Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 18
Uppruni og þróun fornaleturs hins eldra |cvtptr*rd>uf ATtu rAtionCm dwoncU <r tcut^ vuituvtw dHVuffe-. Hítm cr.tvttmt Attr m gítt<( CcUrCÍ CjUtdrttYl YYlOtY<5 c]]c Ae\jC*Vt: CjUl’ Acl C'XCP^Vf.'Ul d UYYV -tcutl' .A Í.1 cy pU C.CmAu VY\ om.t Niccnln dc Nicculis nntikvn, c. 1410. Bcniuolentiam autem a perfonis d: perfonarum non eft:ut plenq; credi aduerfario:& ludíce.Nam exordiur fæ folðíiqq ením pauciora de fe ípf Nicolas Jensons antikva, Venedig 1471. Framhald. Hin efnahagslega þróun, sem átti sér stað á síðari hluta 14. aldar, varð grundvöllur að þeim menningarlegu framförum, sem við köll um ítalska endurreisnartímann. Borgir eins og Genúa, Mílanó, Feneyjar, Flórenz og Róm urðu að voldugum verzlunarmiðstöðvum, og kaup- sýslujöfrarnir juku áhrifa- og hagsmunasvæði sín með útibúum, er þeir komu á fót víðsvegar í borgum Norður-Evrópu. A 12. og 13. öld hafði upplausn stíltegund- anna, svipmót staðbundinna og þjóðlegra sér- kenna, deyft mjög áhrif hinnar karolíngsku leturgerðar. Þetta var einkum eftirtektarvert á ftaliu, þar sem ennþá var lifandi gömul byzan- tisk erfð blönduð gotneskum formeinkennum. Rotunda-letrið var tekið til víðtækra nota á- samt ótal afbrigðum letra af Bastard-gerð. Hjá hinum eldri fornmenntamönnum, með Fran- cesco Petrarca (1304—74), fremstum í flokki, mótaðist stefna, er hafði að markmiði endur- reisn hins sígilda, forna í bókmenntalegum og listrænum efnum. Meðal hinna ungu skóla- spekinga eignaðist þessi stefna eldheita fylgj- endur. Með brennandi ákafa grófu þeir upp gömul handrit i klaustrum Evrópu. Meginhluti STEFÁN ÖGMUNDSSON þeirra var beinlínis sprottinn af róthinnarkaro- língsku endurreisnar, þar sem afritunariðjan — einnig gamalla griskra og latneskra texta — hafði verið sérstaklega gróskurík. Að sjálf- sögðu álitu menn handrit þessi bera fornlist- inni óræk vitni. Af ráðnum hug hóf Petrarca að endurbæta leturformið. Hans eigið letur bar gotneskan svip bastardletursins, en smám saman varð það ávalara og breiðara með sterkari áherzlum í láréttum dráttum og hástafirnir nálgast hina fornrómversku fyrirmynd. Hjá frægum skraut- riturum næstu kynslóða þróast og fullkomnast fornmenntaletrið. Slíkir menn voru þeir Nic- colo de Niccolo (1363—1437) og Poggio Bracciolini (1380—1457). Einkum er það hjá hinum síðarnefnda, sem fornaletrið (antikva) birtist í sinni skírustu mynd með hófsamlegri þjöppun og hástafi í „Capitalis elegans“. Poggio var ekki alinn upp við gotneska hefð, og á námsárum hans í stjórnarskrifstofum páfagarðs er í fyrsta sinni notað orðtakið „litt- era antiqua". Hjá Niccolo og Poggio tökum við fyrst að greina einkenni þess Ieturs, sem þróast síðar hjá nemendum þeirra yfir í skáletrið. Hin miklu afköst afritaranna hafa nú sem fyrr þvingað fram leturgerð, sem auðveldara var að hraðskrifa en fornaletrið, og aukinn hraði gaf letrinu frjálsari svip og hrynjandi. í stjórn- arskrifstofum páfa var á dögum Nikulásar V. löggilt sérstök leturfyrirmynd með heitinu „Cancellarescha corsiva“ og var það notað til allra venjulegra bréfaviðskipta. I hinum þrönga hópi einangraðra menntamanna var leturgerð þessi einkar hentug til skrásetningar á hefðbundnu efni, og það hefur heldur ekki verið meining þeirra að nota hana á annan hátt. En frá fornmenntamönnunum fluttist rit- listin til atvinnuskrifaranna, sem oft voru fram- 18

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.