Nýi tíminn - 15.01.1953, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 15.01.1953, Blaðsíða 4
4) — NM TÍMINN — Fimmtudagur 15. janúar 1953 NÝI TÍMINN Otgettndl: Samelnlnjfarflolikur alþýBu — Sósiallséaflokkurlnn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Áskriftargjald er 25 krónor á ári. Qreinar i blaðið sendist til rltstjórana. Adr.: Aígreiðala Nýja tímans, Skólavörðustíg 19, Reykjavik ÍKgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Síml 7500, Prentsmlðja Þjóðviijans h.í. Vindbnini) snýsf Það er kynlegt um jafn stóran og stæðilegan mann og Hermann Jónasson að hann er í skoðunum eins og vindhani. Snúningsásinn er ef . til vill ekki hjólliöugur en hann snýst þó örugglega. Það mun fæstum úr minni liðið að meðan nazistar, Þýzkalands lifðu velmaktardaga sína sáust þeirra glögg merki í andlegu lífi þessa skag- firzka bóndasonar. Hann hafði þá mikla löngun til að beita verkalýðssanitökin valdi og stóð að öllum kúgunar- aðgerðum sem framkvæmdar voru. Þannig stóð allar göt- ur fram til 1942, að lokaátakið var gert og — afturhalds- liðið beið hinn herfilegasta ósigur. Þá fór loks að marra í snúningsási vindhanans. Hann fór að brosa æ innilegar til vinstri og kann hinn andlegi faðir hans, Hriflujónas, að segja af því margar sögur og hefur ekki heldur látið það hjá líða. Þessi snúningur stóð allt fram til áramóta 1948-1949, þegar Hermann skrifaði hina frægu grein sína um Heiðnaberg íhalds og auðvalds á íslandi. Næst gerist það svo að hinir furðu slegnu fylgismenn Hermanns Jónassonar sjá hann hverfa inn í hið sama Héiðnaberg sem hann hafði varað ákaflegast við. Það marraði ekki einusirini í snúningsásnum, maðurinn hvarf án aðvörunai. En forsendurnar voru einkar augljósar. Fasismi sá sem brotinn hafði verið á bak aftur í Evrþpu með miklum fórnum hafði hafið nýtt blómaskeið í Bandaríkjum Norðurameríku. Öll einkenni þess þýzka nazisma sem orkuðu forðum á hug bóndasonarins úr Skagafirði birtust á ný, döfnuðu og blómguðust. Og á- hrifin birtust nú ekki lengur fyrst og fremst sem andlegt bergmál frá fjarlægu landi, heldur hafði hin brúna sveit fótfestu á íslandi og hreiðraði æ betur um sig. Herir Bandaríkjanna neituðu að standa við gefnar skuldbind- ingar og yfirgefa ísland i stríðslok; þeir knúðu fram Kefiavíkursamning, marsjallsamning og stríðsbandalag; þeir sendu hingað sérfræðinga sína til að hafa eftirlit með efnahagskerfinu og fengu völd á því í æ ríkara mæli Þess skal að vísu getið að snúningsás vindhanans þrjózk- aðist um skeið við snúningi sínum; Hermann Jónasson var á móti Kefiavíkursamningi, gagnrýndi marsjallsamn- Ing og sat hjá við Atlanzháfsbandalag. En þegár þrýst- ingurinn var orðinn nægur, snerist hann í einum rykk. Það fer ekki hjá því að þessi undarlegi snarsnúningur hafi vakið mikla athygli í liði Framsóknarmanna og Tím- inn er þegar kominn í vörn fyrir formann sinn. Blaðið segir í fyrradag að Hermann hafi aðeins átt við nauðsyn þess að lögreglan sé „svo sterk að lögleysum og ofbeldi; sé eigi hægt að beita“. En þarna gerfalsar blaðið ummæli formanns síns í fát-inu. Hermann talaði sérstaklega um íslenzkan her, „þjóÖvarnarlið“ eins og hann komst að orði. Og hann tók sérstaklega fram að lið þetta ætti að standa fyrir lögbrotum og ofbeldi; það ætti að brjóta á bak aftur lögleg verkföll með vopnavaldi, enda var slík aðgerð þegar undirbúin í sambandi við frystihúsin sam- kvæmt fyrirmælum Hermanns Jónassonar. Aðstandendur Tímans vita þannig ekki enn sitt rjúkandi ráð, snúnings- ás þeirra hefur ekki reynzt eins viðbragðsfljótur og for- ingjans, en úr því verður eflaust fljótlega bætt. Og Tímamenn eru æstir. Þeir hrópa til sósíalista — sem þeir kalla af skiljanlegri sektartilfinningu „rauða nazista“ — að þeim skuli „sagt það í ei.tt skipti fyrir öll, að sú tíð er liðin, að þeir verði, látnir hafa minnstu áhrif á það, sem gert verður á íslandi“. O, sei, sei, já, annað eins hefur heyrzt fyrr. Þetta var einnig öskrað í Tímanum 1942. En sama árið vann íslenzk verkalýðs- hreyfing sína stærstu sigra og tveim árum síðar voru Framsóknarmenn orðnir með öllu áhrifalausir um stjórn landsins. Hliðstæðir atburðir eiga enn eftir að gerast; það á ehn eftir að marra í standi hins þrekvaxna bóndasonar frá Skagafiröi. Hitt mætti honum fara aö verða Ijóst að þótt vindhanar geti verið skemmtilegir gripir ef þeir eru nægi- lega í’eistir og rembingslegir, njóta þeir sjaldnast mikill- ar virðingar, allra sízt hjá þeim sem á þá blása. rr) Islenzkur evrópuher Það hafa verið óefnilegar horfur í vestaaverðri Evrópu undanfarin átta ár að sögn frægra heimsblaða, útvarps- stöðva og stjórnmálamanna. Allan þann. tíma hefur óvíg- ur rússneskur her beðið þess í ofvæni að leggja undir sig þennan skaga, en sérfræðing- ar hafa jafnlengi sannað að þjóðir þær sem skagann 'byggja væru algerlega var- búnar slíkri árás og fengju enga rönd við reist er til hennar kæmi. Hafa sumir búizt við stórtíðindum þess- um hvern dag í átta ár, og ýmsir hafa séð árásarherinn nálgast á hínum ólíklegustu stöðum. Hefur jkveðið svo rammt að honum á íslenzkum fiskimiðum að síld hefur ekki þorað að vaða öll þessi ár, haíis hefur orðið vart í furðu flugvélum út um nes og skaga, og síðasta tiltekt hans er sú að geysast ofar þökum á ílátum þeim sem aðrir nota sér til handargagns við snæð- ing. Samt hefur ekki orðið af frelkari framkvæmdum enn, og befur verið fátt um skýringar á því hvers vegna austanmenn fresti því að fullnægja ílöngun sinni þar til hinar margræddu varnir Vesturevrópu eru orðsiar nægilega sterkar. Nema þeir hugsi eins og Þorgeir Hávars son og vilji ekki vopnum leggja þá er til skortir karl- mennskii að verja eigur sín- ar og er þó ólíklegt að nor- rænar hetjuhugsjónir eigi mikið friðland í austrænum hjörtum. Þrátt fyrir þessa dular- fullu töf hafa ábyrgir menn orðið seinþreyttir á varnað- arorðum sínum, sem betur fer, og hafa þá einnig fengið alllangt tóm til starfa. Hafa þeir mælt fast með því að al- menningur hugsaði sem minnst um gæði þessa heims, mat qg klæði og hús og mennipgu, en legði í staðinn arðinn af striti sínu í morð- tól og vígvélar. Fómfúsir peningsmenn hafa þá einnig boðizt til að láta tæki þessi af hendi við hóflegu verði og endumýja þau jafnharð- an og þau gengju úr sér, en framiþróunin er nú svo ör á þessu sviði að heita má að flugvél só úrelt þegar hún er fullsmíðuð. Hafa þessir ágætu menn lagt áherzlu á hugsjónir sínar með því að beina hvers kyns iðjuverum Öll atriði .... Framh. af 3. síðoi tun stækkun búanna, þýðingar- laust að vera að ræða um efl- ingu landbúnaðarins yfirleitt. Slíkt ástand til lengdar væri það alvarlegasta, sem yfir land- búnaðinn gæti komið. Þetta liggur ljóst fyrir öllum sem skilja samhengið í þróun hinna ýmsu atvinnugreina þjóðfélags- ins. Bændur 09 verkamenn eiga samleið Það er einmitt vegna þessara staðreynda sem bændur og verkamenn eiga samleið á þjóð- málasviðinu. Og fullkomið sam- starf þeirtá um stjóra þjóðfé- lagsius væri fyrir löngu orðið að veruleika, ef það ekki hefði strandað á tvennu. 1 fyrsta lagi á íhaldssamri afstöðu helztu pólitískra foringja sem þændurnir hafa valið sér, en eru vaxnir frá stéttinni sjálfri að þessari framleiðslu. En því miður hafa þeir ekki haft erindi sem erfiði í þessi átta ár. Að vísu hafa verið samin mikil bandalög og mikil gnótt vopna og landvaraartækja heí-ur verið skráð á pappír, en raunbæf- ar framkvæmdir hafa oi'ðið mi'klu minni, þótt þær hafi ekki tafizt jafn gersamlega og árás sú sem yfir hefur vofað í átta ár. Það hefur sem sé komið í ljós að þjóðir Evrópu hafa verið næsta ó- fúsar að skipta á gæðum þessa heims og tækjum þeim sem afkastamest eru við að afla öðrum heimi íbúa. T. d. var svo að sjá um skeið að útséð væri um að stofnaður yrði evrópuher sá sem átti að standast hina ókomnu á- rás, þar sem engin þjóða þeirra sem herinn átti að vernda vildi neitt til hans leggja. Mælti Ridgway, yfir- maður hins óstofnaða hers, þung þykkjuorð af þessu til- efai nýlega, enda má hann muna tímana tvenna síðan hann stjómaði sýklum og öðrum bandarískum her- mönnum í Kóreu og hafði það sér að daglegu yndi að forenna kornbörn og gamal- menni til ösku. Þannig stóðu sakir um síðustu áramót og ábyrgir menn litu fáan glaðan dag. En svo segir í gömlu orð- taki að 'hjálpin felist undir pilsfaldi neyðarinnar. Þegar örvænt þótti að Englending- ar, Frakkar, Þjóðverjar og aðrar nafntogaðar þjóðir Vesturevrópu fengjust til að stofna her handa Ridgway sýklaforingja og fokið virt- ist í flest skjól hljómuðu allt í einu drengilegar raddir frá tveimur áfkomendum víkinga á íslandi. Annar hafði með síversnandi árangri reynt að selja fisk þann sem lands- menn drógu úr sjó og kvaðst nú í staðinn vilja berja Rússa, hinn hafði komið störfum sínum svo vísdóms- lega fyrir að bæjarbúar áttu æ erfiðara með að kaupa af- urðir sveitafólks, og kvaðst hann Vilja berja bæði ís- lendinga og Rússa. Sögðu báðir þessir leiðtogar sjálf- sagt að stofna í snatri her þann sem Ridgway þráði og lofuðu að beita sér fyrir því, enda hefðu þeir að baki sér í því skyni mikinn meirihluta og hafa tryggt sjálfum séri hagsmunalega sérstöðu við hlið auðugustu borgaranna. Til að halda þeirri sérstöðu þykir þeim tryggara að treysta einn-( ig pólitískt samstarf við þá stétt. Hitt er liin sameiginlega á-1 byi’gð sem þessir tveir aðilar. ( fulltrúar bændanna og fulltrú- ar auðborgaranna, ásamt Al- þýðuflokknum sem þeir sífellt < eru að berjast um sín á mil!i.( hafa tekið á sig í sambandi við' það afsal á, sjálfstæði þjóðarinn-( ar sem þeir hafa í bróðurlegri) einingu látið af hendi í áföng um síðan sú stefna hófst með ( gerð Keflavfeursamningsins( 1948. Vegna þessa hvors tveggja reyna þeir sífellt að( aia á sundrung og misskilning: < mlli þessara tveggja vinnu- stétta, því það vita þessir vald- hafar vel, að ef þær báðar ná að slcilja til hlítar sína þjóð-j félagslegu aðstöðu og tækju | viikilega höndum saman á i stjómmálasviðinu, iþá er völdum1 þeirra og sérréttindum hætt. þjóðarinnar, fenginn í frjáls- um kosningum. Hýrnaði nú heldur betur há ráðamanna fyrir vestan haf, þegar fréttist að loks væri fundin þjóðift til að stofaa herinn. Og ekki spillti það þegar rifjað var upp að af Íslandi var einmitt kom- inn rakarinn frá Borgarnesi, sá sem úrslitum réði í Kóreu- styrjöldinni þegar verst gegndi þar, eins og alkunn- ugt varð af frásögnum blaða. Þessi meinhægi maður sem árum saman hafði stundað þá iðju að beita fólk eggvopnum án þess að blóðga það, gerðist í Kóreu slíkur garpur að frá honum runnu allar ár blóðlitaðar til sjávar, og þegar aðrir her- menn skriðu í skjól stóð hann á víðavangi berskjald- aður og stuggaði fjanda- hernum burt. Síðan hefur hann gerzt ágætur afreks- maður í því liði sem hefst við á Keflavikurflugvelli og getið hefur sér orð fyrir nauðganir og saurlifnað. Þegar einn kurteis rakari frá iBörgarnesi gerist > slíkur garpur með vopn í hönd, hvera má þá ekki vænta af glímukappa þeim sem mést- ur hefur verið á íslandi, þegar undan er skilinn Jón sá sem um getur í Skugga- sveini og nú er minnzt að verðleikum á sviði Þjóðleik- hússins. Og þótt stallbróðir hans skartaði ekki beinlínis hermennskueinkennum þegar hann skreið út úr björgunar- flugvélinni fyrir vestan haf um árið, gat hann vel búið yfir öðrum eiginleikum sem til kosta mega teljast í mann- skæðum átökum. Boðskapur ráðherranna hafði því að geyma mikil og góð tíðindi: nú vænkaðist hagur evrópu- hers. Og senn verður eflaust tekið til óspilltra mála. I haust lagði stjórnin fyrir þing frumvarp um fullgild- ingu viðbótarsamnings við Atlantshafsbandalagssátt- málann, en samningi þessum er ætlað að greiða götu ev- rópuhers. Hafa hinar tregðu- fullu þjóðir Vesturevrópu ekki fengizt til að fallast á hann, en hér á landi er ekki kunnugt að nein fyrirstaða sé meðal hinna þriggja á- byrgu flokka. Er þess því að vænta að alþingismenn gangi krókalaust að verki er þing kemur saman á morgun og íslendingar verði þannig fyrstir þjóða aðilar að samningi þessum. Síðan verði stofnaður hér á landi sá evrópuher sem mikil- menni vestræns heims hafa árangurslaust sveitzt við að koma saman undangengin átta ár og þannig aflétt end- anlega þeim ugg sem þjakað hefur þjóðirnar. Verður þá gleymdur langstaðinn freð- fiskur og þránað smjör, þeg- ar varðmenn vestrænnar menningar, Hermann Jónas- son og Bjarni Beaediktsson, halda um verndarríki sín, hylltir af óttalausum þjóð- um; annar með stjórnvizk- una reidda í hnykluðum vöðvum en hinn eins og Ólafur konungur Haralds- son endurlioldgaður, einn mestur verndari og dýr- lingur í . m 3ögu nor" //rxýuo y > rænna þjóða.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.