Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 15.12.1972, Síða 2

Ný vikutíðindi - 15.12.1972, Síða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI Sígild gleðisaga Hin iðrandi nunna Or „Heptaméron“ eftir Marguerite d’Angouleme, drottninguna af Navarra NÝ VIKUTÍÐINDI OtgeíancU og ntstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjóm og auglýsingai Hverfisgötu 101A, 2. dæð Simi 26833 Pósth. 5094 Prentum Prentsm. pjóðviljaní Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Glæpafaraldurinn Holskefla glæpa af ýmsu tagi tröllríður nú Reykjavík. Ekki liður sú nótt að ekki sé einhversstaðar brotizt inn og um helgar er jafnan fram- inn fjöldi innbrota og þjófn- aða, auk líkamsárása. Iiafa verið uppi raddir um að al- mennir borgarar myndi með sér samtök til að ráða niður- lögum þessa glæpalýðs, cnda stendur lögreglan uppi ráða- laus sem fyrr. Margir álíta að liér sé um skipulagða starfsemi að ræða. Enda er ekki endalaust hægt fyrir lögreglu að „afsaka“ sig með því að segja, að „hér hafi verið á ferðinni gamall kunningi“. All-ilestir af hin- um atliafnasömu „kunningj- um“ hafa verið settir undir lás og slá undanfarnar vikur en á sama tíma hafa afbrotin stöðugt færst í öxt. Pening- um er stolið í stórum stil svo til daglega úr fyrirtækjum og af heimilum manna. Jafn- vel um hábjartan daginn er gengið inn á skrifstofu og peningakassi með tugum þús- unda hirtur. Til þess að lögreglan upp- lýsi innbrot eða þjófnað, þarf viðkomandi að vera dauða- drukkinn róni sem fremur glæp í viðurvist fjölda vitna. Annars „vinnur lögreglan að þvi að upplýsa málið“, en það er sjaldan, scm fréttir fást um árangur. Vitað er með vissu að ýmsir glæpa- menn borgarinnar hafa með sér samtök. Oft er einn feng- inn til að fremja þjófnað ó ákveðnum stað. I flcstum til- fellum tekst hann vel og glæp oninn hraðar sér í burtu með feng sinn og fær í liendur einhverjum úr klíkunni. Síð- an hefur sá sem glæpinn framdi ekki samband við fé- laga sína um nokkurn tíma, meðan lögreglan er að „rann- saka málið“. Ef svo ólíldega vill til, að lögregla grunar viðkomandi er hann settur í gæzluvarð- hald. Þá man hami ekkert eftir viðkomandi kvöldi, seg- ist hafa verið dauðadrukkinn og þar fram el'tir götunum. Ef tekst að leiða fram vitni er drykkja líka liöfð fyrir af sökun. Þegar spurt er um hvað gert hafi verið við þýfið er minnið heldur lélegt. Senni- lega allt farið í leiguhíla og brennivín. Þetta er tekið gott og gilt og manninum slcppt. Ekki líður á löngu þar til samtökin fara aftur á stúf- ana og þá er annar settur í í einni af stærri borgum Frakklands var mjög auðugt sjúkrahús, þar sem bjuggu klaustursstýra og fimmtán eða sextán nunnur, ásamt klaust- urstjóra og sjö eða átta munk- ar. Þeir síðar töldu bjuggu út af fyrir sig í útbyggingu frá sjálfu sjúkrahúsinu. Munkarnir héldu guðsþjónustu daglega, en nunnurnar áttu svo annríkt við að hjúkra sjúklingunum að þær höfðu einungis tíma til að lesa faðirvorið og bænir á bænafest- inni. Dag nokkurn lá fátækur mað- ur fyrir dauðanum á spítalan- um. Allar nunnurnar stóðu um- hverfis rekkjuna, og þar eð þær gátu ekki gert neitt meira fyr- ir sjúklinginn, sendu þær eftir einum af munkunum, svo að hann gæti hlustað á skriftamál sjúklingsins og veitt honum síð- ustu þjónustu. Munkurinn kom, og þegar sjúklingnum hafði verið veitt altarissakramentið, missti hann meðvitundina. Seint um kvöld- ið var hann samt ennþá á lífi, og nunnurnar, sem voru þreytt- ar eftir annir dagsins, hurfu smátt og smátt til svefnklefa sinna, unz aðeins munkurinn og ein af nunnunum — kornung stúlka — voru eftir í sjúkra- stofunni. Hún var svolítið hrædd við munk þennan, því hann var ávallt svo grafalvar- legur og strangur, bæði í orð- um og líferni — enda þótt hann væri ekki neitt gamalmenni. Loksins andaðist sjúkhngur- inn, og munkurinn og nunnan veittu honum nábjargirnar. Með an þau voru að því, fór munk- urinn að tala um illsku lífsins og blessun dauðans, og út af þessu fróma efni lagði hann með mörgum orðum fram á nótt. Unga nunnan hlustaði með at hygli á allt, sem hann sagði, og öðru hverju leit hún á hánn með tár í fallegu augunum sín- um. Hún varð snortin, og það var að skapi hans. Meðan hann verkið. Með þessari samvinnu glæpalýðsins sín á milli er tækií'æri fyrir marga að afla tekna á auðfenginn hátt. Á mcðan hundellir lögregl- an ökumenn og lætur þá blása í hlöðru eða sendir út fjölmennt lið þcgar smá- heygla kemur á bíl við á- rekstur á bílastæði. Glæpafélögm liafa talsvert gert að því að temja sér starfsliætti erlendra félaga. Njósnað cr um hvenær ibúð- ir eru mannlausar, hvaða fyr- irtæki liafa næturverði og þar fram eftir götunum. Plefur þetta borið góðan árangur eins og dæmin sanna. Getur þctta gengið svona lengur. — S. hjalaði um lífið eftir dauðann, fór hann að faðma hana að sér eins og hann ætlaði að bera hana inn í paradísarsæluna fyr- irvaralaust. Stúlkan hlustaði á öll fag- uryrði hans; þar sem hún leit •á hann sem einhvern guðhrædd- asta íbúa klaustursins, þorði hún ekki að hrinda honum frá sér. Munkurinn fann þetta, og meðan hann masaði um guð- hræðslu og góðar dyggðir, gerði hann nokkuð, sem djöfullinn hafði freistað hann til að að- hafast. Fyrr hafði hann aldrei látið undan slíkum freistingum. Á eftir fullvissaði hann skelkaða stúlkuna um, að Guð fyrirgæfi leynilegar syndir, og að tvær manneskjur, sem ekki væru bundnar hvorri annarri, gætu gert það, sem þær vildu, ef ekki yrði hneyksli úr því. Til vonar og vara skyldi hún ekki skrifta fyrir neinum nema honum. Að svo búnu skildu þau, og nunnan fór út úr herberginu á undan honum. Þegar hún gekk hjá kapellu Hinnar hei- lögu jómfrúar ætlaði hún að lesa bænirnar sínar að venju. En skyndilega gerði hún sér grein fyrir því, að hún væri sjálf ekki lengur jómfrú. Hún hafði glatað meydómi sínum þvingunarlaust, en einnig án ástar, og það olli henni slíkum sálarkvölum að hú fór að gráta eins og hjartað væri að springa. Munkurinn, sem heyrði grát- inn og sem varð hræddur um, að hún væri farin að iðrast og að hann myndi ekki oftar fá að njóta gleðistunda með henni, flýtti sér fram og kom að henni í hnipri frammi fyrir alt- ari Hinnar heilögu meyjar. Hann ávítaði hana stranglega og sagði, að ef samvizkan kveldi hana, gæti hún bara skriftað fyrir honum — og ef hún hefði ekki ánægju af því, sem hann hefði gert við hana, skyldi hann láta það ógert framvegis. Stúlku einfeldingurinn skriftaði óðar, og munkurinn lét hana svo sverja, að þau hefðu drýgt svo htla synd í sameiningu að hana væri hægt að afmá með okkr- um dropum af vígðu vatni. Nunnan trúði munknum bet- ur en Guði, og lengi vel fór hún oft til hans og gaf sig honum á vald. Þá fyrst, þegar henni var Ijóst að hún var með barni, greip hana iðrun og skelfing. Hún bað klausturstýruna um að láta flytja munkinn úr klaustr- inu, og ástæðuna fyrir því, taldi hún vera þá, að hún óttaðist að hann myndi forfæra hana. En klausturstýran, sem átti klausturstjórann að elskhuga, hló bara að henni. Hún sagði, að nunnan væri orðin það göm- ul, að hún gæti varist áleitni karlmannanna, og að eimitt þessi munkur væri alltof stillt- ur og alvörugefinn til þess að taka upp á slíku. Stúlkan bað um leyfi til að ferðast til Róm- arborgar — því hún áleit, að ef hún skriftaði fyrir páfanum, myndi hún öðlast meydóm sinn á ný. Þetta sagði hún ekki

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.