Nýi tíminn - 22.01.1953, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 22.01.1953, Blaðsíða 3
— Fim.ntudagur 22. janúar 1953 — NÝI TÍMINN — (3 KÍNA — Ríkið í Miðið — með öðrum orðum miðdepill heims- ins — hýsir höfuðþjóð heims- ins svo sem að líkum lætur. Nafn landsins eitt saman sýnir hugmynd Kínverja um mikil- ieik þess og í samræmi við hana hafa þeir þótt lita nið- ur á aðrar þjóðir. Stolt Kínvérj- ans: saga hans og menning, yf- jrburðdr hans yfir aðra jarðar- búa í lærdómi, þekkingu og dyggðum hins fullkomna manns, veitir honum þá rósemi hugar og handar, sem töfrar okkur fólk úr barbaríinu. Hvar mætir maður hlédrægni, lát- leysi, hávað'aleysj og fágaðri framkomu i jafn ríkum mæli sem hjá Þjóðinni í Miðið? Hvar kynnist maður jafn virðuleg- um hugmyndum um tign mannsins? Þúsunda ára hjarta- mennt Kínverjans setur sinn svip á þjóðlífið og speglast í daglegu fari fólksins. Á þeim tíma sem Kínverjar höfðu fundið púðrið, notuðu pappír, áttavita og prent, var enn andlegt svartnætti um mestan hluta Evrópu. Ríkið i Miðið virti lærdóm og mann- vit ofar öllu og fyrirleit her- mennsku af hjarta.: allt bendir á að sá sem vill láta hnefaim ráða fram úr deilumálum, hafi á röngu að standa, segir kín- verskt sannleikskorn. Til að stjórna landinu með keisaran- um voru valdir lærdómsmenn, sem urðu að ganga undir mjög ströng próf. Það var að vísu gengið stundum fram hjá þess- um reglum, en embættis- maður, sem hafizt hafði til virðinga án eigin ágætis, var ekki mikils virði í augum Kín- verjans., — Evrópumenn, sem kynntust þessu, embættismanna- vali voru svo hrifnir af því að þeir skrifuðu um það, f jölda bóka og vildu láta Evrópulönd taka upp siðinn. En mat Evr- ópumanna var á annan veg, þar þóttu nógu góðir þeir stjórnendur sem héldu í stjórn- artaumana fyrir erfðir eða f jár- eign. Og siðurinn varð Kínverja einna. • Sem barn lærði ég að Kín- verjar væru merkileg menning- arþjóð, en hefðu endur fyrir löngu byggt hinn fræga Kína múr um land sitt, einangrað sig frá öðrum bjóðum, og dregizt aftur úr. Og sagan af því var okkur sýnd og sögð á ferðalag- inu um Kína. Þættir hennar eru margir og margvislegir, en aðeins einn verður rakinn að sinni og þó aðeins i stórum dráttum: sagan af konunni i Kína. Það sem við höfum aðallega heyrt frá Kína á síðustu ára- tugum er: flóð, uppskerubrest- ir, hungur og mannfall i millj- ónatali; innrásir Japana, hung- ur og mannfall einnig í millj- ónum; borgarstyrjöld og enn hungur og mannfáll í milljón- um. Minna höfum við heyrt um yfirgang vestrænna ríkja í Kína og afleiðingar hans — en ekki meir um þáð að sinni. Og hin eiginlega orsök þessa alls? Miðaldaskipulag pólitískt og atvinnulega, misskipting auðs, úreltir búskaparhættir. al- þýðumenntun drepin í dróma Fólkið svo kúgað að líkist lygi- sögu. Bændur landsiris eða 80% þjóðarinnar algerlega á náð og miskunn landsdrottna — sem vissu ekki hvað miskunn var. Að fæðast í bænda- eða verkamannastétt, var að vera ofurseldur fátækt og eymd ævi- langt. En að vera stúlkubarn í slíkum kringumstæðum var hreint og beint skelfing. Nanna Ólafsdóttir: Maðurinn verður að lúta kúg- unarvá'ldi ríkisins, trúarinnar og ættarinnar, en korian verð- ur auk þessa að lúta kúgunar yaldi eiginmannsins. Þetta sagði Mao Tse-tung í einni af mörg- um greinum um bændahreyf- inguna í Kína. Væri maðurinn þrúgaður af ofurvaldj lénsfyrir- komulagsins, þá var konan þó enn verr leikin, þar sem hún hafði í rauninni enga stöðu á heimilinu né í þjóðfélaginu. Ef meybarn fæddist, leit faðirinn og jafnvel móðirin á það sem óhamingju, þar sem þetta barn yrði aðeins fjárhagsleg byrði. Því var oft það ráö tekið að drekkja hinu nýfædda barni og losa þannig fjölskylduna við að fæða enn einn munninn En þannig losnaði Jíka margt stúlku barnið við líf og ævi- kjör, sem voru svo aum og hryllileg að liklega á sér enga hliðstæðu nema í hinum fornu þrælaríkjum. Hvorki' piltar né stúlkur réðu nokkru um giftingu sína, for- eldrarnir fóru með það mál eins og hverja aðra verzlun; foreldrar pilts keyptu honum brúði — stundum áður en hann sjálfur var fæddur — og þessi brúður, sem kannski var ekki eldri en 6-7 ára, var flutt á heimili tilvonandi eiginmanns og gegndi þar hlutverki hins ánauðuga þræls, hún var eign sem hafði verið keypt og mcð mátti fara að vild. Eg sagði áðan að stundum hefði pilturinn ekki verið fædd- ur þegar honum var keypt kona. Og svona gat það dæmi litið út: Þegar telpa var 5-6 ára var hún seld h-jónum, .sem áttn von á syni. Hún var flutt á hið nýja heimili, þar sem hún varð allra skóþurrka. Nú leið og beið og tengdamóirin tilvon- andi varð léttari. En, — ó, vei, — hún fæddi dótturl En þetta hefur ekki áhrif á líf tilvon- andi tengdadótturinnar. Hún er seld og lífstíðareign þeirrar fjölskyldu, sem keypti hana Enn líða 3 ára og þá loksins fæðist sonur. En hann er svo veikburða að hann deyr eftir skamman tíma. Nú líða árin eitt og tvö, eins og sagt er, og ævi telpunnar breytist ekki, hún má þræla frá morgni til kvölds undir hinni vægast sagt óblíðu yfirstjórn tengdamóður- innar. Loks þegar stúlkan er 18 ára, fæðist sá sonur sem verður maður hennar. Svona kaup á stúlkubörnum voru auðvitað til þess gerð að fá ódýran vinnukraft. Sala stúlkubarna var ekki alltaf mið- uð við giftingar. Bóndinn seldi telpuna sína fyrir fatnað eða upp í leigru á jörðinni. Þá varö hún ambátt landeigand- ans og hann gat farið með hana svo sem honum sýndist Það má þó ekki skilja þetta svo, að bóndanum hafi verið Ijúf slík sala, hann átti sínar föðurtilfinningar sem aðrir menn. En kringumstæðurnar neyddu hann oft til slíkra að- gerða, hann átti ekki annars úrkosti. Það var ekki óalgengt að landsdrottinn ætti þannig nokkrar ambáttir á heimili sínu á aidrinum 6-15 ára. 7 ára telpa var þannig seld landsdrottni upp í leigu. Hún var látin matreiða og þvo þvotta eftir því sem kraftamir leyfðu, en á kvöldin var hún lokuð inni sér í herbergi, af því að óttast var um strok. Má nærri geta um líðan 7 ára barns við slíka meðferð. Svona dæmi voru óteljandi. Fátæktin og umkomuleysi bændanna í því Kínaveldi sem var fyrir aðeins nokkrum árum, var svo ægilegt, a’S ekki verður jafnað við neitt sem við þekkjum. T d var árið 1933, undir Kuo- mintang, gerð rannsókn á lán- um til bænda í nánar tilgreind- um fylkjum Kína og leiddi sú rannsókn í ljós, að á þessu svæði höfðu 52% bændanna1 sá varð endirinn á lífi margrar konunnar. Eiginmaðurinn gat aftur á móti rekið konu frá sér, og hann gat átt svo margar konur og hjákonur sem honum þókn- aðist og efni leyfðu. Bæði í eldra Kína og Kuo- mintang-Kína giltu hinar ,,7 reglur“ sem skilnaðarsök: mað- ur gat rekið konu sína á dyr ef hún var honum ótrú, ef hún var, að hans dómi, afbrýðisöm, málgefin eða þjófsk, ef .hún var ekki hlýðin við foreldra hans, eignaðist ekki son eða hafði einhvern ólæknandi sjúkdóm. Meiri skömm gat ekki áfallið konu en sú að eiginmaðurinn " holdur en að slíkur blett- skildi við hana. I Kuomintang- ur fe ii á íjölskylduna. Einlífi Kína voru lög um jafnrétti Yrði hún ekkja faðir hennar selt hana öðrum manni, en annars var það álitið ésæmi’egt af konu að giftast aflu.r. Faðir eða bræður drápu k u effir lát mannsins var lo-rið í báljum og stundum voru rci :;tir b ogar (nokkurskonar sig rb'-gir) til dýrSar konum, yrkuðu v og lengi ein- llf I -onan vrr rétt’aus með öllu, Nanna Ólafsdóttir, sem var einn af Kínaförunum, lýsir í þess- ari grein hinum ömurlegu kjörum alþýðukvenna í Kína fyrir valdatöku aiþýðunnar. En nú er hafin önnur öld. Myndin er frá barnaheimili í sveit, þar sem mæðurnar geta skilið börn sín eftir í mestu önnunum og lijálpað mönnum sínum á ökrunum orðið- að taka.i peningalán og 48% höfðu orðið að taka korn- lán til matar sér og fjölskyldu sinni. Sem sé, allir bændurnir höfðu orðið að taka lán. Af peningalánunum voru undir 10% greidd með 10-20% vöxt- um; 66,5% voru greidd með 20-40% ársvöxtum og næstum 25% voru greidd með meir en 40% ársvöxtum. Verra var það þó með korn-lánin, því að þau voru að jafnaði endurgreidd með 85% vöxtmn. Það var sem sé Kuomintang stjórnin, sem fékk þessar tölur í netið. í Suður-Kína, í Kvantungfylki var okkur sagt, að meðalaf- rakstur af hverjum mou lands hefði áður fýír veriö 5 piculs á ári (1 picul^öO kg), en af því var -leigan eftir landið 4 piculs á ári. Þetta var hið almenna ástand suður þar. — Fatnaður var notaður í tugi ára samfleytt, bæði á bcrn og fullorðna. Það má nær?i geta, að ekki var mikið eftir af upprunalega efninu, þegar þrjár kynslóðir höfðu gerigið í sömu flíkinni. Það var því engin furða þó að foreldrar litu það sem óhapp, er þeim fæddist dóttir, sem þurfti mat í munn sem aðrar lifandi verur, en var engin blessun fyrir fjölskyld- una, myndi aidrei gefa henni björg í bú, þaðan af síður afla henni frægðar með lærdómi, að ekki sé minnst á höfuðskyldu eftirkomendanna að halda uppi virðingu forfeðranna með fórn- færingum í mat og geymsiu reykelsis þeim til dýrðar. Slíkt var sonanna einna. ★ Bölvúnin hvíldi yfir konunni alveg frá fæðingu. Hún varð að lúta vilja föður sins þar til hún giftist, þá vilja eigin- mannsing og síðast sonarins. hún átti heldur engar eignir og engan rétt til erfða, og skilnaður frá eiginmanni var með öllu óhugsandi, því áð þá hafði konan enga möguleika; hlypist hún á brott frá mann- inum og heim til foreldranna, var hún að leiða óbærilega skömm yfir þá, og var því rekin tii balca. Hiypist hún í' klaustur, var hún umsvifalaust afhent eiginmanninum aftur eins og hvert annað óskilafé. Eina leicin til að losna við óþolandi líf á heimili eigin- mannsins, var sjálfsmorð og kynjanna, en það vár aðeins á pappírnum. Einnig var lögleitt einkvæni. En það var aðeins sýndarákvæði Að halda hjá- konu var ekki talið brot á lögunum. Og börn máttu ekki gifta sig án samþykkis for- eldranna. Þannig var í reyndinni haldið j við hinu gamla skipulagi. — | Tengdaforeldrar og eiginmaður gátu eftir sem áður barið kon- una og ef sú barsmið hafði ekki beinlínis valdið stórslysi fékk konan ekki skilnað. Væri’ i konan barin til óbóta af tengda- l foreldrunum, en eiginmaðurinn tæki ekki þátt í barsmíðinni, var skilnaður ekki veittur. Bar- smíðar voru því raunverulega löghelgaðar. Ef eiginmaðurinn dó án þess að konan hefði fætt honum son, varð hún að taka son í fóstur til þess að geta haldið eignunum og lifað. Eiginkonan var keypt fyrir fé eða muni, og gat eiginmað- urinn selt hana aftur ef hon- um bauð svo við aö horfa-, jafnvel á pútnahús Hann gat líka leigt hana öðrum manni um óákveðinn tíma. T. d. ef maður eignaðist ekki son með konu sinni eða konum, þá gat hann ef hann var nægilega efn- aður, leigt sér eða keypt kon- ur til að eignast sonu við. Ef þær voru leigðar eða keyptar urðu þær að sjálfsögðu amb- áttir eða vinnudýr á heimili húsbóndans og algjörlega á valdi hans og eiginkonu hans. Gat ill meðferð af hendi þeirra leitfe- til -dauða hinnar aðkomnu konu, en engin eftirmál urðu þar sem konan var eign fjöl- skyldunnar og hægurinn hjá að bæta fátækum bóndaræfli leigða konu hans með þvi að víkja Pramhald á 7. síðu. Deilumál í Asíu éleysanleg nsma öll ríki viðurkenni alþýðustjérn Kína Nehru, forsætisráðherra Indlands, hefur enn einu sinni varaö við afleiðingum stefnu Bandaríkjastjórnar gagn- vart Kína. Nerhu setti nýl. þing Þjóð- þingsflokksins, stjórnarflokks Indlands, í Hyderabad. Hann er for- seti. flokksins. í setningar- ræðunni komst Nehru svo a.ð orði að óhugsandí' væri að deilu- mál i Asíu leystust fyrr en öll ríki hefðu viður- kennt aiþýðu- stjórn Kína Nehru nefadi ekki Bandaríkin berum orðum, en sagði að sum ríki neituðu að viðurkenna Kínastjórn en það jafngilti því að loka augunum fyrir einni NEHRU þýðingarmestu staðreynd ald- arinnar. Koma sterks, sameinaðs Kína fram á sjónarsvið a-lþjóðamál- anna hefur gjörbreytt valda- hlutföllum í Asíu og að vissu marki um heim allan, sagði Nehru. Hætta á kynþáttastyrjöld í Afríku Nehru kváðst skilja þá ör- væntingu, sem leitt hefði til hermdarverka og ógnaraldar £ brezku Afríkunýlendunni Ken- ya, enda þótt hann hefði van- þóknun á slíkum baráttuaðferð- um. Varaði hann við því að kynþáttastyrjöld gæti blossað upp um alla Afríku ef ekki væri gripiö til viturlegri og já- kvæðari úrræða en Bretar beita nú í Kenya og herraþjóð Evr* ópumanna í Suður-Afríku,

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.