Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.12.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 01.12.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ vikutíðindi Bækur, seiii berast Frá Bókaútgáfunni Örn og Örlygur h.f. hafa blaS- inu borist eftirfarandi bækur: ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNASTUND Fjórða bindi Björgunar- og sjóslysasögu íslands. Steinar J. Lúðvíksson tók saman. Bókin geymir alla atburði a sviði sjóslysa og björgunar á árunum 1948—1952. Er þeim gerð misjafnlega mikil skil eft,- ir efm og atvikum. Meðal stærri kafla í bókinni má nefna frásagnir af strandi brezka togarans Preston North. strandterðaskipsins Laxfoss og olíuskipsins Clam, hrakningurn m.b. Bjargar og hinum hörmu- legu endalokum m.b. Helga frá Vestmannaeyjum. Síðast en ekki sízt er mjög ítarleg frásögn af strandí brezka togarans Sargon undir Hafnarmúla við Patreksfjörð i desember 1948. Hefur nokkur hula verið yfir því slysi, en henni.er lyft í bókinni, og var maður sendur í því skyni til Bretlands, sem átti viðtal við ýmsa •skipverja. um, hvað gerð- ist (im borð í togaranum. Fjöldi mynda er í bókinni. VORU GUÐIRNIR GEIMFARAR? Ráðgátur fortíðarinnar í ljósi nútímatækni, eftir Eric von Daniken. Þýðandi: Loftur Guð- mundsson. . Svissneskur fræðimaður glímir hér við ýmsar gátur, varðar.di tækni og þekkingu þjóða aftur í grárri forneskju, sem vísindamenn og sérfræð- ingar hafa ekki fundið nein viðhlítandi svör við. Koma nið- urstöður hans mjög á óvart og hafa vakið mikla og verðskuld- aða athygli. Bókin er myndum prýdd. MEÐAN JÖRÐIN GRÆR. Mannlífssaga í rómantízku upphafi jeppaaldar á íslandi. eftir Einar Guðmundsson frá Hergilsey. Hér er nýr rithöfundur á ferð, sjö barna faðir, rúmlega fertugur, bóndi að vestan. Sögusviðið er í ætt við sunn- anverða Vestfirði og sagan ger- ist frá því seint á stríðsárun- um og framundir 1950. Honum virðist bæði gefin skáldgáfa og þekking á við- fangsefninu. BARIST í BRÖTTUM HLÍÐUM. Saga úr síðari heimsstyrjöld- inni, eftir Colin Forbes. Þýð- andi: Björn Jónsson. Þetta er önnur bók forlags- ins eftir sama höfund, en hann hefur vakið á.sér heimsathygli fyrir snjallar. sögur , úr stríð- inu. . Sjálfur ,tók hann þátt í þeim hildarleik og ber-a bgek- ur hans þess-vitni, að hann ber fullt skyn á það, sem han rit- ar um. BRÚ MILLI HEIMA. Frásagnir og viðtöl um undur- samlega hæfileika. Jónas Jónasson, útvarpsmað- ur hefur ritað þessa bók. um Einar Jónsson, lækningamiðil á Einarsstöðum í Reykjadal. Fjallar hún bæði um kynni þau, sem höfundurinn hefur af Einari og sögur nafngreindra persóna, sem telja að þessi merki lækningamiðill hafi á undraverðan hátt komið sér til hjálpar, þegar á reyndi. KÖTTURINN MEÐ HÖTTINN KEMUF. AFTUR. Eftir Dr. Seuss. Þýð.: Loftur Guðmundsson. Bókin er ætluð byrjendum í lestri og er prýdd litprent- uðum teiknimyndum. LEYNIVOPNIÐ OG DJÖFLADEILDIN Unglingasaga eftir Jack Lan- cer. Þýð.: Þorgeir Örlygsson. Þriðja bók forlagsins um Chris Cool ungnjósnara og fé- laga hans. Þarna gerist alltaf eitthvað óvænt á hverri blað- síðu eins og vera ber í slíkum sögum. HÉR KEMUR PADDINGTON. Eftir Michael Bond. Þýð.: Örn Snorrason. Myndir gerði Peggy Fortnum. Þetta mun vera níunda Paddabókin, svo ekki er að efa að krakkarnir hafi gaman af þeim., EYJAN HANS MÚMÍNPABBA. Eftir Tove Jansson. Þýðandi: Steinunn Briem. Þetta er fimmta bók forlags- ins um múmínálfa hinnar finnsku skáldkonu og eru þæv mjög vinsælar barnabækur. NÆTURSTAÐUR. Brot úr lífi borgarbarna, eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk. Hér kveður ung skáldkona sér hljóðs í fyrsta sinn með samtímasögu úr Reykjavík. Þrjár ólíkar stúlkur leigja saman íbúð. Margs konar vandamál er við að etja, bæði félagsleg og persónuleg, sem glasbotninum I strætisvagninum samþykki eiginkvenna Sœta stúlkan kom inn í sinna. troöfulian strœtisvagn i Kópavogi. Ungur maöur bauöst til aö halda á henni. og páöi hún þaö. En eftir stutta stund sagði hún: „Þaö er víst bezt aö ég standi upp — annars getur veriö að ég brjóti pípuna þína!“ Þá sagði gamall maöur í næsta sæti: „Þér er alveg óhætt aö láta mig sitja undir þér. Ég er löngu hœttur aö reykja.“ Smekkmaður Níels og Eva höföu veriö gift í tíu ár, þegar Níels sagöi konunni sinni frá þvi eitt kvöldiö, aö hann ætlaöi aö taka sér hjákonu. Eva varö alveg dolfallinn, en Níels benti henni á, aö tveir góövinir sínir — Pétur og Hákon — ættu báðir sínar ástmeyjar, og meö fullu „Allar stúlkurnar þrjár eru ballett-dansmeyjar," sagöi Níels, „og annaö kvöld skal ég fara meö þér í leikhúsiö og sýna þér þær.“ Jæja, þau fóru í leikhús- iö, og þegar balettinn byrj- aöi á sviöinu, hvíslaði Níels' „Sú ljóshæröa til vinstri er með Pétri, sú rauöhærða viö hliðina á henni meö Hákoni, og þá dökkhæröu, yzt til hægri, hef ég hugsáö mér.“ Eva virti stúlkurnai vandlega fyrir sér áöur en hún svaraði: „Þú hefur eins og venju- lega góöan smekk, Níels. Okkar er langsamlega flott- ust af þeim!“ Ungpíuhjal Tvæi litlar stúlkur sitja livor á sinni öskutunnunni í portinu og rabba saman um mikilvœg stórmál: „Veiztu hvaö, Sigga. Það er fariö aö vaxa hár á mína!“ „Æ, livaö segiröu?! Finnst pér þaö ekki til óþœginda, þegar þú gerir þaö?“ Reynsla Glaumgosinn haföi fengiö unga stúlku upp í íbúðina sína og sagöi: „Ég hef ánægju af aö fylgja reyndum stúlkum heim.“ „Ég er ekki reynd stúlka,“ svaraöi hún svolítið gröm. „En þú ert heldur ekki komin heim ennþá!“ Hengd upp á snaga María var ákaflega falleg stúlka, en hún var svo smá vaxin aö herrarnir hennar ekki leysast öll. Einkum reyn- ast ástamálin flókin. Vafalaust munu verða skipt- ar skoðanir um bók þessa, en eitt er víst — Snjólaug kann að skiifa. Frá Ægisútgáfunni hef- ur blaðið fengið eftirtaldar bækur: í HELJARGREIPUM RÚSSNESKA VETRARINS. Þrjár sögulegar innrásir, eftir Leonard Cooper. Þýð.: Bárður Jakobsson. Fyrst segir frá tilraun Karls tólfta Svíakonungs til að leggja Rússland undir sig, síð- an innrás Napoleons Bonaparte og loks er sagt frá árásarstríði Hitlers á hendur Sovétríkjun- um. Það er sameiginlegt með þessura hernaðargörpum, að þeir voru taldir ósigrandi, unz þeir réðust á rússneska björn- inn, þá brást þeim stríðsgæfan algerlega og innrásir þeirra enduðu með hörmulegum ósigri og tortímingu herjanna. Þótt víðátta og manngrúi Rússlands hafi átt sinn þátt i ósigrum þeirra, auk mistaka þeirra sjálfra og herkænsku Rússa, þá var það fyrst og fremst Vetur konungur í öllu sínu veldi, sem varð þeim að falli. Margar myndir eru í bók- inni. AFBURÐAMENN OG ÖRLAGAVALDAR. Æviþættir tuttugu mikilmenna sögunnar í þýðingu Ragnars Jóhannessonar og Sigurlínar Davíðsdóttur. Þættir þessir eru æviágrip og frásögur stórmenna og frumherja, sem við könnumst meir eða minna við úr mann- kynssögunni .Er bókin allt í senn — fróðleg, skemmtileg og eiguleg. uröu eins og risar hjá henni. Kvöld nokkur kynntist hún myndarstrák, sem dansaöi viö hana og fylgdi henni svo lieim. Þau létu vel hvort aö ööru í stigaganginum og kom vel saman, en erfiðleik- arnir lágu í pví ,hvað María var lág í lofti. Þá sá herrann hennar snaga á veggnum, og tók piltur paö til bragös aö hengja Maríu upp á snag- ann. Þá var allt í lagi. Á eftir fylgdi hann lienm upp aö íbúöardyrum lienn- ar, þar sem móöir liennar opnaöi fyrir þeim. „Nei, mikiö er þetta sœtt af yöur. ungi m,aður!“ sagði hún. „Þér eruð sannur séntilmaður.“ „Nú?“ „Já, aö þér skulið fylgja Maríu alveg upp. Allir hin- ir láto. hana bara hanga á snaganum . . . “ MONTE CASSINO. Eftir Sven Hazel. Þýð.: ÓIi Hermanns. Þetta er fjórða bók forlags- ins eftir Hazel, sem nú er tal- inn meðal fremstu stríðsbóka- höfunda heimsins. Er hún til- einkuð þeim, sem féllu við klaustrið og virkið Monte Cassino á Ítalíu í seinni heims- styrjöldinni. Bækur Hazels hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og þykja eitthvert hressileg- asta lesefni, sem völ er á. UM BORÐ í SIGURÐI. Eftir Ásgeir Jakobsson. Ásgeir er landskunnur fyrir bækur sínar og greinar, eink- um um sjómennsku. í þessari bók segir hann frá veru sinni um borð í hinu fræga aflaskipi Sigurði og viðkomu í höfuð- stöðvum brezkra togara, Grimsby. Honum segist skemmtilega frá og kann það mál, sem sjó- menn skilja. MARKGREIFAFRÚIN í FENEYJUM. Rómantísk ástarsaga eftir Denise Robins. Þýð.: Valgerö- ur B. Guðmundsdóttir. Þessi frjói rithöfundur mun hafa skrifað fleiri ástarsögur en nokkur annar og er án efa meira lesin en dæmi eru til um slíka höfunda. Áður hefur útgáfan gefið út sex bækur eftir Robins, sem flestar eru uppseldar. HRAFNISTUMENN II. Minningar vistmanna á Hrafn- istu. Þorsteinn Matthíasson skráði. í bók þessari segja fimm vistmenn sögu sína, þau Lilja Björnsdóttir skáldkona, Guðný Guðmundsdóttir frá Flekkuvík, Gunnar Jóhannsson frá Arn- arnesi, ísleifur Konráðsson frá Hafnarhólmi og Guðmundur Angantýsson (Lási kokkur). Læsileg og myndskreytt bók. -x Maðurinn sagði . .. — Sérfrœöingur er mað- ur, sem veit meira og meira um minna og minna — og endar meö pví aö vita heil- mikið um ekki neitt. — Þaö er ékki satt, að all- ir eiginmenn eigi hjákonu Ég veii um marga, sem eiga tvœr. — Fyrir lijónabandiö eru konur miður sín, af því aö þaö er enginn karlmaöur í lífi þeirra, en eftir gifting- una eru þœr miöur sín af því þaö er ekkert líf í manninum þeirra. — Ekkja er kona, sem er ávallt viss um, livar maður- inn hennar er. — Muniö þaö stúlkur, aö meydómur ykkar er dýr- mœtur, en aö því lengur sem þið lialdiö honum, því verðminni venöur hann.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.