Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 7
Framh. af 2. bls. Það var ekki tilgangur þessa greinarkorns að rekja að neinu ráði gang prentverks okkar íslendinga, hvorki fyrr eða síðar, en það eru útlínur í heildarmyndinni, sem mér finnst rétt að bregða upp, ef það mætti verða til þess að greina betur einstaka kapítula þeirrar sögu, sem prentarastéttin hefur verið þátttakandi í að skapa, með starfi sínu við iðnina og mikill meirihluti þeirra, er námu prentiðnina, hafa tileinkað því starfi lif sitt. Ég hef gert samanburð, bæði til gamans og fróðleiks, á gömlum prentgripum íslenzkum og útlendum, er til hafa orðið á svipuðum tímabil- um og undrazt það, hve íslenzku bækurnar eru vel gerðar. Satt að segja virðist mér fyrst í stað, hundrað eða hundrað og fimmtíu árin, standi okkar prentgripir jafnfætis þeim er- lendu, þegar aðeins eru frátekin þau verk, sem sérstaklega hefur verið vandað til með lýsingu og dráttlist, svo sem talsvert tíðkaðist. Þarf ekki annað en benda t. d. á hið fagra stórvirki Guðbrandar biblíu, sem er þeirrar tíðar prent- listarmönnum til verðugs sóma. Það gæti verið skemmtilegt og fróðlegt að rekja svo sem mögulegt er, frá verklegu sjónarmiði, byggingu prentgripa fyrstu árhundruðin. Vonandi verð- ur það gert einhvern tíma. Það er mj ög skilj anlegt, að snið hinna fyrstu bóka er áþekkt. Tæki eru því sem næst hin sömu, leturúrval, bæði stærðir og gerðir, fá- breytt. Það sem mestu ræður að mínum dómi er það, að handritarar bóka höfðu mjög strang- ar listrænar reglur að fara eftir, sem fylgt var án undantekninga, ef gera skyldi grip er svar- aði kröfum tímans um handskrifaða bók. Sér í lagi voru reglur um jaðra, orðabil, spaltaað- greiningu og línubil o. s. frv. þaulhugsaðar. Þessum reglum fylgdi prentlistin dyggilega í fyrstu og allt fram á daga okkar hafa margar þessara reglna verið mælikvarði góðra hlut- falla, — og munu verða það. Þegar fram liðu stundir og tækni breyttist, fólki sem vann að prentverki fjölgaði o. s. frv., tók prentiðnin nokkuð að láta á sjá, er var mjög eðlileg afleiðing hinnar nýju tækni. End- urheimti þá prentverkið þann kjarna listræns inntaks, er frá upphafi er kjarni þessarar iðn- greinar. Hann hefur stöðugt verið leiðarstjarna hinna beztu manna þessarar iðnar síðan, og gefið henni lífsþrótt. Þá tóku þjóðhöfðingjar, auð- og geistlegrar- stéttar menn ásamt listamönnum, að tileinka sér þessa list. Skópu þeir frumgerðir ýmissa helztu leturgerða, sem í mestum hávegum eru hafðar í dag, letur, sem segja má að séu full- komin að formi og svari öllum listrænum kröf- um, er vér gerum til fagurra forma þessara hljóðtákna. Notkun þeirra í prentverki okkar nú í dag bera þess glöggt merki, en mun þó enn betur koma í Ijós við örari notkun film- unnar. Frá því fyrsta hlaut þessi þróun prentverks- ins að gera kröfur til samræmingar á starfsemi við iðnina með hinni auknu tækniþróun, sem sífellt eykur hraða sinn og mun nú senn að því komið, að lagður verður á hilluna, til end- anlegrar hvíldar, sá málmur, er þjónað hefur prentlistinni allt frá dögum meistarans Guten- bergs, blýið. Hjá ýmsurn þjóðum risu upp kennslustofnanir — prentlistarskólar — er ætl- að var það hlutverk að sameina alla þekkingu er tiltæk var á hverjum tíma og safna saman þeirri reynslu, er verkið hafði skapað sér. Þró- un þessara stofnana hefur síðan fylgt vexti ann- arra skólastofnana og hafa innt af höndum stórkostlegt menningarhlutverk. Vil ég þessu til áréttingar nefna danska prentlistarskólann, en ég hef nokkuð fylgzt með vexti hans s.I. 25 ár. Vöxtur hans og þroski sætir undrun. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa sína skóla í iðn- greininni, er lengja saman hina margvíslegu 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.