. forstöðumaður þýzku ferða- mannaskrifstofunnar í Finn- landi. Þetta var allra fjörugasta samkvæmi; fólk skemmti sér, dansaði og drakk og talaði ósköpin öll um friðarstarfsemi á Norðurlöndum. Meða] blaðamanna var mað- ur nokkur að nafni Friedrich Ege, áberandi maður í hópi er- lendra blaðamanna í Finn- landi og í miklu uppáhaldi hjá Grétu. En það var einn af eftirtektarverðustu háttum Grétu, að eiga uppáhöld og elskhuga, oftast nær marga í einu. Þeir, sem þekktu Ege, vissu að hann var nazisti og meira, að segja þýzkur njósnari. Hann hafði sýnt það á ótvíræðan hátt. Ég hafði áður kynnzt Ege persónulega. Við vorum báðir meðlimir í félagi erlendra blaðamanna í Svíþjóð, því að þar í landi voru bæði vinstri- lýðræðissinnaðir og fastistar í sama félagi. Japariir komu jafnvel á fundi félagsins. Hvað Ege viðvék, hafði mér strax frá því ég sá hann fyrst, og áður en ég heyrði um Grétu, fallið hann illa í geð. Það var í apríl, 1933, sem þessi hávaxni og ljóshærði Þjóðverji fór fyrst inn yfir sænsku landamærin. Hann var í útliti eins og Þjóðverjar eru flestir og leit út fyrir að vera um þrítugt. í fylgd með hon- um var kona hans, Berlínarbúi, sem talaði þýzku með greini- legutn Berlínarhreim. Hjónin höfðu mikinn farangur með- feröis. Sænskum yfirvöldum sögðust þau vera þýzkt land- flóttafólk, sem vegna stjórn- rr.álaskoðana sinna yrðu að yf- irgefa landið. Sögðust þau hafa verið aðvöruð af vinum sínum um, að þau yrðu bráðlega tek- in föst Sænska lögreglan rannsakaði sögu þeirra gaumgæfilega og hlýddi þeim yfir, að herra Söderström viðstöddum, en hann rannsakaði mörg mál af þessu tagi. Egeyar því næst gefið leyfi til að dvelja í Sví- þjóð um stundarsakir, ásamt konu sinni. Ege-hjóriirí höfðu nægá' pen: inga undir höndum og lifðu meira óhófslífi en aðrir and- nazistar, er komið höfðu frá Þýzkalandi. Aðrir landflótta menn þýzkir í Svíþjóð, sem flestir voru verr staddir pen- ingalega, voru velkomnir á heimili þeirra, og þar voru þeim gefnir peningar. Þrátt fyrir gjafmildina varð Ege aldrei vinsæll. Virðulegur þýzkur háskólakennari sagði mér, að Ege heði boðið sér til hádegisverðar og hefði þá stöð- ugt verið að reyna að fá sig til að tala um leyndarmál land- flóttamanna og látið í það skína, að hann myndi reynast honum vel, ef hann vildi gera sig að trúnaðarmanni. Ege hafði undarlegar tilfinningar og ekki allar aíleitar. Hann vann ekkert að njósnastarfsemi sinni, að heit- ið gæti, til að byrja með. — Hann eyddi tímanum í að kynna sér málefni landflótta- mannanna í Svíþjóð og and- nazista áróður, sem þeir geng- ust fyrir. Hann var í sjálfu sér ekki ólíkur öðrum landflótta- mönnum, nema hvað hann hafði miklu meiri peninga. Þeir gengu þó fljótt til þurrð- ar. Fyrstu fjóra mánuðina vann hann sér varla nokkuð inn nema ritlaun fyrir fáeinar smágreinar, sem hann gat selt blöðum. Það lá í augum uppi, að hann gat ekki til lengdar lifað á andvirði þessara greina. Innan skamms varð félag landflóttamannanna í Svíþjóð fyrir alvarlegu áfalh. Fried- rich Ege hafði fengið stöðu, meira að segja vellaunaða vinnu. Hann hafði verið gerð- ur að framkvæmdastjóra út- gáfufyrirtækis, ekki sænsks, heldur þýzks. Ege hafði verið skipaður framkvæmdastjóri — Norðurlandadeildar hins heimsfræga útgáfufyrirtækis Reklam-útgáfunnar í Leipzig. Allir þeir, sem þekkt höfðu Ege, urðu fyrir miklum von- brigðum. Ege í þjónustu naz- ista! Það var hreint gerræði! Margir, sem áður vildu starfa með honum, vildu nú ekkert hafa saman við hann að sælda framar. Hann var orðinn tor- tryggilegur í fyllsta máta í augum landa sinna í Svíþjóð, og einnig sænsku lögreglunn- Ege reyndi að telja vinum sínum trú um, að það væri kænskubragð eitt af sér að tákast á hendur þetta nýja starf. Hann þrætti fyrir það, að vera nokkuð á snærum naz- ista eða njósna fyrir þá. En sagðist hafa tekizt þetta starf á hendur einungis vegna þess, að hann hefði orðið að sjá fyrir sér og konu sinni. Foringi sænsku lögreglunn- ar vildi samt sem áður ekki taka þessa skýringu hans góða og gilda. Hann kallaði Ege og konu hans fyrir rétt, en engin vitni voru þar þó viðstödd. Ege átti þar nokkuð í vök að verj- ast. Söderström gat sagt hjónunum þér fréttir, að fað- ir frúarinnar væri háttsettur Gestapoforingi heima í Þýzka- landi. Auk þess var hann hátt- settur maður í nazistaflokkn- um. Ege hélt samt áfram að þræta fyrir það, að hann væri Hitlersmaður. — Söderström svaraði þeim afsökunum hans með eftirfarandi: — Hvort sem þú ert nazisti eða ekki, komstu hingað fyrst sem flóttamaður, en ert nú farinn að vinna fyrir Þjóðverja. Land- flóttamenn eru ekki vanir því, að vilja starfa fyrir Hitler. Það getur vel verið, að þú sért sak- laus, en sænska lögreglan þor- ir ekki að hætta á neitt gagn- vart þér. Sænska lögreglan handtók Ege ekki, heldur voru honum gefin fyrirmæli um það að yfirgefa Svíþjóð, innan viku- tíma. Var honum gefið leyfi til að fara til einhvers annars lands, ef hann vildi síður fara ! til Þýzkaland*. Ege fór. Húsgögnin og bú- slóðin öll, sem þau höfðu kom- ið með til Svíþjóðar, var pakkað niður og sett í skip. Það voru aðeins fáir af vinum hans, sem komu til að kveðja hann, en þá reyndi haiin að sannfæra þá um, að himn væri ekki í þjónustu Þjóðverja. — Nazistar eru glæpamenn og morðingjar, sagði hann. Það voru samt ekki margir, sem trúðu honum framar; hann hafði fengið almenningsálitið á móti sér. Eg var þeirrar skoðunar eins og fleiri, að maður, sem í raun og veru var andstæður nazistum, myndi ekki takazt á hendur starf fyr- ir nazistafyrirtæki, hvað sem annars í boði var. Síðast þegar ég hitti hann á fundi í blaðamannafélaginu og hann var að kveðja, reyndi hann að sannfæra mig og ann- an félaga um sakleysi sitt á svo átakanlegan hátt að ég var nærri farinn að trúa honum. Hann sagði að við myndum bráðlega komast að því, að hann væri ekki nazisti. Eftir vikutíma eða svo, komst ég þó aftur á mína fyrri skoðun. Hjónin voru nú farin frá Svíþjóð. Þýzku blöðin gerðu brottrekstur Eges að umtals- efni og notuðu hann til árása á sænsku stjórnina og Gústaf konung. Ege var nú allt í einu orðinn opinber stuðningsmað- ur nazista. Hann fór til Finn- lands og hætti nú með öllu að reyna dylja innræti sitt. ÖU þýzku blöðin hylltu hann sem hetju, og skömmu eftir að hann við sögu í skáldsögu sinni „Mánninn líður", en hún ger- ist í Noregi hernumdum. Pantenburg fékk Ege tdl að hjálpa sér við gagnnjósnir á móti Rússum á Norðurlöndum. Frá sjónarmiði Þjóðverja voru njósnir Rússa mjög hættuleg- ar. Þeir vissu um allar hreyf- ingar þýzka hersins í Finn- landi, en báðir aðilar höfðu njósnir við finnsku landamær- in. — Ege varð þannig aðstoðar- maður Pantanburgs. Honum var fenginn kvenmaður til að- stoðar, sem við getum kallað njósnara nr. 25. Hún átti að færa honum fréttir og koma fregnum frá honum til Þýzka- lands. Allir þeir, sem sáu Grétu Kainen og Ege saman, slógu því föstu, að ástir væru með þeim. En þessi kvennjósnari, sem Ege var fenginn til að- stoðar, var enginn annar en hún. Það voru ekki margir, sem vissu, að Gréta kom öllum upplýsingum frá Ege á örugg- an stað í Berlín. En Ege var duglegur að komast yfir þýð- ingarmiklar upplýsingar. Hann sendi fregnir af flutningum um Murmansk og kommúnista- flokkana á Norðurlöndum. Húsbændur hans voru svo ánægðir með framníistöðu hans, að hann hlaut tvenn heiðursmerki og viðurkenning- ar með stuttu millibili. Áður en langt um leið, unnu fimm njósnarar undir stjórn hans. Hann hafði ofið njósnanet um öll Norðurlönd, og nazistar og Hér er sagt frá þýzkum blaðamanni, sem var njósnari á Norðurlöndum í seinni heimsstyrjöldinni. kom til Finnlands, var hann gerður aðalritstjóri að blaði því, sem Þjóðverjar gáfu gáfu út í Finnlandi. Norðurlandablöðin öll litu nú á Ege eins og hvern ann- an fimmtu-herdeildarmann í Norðurlandadeild Þjóðverja. Nafn hans var nú komið á lista yfir alla helztu nazista, og Sví- ar þóttust góðir að hafa losnað við svo hættulegan mann. Það kom ennfremur á dag- inn, að Ege vann fyrir sérstaka þýzka njósnastofnun, sem var undir forustu Himmlers, en verksvið hennar var einkum á Norðurlöndum. Njósnastarsf- semiþessi náði til allra hafna í Þýzkalandi og allra helztu hafna á Norðurl öndum. Eftir hernám Noregs og Danmörku voru starfsmenn þessarar stofn- unar sæmdir sérstökum heið- ursmerkjum. Dag nokkurn árið 1941 heim- sótti háttsettur, þýzkur her- foringi Ege í bækistöðvar hans í Helsinki. Hann var hávaxinn og hét Pantenburg. Pantenburg var æðsti maður fyrrnefndar njósnastarfsemi á Norðurlönd- um en auk þess starfsmaður þýzku leyniþjónustunnar, og einn ötulasti starfsmaður Can- aris á Norðurlöndum. Það var hann, sem mútaði Olav Sund, yfirmanni norska hersins í Narvík, til að senda heim hermenn sína og liðs- foringja, þegar Þjóðverjar gerðu þar innrásina. Þetta atvik lét John Steinbeck koma Finnar gátu hafið handtökur á grundvelli upplýsinga frá honum. Árið 1942 varð öllum ljóst, hvers konar maður Ege var. Sænsku blöðin kynntu hann þá sem slungnasta njósnara á Norðurlöndum, og töldu hann mjög hættulegan, bæði vegna njósna og áróðurs. En Finnar neituðu að taka hann fastan. Hann hafði látið þeim í té þýð- ingarmiklar upplýsingar um Rússa. Það voru ekki margir, sem vissu jafnmikið um al- þjóðahreyfingu kommúnista og Friedrich Ege. Ég var nærri búinn að gleyma nafni Eges, og njósna- starfsemi hans, þegar ég var kominn aftur til Ameríku frá Svíþjóð og Noregi. En dag nokkurn, þegar ég las New York Times, tókst ég á loft. Ég las eftirfarandi grein með mik- illi athygh, en hún var í blað- inu 7. júní 1943: „GESTAPO DREPUR BLAÐAMANN. Stokkhólmur, mánudaginn 7. júní. U. P. — Frá Helsinki er sent skeyti um, að þýzka Gestapo-lög- reglan hafi hálshöggvið þýzk- an blaðamann, Friedrich Ege að nafni. Hafði hann verið tekinn fastur fyrir njósnir í Finnlandi af finnskum yfir- völdum, sem höfðu afhent hann Gestapo, er síðan háls- hjó hann. Herra Ege var með- limur erlenda blaðamanna-.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.