Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 20
Aff tiögum norskra prentara Klemens Guðmundsson, sem nú starjar sem vélsetjari í Hönefoss í Noregi, hejur sent Prentaranum eflirjarandi bréf, þar sem liann greinir jrá ýmsum fróðleik um prentarasamtökin j)ar í landi og innra skipulagi j>eirra. Einnig rœðir hann um launamismun stéttarinnar utan Oslóar og viðbrögð samtakanna til þess að jafna jmð misrœmi. Ég hef oft verið spurður af íslendingum, sem ég hef hitt hér og einnig af Norðmönnum: „Hvernig getur þú, sem ert íslendingur, unnið við vélsetningu hér í Noregi? Þú hlýtur að kunna norsku eins vel og móðurmálið?“ Og því til svara ég alltaf því sama: „Ég hef ekki enn hitt þann Norðmann, sem kann norsku.“ Fyrir Norðmann er svarið fullnægjandi, þeim er flestum Ijóst, að þarna kreppir skórinn illi- lega, en íslendingar eiga oft erfitt með að skilja það, því ef það er nokkuð sem við virð- um og erum stoltir af, þá er það málið okkar. Það er kannski hægt að segja það sama um Norðmenn; þeir virða og elska sitt móðurmál. En þeir geta bara ekki orðið sammála um, hvernig þeir eigi að skrifa það. Okkur finnst þetta oft skrítið, kannski hlægilegt, en Norð- mönnum er það heilagur hlutur, að sá rithátt- ur, sem þeir lærðu í bernsku, fari með sigur af hólmi, en hinum óska þeir út í hafsauga. Og, því miður, af þessu hlýtur að verða mik- il ringulreið, sérstaklega þar sem unnið er fljótt, eins og t. d. á dagblöðum. Þau hafa að vísu öll sinn fasta rithátt, en þó þannig, að allt aðsent efni, sem er skrifað með öðrum rithætti, er tekið inn óbreytt. Og þar sem mismunurinn oft er svo lítill, t. d. endingar, er auðvelt að rugla saman og sjást yfir. Málið verður óhreint og hikandi, og ef maður les blöðin vel, þá sér maður að það er auðveld bráð erlendra töku- orða. Nóg um það. Það var um prentarastéttina í Noregi, sem ég ætlaði að skrifa. Norsk Typografforbund hafði um síðustu áramót 6312 meðlimi, sem skiptast þannig: Handsetjarar 1470, vélsetjarar 1178, prentar- ar 1315, verkstjórar 332, sterotyptar 241, að- stoðarmenn 821, nemar 209 og restin mest að- stoðarstúlkur. Félagið hefur eina aðalstjórn, sem er kosin af fulltrúum fyrir þær 57 deildir, sem eru í félaginu. Hver deild hefur sína stjórn, og á flestum vinnustöðum þar sem eru fimm eða fleiri meðlimir, eru svonefndir klúbbar. Hver grein innan fagsins hefur einnig sitt samband og í stærri deildum eru greinafélög. Aðalsljórnin undirbýr og gerir alla samn- inga við atvinnurekendur, leysir úr meirihátt- ar deilum, fer með fjármál sambandsins og hefur umsjón með sjóðum þess. Deildarstjórnirnar sjá um innheimtu félags- gjalda, leysa úr öllum minni deilumálum við atvinnurekendur, þó ekki um kaup, sjá um greiðslu á lífeyri og sjúkrapeningum, gefa upp- lýsingar til meðlimanna um ákvarðanir aðal- stj órnarinnar og eru milliliður meðlimanna og aðalstjórnarinnar. Enginn getur kært til aðal- stjórnarinnar án þess að deildarstjórnin fái málið fyrst til athugunar. Deildarstj órnin sér 20

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.