Nýi tíminn - 04.09.1944, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 04.09.1944, Blaðsíða 3
NÝI TÍMINN 3 alþýðunnar, þá myndi alþýðan á íslandi óneitanlega standa ansi miklu ver að vígi en hún stend- ur nú. Forustulaus alþýða er o£ veik til að standast harða árás, og þegar ein forustan bregst, þá tek- ur það hana nokkurn tíma að afla sér nýrrar forustu og á með- an liggur hún flatari fyrir hvers- konar klofningsstarfi. Hvað er framundan? Nú mun málum svo komið, að þær daufu vonir, sem þjóðstjórn- arflokkarnir gerðu sér um það, að hægt væri að leika Sósíalista- flokkinn á sama hátt og Alþýðu- flokkinn áður, eru að engu orðn ar. Nú er þroski alþýðunnar á 1!slandi kominn á það stig, að hún hefur reynzt þess megnug að koma sér upp flokki, sem hún getur treyst og hún stendur ör- ugglega á bak við. Afturhaldið á íslandi er að átta sig á þessu. Þessvegna er því það ljóst, að Sósíalistaflokkurinn er langsterk- asti flokkurinn á íslandi, eins og nú standa sakir, þótt þingfulltrú- ar hans séu ekki nema l/5 hluti þingfulltrúa þjóðarinnar. Þvi að því er að verða það ljóst, að þar sem Sósíalistaflokknum er að mæta, þar er einnig að mæta meg- inþorra alþýðunnar, sem er að verja hagsmuna- og réttindamál sín. Afturhaldið á því um þrennt að velja: að leggja til úrslitaor- ustu við alþýðuhreyfingu lands- ins, að slá af gamalli stefnu sinni og ganga til samstarfs við alþýð- una um menningarlegar og efna- hagslegar framfarir, eða að viður- kenna vanmátt sinn til að vera þátttakandi í völdum þjóðfélags- ins á brautum framtíðarinnar og draga sig til baka. Það þarf ekk- ert yfirstéttarvald á íslandi að gera sér framar vonir um það, að alþýðan beygi sig svo fyrir valdi þess, að það geti farið með völdin árekstralaust. Grein Einars Olgeirssonar Milliflokkur - klofningsflokkur Eftir því sem aldurinn færist yfir Framsókn, verður henni meira og meira í mun um að sannfæra þjóðina um það, bæði í ræðu og riti, auk þess sem hún lætur verkin óspart tala, að hún sé ekki vinstri flokkur og hafi jafnvel aldrei verið vinstri flokk- ur. Þetta hefur Framsókn komizt næ6t því að segja satt um sjálfa sig. En nú leggur hún áherzlu á að sanna, að liún sé milliflokkur. Hún er heldur ekki mjög fjarri sannleikanum í því efni..Hún er að vísu mesti afturhaldsflokkur- inn í landinu, hvað forustu snert- ir, en forustan hugsar sér það, að stilla sér á milli flokks verka- mannanna annarsvegar og flokks atvinnurekendanna hinsvegar, og semja við þá til skiptis eftir því hvorumegin verða gerð betri kaup. Og þennan tilgang sinn vill Framsókn alveg hreint sér- staklega undirstrika, svo að með því megi hún réttlæta tilveru sína á þjóðmálasviðinu. En hvað þýðir þessi yfirlýsing Framsóknar, ef hún er tekin sem heiðarlega fram sett samkvæmt orðanna hljóðan? Hún þýðir það, að Framsókn, sem telur sig vera flokk bændanna, lýsir því yfir, að hún ætli ekki nú i\é í næstu framtíð að taka afstöðu í hinni eðlilegu baráttu, sem háð er í sér- hverju stéttarþjóðfélagi milli auðstéttarinnar annarsvegar og verkalýðsstéttarinnar hinsvegar. Nú er þessi barátta komin á það stig hér á landi, að hvorug stéttin telur sig færa um ’að hafa ríkis- valdið í sínum höndum, af þeirri ástæðu hefur skapazt hið alkunna og alræmda millibilsástand, að ekki hefur verið hægt að fá meiri- hluta þings að baki ríkisstjórnar. Meginhluti ábyrgðar þess ástands hvílir á herðum Framsóknar og hennar milliflokkshlutverks. — Hún getur að vísu náð sæmileg- um samningum við flokk at- vinnurekendanna, en hvorki hún né þeir áræða að ráðast í fyrir- tækið. Hún hefur lagt sig fram um að ná samningi við flokk verkalýðsins á þeim grundvelli, þó hér séu nefndar tölur, svo sem 20 togarar og 200 vélbátar, þá er auðvitað ekki verið að reyna að slá föstu neinu hlutfalli milli mótorskipa, togara og annarra fiskiskipa. Slíkt yrðu auðvitað sérfræðingar vorir í sjávarútvegs- málum að ákveða). að verkamenn lækki laun sín gegn því að flokksforustan fái hlutdeild í ríkisstjórn. Það hefur ekki verið gengið að því samn- ingstilboði Framsóknar, og er hún mjög reið út af því. • Það liggur í augum uppi, að jafnfjölmenn stétt í þjóðfélaginu og bændastéttin er, verður að taka afstöðu í þeim átökum, sem fram fara. Mjög mikill fjöldi bændanna hefur tekið afstöðu með sjálfum sér og tekið afstöð- una ýmist til hægri eða vinstri, enda er stéttarafstaða þeirra allra alls ekki hin sama, svo sem oft hefur verið sýnt fram á hér í blaðinu. Nokkrir hafa hreina yf- irstéttaraðstöðu og þeir skipa sér í flokk atvinnurekendanna og draga þangað með sér aðra bænd- ur, sem eru undir andlegum á- hrifum þeirra. Hinir eru miklu fleiri, sem hafa tekið afstöðu með hinni vinnandi stétt í fullum skilningi þess, að henni tilheyra þeir. Þetta eru mennirnir, sem Framsókn hefur fyrst og fremst átt fylgi sitt undir, og þetta voru mennirnir, sem Hermann átti sigur sinn yfir Jónasi að þakka á flokksþinginu í vetur. Þessir menn vilja bandalag við vinn-- andi stéttir bæjanna, þeir eiga enga drauma um jnilliflokk, hvorki í einni né annarri merk- ingu. Þeir vilja ákveðinn vinstri flokk, og.þeir hafa fylgt Frarn- sókn, af því að þeir hafa trúað því, að hún væri raunverulegur vinstri flokkur, og þeir studdu Hermann gegn Jónasi í vetur, af því að þeir höfðu trú á því að Hermann væri vinstri maður. En Hermann og hans kompánar í flokksstjórninni eru bara engir vinstri menn, undir hans forustu er Framsókn jafnlangt frá verka- mönnum og hún hefur nokkru sinni verið, og hún er svo langt frá verkamönnum, að nú er ekki einu sinni minnst á þann mögu- leika lengur, að hún gangi með flokki verkalýðsins til stjórnar- myndunar. Nú er aðeins eftir að vita: Hvað ætlar vinnandi alþýða í MARKAÐIR Það fyrsta sem menn eðlilega spyrja er: Verður markaður fyrir að tvöfalda fiskútflutning íslend- inga? Þar er aðeins einu til að svara. Það er þörf fyrir allan þennan fisk og síld í löndum Evrópu og vafalaust eitthvað í Ameríku líka. Það verður vaxandi kaup- geta í öllum þessum löndum að stríði loknu um leið og þjóðirnar taka sig til að efla velmegun sína á grundvelli afnáms atvinnuleys- isins. Og verði samstarf þjóðanna á milli um gagnkvæm verzlunar- viðskipti, og hver þjóð einbeiti sér á það svið þar sem hún eðli- lega afkastar mestu, þá hlýtur það alveg sérstaklega að falla í hlut vor íslendinga að framleiða fisk handa meginlandi Evrópu, því á því sviði afköstum vér það miklu að vart gera aðrar þjóðir betur á sínum beztu sviðum. 5000 sjó- menn á íslenzka fiskiflotanum hafa komizt upp í það á beztu síldar- og þorskveiði-vertíðum að framleiða samtals milli 400 og 500 þúsund tonn af fiski og síld. (Kjötframleiðsla íslands er 7 þús- und tonn, mjólkurframleiðsla yfir 20 þúsund tonn, fiskveiði Breta er 1926 og 1927 um 970 þúsund tonn). Ef allur sá afli, sem sjómenn vorir veiða, er hagnýttur svo sem bezt verður gert með fullkomn- um tækjum, er gera úr honum sem bezta og dýrmætasta vöru, þá er aðstaða íslands í viðskipt- um við umheiminn tryggð, — svo framarlega sem sanngirni ríkir í viðskiptum þjóðanna á milli, en kúgunar- og einangrunarstefnan í viðskiptum kemur ekki upp að nýju. Og ef ísland getur með góðum gróða selt kílóið í sínum góða hraðfrysta fiski á ca. 2 kr. með þeirri dýrtíð, sem nú er í landinu sakir pólitískrar braskhækkunar á landbúnaðarvörum 1942, — þá ætti það ekki að þurfa að óttast að verða ekki samkeppnisfært á heimsmarkaði, þegar eitthvert vit er orðið í stjórnarháttum inn- anlands. En markaðina þarf að byrja að tryggja íslandi strax — og það er einn þáttur í stefnu þess aftur- halds, er nú ræður, að vanrækja . að gera það. sveitunum, sú sem skilur nauð- syn á bandalaginu við alþýðuna í bæjunum, — hvað ætlar hún að láta það dragast lengi enn, að hverfa frá Framsóknarflokknum? Hvað ætlar hún enn að láta það lengi dragast, að láta sína eigin afstöðu koma fram á þjóðmála- sviðinu og valda úrslitum í á- tökunum um það, hvort fámenn auðstétt eða vinnandi alþýða á að fara með völdin á íslandi? Frh. af 1. síðu FJÁRMAGN Þá munu menn spyrja að öðru: Fást menn til að leggja fé i sjávarútveginn? Inneignir í bönkunum á ís- landi eru 580 milljónir króna. Af því eru í útlánum 204 milljónir. Um 380 milljónir króna eru ó- notaðar. Fiskiflotinn, sem fyrir er, 22 þús. tonn að stærð, veitti land- inu 1943 útflutningsverðmæti, er nam 205 milljónum króna af 232 milljón króna heildarút- flutningi. Það þarf engum blöðum um það að fletta að efnaleg velmegun þjóðarinnar er og verður undir því komin að þessi útflutningur verði aukinn svo sem mest má verða. Setjum nú svo að ýmislegt sé gert af hálfu ríkis og banka til þess að menn vilji almennt leggja fé í sjávarútveginn, þannig að það megi teljast sæmilega væn- legt út frá því sjónarmiði, sem núverandi þjóðfélag liefur, m. ö. o. arðvænlegt, — þá verður vilj- inn til slíks framlags beinlínis prófsteinn á það hvort einka- rekstrarskipulagið sem aðalfram- leiðsluháttur hæfi íslenzka þjóð- félaginu og geti tryggt því fram- farir og alþýðu batnandi lífsaf- komu eða ekki. Það yrði þeirra, ERLEND tíðindi Þeir, sem bezt fylgdust með at- burðum heimstyrjaldarinnar fyr- ir þrem árum, þegar þýzki naz- istaherinn hafði ráðist á Sovét- ríkin, kannast mjög svo vel við árnar og borgirnar, sem rætt er nú um daglega í fréttum frá aust- urvígstöðvunum. Aftur eru þær á dagskrá borgirnar í Hvíta-Rúss- landi og Eystrasaltslondunum, og hver af annarri eru þær teknar, oft margar á dag, þá að vestan, nú að austan. Og ný örnefni benda enn lengra aftur í tímann, um nærri fimm ára bil, leikurinn hefur borizt inn á pólska grund, áin Vistula, borgirnar Lublin og Varsjá og Prag koma hver af ann- arri í daglegum fréttum og hverfa síðan aftur, austur fyrir víglínuna. Þegar maður hlustar á fréttirn- ar með landabréfið fyrir framan sig, þar sem afmörkuð eru landa- mærin, eins og þau voru í júní 1941, þegar Þjóðverjar réðust á Ráðstjórnarríkin, þá rekur mað- ur augun í það, hvernig Rússar hafa sveigt landamæralínuna í Póllandi vestur í Galisíu og við sjáum í þeim krika nokkra rauða hringi. Það eru olíulindir'. Þjóð- verjar höfðu vaðið yfir þetta land, en Rauði herinn kom þá á móti þeim, „lagði rýtinginn í bakið á Pólverjum“, og bað þýzka herinn að gera svo vel og færa sig vestur fyrir þessar olíu- lindir. Og Þjóðverjar urðu að vera án þeirra um nærri tveggja ára skeið. Þannig „hjálpuðu" Rússar Þjóðverjum í það sinn. Og ef við athugum kortið enn nánar, og minnumst þess, að á sem eiga 3880 milljónir króna ó- notaðar á sparisjóð og hlaupa- reikningum, að segja til hvort þeir vilji leggja 80, 100 eða 120 milljónir króna í nýjan fiskiflota. Og þegar beðið er um 260 vél- báta, ef 45 eru á boðstólum, þá er ekki beinlínis ástæða til að ætla að skorta myndi fjármagn til þess að tvöfalda fiskiskipastól Is- lendinga. -K Það parf vart orðum að því að eyða, hver álirif það myndi hafa á afkomu landsmanna ef ca■ 100 inilljcnium krÓ7ia yrði varið til þess að tvöfalda fiskiskipastól ís- le7idmga. Það þarf heldur ekki hér að fara að rœða það nákvœm- lega, hvað gera mœtti með 300— 400 milljónir króna, sem þá vœri eftir af nmeignum vorum erlend- is, ef þær vceru skynsamlega not- aðar til 7iýsköþunar á sviði heil- brigðs iðnaðar, raforkufram- leiðslu, landbÚ7iaðar, sa7nga7ig7ia i lofti, á láði og legi o. s. frv. Það^ sem þarf að reyna og það strax, er hvort hægt er að fá þessa nýsköpun í atvinnulífinu fram- kvæmda með því þjóðskipulagi, sem nú ríkir, ef allir framsæknir kraftar leggjast á eitt, — eða hvort alþýðan verður algerlega að taka forustu þjóðarinnar í sínar hend- . ur, til þess að hægt sé að skapa þær framfarir og þá velmegun í landi voru, sem raunhæfur grundvöllur er fyrir og þjóðin á siðferðilega kröfu til. E. O. þeirn árum heyrði Bessarabía og Bukovína undir Rúmeníu, þá sjáum við, að hefði þýzki herinn fengið að halda lítið eitt lengra áfram, þá var liann kominn að landamærum Rúmeníu. Og þá rifjast það upp fyrir þeim íslend- ingum, sem leyfðu sér að fylgjast með heimsatburðunum á þeim árum, að fám dögum eftir að Þjóðverjar löbbuðu vestur á við eftir bendingu Rauða hersins, þá gerðu nazistar tilraun til upp- reistar í Rúmeníu. Sú uppreist var barin niður, en það vitnað- ist og var gert lieyrum kunnugt um víða veröldu, að þessir upp- reistarmenn hefðu staðið í sam- bandi við þýzku herstjórnina og það hefði verið fyrirfram ákveð- ið, að á þeirri stundu, sem þýzki herinn stæði við rúmensku landa- mærin, þá skyldi uppreistin ger, svo að þjóðverjar fengju tækifæri til að „friða“ landið og ná þegar undir sig rúmensku olíunni og komast alla leið að Svartahafi. En þýzki herinn komst aldrei að rúmensku landamærunum. Svona „hjálpuðu" Rússar þeim óspart þetta eftirminnilega haust. Nýjar stjórnir Jafnframt hinum stórkostlegu atburðum, sem eiga sér stað á víg- völlunum og allir benda til hins - sama: algers ósigurs fasistabanda- lagsins í styrjöldinni, þá láta meir og meir til sín taka pólitísk vandamál í sambandi við stjórnir Jjeirra landa, sem verið er að frelsa undan yfirráðum fasist- anna. Júgóslavía kom J)ar fyrst á dagskrá. Hún var aldrei að fullu hernumin, þjóðin aldrei að fullu hernaðarlega yfirbuguð. En jafn-

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.