Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 11
SAMNINGANEFNDBÓKAGERÐARMANNA Standandi jrá vinstri: Einar Sigurðsson, Jens Halldórsson, Pálmi V. Samúelsson, Jón Þ. Olafsson, Grétar Jóns- son. — Sitjandi jrá vinstri: Guðmundur Hersir bakari, hafði aðsetur hjá bókagerðarmönnum, Svanur Jóhann- esson, Ingóljur Ólajsson, Pjetur Stejánsson, Kjartan Olafsson, Grétar Sigurðsson og Helgi Sigurðsson. A mynd- ina vantar Gunnar Heiðdal prentmyndasmið. var fyrir félagstjórnina að fara með fyrir félagsfund til úrlausnar. Föstudaginn 25. október var haldinn fundur stjórn- ar og trúnaðarmanna. Var málið rætt á þeim fundi og trúnaðarmönnum falið að flytja út til félagsmanna, að lítil von væri til þess að samningar næðust fyrir 1. nóvember. Fyrir þann fund hafði borizt bréf frá Bók- bindarafélagi Islands, þar sem óskað var eftir sam- starfi og stungið upp á að mynduð yrði sameiginleg samninganefnd. Höfðu formenn félaganna áður haft óformlegt samstarf sín á milli um allan undirbúning að kröfugerð. Tók trúnaðarmannafundurinn einróma undir það, að mynduð yrði sameiginleg samninga- nefnd. Sama dag var því Bókbindarafélagi Islands rit- að bréf þar sem fallizt var á tillögu þeirra. Kornu stjórnir félaganna síðan saman til fundar 26. október og gengu frá bréfum til viðsemjenda og sáttasemjara, þar sem þessum aðilum var tilkynnt um þessa sam- stöðu. Af hálfu Bókbindarafélags Islands tóku sæti í samninganefndinni Grétar Sigurðsson formaður, Helgi Helgason og Svanur Jóhannesson. Miðvikudaginn 30. október boðaði sáttasemjari aðila til fundar. Var þá vitað, að væntanlegt lagafrumvarp yrði lagt fram daginn eftir. Viðsemjendur töldu sig ekkert geta rætt kröfur félaganna fyrr en séð yrði, hvernig væntanlegt lagafrumvarp mundi hljóða. Var þeim bent á, að þetta væri seinasta stund til að ganga frá löglegum samningi og gefið í skyn, að þeir mundu geta fengið mjög hagstæða samninga ef þeir aðeins vildu nota frelsi sitt til þess. En allt kom fyrir ekki. Verða því stjórnir prentarafélagsins og bókbindara- félagsins ekki sakaðar um það tjón fyrir báða aðila, sem af skammsýni þeirra leiddi. Félagsfundur hafði verið boðaður fimmtudaginn 31. október kl. 5,30 í þeirri von að ekki seinna en þá yrði komið á eitthvert samkomulag um nýjan samning. Sama dag hafði verið lagt fram á Alþingi „Frumvarp til laga um launamál o. fl.“ Varð það því verkefni fundarins að ræða frumvarpið og taka afstöðu til þess. Frumvarpið gerði ráð fyrir algjöru afnámi á samn- ingafrelsi um kaup og kjör til 31. desember 1963, og bannaði á sama tíma allar vinnustöðvanir, eftir að það væri orðið að lögum. Þá var í frumvarpinu að nokkru gert ráð fyrir stöðvun verðlags. í frumvarpinu sjálfu kom ekkert fram, sem réttlætti svo róttæka árás á rétt verkalýðsfélaganna til að gera samninga við vinnu- veitendur um kaup og kjör. Gat ekki hjá því farið, að verkalýðsfélögin litu á frumvarpið sem árás á rétt þann, sem þeim er ætlaður samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. I athugasemdum við frum- varpið kom hins vegar fram, að ríkisstjórn og Alþingi teldu sig þurfa „tóm lil að undirbúa þær aðgerðir í efnahagsmálum, sem nauðsynlegar eru til varanlegrar lausnar vandamálanna." 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.