Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 9
en það er forskólinn, sem svo hefur verið nefndur. í forskólanum er ætlazt til að nemendurnir fari óður en þeir byrja starf sitt á vinnustaðn- um. Breytir það í engu afstöðu þeirra til fyrir- tækisins, sem þeir síðar vinna í, því að þeir fá strax námssamning og laun frá sinni prent- smiðju. Hins vegar getur prentsmiðjan, ef henni svo þykir, látið forskólatímann gilda sem hinn tilskilda reynslutíma, sem eru þrír mánuðir, en það er takmarkið að forskóla- tíminn verði 12 vikna verkleg kennsla, þegar fram líða stundir. Það er þá forskólinn sem segja mun til um, hvort hann álítur að nemand- inn eigi að halda áfram í iðninni eða ekki. Meðmæli skólans eiga að vera stuðningur fyrir meistarann að ákvarða um framhald námsins. Nú hefur þessi tilraun verið gerð um tveggj a ára skeið og held ég að hún hafi gefizt ágæt- lega. Þar sem forskólanemar eru alls ófróðir um iðngreinina og starfið í heild, er kennslan miðuð við það. En námstími er aðeins þrjár vikur núna eða ^4 af því, sem nauðsynlegt verður að telja. Skipta má kennslunni í þrennt: í fyrsta lagi að veita nemanum fræðslu í með- ferð tækja, verkfæra og véla, svo og verktil- högun og verkefnamat. I öðru lagi framleiðslu- hætti og markmið vinnunnar. Umgengni á vinnustað. I þriðja lagi prófun á hæfni nem- andans til þess að tileinka sér allt starfið og iðngreinina sem ævistarf. Ekki er rúm til þess hér að fara út í það hvernig námi er háttað í smæstu hlutum. Prent- aranum mun vafalaust standa til boða að hafa samband við kennara skólans um það efni. Eftir að hafa stiklað á því, sem hér er að framan sagt um þessi mál, verður manni hugs- að til framtíðar íslenzkrar kennslustofnunar í prentiðn og prentlist. Það þarf meira til en bollaleggingar einar. Lifandi starf er þýðingar- mest. I hópi þeirra er að prentskólanum standa hefur talsvert verið rætt um vöxt og útvíkkun hans, bæði tækni- og fræðilega. Eitt er aug- ljóst, en það er að kennslukrafta mun vanta, sem vonlegt er. Ég álít nauðsynlegt að öll stéttin leggi fram metnað sinn og krafta í það að byggja upp góða kennslustofnun í iðngrein- inni, ekki sízt vegna þeirra breytinga, sem vænta má ó næstu árum. Prentarar hafa verið að fullnuma sig vestanhafs og einhverjir munu vera til náms á Norðurlöndum. Tel ég ólíklegt að þeir muni ekki verða fúsir til þess að miðla stéttinni af þekkingu sinni. Mikill áhugi er fyrir því að koma upp vél- setningarkennslu, sem fólgin væri í fullkom- inni kynningu á byggingu vélarinnar og gangi hennar, meðferð og viðhaldi, og síðan setning- arkennsla og viðbrögð tækisins í starfi. Svo að við getum gert okkur ljóst hvað framundan er og nauðsynlegt er að miða að, vil ég drepa á nokkur atriði, sem mér finnst bíða: Höfuðgreinar viðfangsefnanna: Tœ.knilegt: Setning, prentun, prentmynda- gerð, lithografi (offset), bókband. Verkskipu- lagning. Grafisk iðnfræði. Vélfræði prent- verksins, bygging og gangur prentvéla. Efni: Litur og pappír. Onnur efni: Ljós- fræðileg framleiðsluafbrigði prentverksins. Letur og prentsaga. Leturgreining. Layout (bygging og teikning prentgripa). Innrétting- ar prentfyrirtækja. Eðlisfræði. Efnafræði. Stærðfræði miðað við hæfi iðngreinarinnar. Iiagfrœði: Reksturshagfræði. Bókfærsla. Ársuppgjör og reikningssundurliðun. Verð- lagning prentsmiðju og bókbands. Kostnaðar- áætlun. Auglýsingar og sala. Iðnsaga. Stílsaga. Listsaga. Vinnusálfræði. Verzlunarbréf. Eftir að hafa komið skóla okkar á það stig að framhald prentskólans gæti orðið slíkur skóli, er hefði framanskráð verkefni sem Framh. á 19. bls. 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.