Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 15.12.1972, Page 8

Ný vikutíðindi - 15.12.1972, Page 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI ^Bæknr, sem bera§t Tryggvi Gunnarsson Ævisaga, rituö af Bergsteini Jónssyni. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Þriðja bindið af ævisögu þessa merka manns. Stór bóK, myndum skrýdd. Er rit þetta samantekið að tilhlutan Lands- banka íslands og Seðlabanka íslands, og fjallar þetta bindi fyrst og fremst um Tryggva sem stjórnmálamann. Það var ekki seinna vænna að gera þessum gagnmerka manni og ævistarfi hans góð skil í rituðu máli. Gæti stutt æviágrip hans einnig orðið ungum mönnum hollt lesefni. Austurlandahraðlestin Skáldsaga eftir Agata Christie. Útgefandi: Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Það þarf ekki að fara mörg- um orðum um bók eftir þessa bráðsnjöllu skáldkonu. Hún bregst aldrei lesanda sínum í snilldarlegri frásagnargáfu. Fást Sorgarleikur eftir Johann Wolfgang von Goete, í þýðingu Yngva Jóhannessonar. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs. í formála þýðanda segir: „Allir, sem nokkuð þekkja til heimsbókmennta, kannast við Fást og vita, að það er nafn á leikriti, sem ef til vill er frægast leikrit allra tími (að verkum Shakespeares ekki undanskildum), eftir mesta skáld Þjóðverja J. W. Goets (1739—1832).“ Það er fengur í því að fá þetta verk útgefið í heild, en það er að miklu leyti í rím- uðum ijóðum. Af skáldum Ritgerðir eftir Halldór Laxness. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Greinar þessar fjalla um 20 nafnkennd íslenzk skáld á seinni tímum, dregnar út úr ritgerða- og greinasöfnum höfundarins. Þarna fá Tómas, Steinn og Davíð sína einkun, svo einhver nöfn séu nefnd þeirra skálda, sem Laxness rit- ar um í bók þessari. Hannes Pétursson valdi efn- ið, en teikningar eru eftir Gerði Ragnarsdóttur. Seint á ferð Sögur ,1935—1942, eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. — Bóka- útgáfa Menningarsjóðs. Þetta er nítjánda bók Ólafs Jóhanns, sem vakti mikla at- hygli á sér fyrir stríð, þá korn- ungur maður, og hefur síðan látið írá sér fara ýmsar veiga- miklar skáldsögur, slitrótt þó. Hér er á ferð safn smásagna eftir hann ,og eru þær ellefu að tölu, allar frá því höfundur var um og innan við tvítugt, smávægilega lagfærðar. Landið týnda Skáldsaga, eftir Jóhannes V. Jensen, í þýðingu Sverris Kristjánssonar. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Bók úr hinu mikla verki fræg.asta skálds Dana, „Den lange Rejse“. Er hér á ferð- inni sagan um Loga, sem „skreið upp á fjallið helga og stal frá því eldinum, upphaíi allrar menningar“, eins og seg- ir í sftirmáia þýðandans. Það er fengur að þessari bók. Brosið Skáldsaga eftir stórskáldið Kristmann Guðmundsson. — Útgefandi: Prentsmiöja Jóns Helgasonar. Á tímum svartsýni og böl- hyggju lætur lífsreyndur rit- höfundur frá sér fara bók, þar sem hið góða í mannlíf- inu verður öllum öflum yfir- sterkara. Sagan gerist í sjávarþorpi um aldarmótin og er dregin fíngerðum frásögustíl. Hreysikötturinn Höfundur: Philips Oppenheim. Útg.: Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Karlmannasaga úr undir- heimunum. Gimsteinarán. Svik. Oppenheim hefur löngum verið talinn vandaðasti saka- málahöfundur heimsins, enda svíkur þessi saga engan. Grænlandsfarið Ferðabók eftir Jónas Guð- mundsson. — Útgefandi: Hildur. Margslungin ferðasaga, sem segir frá mannraunum og bar- áttu sjómanna og hinu sér- kennilega mannlífi, sem lifað hefur verið í árþúsundir í auðnum norðursins. Bókin er fjörlega rituð, full af kímni og furðusögum. Baráttan við Indiána. Frumbyggjasaga fyrir stráka, eftir Elmer Horn, með teikn- ingum eftir Gunnar Bratle, í þýðingu Jónínu Steinþórsdótt- ur. — Útg.: Æskan. Þetta er 5. frumbyggjabókin, sem Æskan gefur út. Segir frá mikilli baráttu norskra frum- bygg.ja við Indíánaflokk, sem allt í einu birtist. Sendir það eftir hjálp ,en áður en hún berst, kveikja Indíánarnir í húsi Knúts og sumir særast. Vinsæll bókaflokkur. Viðskiptaskráin 1972-73. hefur horist blaðinu fyrir nokkru, Er þetta 35. árgangur og bókinni fylgir brunabóta- og fasteignamat Reykjavíkur 1972. Þetta er fyrst og fremst adressubók viðskipta- og at- hafnalífsins í landinu — þ.e. í henni má' finna nöfn og heim- ilisföng fyrirtækja og einstaki- inga, sem reka viðskipti eða atvinnu í einhverri mynd. Útgefandi er Steindórsprent hf. Upp á Hf og dauða. Barna og unglingabók eftir Ragnar Þorsteinsson. Útgef.: Æskan. Hér segir frá tveimur stálp- uðum börnum, tvíburunum Silju og Sindra, sem fá lánaða litla seglskektu, en lenda í óveðri og stranda undir eyði- býli. Þau komast klakklaust í land cg leita skjóls í auða hús- inu, en þar fá þau óvænta og óheillavænlega heimsókn. Þetta er 5. bók höfundarins á giasbotninum Vandamál Ung kona kom til lœknis til bess að leita ráða hia honum. Hún var feimin og gekk seinlega að bera fram erindi sitt. Lœknirinn komst pó að því, að hjóna- band liennar var barnlaust og að hún og maður hennar höfðu bœöi áliuga á því að eignast barn. — Hve lengi hafiö þiö verið gift? spuröi lœknir inn. — Sex ár. — Þá ættuð þið að vera búin aö eignast barn fyrir löngu, sagði lœknirinn. Gjörið svo vel að fara úr fötunum; svo skulum við sjá til hvað liœgt er að gera. Frúin roönaöi og sagöi með hœgð: — Mið langaöi nú til að eignast fyrsta barnið með manninum mínum. * Orðaskýringar Kurteisi: Að geta geyspað meS lekaöan munn. Gullaldavvit: Bækur, sem allir hrósa — en sem eng- inn nennir að lesa. Gjaldþrot: Aö stinga pen- ingunum í buxnavasana og afhenda lánardrottnunum jakkann! Menntun: Sími í borð- stofunni, til þess að trufla borðhaldiö, steriótæki í dag- stofunni til þess aö trufla nágrannana, sjónvarpstæki í sömu stofu til þess að trufla lesturinn ... Ekkja: Kona, sem veit allt um karlmenn — og allir þeir karlmenn, sem vita eitthvaö um hana, eru dánir. X- Skot Leikílokkur kom til bæj- arins. Bæjarbúar sýndu mikinn áhuga og aögöngu- miöarnir runnu út. En svo kom babb 1 bát- inn. Hálftíma áöur en leik- sýningin átti aö byrja, mis- steig ein leikkonan sig og snérist á fæti. Nú voru góö ráð dýr. Sem betur fór fannst skjótlega feguröardís í plássinu, sem var fús til aö taka aö sér hlutverkiö. Þetta var líka ósköp ómerki legt aukahlutverk. Stúlkan átti aö segja tvær setning- ar ,og þar aö auki átti sá, sem fór meö aöal-elskhuga- hlutverkiö, aö skjóta hana til bana í fyrsta þætti. Mesti vandinn var sá, að hníga dauö niður á eðlileg- an hátt. Allt fór vel á sviöinu, og stúlkan lék hlutverk sitt vel. Elskhuginn hleypti af byssu sinni, stúlkan hneig styni- andi niður og moröinginn æpti angistarlega: „Hvaö hef ég gert? Hvaö hef ég gert?“ Þá heyröist rödd aftar- lega úr salnum: „Þú hefur skotiö einu hóruna í bænum, bjáninn þinn!“ X- Maðurinn sagði. . . — Vasaklútur er mikiö þarfaþing, ekki sízt viö jaröafarir, þar sem hann er mikiö notaöur til þess að fela táraskort. — Þegar maður er ást- íanginn, byrjar maöur á því aö olekkja sjálfan sig og endar meö því aö blekkja aöra. Þaö er þetta, sem vin- sælt er aö kalla rómantík. — Börn eru smáfólk, sem má ekki hegöa sér eins og foreldrar þeirra höguöu sér á þeirra aldri. — Drasl er sitt af hverju, sem maður hendir daginr. áður en maöur þarf aö nota þaö. — Skilnaður er venjulega tveim manneskjum að kenna, sem fannst þær komast allt of seint í hjóna- bandið. — Fyrir ekki nema 20— 30 árum liefðu stúlkur roðn að af skömm heföu þœr les ið bœkur á borð við pær, sem þær skrifa núna. — Nú þegar bæöi karl- menn og kvenmenn ganga í síöbuxum, er eina ráöið til þess aö sjá mismuninn aö gera sér grein fyrir hvort þeirra hlustar — þaö er karlmaöurinn. — Krakkarnir í hverfinu, sem ég bjó í, voru svo baldnir, aö mæöurnar þurftu aö spila beripóker viö þau, til þess aö þau háttuöu á kvöldin. — Kannbke hefur Adam ekki haft neitt vandræöa- bein, en hann átti í mestu vandræöum meö aukarif- beiniö úrsér. — Ein leiö til að láta konuna þína hlusta á þig og taka mark á því, sem þú segir, er aö tala upp úr svefni. — Dóttir mín býr ekki heima — hún er ekki gift ennþá. — Eí þú segist vera lista- maöur, afsannar þaö eng- inn. — Læröu af títuprjónin- um. Höfuöiö á honum stöövar hann í því aö ganga of langt. — Reyndar er fjöldi manna, sem maður liaföi ekki hugmynd um að vœri ennþá lifandi, fyrr en maö- ur ies í blaðinu að peir vœru dánir. Nokkrir stuttir . . . — Kobbi, sagði konan hans ásakandi, er þér ljóst, aö þaö er meira en vika síö- an þú hefur svo mikiö sem kysst mig? — Meira en viká síð'an0 endurtók Kobbi undrandi og fljótmæltur. Þaö þykir mér skrítiö. Hver er þaö þá, sem ég hef kysst? • Hann var aö fylgja þeirri fallegustu og ljóshæröustu heim af starfsmannaball- inu. — Segir þú móöur þinni allt, sem þú gerir á svona böllum? — Nei, en aftur á móti er maðurinn minn afskaplega forvitinn. • — Ég fer aldrei aftur í berjamó meö Pétri, sagði Silla bálreiö viö vinkonu sína. — Nú, hvaö gerði hann? — Hann tíndi ber allan tímann. • — Mamma, hvenær varð pabbi kennari hjá Rauöa- krossinum? — Hvaö meinarðu barn? — Nú, hann er aö kenna vinnukonunni blástursaö- feröina frammi í eldhúsi. • — Hefur þig aldrei lang- aö til aö kunna aö fljúga? — Jú — einu sinni, þeg- ar ég var meö stúlku á 32. hæö og maöurinn hennar kom heim. • — Astin mín! Ég gæti dáiö fyrir þig. — Já, þetta segiröu allt- af. En viö skulum sjá, hvort þú iætur nokkurn tíma veröa af því.

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.