Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.12.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 01.12.1972, Blaðsíða 3
NÝ VlK-UTÍÐiNDI 3 Ný radartækni við Reykjavíkurffugvöll Eykur öryggi á íslenzka flugstjórnarsvæöinu ið. Þctta var eitt af skemmti- legustu kvöldunum, sem hann hafði átt með kunningjum sín- um á kránni, og ofan á allt annað, þá græddi hann í spil- unum. Klukkan 11 kvaddi hann vini sína, lyfti hurðinni á bak- ið og hélt heim. Allt var kyrrt og niðamyrk- ur, þegar heim kom. Án þess að gera mikinn hávaða kom hann hurðinni fyrir aftur, læsti henni og fór svo inn í svefn- herbergið. Susanna lá og snen bakinu í hann. Sennilega svaf hún. Hann var ekkert að vekja hana, afklæddist í rólegheitum og skreið undir sængina. Brátt var hann sofnaður. Næsta morgun neitaði Sus- anna að tala við hann, þegar hann bauð henni góðan dag, og hún bar honum morgun- verðinn, án þess að yrða á hann einu orði. Hann ákvað að láta sem ekkert væri. Fýlan myndi sjálfsagt rjúka úr henni, þegar á daginn liði. Allt myndi verða oi'ðið gott um hádegið. En hún var jafn köld og frá- hrindandi, þegar hann kom heim úr vinnunni, og kvöld- verðurinn var etinn með sömu þvingandi þögninni og marg- unverðurinn. Þegar þau höfðu hlustað litla stund á útvarpið, gekk Susanna inn í svefnherbergið. Rétt á eftir fór Jean-Philip líka þangað inn. Susanna var að hátta sig, og það var ekki lengi að kvikna í kolunum hjá Jean-Philip, þeg- ar hanr. sá hana fara úr sokk- unum. Þögull sat hann og horfði á hana bursta hár sitt. Aidrei; haf ði hann fundið eins. til návistar hennar. Það var eins og hann sæi hana í fyrsta sinn á nærklæðunum. Lokk- andi hreyfingar hennar fyltu hann slíkri ástríðu, að hann átti bágt með að sitja á sér. En Susanna virtist ekki veita honum minnstu athygli. Hún háttaði eins og hún væri alein 1 herberginu. Nú fór hún úr brjóstahöldunum, og stinn og hvelfd brjóst hennar birtust honum líkt og opinberun. Um leið og hún lagði bi'jóstahöld- in frá sér, teygði hún letilega úr sér. Þessi hreyfing gerði hann frávita. Hann langaði mest til að faðma hana ofsa- lega að sér, en sat þó á sér. Með kveljandi hægð strauk hún buxurnar niður af mjöðm- unum og lét gagnsæann nátt- kjólinn falla niður um líkama sinn. Án þess svo mikið sem Á föstudaginn var tekinn i notkun nýr radarbúnaður við ReykjavíkurflugvöII, svokallað- ur „svar-radar“ (second arv Surveillance Radar — SSR) og eru tækin hin fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Samgöngumálaráðherra vígði hin nýju tæki, en auk hans fluttu flugmálastjóri og banda- ríski sendiherrann ávörp að viðstöddum blaðamönnum og fleiri gestum. í greinargerð frá flugmála- stjóra um radartæki þessi segir: Hlutverk flugstjórnarmið- stöðvarinnar í Reykjavík er einkum að annast flugumferð- arstjórn í íslenzka flugstjórn- arsvæðinu, en það nær frá 61. að 73. gráðu norðlægrar breidd ar, og frá Greenwich lengdar- baug að ströndum Grænlands. Kostnaður við starfrækslu stöðvarinnar er að verulegu leyti greiddur erlendis frá fyr- ir mililgöngu Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar (ICAO). Árið 1961 fóru rúmlega 16 þúsund flugvélar um úthafs- líta á hann fór hún upp í rúm- ið. ★ Nú gat Jean-Philip ekki lengur á sér setið. Hann flýtti sér að tína af sér fötin og koma sér í bólið. Hann lagðist fast upp að konu sinni og lét kossum rigna yfir hana. Hún bærði ekki á sér. Sagði ekki eitt einasta orð. Var bara köld og fráhrindandi. Hann reyndi öll ástaratlot, sem hann kunni, og sem voru vön að vekja ástríður hennar. Hann strauk blíðlega yfir geirvört- urnar, og fann að þær urðu stinnar, en það var sama. Hún hreyfði sig ekki, og hann var engu nær. Skyndilega klemmdi hún saman lærin um höndina á honum, lagðist á bakið og horfði á hann. „Elskan mín . . Ástin . .“ Hún var með hálflokuð aug- un, svo að hann gat ekki séð sigurhrósið, sem speglaðist í þeim. „Ég sagðist læsa dyrunum,“ sagði hún. „Og þessar dyr flugstjórnarsvæðið, en í ár er búist við að þær verði rúmlega 33 þúsund. Þá hefur á sama tíma orðið sú breyting, að hlutfallstala þota hefur aukizt úr 42% í rúmlega 80%. Þot- ur kjósa flestar að fljúga í svipuðum flughæðum, en það hefur þær afleiðingar, að oft er erfitt að koma allri umferð- inni íyrir á hagkvæman hátt miðað við þær alþjóðareglur ICAO, er gilda um aðskilnað milli flugvéla. Aðskilnað milli flugvéla má hins vegar lækka verulega, t.d. með notkun radartækja, enda hafa þau nú verið tekin í notk- un í þessu skyni víðast hvar i heimirmm. Ýmsar kannanir á hugsan- legri notkun radartækja í flug- umferðarstjórn hér á landi fóru íram á vegum flugörygg- isþjónustu flugmálastjórnar á árunum 1964 til 1968, en úr framkvæmdum varð ekki, m.a. vegna ýmissa annara brýnni verkefna. í samkomulagi um tæknilegan búnað, er gert var í júni 1970 milli samgöngu- og verða læstar áfram. Góða nótt!“ Hann langaði til þess að lemja hana. Nauðga henni, en hann vissi að það myndi ekki hjálpa neitt. Bljúgur á svip, hvíslaði hann: „Fyrirgefðu, Susanna. Ég skal aldrei gera þetta aftur.“ Hún sneri bakinu aftur í hann. Vika leið, og turtildúfurnar sömdu frið. Þau hafa komizt að samkomulagi. Nú fer Jean- Philip aðeins einu sinni . í viku í krána, Auk þess hafa þau komizt að svolitlu: Það er lítill Levallier á leiðinni og eftir nokkra mánuði verður ef til vill enginn tími til þess að standa í spilamennsku. Stóra, þunga eikarhurðin lítur út eins og hún hafi aldrei verið tekin af hjörunum. Stundnm, þegar Susanna er í húsverkunum, verður henni litið á hana. Þegar hún gerir það, leikur dauft bros um var- ir hennar. utanríkisráðuneyta og Félags ísl. flugumferðarstjóra, var gert láð fyrir að fram færi sérfræðileg athugun á vali radartækja, og stefnt að þvi að taka þau í notkun í flug- stjórnarmiðstöðinni í júní 1972. SÉRFRÆÐILEG ATHUGUN í byrjun ágústmánaðar 1970 var enska fyrirtækinu T W. Welch & Partners Ltd„ falið að hefja störf við ofangreinda athugun, og sérstök áherzla lögð á að athugunum verði hraðað Skýrsla fyrirtækisins og tillögur lágu fyrir í nóvem- ber sama ár. Niðurstöður athugunarinnar var einkum sú, að stefna bæri að notkun svonefnds „svar- radars“ (Secondary Surveill- ance Radar : SSR) til afnota fyrir flugstjórnarmiðstöðina. HagKvæmasta lausnin gerði ráð fyrir notkun SSR-upplýs- inga frá núverandi radarstöð varnarliðsins á Miðnesheiði (H-l) við Keflavíkurflugvöll. Með hagnýtingu nútíma tölvu- tækni væri unnt að senda SSR-upplýsingarnar milli rad- arstöðvarinnar og flugstjórnar- miðstöðvarinnar eftir venju- legri talsímarás. S.S.R. Við samanburð á valkostum hafa frá upphafi verið ljósír yfirburðir SSR miðað við venjuleg radartæki, er sýna endurkast radarmerkja frá yf-‘ irborði viðkomandi flugvélar. SSR byggist á notkun „svara“ (transponder) um borð í flug- vélunum, er taka á móti merki radarstöðvarinnar, og endur- senda það með ýmsum viðbót- arupplýsingum um viðkomandi flugvél, t.d tilteknu flugnúm- eri og/eða upplýsingum um flughæð hennar. Langflestir annmarkar venjulegs radar eru leystir með SSR, hins vegar „sér“ SSR-kerfið aðeins þær flugvél- ar, sem hafa svara. Reikna má nú með því að svari sé í öllum þotum, er fara um is- lenzka flugstjórnarsvæðið, svo og um borð í öllum herflug- vélum NATO-ríkjanna. Notkun svara i flugvélum fer nú al- mennt mjög ört vaxandi þar eð skylt er að hafa slík tæki í tilteknu loftrými yfir N- Ameríku og Evrópu. Verð tækjanna hefur einnig farið lækkandi, og ódýrustu gerðir kosta nú um 500$. Nokkrar ís- lenzkar eins- og tveggja- hreyfla flugvélar eru nú þegar búnar slíkum tækjum. RADARSTÖÐ V ARN ARLIÐ SINS Varnarliðið starfrækir nú tvær langdrægar radarstöðvar hér á landi. Allar fyrri athug- anir á hugsanlegri notkun rad- artækja í flugumferðarstjórn hér á landi hafa bent til æski- legrar notkunar radarstöðvar- innar við Keflavíkurflugvöll fyrir flugumferðarstjórn. í nóvember 1965 fór fram athug- un á vegum bandarísku flug- málastjóranarinnar (F.A.A ) um kostnað við flutning rad- armyndar stöðvarinnar til flugstjórnarmiðstöðvarinnar, og þá gert ráð fyrir venjulegri radartækni og notkun örbylgju fjarskiptarásar. Kostnaður við tækjakaup ein var áætlaður 26 til 33 millj. kr. f júní 1971 staðfesti varnar- liðið, að flugmálastjórn væri heimilt að notfæra sér SSR- upplýsingar radarstöðvarinnar fyrir þarfir flugumferðarstjórn- ar. Samningur um þetta efni var undirritaður af varnarliði og samgöngumálaráðuneyti þ. 30. júní s.l. Með því að notfæra sér þann búnað. sem fyrir hendi er í radarstöðinni, má reikna meS að uppsetningarkostnaður flug- málastjórnar hafi lækkað um 20 til 25 milj. kr. TÆKJAKAUP Útboð vegna nauðsynlegs tækjabúnaðar var sent til fjög- urra viðurkenndra fyrirtækja á þessu sviði. Eftir samanburð á tæknilegum og fjárhagsleg- um atriðum tilboða, og að höfðu samráði við tækninefnd Félags ísl. flugumferðarstjóra, var ákveðið að mæla með kaupum á tækjum frá enska Framhald á bls. 4 Gleraugnamiðstöðin Ný verzlun, nýjar vörur. Höfum opnað nyja gleraugnaverzlun að Laugavegi 5. Bjóðum fjölbreytilegt úrval af gleraugnaumgjörðum og sjónglerjum, sjónaukum, smásjám raka- og hitamælum. Afgreiðum recept frá öllum augnlæknum, gerum við og stillum allar tegundir af sjónaukum. Gleraugnamiðstöðin Laugavegi 5, sími 22702

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.