Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.12.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 01.12.1972, Blaðsíða 6
■v- WÝ N4ICU1ÍÐ4WDI MEIRA en hálf öld er liðin síðan nafn Roberts Ledru féll í gleymsku og dá. En þrátt fyrir það er sagan af því, hvernig frægasti lögreglumað- ur Frakklands leysti óleysan- lega morðgátu, og eyðilagði með því feril sinn, einhver ótrúlegasta saga úr annálum glæpaverka allra tíma. Við skulum bregða okkur til Parísar laust eftir árið 1880. París var dásamleg borg að búa ;, og Robert Ledru naut lífsins í ríkum mæli. Hann hafði að heita mátti lagt undir sig borgina, því að hann var orðinn frægur sem færasti lög- reglumaður landsms, og það var hann, sem fitjaði alltaf upp á einhverjum nýjungum við iausn afbrotamála. Sjaldan eða aldrei hefur nokkur lögreglumaður fært sér eins vel í nyt kunnings- skap sinn við ýmsa minnihátt- ar afbrotamenn, sem hann lét njósna um hina stærri. Það var Ledru, sem sagði eitt. sinn, að því fleiri vini sem maður ætti, þvi fleiri óvinum gæti maður fylgzt með. Övinir hans voru afbrota- mennirnir. Vinir hans voru á hinn bóginn úr öllum stéttum þjóðfélagsins; embættismenn, hefðarfrúr úr háaðlinum, kauphéðnar, vændiskonur, rithöfundar, málarar, fjár- hættuspilarar, glæpamenn, íþróttamenn og drykkjumenn. Honum fannst þetta mjög ákjósanlegt samansafn, og það átti >æl við hugsunarhátt hans. En það var erfitt verk að vera vinur allra þessara vina sinna. Stundum var hann að skemmta sér í lélegum krám eða þá í sölum hefðarfólksins frá sólsetri til dögunar, og hélt síðan áfram miskunnarlausri baráttu gegn glæpamönnum frá því í dögun og langt fram á kvöld. Enda þótt Ledru nyti þess lengi framan af, að drekka og dufla, var hann ekkert ofurmenni. Hann var tæplega 35 ára að aldri og í augum hans spegl- uðust leyndarmál og áhyggjur gamals manns. „Robert er farinn að eldast um aldur fram,“ sögðu vinir hans. „Hann leggur of mikið á sig.“ En Ledru gat ekki unnt sér hvildar Það var einmitt um þetta leyti, sem hann leysti erfitt mál, er talið var meist- arastykki hans, þar til síðasta mál hans kom til sögunnar. • MORÐ hafði verið framið i litlu og óþrifalegu herbergi a Montmartre — herbergi, sem nefni sitt hlaut hún af Ktilli svartri fjöður, sem hún stakk á milli brjóstanna á kvöldin. Hún notaði fjöðrina til þess að festa hana í jakka þess listamanns, sem hún vildi gista hjá þá nóttina. Þessi ilmvatnslykt var án efa frá ilmvatni La Plumette. Spurningin var aðeins sú, hversu langt var um liðið síð- an hún hafði verið þarna, og hvar var hún nú? Ledru leit á verk málarans og reyndi að koma auga á mynd af henni, en sá enga. „Ef til vill er ekki hægt að búast við því,“ tautaði hann um leið og hann gekk út. Hann var staðráðinn í að leita uppi La Plumette. Það ætti ekki að verða erfitt. Hún var bláfátækur málari notaði bæði Vel þekkt í hverfinu. sem vinnustofu og íbúð. Lík unga listamannsins, sem hét Sylvestre Bonard, fannst útatað blóði í miðju herberg- inu, með málningarpensilinn í hendinni, striga á trönu, en líkið var höfuðlaust. Höfuðið hafði verið sneitt frá bolnum í einu höggi með einhverju beittu vopni. Ledru var fljótur að sjá, að þetta myndi verða mjög athyglisvert mál að fást við. Reyndar var Ledru ekki kvaddur á vettvang fyrr en nokkrum klukkustundum eftir að líkið hafði fundizt. Þegar götulögreglan gafst upp, var kallað á rannsóknarlögregluna, og Ledru kom á staðinn. „Þetta er þín sérgrein, þarna á Montmartre,“ sagði yfirmað- ur hans. „En Robert, ekki að stunda neinar rannsóknir í kránum. Vínið getur .verið ágætur félagi, en það getur líka verið harður húsbóndi.“ Ledru yppti öxlum kærp- leysislega. „Satt er það,“ svaraði hann, en par sem vínið rennur, hitt- ir maður oft dýrmæta vini.“ Þegar hann hafði skoðað herbergiskytruna, féllst Ledru á það ,að morðinginn hefði ekki skilið eftir sig nein spor, sem vit var í. Það hafði ekki verið búið um rúmið .... skörðóttir og óþvegnir diskar lágu i vaskinum .... litatúb- ur voru eins og hráviði um allt .... líkið lá í blóðpolli á gólfinu. í slíkri óreiðu var ekki hægt að henda reiður á neinu. En samt sem áður fannst Ledru hann kannast við eitt- hvað þarna. Það var eitthvað að brjótast í höfði hans. Nú, var það ilmvatnslyktin? Það var langt síðan ilmvatn hafði verið haft um hönd þarna, en ilmvatnslyktin fannst þó enn. Ef hann gæti aðeins komizt að því, hvaða ilmvatn það var. Þær stundir koma í lífi jafn- vel hins mikla lögreglumanns, að öll þjálfun, reynsla og menntun verður að víkja fyrir eðlisávísun hans einni. Skyndi- lega vissi Ledru hvaðan þessi ilmur var. La Plumetté, Litla fjöðrin! ENGINN á Montmartre þekkti hana undir öðru nafni. Hún var fædd í sunnanverðu Frakklandi, og fæstir vissu hverra manna hún var, en hitt vissu allir, að hún var frek til fjörsins. Hún var fyrir- sæta hjá ýmsum málurum og frilla þeirra jafnframt. Viður- En hún hafði horfið nokkr- um klukkustundum fyrir morð- ið, og enginn séð hana eftir það. Hún hafði búið hjá Bonn- ard ! viku, og því var ekki að undra þótt í herbergi hans væri lykt af ilmvatni hennar. Hún hafði ekkert heimilisfang sjálf, því að hún svaf alltaf hjá einhverjum karlmanni, og lög- reglan hafði ekki uppi á henni. ÁR LEIÐ — eða nánar til- tekið 13 mánuðir, og ný mál komu til sögunnar. En hvar sem Ledru fór, var La Plum- ette alltaf ofarlega í huga hans. Svo bar þetta árangur dag einn. Það var ekki ilmvatnið, sem aldrei selt neitt verk eftir sig, en nú er hann mjög í tízku. Ég fékk fimm hundruð franka fyrir síðasta málverkið og ætti að fá meira fyrir þetta. Það getur verið að þetta sé síðasta verk bans. Stúlkan, sem kom með það, var í fjárþröng." „Stúlkan?" „Já, herra. Hún fer hér framhjá á hverjum degi. Ég veit ekki á hverju hún lifir, og nún virðist vera atvinnu- laus. En mig grunar nú margt.“ Ledru þakkaði manninum og fór. Hann settist á bekk skammt frá og beið. Það var ekki liðin ein klukkustund þar til Litla fjöðrin kom gangandi eftir götunni. Hún hafði litað hár sitt, og var betur klædd en áður, en augu hennar og eggjandi göngulag komu upp um hana. En Ledru brá ónotalega í brún, þegar hann sá unga manninn, sem gekk við hlið hennar. Hann var vel klæddur og vel til hafður, heill heilsu og ekkert að vanbúnaði — Bonnard sjálfur Ijóslifandi! Ledru hafði séð hann nokkr- um sinnum áður en hann hafði verið „myrtur“ í kompunni á Montmartre ,og hann gleymdi aldrei andliti nokkurs manns. Það var ekkert efamál, að þetta var Bonnard. Ledru velti þessu fyrir sér. og var fljótur að skilja, hvern- ig í ollu lá. Líkið hafði verið höfuðlaust .... málarinn var fátækur .. lögreglunni. „Robert,“ sagði foringinn vinjarnlega, „það er tímabært að við tölum saman í fullri hreinskilni. Þú ert mér of dýr- mætur sem vinur og starfs- maður til þess að ég gæti leyft þér að halda áfram á þessari braut. Þú verður dauður innan árs með sama áframhaldi.“ „Það er örstutt síðan ég fór í læknisskoðun, og þeir sögðu mér að ég yrði fjörgamall.“ „Samt sem áður þarfnast þú hvíldar á kyrrlátum stað og þarft að komast burt frá öll- um þessum vandræðum. Sann- ast sagna get ég ekki alveg verið án þín og því var ég að hugsa um að senda þig til að rannsaka mál fyrir vestan. Kynntu þér það, því að hvort sem þér líkar betur eða verr, þá er það næsta viðfangsefni þitt.“ Hann rétti Ledru nokkur skjöl. Ledru leit á skjölin og at- hugaði málið. „Le Havre?“ tautaði hann. „Sjómannabær. Og sex hafa horfið undanfarna sex mánuði án þess að til þeirar hafi spurzt?“ „Hagaðu rannsókn þinni eins og þú vilt,“ sagði foringinn. „En farðu þér að engu óðs- lega. Lögreglan á staðnum leysir þennan vanda fyrr eða síðar, en ég þarf að gera manni þar greiða, svo að ég lofaði að senda þig. Reyndu nú ekki að vera neinn snill- ingur. Fáðu þér sæti á þægi- Fræ^asii lögregliimaðiii* Frakklands levsfi gátiina ii iii iuorðið í Saint-Áddresse, en það varð til þess að liiiida endi á liiiin glæsilega feril hans. kom honum á sporið. Það var málverk, sem hann sá í illa upplýstum glugga að kvöldlagi í annars flokks listverzlun á vinstri bakka Signu. Um leið og hann kom auga á það, snar- stanzaði hann. Þetta málverk var án efa eftir Bonnard. Hann þekkti málverk hans út og inn. Þá um kvöldið ætlaði hann aldrei að geta sofnað. Næsta morgun kom hann stuttlega við á skrifstofunni, og skrifaði í kladdann, að hann væri að fara út til að sinna Bonnard- málinu. Yfirmaður hans tók eftir þessu. „Robert,“ sagði hann blíð- lega. „Þú skalt hætta þessu. Það hefur komið'fyrir áður, að við höfum ekki leyst svona gátu. Líttu í spegilinn .... þú ert ehki svipur hjá sjón, svart- ir baugar undir augunum af svefnleysi, og náfölur. Vertu ekki svona þrjóskur, Robert, sættu þig við þetta. Þetta er ekki nema eitt mál af hundr- uðum, þar sem þú bíður ósig- ur.“ LEDRU sinnti honum ekki, heldur gekk út og flýtti sér í listverzlunina. Þar komst hann að því, að myndin var í raun og veru eftir Bcnnard. „Það eru fáar íil eftir hann,“ sagði listaverkasalinn. „Hann dó ungur. Þér munið ef til vill málið á Montmartre í fyrra. Áður en hann dó, gat hann .. stúlkan hafði ráð undir rifi hverju .... nokkur málverk vantaði .... og nú komu verk dauða málarans á markaðinn á verði, sem hann hafði aldrei þorað að setja upp sjálfur, meðan hann var á lífi. Ledru kallaði á lögreglumann, og þeir handtóku Litlu fjöðrina og Bonnard, og þau voru ákærð fyrir að hafa myrt mann, sem enginn veit hver var. Litla fjöðrin hafði loks feng- ið ást á manni eftir að hafa verið mjög fjölþreifin í ástum. Ef til vill gerði hún sér grein fyrir því, að fegurð hennar var að hverfa, og að hún gat ekki lifað til langframa á henni. En hitt er víst, að hún bruggaði þessi ráð með elsk- huga sínum, og það var ákveð- ið að hann skyldi „deyja“, til þess að verk hans hækkuð:í stórlega í verði. Þau höfðu flutt í annað hverfi í París, bjugggu þar undir fölskum nöfnum og lifðu á því að selja málverk eftir „látinn“ lista- mann. Eftir eins árs þrotlausa bar áttu og seiglu hafði Ledru unnið sigur. ÞEGAR að þessu máli loknu, fór Ledru á grenjandi túr, sem hafður er í minnum. Eftir vikulanga drykkju var hann svo illa farinn, að hann varð að leggjast í sjúkrahús. Þegar hann kom út, var hann kallað ur á fund yfirmanns síns - legum stól á baðströndinni og hugsaðu málið. Njóttu sólar- innar og hvíldarinnar. Og komdu ekki aftur til Parísar fyrr en þú ert alveg búinn að jafna þig, vinur kær.“ Ledru vissi það ekki, en þeg- ar lestin stefndi til Le Havre, var hann að stefna að síðasta máli sínu. Þetta var sumarið 1887. FYRSTA daginn í Le Havre kynnti hann sér hvarf sjó- mannanna sex. Þetta var erfitt mál, því að hann var ókunn- ugur í borginni. Hann fór úr einni kránni í aðra, spurði menn spjörunum úr og drakk. Þó varð hann að játa, að þarna var annað andrúmsloft, og þarna gat hann hvílzt og jafn- að sig Dag nokkurn fékk hann þá flugu i höfuðið, að nú væri hann búinn að gera nóg þanr, daginn. Það var sólskin og heitt i veðri, og hann vildi njóta lífsins. Honum fannst tímabært að ræða við lög- regluna í Le Havre. Þar var honum tekið opnurn örmum og boðin hvers sú aðstoð, sem hann kynni að þurfa. Vagn var til reiðu og íbúð á dýru hóteli rétt hjá ströndinni. Hann fór beint á hótelið og lagðist þar til svefns. Hann sofnaðí strax og vaknaði ekki fyrr en næsta morgun. Þegar hann vaknaði, hellci sólin geislum sínum inn um

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.