Nýi tíminn


Nýi tíminn - 03.05.1951, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 03.05.1951, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. rriaí 1951 — NÝI TÍMINN — (7 Klondæk heildsalanna Menn kannast við frásagn- irnar af því þegar gullið fannst í Klondæk skömmu fyrir síðustu aldamót. Menn þyrptust þangað í stjórn- lausum. tryllingi þúsundum og tugþúsundum saman í von um að höndla mola af þcss- um málmi sem er öllu öðru mikilvægari í heimi kapítal- ismans en Lenín vildi láta reisa úr mígildi í heimi komm únismans, þannig að eitt- livert gagn yrði þó að öllum þeim kynstrum sem falin hafa verið í dimmura, kjöll- urum þjóðbankanna.' Klon- dæk-æðið hefur síðan verið notað til samjöfnunar þegar ]ýst hefur verið trylltri eftir- sókn í fjármuni. Heildsalastéttin íslenzka hefur fundið sitt Klondæk. Það er Spánn. Einn elzti og virtasti maður stéttarinnar, Magnús Kjaran, lýsti gull- æði þessu í viðtali við Valtý Stefánsson í Morgunblaðinu 5. desember s.l., og hin fagnaðarríka lýsing hans var á þessa leið: „Viðskipti eru að hefjast við Spán að nýju. Fjöldi íslenzkra kaupsýslu- manna eru því nýkomnir frá Spáni, eða á förum þangað. Þetta eru yfirleitt ungir menn, sem eru fljótir að átta sig, og þurfa því ekki langa viðdvöl. Með mér í flugvélinni suður var heill hópur. Þeir fóru allir til Barcelóna. Hún er höfuð- borg Katalóníu, eins og allir vita, og þar er mestur iðn- aður Spánar. Þetta vita þess- ir menn, og því er kapp- hlaup um að vera fyrstur þangað. Þetta minnir ofur- lítið á kapphlaup gullgraf- aranna til Klondyke hérna um árið.“ Það var sem sagt í desember sem gull æðið hófst og nokkrir flug- farmar heildsala voru flutt- ir út til Spánar; í desember þegar vísitalan komst upp í 123 stig, atvinnuleysið í Reykjavík náði til á annað þúsund einstaklinga og verka mannafjölskyldur i Bíldudal urðu að lifa af 98 krónum. Því miður eru ekki skráð- ar frásagnir um árangur gullleitarmannanna á Spáni, en Magnús Kjaran segir þó örlítið af sínum högum í við- talinu. Konum fannst ,,stór- glæsilegt" á Spáni, enda ekki að undra í einu helzta fyrir- myndarríki vestræns lýðræð- is, og „fólkið frjálsmann- legt“. Og valdhöfunum leizt sem betur fór vel á heild- salann. Stærsta blað Madríd- ar, fasistamálgagnið Arriba, sem Magnús Kjaran nefnir af elskulegri einlægni Morg- unblað Spánar, átti við hann viðtal „með þriggja dálka fyrirsögn og mynd.“ Viðtal þetta samsvaraði hvorki meira né minna en 100.000 peseta auglýsingu að sögn stórkaupmannsins, enda fór það svo að hann stofnaði í Madríd sérstakt fyrirtæki á- samt einum innbornum, Kjar an & Monteliu, ,,í hjarta borg arinnar, á fyrstu hæð, við aðalgötu Madrídar.“ Þeir menn voru ofaná í Klondæk sem stofnuðu fyrirtæki, en þó skal þess getið að heild- salinn tekur scrstaklega fram að hann „hafi ef til vill ekkert upp úr þessu.“ Þarna er sem sé fyrst og fremst um þjóðþrifafyrirtæki að ræða í almenningsþágu, líkt og hið ágæta og alkunna firma Bjarnason & Mara- botti í Italíu.' Afstöðu sinni til fyrirtækisins lýsir Magn- ús Kjaran með þessum tákn- rænu orðum: „fáir njóta eld- anna sem fyrstir kveikja þá.“ Menn muna að þessar vel völdu ljóðlinur eru tekn- ar úr ikvæði skáldsins um konuna sem kynti ofninn hans: „Ég veit að hún á sorgir, en segir aldrei neitt, þó sé hún dauðaþreytt, hendur hennar sótugar og hárið illa greitt. Ég veit að þessi lcona er vinafá og snauð af veraldlegum auð, að launin sem hún fær eru last og daglegt brauð". —V— Heildsalaútflutningurinn til Spánar í vetur var að sjálfsögðu framkvæmdur með sérstakri blessun stjórn- arvaldanna. Þarna var þó loksins stjórn sem Bjarni Benediktsson gat átt við- skipti við, þarna fundust loks verzlunarsambönd sem hann áleit blessunarrík. Ár- um saman hefur verið reynt að brýna fyrir honum nauð- syn þess að selja íslenzkan fisk til Sovétríkjanna og al- þýðuríkja Austurevrópu, en lieldur hefur hann látið fisk- inn morkna og frystihúsin stcíðvast, enda er ekki kunn- ugt að heildsalarnir hafi ósk að eftir hópsendingum á sér til þessara landa. En um hið nýja Klondæk var öðru máli að gegna. Og þegar einhver vandkvæði urðu á saltfisksendingu til Spánar, slóst sjálfur atvinnumálaráð- herrann, formaður Sjálfstæð isflokksins, í heildsalahópinn til að leysa vandann. Annar eins sómi hefur fáum öðrum viðskiptaþjóðum Islendinga verið sýndur. Og ráðherr- ann virðist una sér vel í Klondæk heildsalanna, enda liefur hann ekki komið heim þaðan i nærfellt þrjá mán- uði. Væntanlega skýrir hann frá því í viðtali við Valtý Stefánsson hvort hann liafi einnig stofnað þjóðþrifafyrir tæki á Spáni, t. d. Thors & F ranco. ■—v— Þótt ekki scu skráðar aðr- ar frásagnir um Klondæk- farir heildsalanna en viðtal Magnúsar Kjarans við Morg- unblaðið er almenningur nú að kynnast afleiðingum þeirra af eigin raun. Eitt fyrsta dæmið var að nælon- sokkar fengust aftur í búð- um á íslandi, þar sem þeir höfðu varla sézt árum sam- an, utan í Kron. Kostuðu þessu nýju sokkar 96 krónur parið, en sökkar frá Tékkó- slóvakíu voru 70 krónum ó- dýrari, og þarf því ekki að undra þótt heildsölunum finnist munur á löndum. Segja viðskiptafróðir menn að af verðinu séu 20 kr. framleiðslukostnaður en 40 kr. mútur til fyrirtækisins sem annaðist útflutninginn. Að sjálfsögðu hefur það ekki verið Kjaran & Monteliu, en væntanlega hefur þó einhver lieildsalinn fengið sinn mola af gullinu. Og það var ein- mitt í því skyni að menn þyrptust til Klondæk. .—v— Önnur blessunarrík áhrif eru þau að til landsins hafa komið 30 tegundir af spönsk um dúkum. Að sögn heild- salablaðsins Vísis eru dúkar þessir „alveg gallalausir". Hins vegar hafa þeir þá eig- inleika að þeir rifna. sundur sé togað lauslega í þá, eru sem sé einna líkastir lopa- flóka að styrkleika og end- ingin í öfugu hlutfalli ,við verð. Einhver kann að láta sér detta í hug að þá hefði verið kveðið og sungið í heild salablöðunum ef slík vara hefði verið flutt inn frá austantjaldslöndum, en það eru ástæðulausar getsakir. Hinir vörufróðu heildsalar hafa auðvitað. valið þessa dúka sérstaklega úr eða lát- ið framleiða þá handa sér, til að tryggja sem örasta umsetningu. Enda hvikaði ráðherra Klondækmanna hvergi þótt smávægis olíu- sprenging yrði í verðgæzlu- stjóranum. Það gengur sem sé allt að óskum í hirtu nýja Klon- dæk. Heildsalarnir fljúga á milli í hópum og íslenzkar búðir fyllast af vörum sem e'ru í bezta samræmi við þarfir og hagsmuni heild- salastéttarinnar. En það eru ekki aðeins yndislegir vcrzl- imarhættir og vörugæði sem til fyrirmyndar má telja í landi Francós. Væntanlega líður ekki á Iöngu þar til reynt verður að móta einnig þetta land í æ rikara mæli af stjórnarháttum þeim sem tíðkast á Spáni og daglega eru lofsungnir í Morgunblaði Madrídar, en Spánn er sem kunnugt er einn traustasti hornsteinn vestræns lýðræðis að sögn bandarískra stjórn- málamanna. Að vísu hefur bólað nokkuð á austrænum verkföllum síðustu vikúrnar, en þeir kunna ráð við slíku í Klondæk heildsalanna, og það eru ráð sem gaman væri að . » flytja inn ZJ X og beita. rvjA*d> Beðið um nýtt hernám Bandarískt mansal Dórnari rænir svertingjakonu börnum henn- ar og afhendir þau fjölleikahúsi til s)'ninga Samkvæmt bandarískum lögum skal réttur ósvíf- inna fjárplógsmanna til að gera sér vansköpuð börn að féþúfu ganga fyrir rétti foreldranna til að annast þau, að minnsta kosti ef foreldrarnir eru fátækir og þar að auki svertingjar. Framhald af 1. síðu. að geta tengt ísland sem fast- ast við árásarkerfi Bandaríkj- anna og fengið sem öflugastan bakhjarl í valdabaráttu simii. ★ Þetta stórmál verður nánar rætt í næstu blöðum, og þá skýrizt væntanlega einnig af- staða þingmanna. Hcr skal að- eins bent á að landráð þessi eru meira að segja svik á öllum þeim loforðum sem sjálfir Bandaríkjalepparnir gáfu þeg- ar þeir neyddu Islendinga inn 5 Atlanzhafsbandalagið. Bjarni' Benediktsson, Emil Jónsson og Eysteinn Jónsson skýrðu svo frá í opinberri greinargerð um för sína vestur að bandarísk stjórnarvöld hefðu lýst yfir eftirfarandi og væri það for- senda að þátttöku Islands: óska svipaðrar aðstcðu á Is- „Að ef til ófriðar kæmi, myndu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Is- landi og var í síðasta stríði og að það myndi algerlegn vera á valdi Islands sjálfs livenær sú aðstaða yrði lát- in í té (þ. e. eftir að til ó- friðar væri komið). 2. Að allir aðrir sanmings aðilar hefðu l'ullan skilning á sérstöðu íslands. 3. Að viðurkennt væri að Island hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her. 4. Að ekki kæmi til mála að erlendur her eða herstöðv ar yrðu á íslandi á íriðar- tímum.“ „Ég swer“.. . Framhald af 4. síðu. ist skuldbinding um crlendar herstöðvar hér á Iandi.“ Jóhann Haf- stein 25. júlí 1946: „Eg er al- gerlega and- vígur her- stöðvum hér á Iandi.“ Sigurður Bjarnason 25. júlí 1946: „Eg hef frá því að styrjöld- inni lauk staðið fast gegn því, að nokkru her veldi yrði til lengri eða skemmri tíma leigcar hér á landi her- stöðvar. Enn fremur hef ég taJið sjálf- sagt, að gerð- ar yrðu kröfur um það að hið ameríska herlið, sem hér dvaldi styrjaldarárin, færi héðan í brott.“ Fréttaritari Kaupmannahafn- arblaðsins „Aftenbladet" í Nevv York skýrir svo frá: Samvaxnir tvíburar. „Grátandi svertingjakona, frú Willie Jones, flýði nýlega útúr fjölleikatjaldi, þar sem tve&gja ára gamlir samvaxn- ir tvíburar hennar, vaxnir sam an á höfðunum, voru hafðir til sýnis. Hún er móðir fimm ann- arra barna. Fáum klukkutimum áður stóð frú Jones í réttarsal öng- viti nær og lilustaði á dóm- arann kveða upp úrskurð um það, að taka mætti börn henn- ar af sjúkrahúsinu, þar sem þau hafa verið hingað til. Frú Jones neyddist til að reyna að fá börn sín „gefin frjáls“ vegna þess að hún skuldaði sjúkrahúsinu 5000 dollara; (80.000 ísl. kr.) ■ fyrir læknis- hjálp og hjúkrun barnanna fyrstu hörmungaárin. Nú gat hún fengið peningana, ef hún vildi afhenda börnin fjölleika- hússtjóra, sem vildi greiða 78.000 kr. fyrir að sýna þau í sex mánuði og sömu upphæð áfram, ef börnin héldu áfram að draga að áliorfendur. Úr- skurður dómarans var: 78.000 kr. greiðsla á misseri í fimm ár, hvort sem aðsókn verður áð börnum eða ekki. Úrskurð- urinn var kveðinn upp þrátt fyrir mótmæli móðurinnar. Dómarinn sagði: „Ef börnun- um er ekkert gert, geta for- eldrarnir ekkert haft á móti að þau séu hcVfð til sýnis“. „Eg ætla að spara og spara, þá get ég kannske eftir nokk- ur ár keypt mér lítið hús og haft öll börnin mín hjá mér“, sagði frú Jones milli grátkvið- anna, ér-hún fór útúr réttar- salnum“. Vaxandi eitiirlyfjanevzla unglinga Bandaríska heilbrigðismála- stjórnin hefur tilkynnt, að vegna vaxandi eiturlyfjaneyzlu unglinga hafi orðið að taka fyrir þá 300 sjúkrarúm. Síðan 1946 hefur eiturlyfjasjúkling- um innan 21 árs fjölgað svo í Bandaríkjunum, að tala þeirra hefur liundrað og fimmfaldazt. 25.iS.6i dollara mútur Dómarinn Leibowits í Brook- lyn segir það sína skoðun, að lögreglan í New York taki á móti 25.000.000 dollurum í mútur á ári. Máli sínu til sönn- unar bendir hann á að einung- is einn fjárhættuspilakóngur Harry Gross, hafi greitt millj. dollara í mútur á ári. Mútu- greiðslurnar ná allt frá götu- lögreglunni til lögreglustjór- anna, segir Leibowits. I New York eru um 19.000 lögreglu- þjónar, svo að ef mútumar skiptust jafnt ættu um 1.300 dollarar (20.000 ísl. kr.) að koma í hlut.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.