Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 08.12.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 08.12.1972, Blaðsíða 3
NÝ V-kO)T,íf)4rNDI 3 Veizlur Jackson voru mjög rómaðar og vinir hans sátu sig aldrei úr færi að taka þátt í þeim. Að loknum miðdegisverði, sem vart átti sinn líka, settust veizlugestir í setustofuna, drukku kaffi og reyktu. Jack- son sagði frá ferðum sínum og gestirnir hlýddu á, fullir áhuga, því að frá mörgu at- hyglisverðu var að segja. „Hérna er þó það langeftir- tektarverðasta,“ sagði forstjór- inn og sýndi gestum sínum lampa nokkurn. Þetta var gam- all messinglampi með vel gerðu útflúri. Hann var ófægð- ur og að því er virtist mjög fánýtur, en gerð hans var falleg. „Við keyptum hann fyrir austan af mjög gömlum manni og greiddum mikið fé fyrir hann, vegna þess að hann hef- ir fágæta eiginleika. Þetta er undralampi eins og Aladdins- lampinn. Hér neðst á fætinum er.u skrifuð nokkur orð með austurlenzkri skrift, og sá, sem getur lesið þessi orð, fær ósk sína uppfyllta þegar í stað.“ Veizlugestir voru mjög hrifn- ir a.f þesum lampa og létu í ljós undrun sína yfir þessurn fágæta hlut. „Er nokkur viðstaddur, sem getur lesið austurlenzkt letur?-‘ spurði Jackson forstjóri, „ef svo væri, gæti ég • óskað mér hvers sem ég vildi, máske ein- livers þess, s^*n okkur öllum yrði til gtkfc*. Einn veiziugesturinn stóð á fætur. „Ég býst við, að ég geti það,“ sagði hann. „Þegar ég.var ung- ur, las ég þessa námsgrein í mörg ár, svo að ég býst við, að ég geti lesið þetta letur.“ Allir biðu í ofvæni, þegar þessi litli maður gekk til Jack- söns' og tók við lampanum. Hvað ' myndi ske, þegar hann læsi það, sem á honum stóð skrifað? „Við skulum óska okkur ein- hvers,“ sagði Jackson, „eigum við t.d. að óska okkur að 10 milljónir dollara detti niður í stofuna?“ „Húrra!“ „Ég mun dreifa þessum 10 milljónum dollara meðal gesta minna sem gjöf,“ bætti for- stjórinn við. Orðum hans var svarað með miklum fagnaðai'látum. 10 milljónir dollara! Það var næstum óhugsandi! Æsingin og eftirvæntingin hafði nú náð hámarki! Menn þorðu varla að draga andann, þegar hinn litli málfræðingur fór ' að athuga lampann. Hann hafði sett upp gleraugun sín. „Jú, þetta er austurlenzkt letur,“ .sagði hann. „Það stend- ur þarna eitthvað á öðru máli, en letrið er austurlenzkt.“ „Getið þér lesið það fyrir okkur?“ Jackson forstjóri var tilbú- inn að bera fram ósk sína um 10 milljónir dollara um leið og skriftin væri lesin. Þetta var alveg eins og í ævintýri. Maðurinn með gleraugun brosti. „Hér stendur .... hér stend- ur .... jú, sjáum nú til. Jú, þetta blýtur að vera rétt. Hér stendur .... made in Svvitzer- land.“ * HræÖiíeg Framhald af bls. 7 eftir henni, — eða sækir hana sjálfur. Þú ert rétt heima und- ir húsi og ég er að sjóða mat inn. Það væri mátulegt á þig að . . .“ Loksins kom hún þó með skóflu og réð slönguna hvat- lega af dögum meðan ég stóð ofan á henni. Við erum þó ekki hjónin, sem sagan segir frá, að voru sofandi í rúmi sínu, þegar karlinn vaknar allt í einu. „Vertu ekki að kitla mig, Kata,“ segir hann önugur. Konan andmælti þess konar móðgun og kvaðst ekkert slíkt hafa gert, reyndi hann því að leggjast til svefns á ný. En þá fann h&nn til kitlanna aftur og nú varð hann öskuvondur. „Ef þú lofar mér ekki að sofa, Kata, í mínu eigin rúmi,“ argaði hann, „þá leggst ég á gólfið.1' Síðan þreif hann ofan af sér rúmfötir og stökk á fætur — og pá datt höggormur úr fell- ingunum á náttskyrtunni hans, Nei, mér hefur aldrei verið um slöngur gefið. En samt er það nú svo, að vafalaust hef ég átt í höggi við fleiri af því tagi en svæsnasti fylliraftur í mergjuðustu sögum sínum. Ég á heima í Dartmoor nú, og ég skal veðja um það, að hund- arnir mínir verða búnir að elta uppi nöðru áður en við verðum komnir eina mílu í fyrramálið. Fyrirtæki - Atthagafélög Starfsmannahöpar KynniS ykkur þær þreytingar og auknu möguleika er skapazt hafa viS stækkun á Átthagasal hötelsins. Getum nú annazt allt frá 10-190 manna veizlur, fundt o.fl. í þessum sal og móttökur fyrir allt aS 300 manns. Félagasamtök og starfsmannahópar er haldiS hafa árshátiSir sínar i Átthagasálnum undanfarin ár eru vinsamtega beSnir aS hafa samband viS okkur sem fyrst. HÓTEL ý AGA, sími 20600. HOTELSAGA simi 20600 || i H*.i, |HI«ÉtL .a i if" [iiPpTgy mm ☆ ☆ ☆ ☆ GRILLIÐ á 8. hæð opið alla daga og öll kvöld svo og ASTRA- BAR (nema miðvikudaga) * * 'þV * * Eitthvað nýtt um hverja helgi MIMIS- BAR SÚLNA- SALUR * * ☆ * * Pétur Pétursson, heiEdverzlun KarlmaSur óskar sér karlma.nnlegrar giafar-., þ'ací hlýtur að vera Hár- krem Raksápu-.krús Andlits-talkúm, Hár.-krem, Svita-krttm .5HULTON*NEWYORK*LONDON-PARt LANDSBANKIISLANDS AUSTURSTRÆTI 11 — REYKJAVÍK — SÍMI 17780 Útibú í Reykjavík: Austurbæjarútibú, Laugavegi 77, sími 21300 Árbæjarútibú, Rofabæ 7, sími 84400 Langholtsútibú, Langholtsvegi 43, sími 82000 Múlaútibú, Lágmúla 9, sími 83300 Vegamótaútibú, Laugavegi 15, sími 12258 Vesturbæjarútibú, Háskólabíói v/Hagatorg, sími 11624 Útibú úti á landi: AKRANESI AKUREYRI ESKIFIRÐI GRINDAVÍK H0SAVIK HVOLSVELLI HÖFN, HORNAFIRÐI ISAFIRÐI SANDGERÐI SELFOSSI KEFLAVIKURFLUGVELLI Afgreiðslur: EYRARBAKKI KEFLAVIK REYÐARFJÖRÐUR RAUFARHÖFN STOKKSEYRI ÞORLÁKSHÖFN Annast öll venjuleg bankaviðskipti innanlands og utan.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.