Nýi tíminn - 08.01.1953, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 08.01.1953, Blaðsíða 1
Forustugrein: JÞeir hafa sett smánarblett á samvinnuhreyfinguna. Ka'upið og Iesið bók franska rithöfundarins „PIágan“ sem Mál oe Menning hefur g“fið út. Sjá ritdóm á 2. síðu. £j Fimmtudagur 8. janúar 1953 — 12. árgangur — 1. töiublað Ný bandarísk fyrirmœli birf um áramóf: FRAMSÓKN 06 ÍHALDIÐ BOÐA STÉTTARHER TIL ÞESS AÐ BEITA 6EGN VERKALÝÐSSAMTÓKUNUM Hermonn Jénosson iótor að ótti að beita gegn þad Þau tíðindi gerðust nú um áramótin að bæði Hermann Jónasson íormaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson varaformaður Sjálfstæðis- ílokksins boðuðu stofnun innlends herliðs, og sér- staklega Hermann Jónasson fór ekki dult með það að þetta ætti að vera stéttarher sem hægt væri að beita gegn verkalýðssamtökunum og baráttu þeirra íyrir mannsæmandi kjörum. Ein helzta röksemd Hermanns er sú að ríkisstjórnin hafi glatað virðingu og trausti meðal „erlendra þjóða" í desemberverk- föllunum, þannig að augljóst er hvaðan hugmyndin er komin. Bjarni talar um Rússa Ummæli Bjarna Benedikts- sotiar eru sama eðlis og fyrri ummæli sem birzt hafa í ræð- um þingmanna stjórnarinnar og blöðum þeirra: það þurfi að stofna her gegn Rússum. Hann segir orðrétt: „Hitt er annað mál, að fleiri og fleiri eru að komast. á þá skoðun, að okkur sæmi ekki að treysta eingöngu á aðra um varnir landsins, ef við viljum í raun og sanníeika vera sjálfstæð þjóð“. Síðan tekur Bjarni sérstaklega fram að það sé ekki til þess ætlazt „af öðrum“ að Islendingar stofni her, og vita þeir sem þekkja aðferð Bjarna mætavei ihvernig á að lesa úr þeirri yf- irlýsingu, enda kemur það glöggt fram í ummælum Her- rnanns Jónassonar. Að lokum kemur Bjarni svo með þá 'kyn- legu sagnfræðilegu skýringu að íslendiugar hafi glatað sjáif- stæði sínu „á söguöldinni“ (!) vegna s’korts á hervaldi. — en Hermann talar um verkföllin Hermann Jónasson hefur sérstakan kafla í áramótagrein sinni sem hann nefnir Vald, og fjallar þar um verkföllin. Seg- ir hann þar að verkföllin hafi verið „lögbrot og ofbeldi, sem hvergi miuuli þolað í r.álægum íöndum“. Það só unnið mark- visst að því „að venja þjóðina við að hún sé beitt ofbeldi í ríkara og ríkara mæli, færa sig smám samanupp á skaftið, slæfa hugi manna svo að þeir láti sér allt lynda. — Og ef menn, einn og einn, reyna að verja sig (þ.e. gerast vei'kfallshrjótar) eru nöfn þeirra birt og þeir stimpl- aðir sem þjóðhættulegir menn! — Síðasta verkfal! er talandi dæmi um allt þetta um feið og það sýnir okkur það, gem sum- ir mundu leyfa sér að kalla hálfgerða skopmynd af þjóðfé- lagi“. Og enn segir formaður Framsóknarflokksins að verk- íöllin hafi verið háð á„þanr veg að villimenska ráðj hér ríkjum. Það er næsta óvíst, að við verðum lengi í tölu sjálf- stæðra þjóða, ef \ið ekki skilj- um þetta. Því þótt ýmsir læpist niður fyrir ofbeldi, og hafi oft verið nauðugur sá kostur einn, þá er því þó svo varið, að menn eru ekki það mikið aum- ari en önnur dýr, að þeir ekki suúist til varnar“. ,,Sérstakt bjóðvamarlið" Síðan kemur ályktun Fram- sóknarformannsins: „Vald í þessu þjóðfélagi ev óhjáikvæmi- Iegt að hafa eins og í öðrum lýðfrjálsum löndum. Við ís- lendingar erum ekki fulikomn- ari menn en þeir sem önnur nútíma lýðræðislÖEd byggja. Framhald á 7. síðu. Hermai n. IL. 'Ti ! 4 Þáð varpar skýru ljósi á valdaaðstöðu ínnan AB- flokksins að hinn nýkjörni formaðui, Hanníbal Valdi- marsson, fær ekki einn að skrifa áramótagrein í flokks blaðið, heldur birtist við hlið hans önnur slík grein eftir Stefán Jóhann Stefánsson, manninn sem var sparkað á síðasta fiokksþingi fyrir •þrýsting neðan frá og á ekki einu sinni sæti í mið- stjórn flokksins! Og Stefán Jóhann lýsir yfii því í grein sinni með mjög ákveðnu orðalagi að steínu flokksins verði ekki haggað um einn þumlung, það sé nú tryggt! Hann segir Gicrótt: ..Kvert Alþýöuflokksþing af öðru hefur mótáð stefnu og starfsaðferðirnar í dæg- urmálunum, á skiptandi og oft erfiðum tímum, jafnt í utanríkis- sem iunanlands- málum, en þó alltaf eftir fastri meginreglu og ákveð- inni óbrotinni linu. „Siðasta þing Alþýðu- f!okksins, nú í lok ársins, Bjarni Ben. verour var þar málefnalega séð eng- in undántekning. Fráfarandi miðstjórn unarbjó og samdi skýra og , ákve’ðna stefnu- skrá í dægurmálum, í beinu framha’di og fullu samræmi við stefnu og starfsaðferðir miðstjórnar og þingflokks á liðnu kjörtímabili. Þessi stefnuskrá fráfarandi stjórn ar var síðan lögð fyrir Hfarnl Benediktssois vfll ts^yggja IlialdÍEfiii eiisræði nieð itýjum kosiiisigalögisin Um þessi áramót boöa stjórnarflokkarnir ekki aðeins stofnun íslenzks hers til þess að beita verkalýðssam- tökin ofbeldi, heldur einnig afnám lýoræðis í kosning- um. Hefur breytt kjördæmaskipulag veriö rætt mjög mikið undanfarið innan stjórnarflokkanna — og eng- inn þarf að efa hvaðan fyrirmælin koma. í öllum Atlantshafsbandalagslöndum þar sem sósíalistískir flokkar eru sterkir hefur kosningaskipulagi veriö breytt á undanförnum árum og lýðréttindi stórlega skert. Hafa Bandaríkin víða borið fram opinská fyrir- mæli um þessar aðgerðir og hótaö að öðrum kosti viö- urlögum, t. d. i Grikklandi fyrir skemmstu. Nú er röðin sem sagt komin að fslandi. I áramótagrein sinni birtir Bjarni Benedikts- son hin nýju fyrirmæli. Fyrst minnist hann á þann mögu- leika að skipta landinu öllu í nokkur stór kjördæmi, en seg- ir síðan orðrétt: „Hin leiðin, og sú sem ég hygg mildu far- sælli, er sú, að skipta öllu landinu í einmenningskjördæmi, þannig að liin gamla kjör- mannaslíipun haldist í höfuðat- riðum, svo að þingm’aður verði ekki tekinn frá neinu byggðar- lagi frá því sem- nú er, en einmenningskjördæml verði alls- staðar, þ. á. m. í Reykjavík, sem þá muiidi skiptast í 16 eða 17 slík kjördæmi... Ef þessi háttur hefði verið á hafður og einmenningskjör- dænium haldið en hóflega verið Stefán Jóhann. *jCí flokksþingið og samþykkt þar án nokkurrar efnis- breytingar eða mótaíkvæða. „Þannig mótaði síðasta Alþýðuflokksþing áframhald andi óbreytta stefnu flokks- ins bæði í alþjóða og innan- landsmáluin. Á þann veg lagði þingið fullt og óskorað samþykki sitt á síefnu þá og starfsaðferðir, er fylgt hefur verið og var ákveðið í einu hljóði, að henni skyltli áfram haldið óbreyttri. „Lagði flokksþingið síð- asta þannig skýrar og á- kveðnar línur í höfu’ðatrið- um, um baráttu Alþýðu- flokksins og afstöðu, er fylgja ber á milli flokks- þinga. Mun þess að sjálf- sögðu verða v©l gætt, að eigi verði frá {>eim ákvörð- unum kvikað.“ Þessi digurbarkalegu um- mæli hins fallna formanns sem enn hefur vald yfir öll- uin eignum flokksins — og skuldum — þarfnast ekki skýringa, en þau ættu að geta orðið ýmsum lærdóms- rík. bætt við í þéttbýlinu, eftir því sem byggðin færðist til, þá mundi mörgum ófarnaði í ís- lenzkum stjórnmálum hafa ver- ið afstýrt á undanförnum ára- tugmn ... Um íramt:'ðina er erfitt að spá, en aflt bendir til þess, að reynsla fortíðarinnar verði þar bezti leiðarvísirnn. Víst er um það, að slík einmenningskjör- dæmi eru öruggasta ráðið til þess að tryggja styrka stjórn í landinu, koma í veg fyrir of- f jölgun flokka og þar með standa gegn upplausn og óár- an í mannfólkinu.“ Hægt að svipta nær helming þjóðarinnar lýðréttindum. Áformin eru því þau að skipta öllu landinu í einmenn- ingskjördæmi og afnema með öllu' uppbótarsæti. Með þessu. móti er auðvelt að koma því þannig fyrir, t. d. með flokka- samsteypum, að hreinan meiri- hluta þurfi í hverju kjördæmi til að koma manni á þing. Þá gæti vel svo farið a'ð uppundir helmingur þjóðarinnar hefði engan fulltrúa á þingi! Sér- staklega er ætlunin að svipta þann fimmtung þjóðarinnar sem fylgt liefur Sósíaliátaflokknum að málum öllum lýðréttindum. Og sömu leið ætti Alþýðuflokk- urinn að fara, ef hann tæki ekki hverju því sem a'ð homim væri rétt. EhiræðisvaM Ihaldsins er markmiðið. Ráðamenn Sjálfstæðisflokks- iiis segjast með þessu móti ætla að koma á tveggja flokka kerfi samkvæmt bandarískri fyrirmynd. þannig að Fram- sókn og Ihaldið skiptist. á um að hafa meirihluta og fara me'ð stjórn! En undir niðri er ætl- unin sú, að tryggja ein"æðis- vald Ihaldsins, tryggja honum sem minnihlutaflokki yfirráð yfir þjóðmálunum öMum og þannig endanlegt umboí Banda ríkjanna á Islandi. Væntanlega hugsa Framsóknarforsprakk- arnir sig tvjvegis um áður en þeir gleypa við þessum áform- um — þrátt fyrir fyrirmælin að vestan.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.