Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 21

Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 21
einnig um að meðlimirnir komi saman á skemmtifundum. Klúbbarnir taka að sér deilur á vinnustað, óskir um bætt vinnuskilyrði og allar kaup- hækkunarkröfur milli samninga. Aðalstjórnin eða deildarstjórnir geta ekki blandað sér í kröfur um hærra kaup milli samninga, en þá er klúbbunum beitt. Enginn má sækja um vinnu án þess að tala við trúnaðarmann á viðkom- andi vinnustað fyrst og fá upplýsingar um hvaða kaupkröfur hann eigi að gera. Greinaklúbbarnir (samböndin) eru meir til að miðla fróðleik í hinum ýmsu greinum fags- ins og halda fundi og samkomur þar sem með- limirnir geta rætt um þá hluti, sem efst eru á baugi, og kannski lyft sér upp. Eins og heima, er mjög auðvelt að fá vinnu hér í Noregi. Ég hef heyrt, að aðeins í Oslo sé hægt að taka á móti 50—60 vélsetjurum. Það er einnig mikil eftirspurn eftir handsetjurum, en heldur minni á prenturum. En í Oslo er næstum útilokað að fá húsnæði, hvort sem um er að ræða íbúð eða herbergi. Ástandið er heldur betra í minni bæjum, en til þess að geta fengið fólk verða fyrirtækin þar að útvega íbúðir, því strax þegar komið er út fyrir Oslo, er kaupið lægra; því lengra frá höfuðborginni, því minna kaup. Að vísu sparast oft mikið í minni bæjum; ódýrara rafmagn, minni skatt- ar, lægri húsaleiga, litlir eða engir sporvagna- peningar, ódýrara grænmeti o. s. frv., en það er nú þannig með flesta, að krónutalan í um- slaginu hefur mest að segj a, auk þess sem mis- munurinn á kaupinu getur verið talsverður. Eins og áður er getið, þá eru það klúbbarn- ir, sem hafa með kauphækkunarkröfur að gera milli samninga. Þetta hljómar kannski ein- kennilega, en hinn mikli skortur á prenturum hefur gert þetta mögulegt, og það er ekki óal- gengt að launahækkanir eigi sér stað tvisvar á ári í fjölmörgum fyrirtækjum. Oftast er borið við aukinni dýrtíð eða góðum rekstri fyrirtæk- isins og auknum hagnaði, eða að prentarar í annarri prentsmiðju eða í öðrum bæ hafi feng- ið kauphækkun. Oft verða fyrirtækin að greiða einstökum starfsmönnum hærra kaup heldur en að eiga á hættu að missa þá, og svo koma hinir oftast á eftir. En það er ekki alltaf að kauphækkanir fáist svo auðveldlega, og þá er gengið harðara til verks, ekki kannski þegar í stað, en strax og tækifæri gefst. Einn prentari fær tilboð um hærra kaup í öðru fyrirtæki og slær til. Þá þarf prentsmiðjan að taka inn mann í hans stað, en eins og áður er geíið þá má enginn sækja um vinnu án þess að tala við klúbbformanninn eða annan trúnaðarmann fyrst, og fá upplýsingar um hvaða kaup hann eigi að fara fram á. Þá verður fyrirtækið að gera upp við sig, hvort heldur það eigi að hafa of fátt fólk eða horga hærra kaup. Nær und- antekningarlaust velur það síðari kostinn. Vinnutíminn er 45 tímar í dagvinnu, 35 tím- ar á millivakt og 33 tímar fyrir vélsetjara, en 36 tímar fyrir aðra, prentara, handsetjara og sterotyperar, á næturvakt. I dagvinnu greiðist aukavinna með 50% fyrir 3 fyrstu tímana og svo með 100%. Á millivakt og næturvakt greiðist öll aukavinna með 100%, og þá er tímafjöldanum deilt í vikukaupið. Ef vinnu- tími hefst fyrr á sunnudögum en ákveðið er, greiðist það með 150%. (I Noregi koma eng- in dagblöð út á sunnudögum). Fyrir millivakt greiðist ca. 200 ísl. kr. og næturvakt ca. 300 ísl. kr. hærra kaup. Samningsbundið kaup er n.kr. 270.00 á viku (rúmlega 6 ísl. kr. í 1 norskri) eða um 1630 ísl. kr. Mér hefur aðeins tekizt að finna 3 prent- ara, sem voru á því kaupi í síðustu skýrslu prentarafélagsins (desember 1962), hinir eru allir yfirborgaðir og langflestir svo um mun- ar. Meðalkaup handsetjara yfir allt landið er n. kr. 373,57, vélsetjara 376,80 og prentara 389,20, eða 2250—2350 ísl. kr. En þetta er meðalkaup fyrir allt landið. I Oslo er meðalkaup fyrir handsetjara n. kr. 406,14, vélsetjara 419,30 og prentara 413,36. Það er ekki óalgengt að vélsetjarar í Oslo hafi 440—470 kr. á viku. Að meðalkaupið er ekki hærra, kemur af því hversu erfitt er með launa- hækkanir í hinum stærri prentsmiðjum, sem hafa fleiri tugi eða hundruð prentara í sinni þjónustu. En strax og komið er út fyrir Oslo lækkar kaupið, t. d. í Lilleström, ca. 20 km frá Oslo, er kaupið kr. 390,00, Drammen, ca. 60 km frá Oslo, 373,00. Nú má enginn taka þetta sem svo, að kaupið lækki með hverjum kíló- 21

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.