Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.04.1963, Blaðsíða 22
Fremri röð frá vinstri: Óskar Sveinsson, Agúst Kristjánsson, Kristján A. Agústsson, Þorlákur Guðmundsson, Bergur Thor- berg. — Ajtari röð jrá vinstri: Arni Kristinsson, Baldvin Ársælsson, Sveinn Hálfdánarson, Garðar Garðarsson, Hajliði Balávinsson, Olajur Pálsson, Kristján Gunnarsson, Kristján Pálsson, Steindór Háljdánarson, Halldór Halldórsson. Þann 1. september 1963 hafði Kristján A. Kristjánsson starfaS 50 ár viS prentverkiS. Kristján hóf nám í ísafoldarprentsmiSju 1. september 1913 og lauk þar námi sem setj- ari 1. marz 1918. Árin 1919—1934 var hann vélsetjari í FélagsprentsmiSjunni. — SíSan 1934 hefur hann veriS í Steindórsprenti og kennt mörgum nemum. Af þessu tilefni var honum haldiS samsæti í kaffistofu Stein- dórsprents. Komu þar saman allir nemend- ur hans. ViS þaS tækifæri tók Gunnar Ól- afsson, starfsmaSur í Steindórsprenti, þessa mynd af Kristjáni og nemendum hans. Aöalfundur H-í-R 1363 Framh. al 15. bls. H.I.P. í Miðdal." Var reglugerðin að mestu samin af Fasteignanefnd félagsins og byggð á reynslu þeirri, sem nefndin hefur öðlazt á undanförnum árum. í heild hljóðar reglugerðin svo: 1 gr. Hið íslenzka prentarafélag leggur til, án end- urgjalds, lóðir undir sumarbústaði. Hámarksstærð lóða skal vera 1000 ferm. Lóðirnar eru eign H.Í.P. og lóðarhöfum því óheimilt að veðsetja þær. 2. gr. Sæki félagsmaður, sem selt hefur bústað sinn, um lóð að nýju, skal sú umsögn lögð fyrir sameigin- legan fund stjórnar og fasteignanefndar H.f.P. 3. gr. Umsókn um lóð skal vera skrifleg og fylgja henni grunnflatar- og útlitsteikning að væntanlegri byggingu. Allar breytingar frá áður samþykktri teikn- ingu eru óheimilar án samþykkis fasteignanefndar metra frá Oslo, það sýnir meðalkaupið fyrir allt landið, en að í Norður- og Vestur-Noregi er kaupgjald talsvert lægra er ekki að efast um. En mikið hefur áunnizt í þá áttað jafnaþennan mismun síðustu árin, t. d. hefur við tvo siðusíu samninga verið gefin sama hækkun í krónutölu til allra prentara í landinu í staðinn fyrir pró- sentuhækkun. H.Í.P. Réttindi til lóðar fellur niður, ef ekki eru hafn- ar framkvæmdir innan árs frá úthlutun lóðar. 4. gr. Aðeins félagar í H.I.P., ekkjur prentara og starfsmannafélög í prentsmiðjum geta átt sumarbú- staði i Miðdal. 5. gr. Vegarlagningu að lóðum annast og greiðir H.Í.P., en viðhald vega skulu bústaðaeigendur sjá um og greiða sameiginlega. 6. gr. Hver bústaðareigandi skal leggja og viðhalda á sinn kostnað vatnslögn að sínum bústað. Lögn aðal- vatnsæðar og viðhald greiðir H.t.P. 7. gr. Lóðarhafa er óheimilt að kasta skógarleifum og öðrum úrgangi annars staðar en í þar til gerðar sorpgryfjur. 8. gr. H.Í.P. er ekki bótaskylt vegna skemmda er einstakir meðlimir þess eða bústaðaeigendur kunna að valda á lóðum eða eignum annarra bústaða eigenda. 9. gr. Stjórn H.Í.P. er heimilt að ábyrgjast lán fyrir allt að % efniskostnaði þeirra bústaða, sem byggðir verða í Miðdal. 10. gr. Vegna framlagðs kostnaðar í sambandi við bústaðahverfið er H.Í.P. heimilt að leggja á fasteigna- skatt, og sé hann ekki hærri en svo, að svari hæfileg- um vöxtum af því fé, sem í framkvæmdum er bundið á hverjum tíma. 11. gr. Með samþykkt reglugerðar þessarar falla úr gildi eldri samþykktir varðandi bústaðahverfið í Mið- dal. Pjetur Stefánsson. 22

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.