Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 15.12.1972, Síða 4

Ný vikutíðindi - 15.12.1972, Síða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI * Utanríkisþjónustan Framh. al bls. 1 hann syngur. Hann bendir á það „að í hóp íslenzkra sendiherra hafi jafnt og þétt bæzt úr ýmsum áttum menn, sem hafa ekki átt þess kost að fá þjálfun í utanríkis- ráðuneyeinu til starfa að utan- ríkismálum. „Nú eru til,“ segir hann (í ágúst 1972) „í utanríkisráðu- neytinu í Reykjavík þrjár stöður, sem hægt er að velja þessa menn í án þess að þeir setji niður. Þeir sendiherrar, sem neita að starfa annars staðar en erlendis, líta í raun og veru niður á utanríkis- ráðuneytið ,sem þó er móður- skipið Neiti þeir því er eðli- legast, að þeir, eins og við þekkjum frá Bandaríkjunum, hætti að starfa sem sendi- herrar um leið og sú ríkis- stjórn, sem kom þeim léttu leiðina í þessar stöður, missir völd. „Allur landslýður veit,-‘ bætir hann við, „að án sér- þekkingar verður enginn góð- ur skraddari, skósmiður, húsa- smiður né dómari. Hví ættu sendiherrar að vera eina stétt- in, sem leysir verk sitt meist- aralega af hendi án nokkurrar sérþekkingar?“ Húsakaupin í London í formála að bók sinni segir höfundur m.a.: „Hin öra þróun samgöngu- mála heimsins gerir íslenzk- um ráðherrum og sérfræðing- um þeirra kleift að komast strax þangað, sem vandamái skjóta upp kollinum, fjalla um þau og snúa svo heim aftur, og er þessi háttur hafður á í æ ríkari mæli. Flest slík mál voru áður leyst af sendiherr- um og starfsfólki þeirra. Nú hefði mátt ætla, að þessi nýskipan hefði orðið til þess að draga hefði mátt úr kostn- aði við utanríkisþjónustuna á ýmsum stöðum, en í þess stað veita fé til að setja á stofn ný sendiráð, þar sem brýna nauðsyn ber til af viðskipta- legum og öðrum ástæðum. Ekki hefur verið horfið að þessu ráði frekar verið lagt í miklar og ef til vill bindandi fjárfestingar, þar sem beinaat hefði legið við að spara . . . Reynsla var fengin fyrir því í London, að nú á dögum eru sendiherrabústaðir bezt stað- settir sem næst hjarta stór- borganna. Þar hafði verið Keypt fallegt og virðulegt hús, Redding House, Hampstead, i 14 km fjarlægð frá skrifstofum sendiráðsins, sem voru stað- settar í hjarta borgarinnar. Árið 1961 var skipaður nýr sendiherra í London. Hann flutti inn í þetta fallega hús. Nýi sendiherrann viðurkenndi alla kosti hússins, sem voru margir. Hann komst hins veg- ar að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa búið í húsinum um hríð, að þessi 14 km fjarlægð frá miðbiki borgarinnar gerði húsið óheppilegt sem sendi- herrabústað. Að vísu tæki ekki nema 20 mínútur að aka þessa leið, þegar umferð væri lítil, en í mikilli umferð gæti ökutíminn þrefaldast. Ýmis önnur óþægindi fylgdu búsetu svo fjarri miðborginni. Örðugt reyndist að fá starfs- fólk og erfiðara var að fá gesti, sem bjóða þyrfti vegna starfs- in, til að þiggja boð og þá um leið leggja á sig þetta ferða- lag.... Fór svo að keypt var annað hús (101 Park Street, W. I.). sem legunnar vegna var talið heppilegra sem sendiherrabústaður. Þetta var dýrmæt reynsla fyrir utanríkisráðuneytið, en dýrkeypt fyrir ríkissjóð. Hún sýnir að umferðavandamál stórborga nútímans hafa gert stórhýsi eða slot í útjöðrum borganna óheppileg sem sendi- herrabústaði. Hér var fundin mikilsverð mælisnúra fyrir ut- anríkisráðuneytið að fara eftir, en utanríkisþjónustan notfærði sér ekki hina dýrkeyptu reynslu frá London, heldur endurtók sig sama sagan í annarri borg.“ Um kaup á sendiherrabústað í Kaupmannahöfn segir Pétur Eggerz: Gestamóttaka „Aukist verkefnaskortur sendiherranna áfram gæti mörgum sýnzt ,að starf þeirra hefði smám saman breytzt í viðfangsefni veitingamanns. Einhver áhugamaður í þeirri stétt kynni þá að gera að til- lögu sinni, að skipt verði á stjörnuveitingamönnum fs- lands og stjörnudiplómötum um eins árs skeið í senn, til að þjálfa forstöðumenn sendi- ráðanna betur í starfi. Þannig t.d., að Níels P. Sigurðsson yrði forstöðumaður Hótel Holts um tíma, en Þorvaldur Guðmundsson, eigandi Hótels Holts, sá sem gerði London Lamb að markaðsvöru, væri ambassador í London á meðan. Agnar Kl. Jónsson tæki við Hótel Borg um hríð, en Pétur Daníelsson yrði sendur til Osló. Árni Tryggvason yrði hótelstjóri á Sögu, en Konráð Guðmundsson ambassador í Bonn. Síðan gætu spunnist út af þessu hin skemmtilegustu veðmál um, hvorum vegnaði betur, hótelstjóranum við ambassadorsstörfin eða sendi- herrunum við hótelstörfin. Lausblaðabækur frá Múlalundi úr lituðu plasti fyrirliggjandi í miklu úrvali. Margar gerðir, margar stærðir, margir litir. ☆ Ennfremur vinnubækur fyrir skóla, rennilása- möppur, seðlaveski og plastkápur fyrir símaskrár. ☆ Mikið úrval af pokum og blöðum í allar algengari stærðir lausblaðabóka, einnig A-4, A-5, kvartó og fólíó möppur og hulstur fyrir skólabækur. ☆ MULALUNDUR Ármúla 34 — Símar 38400 — 401 og 38450. Áfengis- og tóbaks- verzLun. nkisins tilkynnir Kaupum tómar ílöskur merktar ÁTVR í gleriS, 1/1 flöskur á kr. 10,00, 1/2 flöskur á kr. 8,00. Móttaka í Reykjavik í birgSastöðinni, Draghálsi 2 og í öllum útsölustöSum vorum úti á landi. ÁFENGIS- OG TÖBAKSVERZLUN RlKISINS. Ekki trúi ég, að Konráð á Sögu gæti ekki setið eins virðu-lega í bíl og tekið eins vel á móti framámanni, sem kæmi út úr flugvél, og Árni tryggvason, sendiherra. Konráð er alltaf að gera eitthvað þessu líkt. Athyglisvert er, að jöfnum höndum og störf sendiherra dragast saman, aukast kröfur um glæsilegri húsakost og all- an búnað sendiherrabústaða. Störf sendiráðsins í Kaup- mannahöfn hafa kannski dreg- izt enn frekar saman en ann- arra sendiráða, því þar hefur verið í nokkur ár prestur, sem léttir flestum mannúðarstörf- um af sendiráðinu.“ Húsakaupin í Kaup- mannahöfn Enn látum við hinn reynda fulltrúa okkar í utanríkismál- um, Pétur Eggerz ,hafa orðið. Hann segir svo orðrétt í bók sinni. „Margir landskunnir menn hafa búið í íslenzka sendi- herrabústaðnum við A. N. Hausens Allé 5, svo sem dr. Sigurður Nordal, Stefán Jó- hann Stefánsson, og dr. jur. Gunnar Thoroddsen, prófessor og fyrrverandi ráðherra. Allir hafa þeir kunnað mæta vel við sig. Sjálfur hef ég setið boð hjá dr. jur Gunnari Thorodd- sen, meðan hann var þar sendiherra, og leizt mér hús- ið sérlega skemmtilegt og eins garðurinn og umhverfið. En dr. Gunnar Thoroddsen lét af störfum sendiherra, og maður kemur í manns stað. Nú kom allt í einu í ljós, að sendiherrabústaðurinn, rlrn6em dr. Sigurður Nordal, Stefán Jóhann og dr. Gunnar Thor- oddsen höfðu talið sér.,boðleg-, an, var í raun og veru léleg- astur og óhentugastur af sendi- herrabústöðum íslands erlend- is. Þá kom það upp úr dúrnum, að sendiráðið í Kaupmanna- höfn er talið erilsamast allra sendiráðanna. Þetta voru rök- in, sem færð voru fyrir, að þörf væri á að kaupa nýjan sendiherrabústað í Kaup- mannahöfn. Var nú hafin leit, og í talsverðri fjarlægð frá borginni ,eða við Krathusvej 32, fannst stórt og glæsilegt hús, og leit svo út um tíma, að það yrði keypt. En þá kom frá íslenzkum yfirvöldum bann við að selja gamla, góða sendiherrabústaðinn. Svo liðu margir mánuðir, en VEITINGAHÖSIÐ LÆKJARTEiG 2 óskar öllum viðskiplavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs þökk fyrir viðskiptin. OPIÐ ANNAN í JÓLUM, GAMLÁRSKVÖLD CG NÝÁRSKVÖLD. í VEITINGAHÚSIÐ LÆKJARTEIG 2. SÍMI 35275 - 35355.

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.