Sameiningin - 01.02.1913, Blaðsíða 1
^anu'tnmqin.
Múnaðarrit til stuðning.s JcirJcju og lcristindómi íslendinga.
gejiff út af hinu ev. lút. lcirkjufélagi ísl. í Vestrheimx
RITSTJÓRI JÓN BJAIiNASON.
XXVII. árg. WINNIPEG, FEBRÚAR 1913. Nr. 12.
Á langaföstu-
„Sjá lambið guðs, sem ber synd heimsins!“
Svo mælir Jóhannes skírari, er hann bendir læri-
sveinum sínum á Jesúm komanda aftr til þeirra á skírnar-
stöðvarnar við Jórdan utan-úr eyðimörkinni eftir freist-
ingar-raunirnar allar og hina löngu heilögu föstu.
Sömu orðin berast til vor af himnum ofan og óma
umhverfis oss í loftinu, angr-blíð, vekjandi, áminnandi,
huggandi — nú einkum á þessarri kirkjuárs tíð—á langa-
föstu. Föstutíðin sjálf frá upphafi til enda heldr boðskap
þessum á lofti. Þar er liinn rauði þráðr, sem bindr sam-
an allar hinar kristilegu föstutíðar-liugsanir, og eftir því,
sem til er ætlazt, helgidagana alla og vikudagana alla á
langaföstu: „Sjá lambið guðs, sem ber svnd heimsins!“
Föstuhald kristins safnaðarlýðs í fornöld varð til út-
af gyðinglegri fyrirmynd. Á tíð hins gamla sáttmála
föstuðu Israelsmenn, þá er eitthvert mikið hryggðarefni
var á ferðinni, — neyttu ekki þá líkamlegrar fœðu, eða
takmörkuðu þá slíka nautn stórvægilega. Sá siðr stafaði
\nst upphaflega ekki af neinu utan-að komanda lögmáls-
boði, lieldr af innri hvöt og ósjálfráðri hjá þeim, er það
gjörðu. Þá er sálir manna búa yfir einhverjum þungum
og sárum hryggðar-hugsunum, missa þeir einatt matar-
lystina — geta í reyndinni livorki nevtt svefns né matar.
Það vita allir, sem reynt hafa.
Af nærgætnum föðurkærleik sínum tók guð þetta til