Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 17
Einar* Jónsson yfirprentani Einar Jónsson, yfirprentari í Ríkisprent- smiðjunni Gutenberg, varð sextíu ára 16. nóv- ember 1963. Hann er fæddur í Reykjavík, son- ur hjónanna Jóns Einars Jónssonar prentara og Sigurveigar Guðmundsdóttur. Faðir hans var einn í hópi þeirra, sem stofnuðu Guten- berg órið 1904. Hann lézt í hárri elli fyrir fjór- um árum síðan. Einar Jónsson fetaði í fótspor föður síns og hóf að læra prentverk í Guten- berg árið 1919, undir stjórn hins merka prent- araverkstjóra Emanúels sáluga Cortes. Eftir að námi lauk tók hann sér ferð á hendur til Dan- merkur til frekara náms og þjálfunar í iðn sinni. Hann vann þá um tveggja ára skeið í Egmont H. Petersens kgl. hirðprentsmiðju, en kom að þeim tíma liðnum heim aftur og tók til starfa í Gutenberg. Þegar Emanúel Cortes lét af störfum fyrir aldurssakir órið 1945, var Einar Jónsson sjálfkjörinn eftirmaður hans, og hefur síðan verið verkstjóri í vélasal Ríkis- prentsmiðjunnar, en jafnframt hin síðari ár gegnt fleiri trúnaðarstörfum í þágu fyrirtæk- isins. Það er ekki ofmælt, að Einar Jónsson er í hópi allra færustu og vandvirkustu prentara hér á landi. Um það mega bera allir þeir mörgu viðskiptamenn Gutenbergs, sem notið hafa verka þeirra, sem hann hefur ýmist unnið sjálf- ur eða verið unnin undir stjórn hans síðustu 40 árin. Hann hefur verið prófdómari við sveinapróf prentara langt árabil. Ágúst Guðmundsson Ágúst prentari Guðmundsson varð fimmtug- ur 26. ógúst síðastliðinn. Ágúst er Vestmanna- eyingur að uppruna, sonur hjónanna Guðrún- ar Kristjánsdóttur og Guðmundar Helgasonar, sem bæði voru ættuð úr Rangárvallasýslu eins og fleiri Vestmannaeyingar. Ungur fetaði Ágúst í fótspor Hafsteins bróð- ur síns og hóf prentnám. Hóf hann námið í Eyjum, en lauk því í prentsmiðjunni Acta hér í Reykjavík. Tveimur órum síðar hleypti hann heimdraganum og sótti námskeið við Fagskol- en for Boghándværk í Kaupmannahöfn. Um starfsferil Ágústs síðan er óþarfi að fjöl- yrða. Hann hefur starfað að iðn sinni í ýmsum prentsmiðjum hér, fyrst að handsetningu, en lengst af sem vélsetjari. Er hann því vel kunn- Framh. á 23. bls. Einar Jónsson gegnir vandasömu og ábyrgð- armiklu starfi af samvizkusemi og dugnaði. Sjálfsagt tekst honum ekki, frekar en öðrum, að gera alltaf eins og öllum líkar. Honum er ekki gjarnt að lofa meiru en hann getur efnt, en þeir, sem til þekkja, vita, að hann ber fyrir brjósti bæði bag fyrirtækis síns og viðskipta- manna þess. Einar Jónsson er gæfumaður í einkalífi sínu. Hann er kvæntur góðri konu, Jórunni Þórðar- dóttur, og eiga þau fjögur mannvænleg og myndarleg börn, sem öll eru nú af barnsaldri. Magnús Astmarsson. 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.