Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 15.12.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 15.12.1972, Blaðsíða 6
Mtf V4K..UIÍÖ4NDI STAÐREINDIR Einn bolli af súkkulaði inni- heldur 225 kaloríur, þ.e.a.s. álíka margar og magurt buff- stykki með spæleggi og salati. • Margar amerískar eiginkonur verða hrifnar af öðrum karl- manni, ef maðurinn þeirra er fjarverandi til lengdar. Á hinn bóginn reynast flestir eigin- mennirnir verða ennþá ást- fangnari af eiginkonunni en áður — ef þeir hafa hana ekki nálægt sér í Iangan tíma. í Afríku eru töluð ca. 700 ólík tungumál. Egyptar kunnu að skrifa fyrir 7000 árum ,og elstu pap- írusvöndlar, sem kunnugt er um, eru ca. 5200 ára gamlir. • Ljón ræðst aldrei á fíl, þvi það veit að fíllinn er ofjarl þess. Ljónsklærnar ná ekki inn úr húð fílsins, en fíllinn getur marið ljónið til bana með fætinum. melka Skyrturnar heims- þekktu l^ él fást hjá H E R RA D EILD Reynslan sannar, að eldingu lýstur aðeins niður, þar sem tvær heðanjarðar vatnsæðar skerast. Séu þessar æðar mjög stórar, kemur jafnvel elding- arvari ekki að gagni, nema hann sé beint yfir skurðlín- unni. Skuttogarar Framhald af bls. 1 og pantaði 50 togara, þá fagnaði alþýða manna. Hvílíkur fögnuður! Alltaf eru til með hverri þjóð úrtölumenn, sem taka hverjum fagnaðarboðskap með efagjörnu glotti, og það varð einnig nú, að upp vöknuðu menn, sem drógu hálfgert dár að skuttrú- armönnum og bentu á, að oft hefðu ýmsar tækniumbætur átt sér stað, og þær stórvægilegri en þessar, án þess að vandamál þjóða leystust við það — stund- um ykjust þau. En þetta voru kallaðir úrtölumenn og áttu ó- gott í landi hinna skuttrúuðu. Það er kannske rétt vegna seinni tímans að bókfæra það, sem þessir Tómasar höfðu að segja. Það, sem úrtölumenn vildu ekki . . . Þeir sögðu fyrst, að það væri að vísu rétt, að skip sem tækju vörpur sínar inn yfir skutinn, væru svo sem 10—20% afkasta- meiri en hliðstæð skip, sem tækju vörpur inn á síðuria, en dýrleiki þessara skutskipa væri enn það mikill, vegna vöntun- ar á stöðlum í smíði þeirra og einnig vegna miklu flóknari gerðar skipanna, að miðað við óbreytt rekstrarform myndu aukin afkastageta þeirra meira en týnast í auknum taprekstri. Það yrði því að breyta rekstrar- forminu frá því sem var á eldri og ódýrari skipunum og líkast til hreinlega að afskrifa strax verulegan hluta kaupverðsins. Þeir sögðu einnig, að frum- nauðsyn væri að búa í haginn fyrir þessi nýju og dýru skip, hvað snerti hafnaraðstöðu og þjónustu, og vildu helst láta safna þeim saman í togarahafn- ir, svo sem eina í hverjum landsfjórðungi. í þriðja lagi töldu þeir, að ekki væri ráðlegt að kaupa svo mikið af nýjum skipum að mik- ill hluti þess flota, sem fyrir væri — og mikið af honum ný- leg skip — lægi ónotaður elleg- ar yrði að sejast fyrir einhverja óveru, því fyrirsjáanlegt væri, að ekki yrði hægt að manna allan fotann, ef skip væru keypt of ört inn. í fjórða lagi töldu þeir rétt að athuga sinn gang vel við kaup á skipunum, þar sem þessi skipagerð væri enn að þróast og varla til á höfnum nokkur tvö skip nákvæmlega eins. Við þyrftum því að athuga gaum- gæfilega, hvaða stærð og gerð þessara nýju skipa hentaði okkur bezt og hvar væri bezt að byggja. í fimmta lagi töldu þeir sjó- mönnum okkar nauðsynlegt að fá nokkur aðlögunartíma á þann stóra flota nýrra skipa, sem þeir þekktu litið nema af afspurn. í sjötta lagi vöruðu þeir við, að sú saga endurtæki sig, að við byggðum stóran flota, sem gæti reynst of einhæfur ef veiði- aðstæður breyttust. Þessi nýju skip væru ótrúleg til annarrar veiða en togveiða. í sjöunda lagi bentu þeir á, að botnvarpan væri nú, og að vísu mjög líklega næstu árin, hagkvæmt veiðarfæri, þá væru ýmsar blikur á lofti um nýja veiðitækni, byggða á rafstraumi og sogkrafti, og einnig væri ekki ólíklegt að hið gamla veið- arfæri, linan, yrði á ný hag- kvæmt veiðarfæri með aukinni vélvæðingu. í áttunda lagi töldu úrtölu- menn varasamt að byggja stór- an flota erlendis á skömmum tíma og að mestu fyrir erlent lánsfé, þegar krónan væri ekki fastari í verði en raun hefur orðið á. Útgerðin gæti ekki stað ið undir stórf elldum gengismun, og hann gæti komið illa við ríkiskassann, ef hann kæmi á óhentugum tíma. Úrtölumenn töldu því ráðlegt að reyna að borga skipin sem mest jafn- óðum og þau væru smíðuð ytra. í níunda lagi bentu úrtölu- menn á, að ef auka ætti skyndi- lega bæði fiskveiðarnar og fisk- vinnsluna, yrði að draga stór- lega úr framkvæmdum í öðr- um atvinnugreinum ýmsum og beina fjármagni og vinnuafli að fiskveiðum og fiskvinnslu. í tíunda lagi töldu úrtölu- menn orðið meira en tímabært að láta sér hægt í stórfelldum skipasmíðum, meðan ekki væri aí. U-l > < oi. LU > < UJ > < LITAVER - LITAVER - LITAVER -'LITAVER - LITAVER - LITAV;ER - LITAVER - LITAV^R - LITAVER, Q£. > < > < Oi. LU > < at U-l > < LU > < Hvaöa símanúmer er þetta? — 85522 Jú — þetta er símamímer HRÉYFILS Þar er opið allan sólarhringinn Á jarihæi Hreyfilshússins, Grensásvegi 18 er TEPPAHÚS LITAYERS Glæsilegasta teppaúrval, sem LITAVER hefur nokkru sinni boðið — TEPPI, sem þér notið 24 tíma sélarhringsins SIAUKIK ÞJÓNUSTA - BETRI ÞJÓNUSTA — er markmíu okkar — Sjon er sögu ríkari — því það hefur ávallt borgað sig að Eíta við í UTAVERI Aðeins fljúgandli teppi fást ekki hjá okkur Nií er það nýr sími: 30480 LITAVER Grensásvegi (HREYFILSHÚSIÐ) K- LU > < LU > < aí. LU > < > < LU > < > < Qí LU > < LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER -

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.